Morgunblaðið - 26.02.1946, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.02.1946, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 26. febr. 1946 ií. R. fær sænskan íþróttakennara í GÆRMORGUN kom hingað með „Drottningunni" sænski í- þ róttakennarinn George Berg- fors. Er hann á vegum íþrótta- fjelags Reykjavíkur og hefir verið ráðinn kennari hjá fje- laginu til septemberloka. Hann er bæði skíðakennari og frjáls,- íþróttakennari. —• Bergfors tek ur þegar til starfa við skíða- kennslu að Kolviðarholi. Hann mun þessa fyrstu viku, sem hann verður hjer eingöngu þjárifa ÍR-fjelaga, en strax í næstu viku hefjast skíðanám- skeið á vegum IR, þar sem hann kennir. Stjórn IR og ýmsir fleiri ÍR- ingar tóku á móti Bergfors í gærmorgun, er hann kom. — Laust fyrir hádegi fór hann svo upp að Kolviðarhóli, þar sem hann mun dvelja. I tilefni af komu hans var nokkrum íþróttaleiðtogum og blaðamönn um boðið þangað til hádegis- verðar en á Hólnum dvelja nú þeir skiðamer).n ÍR, sem taka þátt í fyrsta námskeiði sænska kennarans. IK tekur við rekstri Koiviðarhóls. Sigurpáll Jónsson, formaður IR, bauð Bergfors velkominn til starfa með íslenskum íþrótta- mönnum. Hann gat þess, að fje lagið hefði fengið hann hingað með hjálp Norrænafjelagsins, I. S. I. og sænska sendiráðsins, og ýmsir fleiri hefðu sýnt fje- laginu velvild í því. Sigurpáll gat þess um leið, að nú hefði IR tekið rekstur Kolviðarhóls í eigin hendur, en ,.Hóllinn“ hefði áður værið leigður út. — Hjer eftir verður Kolviðarhóll fyrst og fremst fjelagsheimili, sagði hann, þó við reynum að sjálfsögðu að gera allt, sem við getum eins og að undanförnu •hefir verið gert fyrir þann mikla fjölda Reykvíkinga, sem sækir á skíði um helgar. Námskeið fyrir almenning. I skíðanámskeiðunum, sem haldin verða fyrir almenning, er gert ráð fyrir að 20—30 manns taki þátt í hverju námskeiði. — Þá er ákveðið, að annar skíða- kennari, Nordenskjöld, komi hingað í byrjun mars. Hann verður á vegum ÍR og Fjalla- manna. Ef ekki verður nægur snjór hjer og starfskilyrði fyrir báða þessa menn, verða þeir , sendir út á land, annað eða báð ir, þar sem þeir geta komið að meira gagni. Hvað Sigurpáll það ekki hafa vakað fyrir ÍR, að þessir erlendu kennarar kæmu því fjelagi eingöngu að gagni, heldur og að þeir mættu verða íþróttahreyfingunni hjer á landi í heild til sem mestra nota. Þá bauð Ben. G. Waage, for- • seti I. S. í., Bergfors velkominn, en þeir urðu samskipa hingað til lands. Var Waage að koma frá íþróttaráðstefnu í Kaup- mannahöfn. — Einnig talaði A. J. Bertelsen, sem'er, eins og íkunnugt er, aðalstofnandi ÍR. Bergfors þakkar móttökurnar. Bergfors þakkaði þær ágætu móttökur, sem hann hefði feng Skiðanámskeið fyrir almenn- ing haldin ú Kolviðarhóli George Bergfors ið hjer. Kvað hann þessi fyrstu kynni sín af landinu hafa orðið sjer til óblandinnar ánæg'ju. — Vonaðist hann til þess að starf hans hjer mætti verða til sem mests gagns fyrir íslenska íþróttamenn. Éergfors hefir stundað í- þróttakennslu í þrjú ár. — Sem skíðakennari hefir hahn aðal- lega lagt rækt við gönguþjálf- un og svo er hann einnig kenn- ari í frjálsum íþróttum og mun þjálfa íþróttamenn í þeirri grein í sumar. Af ummæluni sænskra blaða um hann er hægt að sjá. að hann er enginn liðljettingur í faginu, enda hafði sænska iþróitasambandið lofað að sjá um, að hingað yrði ekki sendur nema fyrsta flokks kennari. Áður en hann gerðist