Morgunblaðið - 26.02.1946, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.02.1946, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIö Þriðjudagur 26. febr. 1946 ÁST í MEINUM CJaijíor (JaIdiAje(í 27. dagur Amalía grfeip utan um stól- bakið, skjálfandi höndum. „f>ú elskar hann ekki“, sagði hún. „Þú vilt hefna þín á honum, vegna þess, að hann tók aðra konu fram yfir þig“. Dórótea rjetti úr sjer. Hún lyfti höndinni og sló Amalíu utan undir. Amalía kveinkaði sjer ekki. Hún horfði steinþegjandi á Dóróteu. Ottinn var horfinn úr augum hennar. Svo sagði hún rólega: „Þú hefir sagt, að jeg væri blygðunarlaus og fyrir- litleg. En þú ert ennþá blygð- unarlausari og fyrirlitlegri en jeg. Það ert þú, sem ætlar að eyðileggja líf Alfreðs, af hatri og hefnigirni — en ekki jeg“. Dórótea lyfti höndinni aftur. Amalía brosti, og bros hennar var þrungið fyrirlitningu. „Jeg ræð þjer til þess að slá mig ekki aftur, Dórótea“, sagði hún. „Þú kynnir að iðrast þess. Jeg hefi sagt þjer, að jeg ætli að fara hjeðan. En jeg ætla að bíða, þangað til Alfreð kemur og jeg hefi sagt honum alt af ljetta sjálf. Mjer þykir vænna um hann en þjer og það sver jeg, að ef þú kemur upp um mig, áður en jeg hefi talað við hann, þá skal jeg segja honum það, sem okkur hefir nú farið á milli! Hann mun fá að vita alt! Viltu svo gera svo vel að koma þjer hjeðan út. Jeg er veik og vil fá að vera í friði!“ Dórótea starði á hana and- artak hatursþrungnum augum, og strunsaði síðan út og skelti hurðinni á eftir sjer. ★ Þegar Jerome. kom heim úr bankanum, var hvorki Amalía nje systir hans sjáanleg. Hann gekk upp í herbergi sitt. Jim beið hans þar. „Hvorki ungfrú Dórótea nje frú Ama- líta koma niður til kvöldverð- ar, er mjer sagt. Þær eru báð- ar lasnar. Á jeg að færa þjer matinn hingað upp — eða viltu heldur borða niðri?“ „Komdu með hann hingað upp, í guðs bænum! Og þú get- ur borðað mjer til samlætis“, svaraði Jerome. ★ William Lindsey hafði altaf verið sammála Qonfúsíusi í því, að menn gætu leyst sjerhvert vandamál, ef þeir breyttu vel og rjettilega. Jerome braut heil ann um það, þegar hann gekk í gegnum skóginn að kvöldverði loknum, að hvaða haldi honum kæmu góðir siðir eða góð breytni, eins og nú væri kom- ið fyrir honum. Til þess að vera vel giðaður þurfti maðurinn fyrst og fremst að hafa góðan smekk. Jerome fullvissaði sjálf an sig um, að þann eiginleika ætti hann ekki til. Hann staðnæmdist á brekku- brúninni fyrir neðan Uppsali. Og honum varð alt í einu Ijóst, að. með því að breyta þveröf- ugt við það, sem vel siðaður maður myndi hafa gert, þá hafði hann í fyrsta sinn kynst því, hvað það var í rauninni að lifa. Hann hafði ekki vílað fyr- ir sjer að brjóta upp hirslur Alfreðs í bankanum, og þannig hafði hann komist að því, hve almúginn í Riversend var grátt leikinn. Það gat víst ekki held- ur talist háttur vel siðaðra manna að girnast konu annars manns. En Jerome hafði felt hug til konu frænda síns og fósturbróður, — og í fyrsta sinn á ævinni hafði hann kynst því, hvað það var, að unna öðrum meir en sjálfum sjer. Hann hafði í fyrsta sinn vitað, hvað það var, að fá fullnæg- ingu, andlega og líkamlega. Góð breytni var bersýnileg^ ekki altaf í samræmi við mannlegt eðli. Fyrir fimm mánuðum síðan, hugsaði Jerome með sjer, hefði jeg getað slitið mig frá henni án nokkurs sársauka. Þegar maður varð ástfanginn af konu, án þess að þekkja hana, var á- kaflega auðvelt að segja skilið við hana. En þegar konan va’’ orðin hluti af holdi manns c blóði, var ekki fremur hægt aó segja skilið við hana en sjálf- an sig. Þó að Jerome hefði vilj að það, þá gat hann ekki yfir- gefið Amalíu. Hann gat heldur ekki yfir- gefið bankann. Af einhverri ó- skiljanlegri