Morgunblaðið - 26.02.1946, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.02.1946, Blaðsíða 1
á3. árg'angur. 46. tbl. — Þriðjudagur 26. febrúar 1946 Isafoldarprentsmiðja h.f. Christmas Möller kemur hingað í apríl CHRISTMAS MÖLLER, formaður danska íhaldsflokks- ins kemur hingað í stutta heimsókn í aprílmánuði n. k. — Hann kemur í boði Norrænafjelagsins. — Guðlaugur Rosinkrans, rit- ari Norrænafjelagsins skýrði Morgunblaðinu frá þessu í gær. Þetta hefir staðið til all- lengi, sagði Guðlaugtir, en s. 1. föstudag barst stjórn Nor- rænafjelagsins svar hans, þar sem hann segist geta tekið boði fjelagsins. Hingað er hann væntanleg ur dagana 18. til 28. apríl n. k. — Hann mun koma hingað loftleiðis frá Stokkhólmi. — Hefir þegar verið spurst fýr- ir um flugferðir á þessu tímabili og virðast allar lík- ur benda til þess að- hag- kværa ferð muni falla ein- hvern þessa daga. Hjer mun Christmas Möll- er dvelja um viku tíma. —• Hann mun flytja hjer fyrir- lestra. — Sennilega verða, þeir m. a. um sambandsmál- ið. — En svo sem kunnugt er hefir hann haldið mjög á lofti málstað íslendinga í skilnaðarmálinu. Auchinleck hótui uppivöðslu seggjum lörðu Asbjörn Ruud rm sameinasl stjómarhsr Christmas Möller FIMIR AÐ KLIFRA. LONDON: — Tveir kanad- iskir hermenn, sem brotlegir höfðu gerst við heraga, sluppu nýlega úr fangabúðum í Bret- landi með þeim hætti, að þeir klifruðu yfir 12 feta háa gadda vírsgirðingu. Hvorugur hefir náðst aftur. Bretar og Frakkar semja ú nýju um brottflutning NEFND breskra hernaðarsjerfræðinga mun koma til Paris í kvöld, eða á morgun, til þess að ræða við frönsku stjórnina um brottflutning breskra og franskra hersveita, sem nú eru í Sýrlandi og Libanon. Eru ráðstafanir þessar í samræmi við úrskurð öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um þessi mál. Nýr samningur. Um brottflutning um- ræddra hersveita var gerður samningur milli Breta og Frakka á síðastliðnu sumri. Það var m. a. út af þessum samningi, sem Sýslendingar og Libanonsmenn báru fram kærur sínar'í öryggisráðinu. Munu Bretar og Frakkar nú semja um breytingar á samn ingi þessum eða jafnvel af- nema hann að fullu. Fulltrúar Sýrlendinga og Libanonsmanna eru vænt anlegír til Paris innan skams til viðræðna um þessi mál samkvæmt ósk frönsku stjórn arinnar. — Ekki hefir enn verið ákveðið í hvaða formi samningarnir verða gerðir um brottflutninginn, hvort t. d. Sýrlendingar og Liban- onsmenn semja við Frakka og Breta í sameiningu, eða hvort hver aðili geri samn- ing sín á milli. Azad ræðir við New Dehli í gærkövldi. AZAD, forseti Þjóðþings- flokksins indverska, átti í dag viðræður við 'Wavell, vara- konung Indlands, og stóðu þær um hálfa aðra klukku- !stund. — Azad sagði blaðaí mönnum að viðræðunum Toknum, að þeir hefðu rætt úim matvælaástandið á Ind- landi og stjórnmálahorfur í jlandinu. — Sagði Azad, að 'þeir hefðu ekki útrætt þessi mál og myndu hittast aftur innan skams. — Reuter. Chungking í eærkvöldi. UNDIRRITAÐUR var í dag í Chungking samningur. þess efnis, að her kommún- ista í Kína skyldi sameinast stjórnarhernum, en kommún istar hafa nú um 19 ára bil haft sjerstakan her í land- inu. Marshall, sendiherrr Bandaríkjanna í Kína, vai viðstaddur, er samningarni’ voru undirritaðir. •— Stúden ar í Chungking hjeldu áfrarr í dag kröfugöngum til þes: | að heimta brottför Rússa úi iMansjúríu. •— Útvarpið Moskva segir, að kínverskr stjórnin muni róa undir ' þessum óeirðum. Hafi öflug lögreglulið verið látið vernd? stúdentana á ræðuoöllum of ýmsum tilfæringum komif fyrir handa þeim. •— Reuter Enn skærur í Azerbaijan