kennari, var hann í hópi bestu skíðagöngumanna Svia. Sænskir íþróttamenn hingað. Bergfors skýrði frá því, er blaðamenn áttu tal við hann í gær, að mikill áhugi væri ríkj- andi á því meðal sænskra í- þróttamanna, að auka samband og samvinnu milli sænskra og íslenskra íþróttamanna. Sænsk íþróttafjelög og íþróttasamband ið sænska mæltust til þess við hann, að hann reyndi að komast að samkomulagi hjer um, að sænskir íþróttamenn kæmu hingað í heimsókn og kepptu við íslenska íþróttamenn, helst á komandi sumri. Gæti þá verið, að hingað kæmu ýmsir af bestu hlaupurum Svía, eins og t. d. Lennart Strand. Vilja Svíar svo fá íslenska íþrótta- menn til Sviþjóðar i staðinn. Hágg og Andcrson keppi ekki. Þegar Bergfors var spurður að því ,hvort Hágg og Anders- son myndu keppa í sumar, svar aði hann því neitandi. En Sví- ar eiga nú ýmsa hlaupara, scm gefa þeim ekkert eftir. Skrifar greinar fyrir sænsk blöð. Á meðan Bergfors dvelur hjer mun hann skrifa greinar um íslenskt íþróttalíf fyrir sænska íþróttablaðið „Idrotts- bladet“ og „Svensk idrotí“, sem er blað sænska íþróttasambands ins. Vilja aðeins til íslands og Sviss. Það voru 8 Evrópulönd, sem hafa sótt um að ófriðnum lokn- um, að fá sænska íþróttakenn- ara, en kennarar fengust aðeins til þess að fara til tveggja þeirra. Það voru Island og Sviss. Sölufjelag bátaút- gerðarmanna stofnað HINN 4. þ. m. stofnuðu nokkrir bátaútgerðarmenn í Reykjavík og Hafnarfirði fje- lag, sem hlaut nafnið „Fisk- umboð Reykjavíkur og ná- grennis". í 2. gr. fjelagslaganna segir svo: „Tilgangur fjelagsins er að selja fisk og hrogn fjelags- manna, til útflutnings og á innlendum markaði. Jafnframt að vinna að vöruvöndun og gæta hagsmuna fjelagsmanna. Heimili fjelagsins skal vera í Reykjavík". Fjelagssvæðið er gert ráð fyrir að verði Reykjavík og suður fyrir Hafnarfjörð. Fje- lagssvæðið getur þó vel orðið stærra og takmarkast fyrst og fremst við það, að ekki sje gripið inn á svæði samskonar fjelags. I stjórn fjelagsins voru kosn- ir: Sveinbjörn Einarsson útg.m, Reykjavík, formaður, Kristinn Friðriksson, útgm., Rv., ritari, Jón Halldórsson, útg.m., Hafn- arfirði, gjaldkeri, Hallgrímur Oddsson, útg.m., Rv. og Krist- ján Karlsson, útg.m., Rv„ með- stjórnendur. Varaformaður er Hallgrímur Oddsson, og vara- menn í stjórn: Jón Sigurðsson, útg.m., Rv. og Ingvar Sigurðs- son, útg.m., s. st„ en endurskoð endur: Árni Böðvarsson, útg.m., Rv. og Baldur Guðmundsson, útg.m., s. st. Sölufjelag þetta er stofnað til þess að auðvelda sölu á af- urðum útgerðarmanna í Reykja vík og nágrenni og skapa mögu leika til sjálfstæðs útflutnings, ef heppilegt þykir eða þörf ger ist. Flestir bátaútgerðarmenn í Reykjavík eru nú orðnir fje- lagar og nokkrir í Hafnarfirði. l’er fjelagsmönnum nú fjölg- andi, enda flestir, sem skilja nauðsyn þess að standa saman um sölu fiskafurða sinna, ef vel á að fara. Gert er ráð fyrir, að aðkomu- bátar, sem ekki eru þegar samningsbundnir, sjái sjer hag í að gerast þátWakendur í fje- lagsskapnum meðan þeir dvelja hjer við veiðar. Full rjettindi til sölu í gegnum fje- Lagið njóta aðeins þeir, sem standa heilir og óskiftir að því. Framkvæmdastjóri hefir ver ið ráðinn Kristján Karlsson. ' Valur fær skoska þjálfarann sinn aftur til Islands Murdo Mac Dougall segir fjörlítið í skoskri knattspymu stríðsárin MURDO Mac DOUGALL er kominn aftur til íslands og verð- ur þjálfari hjá Val á ný. Allrir knattspyrnumenn kannast