Morgunblaðið - 26.02.1946, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 26.02.1946, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 26. febr. 1946 MORGUNBLA©tfc 1 ER ÞETTA SKÓLI FRAMTÍÐARINNAR FYRIR nokkru síðan fór að bera mikið á hjólreiðaslysum í borginni Winetka, Illinois. Þeg- ar ekkert var gert til þess að kippa þessu í lag, tók sig sam- an allstór hópur nemenda Skokie gagnfræðaskólans þar í borg. Þeir ákváðu að ráða fram úr þessu vandamáli. Nemend- urnir komust að raun um það, að um 75% allra slysanna or- sökuðust af því, að reiðhjól stúdentanna skorti allskonar öryggistæki, að hjólreiðarmenn irnir sjálfir voru auk þess flest- ir hverjir óvarkárir- og höfðu litla þekkingu á umferðalög- gjöf bæjarins. Þá fundu þeir enn fremur, að engin sjerstök reglugerð var til um hjólreið- ar og að reglugerðir um farar- tæki voru yfirleitt óljósar og illskiljanlegar yngra fólkinu. Nemendurnir skýrðu bæjar- yfirvöldunum frá niðurstöðum sínum. Formaður nefndar þeirr- ar, sem fjallaði um öryggis- mál bæjarbúa, heimilaði þeim að gera uppkast að nýrri reglu- gerð. Eftir að hafa átt viðræður við lögregluþjóna í öðrum borg- um, athugað gaumgæfilega helstu orsakir umferðarslysa og haldið opinbera fundi, lögðu þessir unglingar fram í bæjar- stjórn tillögm til frekara ör- yggis vegfarendum. Tillögur þeirra voru samþyktar og gerð- ar að lögum. í dag er svo kom- ið, að umferðaslys eru sjald- gæf í Winetka. Þetta atvik er eitt af mörg- um, sem gert hafa bæjarbúa og forvígismenn í fræðslumál- um stórkostlega undrandi yfir frammistöðu vngri kynslóðai'- Nemendurnir starfrækja verslanir og fyrirtæki, segja bæjaryfirvöld- unum til syndanna og stunda námið af kappi innar í bæjarfjelagi þeirra. En til grundv. þessarar einstöku þróunar liggja tilraunir Skokie gagnfræðaskólans, til að koma á nýju og endurbættu kenslu- kerfi. Þessi gagnfræðaskóli er ekki aðeins skóli í- orðsins fyllstu merkingu, heldur í rauninni sjálfstætt bæjarfjelag. Nemend ur skólan's, en þeir eru á aldr- inum 11 til 14 ára, gera meira en hlýða á kennslu kennaranna. Þeir taka- þátt í verslunar og stjórnarstörfum. Fyrirtæki þeirra — verksmiðjur, kaup- fjelag, vátryggingafjelag, banki og lánsstofnun — eru eins og slík fyrirtæki gerast víðast í heiminum. ^ Nemendurnir áttu frumkvæðið. ÞESSI hreifing átti upptök sín á fundi 55 nemenda, sem kjörnir höfðu verið í skólaráð stúdentanna. Formaður nefnd- ar þeirrar, sem sá um matsölu- stað skólans, skýrði frá tveim- ur velpum, sem höfðu misst diska sína óviljandi, er verið var að matast. Arangurinn hafði ekki aðeins verið grátur og gnístran tanna. heldur og efna- hagslegt tjón. Þetta var algengt fyrirbrigði. Einhver fundarmanna stakk upp á því, að stofnað væri vá- tryggingafjelag. Nefnd var kjör in, til þess að athuga ’mögu- ■ leika á þessu. Einn kennaranna var kjörinn ábyrgðarmaður og faðir eins nemandans, starfs- maður hjá vátryggingafjelagi, varð fyrir valinu sem ráðu- nautur. Eftir nokkurra vikna undirbúning, var vátrygginga- fjelagið tekið til starfa. Greiðsla iðgjalda bygðist á því, hversu mikið að leirtaui hafði verið brotið, áður en fjelagið hóf starf rækslu sína. Hver