Theran í gærkvöldi. PERSNESKA blaðið „Ette- lat“ birtir*þá fregn í kvöld, að 600 „lýðræðissinnaðir skæru- liðar“ sæki fram frá Astara, hafnarborg við Kaspiahaf á mörkum hjeraðsins Azerbaijan og samnefnds rússnesks ráð- stjórnarríkis, áleiðis til Pahle- vix (hafnarborgar við Kaspia- haf, um 75 mílur frá Astara og 150 mílur frá Teheran). Hafa skæruliðarnir yfir fall- byssum og stórum vjelbyssum að ráða. — Fregn blaðsins, sem enn hefir ekki verið staðfest, hermir, að skæruliðarnir hafi tekið borgina Karganrud, sem liggur við Kaspiahaf milli Ast- ara og Pahlevi, og rofið sím- kerfi. Síðustu freghir herma, að skæruliðarnir sjeu aðeins nokkr ar mílur frá Pahlevi. ■—-Reuter. Kyrt í Bombay, en óeirðir í Madras OSLO í gær: — Meistrakepni I í skíðastökki fór fram við : Dammen í dag og fóru leikar j þannig að Asbjörn Ruud, yngsti jbróðir hinna frægu Ruud- I bræðra varð skíðastökksmeist- ari. — Næstur honum varð Kongsgaard og þriðji varð Reidar Andersen. Skíðastökkmót þetta átti að fara fram á sunnudag, en var frestað sökum storms. Franskur sendikennari kominn . MEÐ Dr. Alexandrine í gær kom hingað franskur sendikennari, að nafni Alber Ducrocq. — Hann kom hing'- að á vegum fjelags frönsku- mælandi manna Alliance Francaise. Flogið yfir Valnajökul Á sunnudaginn flugu þeir jarðfræðingarnir dr. Sigurður Þórarinsson og Jóhánnes Áskels son ásamt Brynjólfi Bjarnasyni menntamálaráðherra, Steinþóri Sigurðssyni, mag. scient. og Guðmundi Hlíðdal, póst- og símamálastjóra, austur yfir Vatnajökul, til þess að athuga, hvort vart yrði við nokkrar nýjar eldstöðvar í jöklinum, eða umbrot væru þar nokkur sjáanleg. Ekki sáu þeir fjelagar nein ummerki um eldsumbrot og höfðu engar verulegar breyt- ingar orðið á jöklinum. Flug- ferðin tók alls 3 klukkutíma. Skyggni var hið besta. London í gærkvöldi. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. ENGIN UPPÞOT hafa orðið í Bombay í dag, og hefir þar allt verið með kyrrum kjörum að kalla. Breskir hermenn vinna að því að hreinsa til í bruna- rústum í borginni og koma umferðinni í borginni í samt lag. — Hinsvegar hefir fjöldi manna í Madras stofnað til óeirða í samúðarskyni við sjóliðana, sem að vísu eru nú hættir öllum uppivöðsl- um, og í mótmælaskyni gegn því, að herlið og lög- regla í Bombay skyldi nota skotvopn í viðureigninni við á. M. a. tóku 2000 stúdent- r þátt í óeirðum þessum. Kveikt var í húsum víðsveg- r í borginni og brunaliðið rýtt, er það kom á vettvang il þess að slökkva. i Auchinleck hótar hörðu. Auchinleck, yfirmaður hers og flota Indverja, flutti ávarp í útvarp til undirmanna sinna í New Dehli í dag. Sagði hann, að agabrot þau, sem framin hefðu verið innan hersins, hefðu almennt verið kölluð verkföll, en rjett heiti þeirra væri uppreisn. Auchinleck kvað uppþotsmönnum almennt mundi ekki verða refsað, að þessu sinni, en hinsvegar yrðu forsprakkarnir látnir sæta fullrl ábyrgð. — Sagði hann, að nefndir hefðu verið skipaðar til þess að athuga hvað hæft væri í umkvörtunum sjóliðanna og myndu rjettmætar aðfinnslur teknar strax til athugunar. Pólitík að baki. Auehinleck sagði, að. til ó- eirðanna hefði verið stofnað m. a. af pólitískum ástæðum. Sjálf ur kvaðst hann ekki skipta sjer af stjórnmálum, en ekki kvaðst hann mundi þola það, að ind- verski herinn sundraðist- af pólitískum sökum. Útifundur í Bombay. Þjóðþingsflokkurinn ind- verski hefir boðað til útifundar í Bombay á morgun (þriðju- dag) í þeim tilgangi að sefa borgarbúa og sansa. Pandith Nehru mun tala þar, og kom hann til borgarinnar í kvöld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.