við Murdo. Hann var þjálfari hjá Val í 18 mánuði 1937 og 1938. Hann kom með Brúarfossi fyrir helgina og verður hjer senni- lega í eitt ár. Dauft yfir knattspyrnunni stríðsárin. Mudro segir að það hafi ver- ið dauft yfir knattspyrnunni í Skotlandi styrjaldarárin. Flest- ir ungir menn fóru í herinn, en hinir unnu að framleiðslu vegna styrjaldarinnar og var unnið alla daga vikunnar, jafnt sunnudaga sem aðra daga. Var aðeins frí síðari hluta laugar- daga. En nú er að lifna aftur yfir knattspyrnunni í Bretlandi ,og áhuginn ekki minni en áður. Kemur Tommy Lawton til íslands? Mac Dougall hafði meðferðis úrklippu úr skosku blaði, sem hann sýndi mjer. Þar er sagt frá því að hinn kunni enski knattspyrnumaður, Tommy Lawton frá Chelsea, hafi verið boðinn til íslands. Mun það vera K. R„ sem hefir boðið hon um. Ekki vissi Murdo hvort Lawton gæti þegið boðið, en ef hann myndi koma yrði það sennilega í maí eða júní og myndi hann þá dvelja hjer í' 4-—6 vikur. Alfreð Guðmundsson vinsæll hjá Rangers. Murdo hafði þær fregnir að færa af Albert Guðmundssyni úr Val, sem nú leikur með Glasgow Rangers, að hann sje mjög vinsæll meðal fjelaga sinna og eigi mikla framtið fyrir sjer sem knattspyrnu- maður. Þið þurfið að nota ykk- Murdo Mac Dougall ur af hæfileikum hans, sem knattspyrnumanns, segir Murdo. Búist er við að Albert komi til Islands í sumar, en fari síð- an aftur til Skotlands. Vann í skipasmíðastöð. • Murdo Mac Dougall bauð sig fram í flugliðið þegar styrj- öldin braust út, en þar sem hann vann í skipasmiðastöð, sem var álitið jafn mikilvægt styrjaldarverk og að vera í hern um fjekk hann sig ekki laus- ann úr þeirri vinnu og vann hann í skipasmíðastöðinni öll styrjaldarárin. Murdo er giftur og á 5 ára gamlan son, Murdo Mac Dou- gall, yngri. Hann hefir von um að kona hans og sonur komi til íslands í vor. Þjóðverjar kvaddir með víni og söng ÞÝSKA beitiskipið „Prinz Eugen“, sem hjálpaði til við að sökkva breska orustuskip- inu „Hood“, árið 1941, fór í fyrradag frá Bandaríkjunum með um 70 þýska stríðsfanga. Mikið var um dýrðir, er skip ið fór. Amerískir hermenn hjeldu Þjóðverjunum veislu, gáfu þeim firnin öll af mat og víni og sungu með fullum hálsi með Þjóðverjunum þýskar bjórkjallaravísur. Margmenni dreif þar að, sem hófið fór fram, og færðu flest ir Þjóðverjunum eitthvað að gjöf, föt, ávexti, sælgæti og fleira. Þjóðverjarnir voru hinir sperrtustu, og ekki var á þeim að sjá, að þeir væru minnugir hrakfara þjóðar sinnar. — Flotastjórn Bandaí ríkjanna er byrjuð að rann- saka þessi veisluhöld, því að henni finnst Þjóðverjarnir hafa verið í fullmiklum há- vegum hafðir. — Reuter. Veglegt samsæii í Veslmannaeyjum Vestmannaeyjum, mánud. Frá frjettaritara vorum. SÍÐASTLIÐINN laugardag gekkst Útvegsbændafjelag og skipstjórafjelagið Verðandi hjer fyrir samsæti til heiðurs Guð- jóni Jónssyni vjelsmið í til- efni af 55 ára afmæli hans. Guðjón hefir unnið við vjel- smíði hjer undanfarin 30 ár og aflað sjer í því starfi alveg frábærra vinsælda. Guðjóni var tilkynnt í sam- sætinu, að ofangreind fjelög myndu færa honum að gjöf nýtísku bifreið, strax og hún fengist frá Ameríku, sem vænt- anlega yrði í vor. I hófinu, sem Gísli Magnússon útgerðarmað- ur stjórnaði, voru mjög margar ræður fluttar og afmælisbarn- inu bárust mikill fjöldi heilla- skeyta. Samsætið sátu um 200 manns. BEST AÐ AUGLÝSA í MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.