sá, sem keypti ábyrgöarskýrteini, átti að borga 20% af því, sem hann braut, en vátryggingafjelagið borgaði afganginn. Fjelagið hóf víðtækan áróður, til að draga úr slysförum við mat- borðið. Ekki leið á löngu þar til mikið minna var brotið af leirtaui en áður, og hægt var að lækka iðgjöldin um helm- ing. I dag er svo komið, að helmingur nemenda eru trygð- ir og fjelagið borgar 100% af j öllum töpum, og getur þó greitt meðlimum sínum ágóða að loknu hverju starfsári. Þetta varð vísirinn að margs konar annari starfsemi. Áhugi nemenda fyrir vátryggingaað- ferðum og opinberu eftiriiti þx. Vart var við Löluverðar fram- farir í bæði talaðri og skrif- aðri ensku. Kennarar og skólastjóri Skokie gagnfræðaskólaris, S. Rai Logan að nafni, voru ekki lengi að átta sig á, hver áhrif þessi starfsemi virtist ætla að hafa og gættu þess vandlega, að taka ekki fram fyrir hend- urnar á þeim. Þeir fengu að ráða fram úr þessum hugðar- efnum sinum sjálfir, jafnvel þegar erfiðleikar steðjuðu að. Eitt af fyrirtækjum þeim, sem þeir komu á fót, fjekkst við rannsókna og framleiðslu- störf. Blek, sem selja átti nem- endum, átti að vera aðalfram- leiðsluvara fyrirtækisins, en erfiðleikarnir voru margir fyr- ir óreýnda unglinga. Kennar- srnir hefðu getað reynt að skerast í málið, og af öllum líkindum með góðum árangri. Svo var þó ekki. Margskonar erfiðleikar. JOHN Cawelti, einn nem- endanna, segir þannig frá þessu: „Jeg var kjörinn gjaldkeri Démarar í Nurnbefgrjettarböldunimi Henri Donnedieu de Vabres, hinn 65 ára gamli dómari Frakka í Núrnbergrjettarhöld- unum, er víðkunnur fyrir þekk- ingu sína á álþjóða-hegningar- löggjöfinni. Hann hefir komið fram fyrir hönd Frakka á fjölda mörgum lögfræðingaráðstefn- um víðsvegar um heim og með- al annars átt sæti í alþjóða- dómstólnum í Haag. Donnedieu de Vabres er lág- vaxinn og sterkbygður maður og lauk prófi við einn þekkt- asta lagaskóla Frakklands. Um tíma kendi hann við háskólann í Montpellier, en 1924 hóf hann kenlustörf við lagadeild París- arháskóla Francis Beverley Biddle var dómsmálaráðherra Bandaríkj- anna frá september, 1941, þar til Truman forseti gerði breyt- ingarnar á stjórn sinni árið sem leið. Hann var í upphafi Repu- blicani, en gekk í flokk Demo- crata, til að stuðla að forseta- kjöri skólabróðurs síns, fyrr- verandi, Franklin D. Roosevelt. Árið 1939 yfirgaf Biddle lög fræðifirma sitt og tók að sjer ýms mikilsverð störf fyrir Lawrence lávarður hóf lög Sir Geoltrey Lawrence, ytir- dómari áfrýjunarrjettar Bret- lands, er 64 ára gamall. Hann gat sjer góðan orðstýr á víg- v'öllum Egyptalands og Frakk- lands í heimsstyrjöldinni fyrri og var sæmdur heiöursmerki fyrir afrek sín. í heimsstyrjöld þeirri, sem nú er lokið, starf- aði hann í heimavarnarliði Breta og særðist tvisvar í loft- árásum Þjóðverja. Roosevelt stjórnina, meðal ann- 1 ars dómara- og bankastjóra- | stöður, en var s.l. ár útnefnd- ur til að skipa dómarasæti Bandaríkjamanna við rjettar- höldin í Núrnberg. fræðistarf sitt árið 1906 og hef- ir haft margar virðingarstöður um æfina. Hann var meðal ann- ars um tíma lögfræðilegur ráðu nautur prinsins af Wales. Johann Timofeevich Nokit- chenko, rússneski dómarinn við Núrnbergrjetarhöldin, er 40 ára að aldri og yngstur dómaranna íjögurra. Hann á sæti í dóms- málaráðuneyti Rússa og er með hrnur Æðsca ráðs Soýjetríkj- arma. Nokitchenko er útskrifaður úr háskólanum í Moskva, og gekk í Rauða herinn árið 1918, þar sem hann hækkaði brátt í metorðum. Árið 1935 var hon- um veitt staða við Hæstarjett Ráðstjórnarríkjanna og var kosinn í dómarastöðu við rjett- inn þrem árum seinna. Hefir hann haldið því starfi síðan. fjelagsins. Enginn skýrði mjer frá því, hversu mikið fje fór í kaup á hráefnum og hversu mikið kom inn við söluna. Auð vitað fór öll bókfærslan í handaskolum. Það var ekki fyr en eftir mikla erfiðleika, a3 mjer tókst að koma fjárhald- inu á rjettan kjöl“. Flestir hinna unglinganna rákust einnig á erfiðleika. Það þurfti að læra að framleiða blekið og koma því á markað- inn. Þó er nú svo komið, að fyrirtækið framleiðir, „ auk bleksins, tannkrem, andlits- krem, ilmvötn og fleiri vörur. Og allar þessar vörur seljast upp á svipstundu. Annað fyrirtæki Skokie nem endanna annast sölu á búpen- ingi. Einn kennaranna aðstoð- ar þá við þetta. Þetta verslun- arfjelag selur hænsni, kanínur og fleira, framleiðir, selur og lætur á leigu búr, býr til og selur fóður handa húsdýrum og kennir kynbótaaðferðir. í tveim öðrum skólum eru úti- bú. « Til þess að íylgjast með þró- un og nýungum annara fj7rir- tækja, fara nemendur og kenn- arar skólans kynnisfarir til um 300 verksmiðja, verslana o. s. frv. í Chicago. Þessir leiðangr- ar eru farnir í langferðabifreið skólans, en í henni eru gjallar- horn, til að nemendur geti rætt það, sem þeir sjá á leiðinni. Þrátt fyrir smæð þessa ,,þjóð fjelags“ þeirra, má líta á þessa unglinga sem virka og starf- andi borgara. Því í Skokie skólanum er greiddur skattur! Á því var farið að bera, að reið- hjól væru tekin í óleyfi, eftir að kennslu var lokið. Samþykkt var þess vegna að ráða einn nemendanna, til að hafa um- sjón með reiðhjólunum frá hálf fjögur til fimm á daginn. Til að afla peninga, til að standa straum af launagveiðsl- um til etftirlitsmannsins, var stungið upp á því, að hjólhesta eigendur skildu greiða 50 aura skatt. Tillagan var samþykkt. Skólabanki starfræktur. ÖLL fyrirtæki skólans gejTma peninga sína í skólabankanum og notast við ávísanir við starf- semi sína. Lánsstofnun hefir og verið komið á íót. David Bx-ooks 11 ára að aldri, skrifaði fvrir skömmu síðan grein um Láns- stofnun Skokie gagnfræðaskóí- ans fyrir tímarit bankamanna í Minnesota. í grein sinni skýrði hann meðal annars frá því, að nemendur fá hlutabrjef fyrir hverja eina krónu, sem þeir leggja í fyrirtækið, geta fengið allt að þi'iggja ki'óna lán, án áb.vrgðarmanns, og tæpar fimm krónur, ef þeir hafa ábyrgðarmann. Það fer eftir mannoi'ði umsækjanda, hvort honum er veitt lán eða ekki. Hann endar grein sína á eftir farandi hátt: „Síðastliðið ár voru 571 lán veitt og endurgreidd. Vextir af þessum lánum námu alls tæp- um 75 krónum. Skattgreiðsl- ur til skólaráðsins námu um 24 krónum. Það er skoðun sumra, að lánsstofnunin ætti ekki að greiða þessa skatta, að Framh. á bls. 8.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.