ástæðu var hann bundinn bankanum og vanda- málum hans. Honum var ekki enn orðið fyllilega ljóst, hvers vegna hann ljet sig svo miklu skifta málefni Riversend — en hann var-á því, að það myndi að einhverju leyti eiga rót sína að rekja til þess, hve hann fyr- irleit Alfreð og alt það, sem hann hafði gert í bænum. En hvernig svo sem á því stóð, þá undi hann þvi mjög vel að hafa ráð annara í hendi sjer, einkum og sjer í lagi þeirra, sem áttu alt sitt undir miskunn Alfreðs Lindsey. Hann gat ekki yfirgefið föð- ur sinn úr því sem komið var, nje heimili sitt. Þegar Alfreð og faðir hans kæmu heim, yrðu þeir að ræða málið í ró og næði. Það voru að vísu vissir hlutir, sem hann varð að draga fjöður yfir, velsæmisins vegna og til þess að heimilisfriðnum væri ekki stofnað í hættu um ó- komna framtíð. En Jerome var ekki í neinum vafa um, að hann myndi geta varið sitt mál með skynsemi og virðingu. Hann gekk aftur heim að húsinu. Það bólaði hvorki á Amalíu nje Dóróteu. Einhver hafði kveikt ljós í bókaherberg inu. Jerome hringdi bjöllunni og ljet senda eftir Jim. Hann kom að vörmu spori. „Jim“, sagði Jerome. „Farðu fyrir mig upp til frú Lindsey og segðu henni, að jeg vilji tala við hana hjer niðri“. „Já, en ....“. „Gerðu eins og jeg segi þjer og vertu fljótur!“ Jerome gekk um gólf í bóka- herberginu. Hann hafði komist að því, að það gat verið æsándi að taka erfiðar ákvarðanir. Honum var ljett í skapi — hann þóttist nú fær í flestan sjó. Hann heyrði, að drepið var laust á dyrnar. Hann leit við. Amalía stóð í dyragættinni. Hún var föl og þreytuleg, dökk ir baugar fyrir neðan augun, vottaði ekki fyrir roða á vör- um hennar. Jerome sagði bliðlega: 1 „Komdu inn, Amalía. Jeg þarf að tala við þig“. Hún settist á legubekkinn. Hann settist við hlið hennar og brosti. „Jeg hefi verið að hugsa mál ið“, sagði hann. „Þú hefir al- veg rjett fyrir þjer. Við getum ekki hlaupist á brott eins og óbótamanneskjur. Þegar Alfreð og pabbi koma heim, verðum við að segja þeim, að við elsk- um hvort annað, og krefjast þess, að Alfreð skilji við þig. Hann getur ekki neitað því. Jeg veit, að pabbi hjálpar mjer. Þetta verður vitanlega óþægi- legt fyrir alla aðila, meðan á því stendur, en jeg er sann- færður um, að það rætist úr öllu, ef við höfum aðeins hug- rekki og djörfung til þess að horfast í augu við staðreynd- irnar“. „Jerome“, hvíslaði hún. Hún reyndi að brosa — en það tókst ekki. „Gerirðu þjer ljóst, hjartað mitt, hvað jeg elska þig mik- ið?“ hrópaði Jerome. „Fyrst í stað var jeg aðeins hrifinn af líkamsfegurð þinni. En sú til- finning er nú orðin miklu dýpri, því að nú veit jeg, hvað mikið er í þig spunnið — hve margir góðir kostir prýða þig. Þú trú- ir mjer, Amalía, er það ekki?“ „Jú“, muldraði hún. „Jeg var hrædd um, að þjer væri farið að standa á sama um mig. Það var það eina, sem máli skifti fyrir mig“. Hann tók andlit hennar milli handanna og kysti hana blíð- lega. Þau sátu þjett saman, og Jerome mælti: „Jeg fjekk brjef frá föður mínum í dag. — Al- freð —hann hikaði andar- tak, en hjelt síðan áfram: „Al- freð er neyddur til þess að dvelja í New York í tvær til þrjár vikur enn. Pabbi bað mig að koma til Saratoga, til þess að sækja sig og Filip. Verður það ekki of erfitt fyrir þig, Amalía, að vera ein á meðan?“ „Nei“. Hún varð aftur döp- ur á svipinn. „Filip —r mjer þykir svo vænt um Filip. Það verður erfitt fyrir mig að skilja við hann. Hann treystir mjer — honum þykir vænt um mig — og hann hefir verið svo einmana“. Jerome var þegar gripinn afbrýðissemi og ygldi sig. „Uss, Filip! Þú þarf ekki að hafa á- hyggjur af honum. Hann spjar ar sig. Jafnvel faðir hans gæti ekki komið í veg fyrir, að hann hitti þig — ef hann vildi það sjalfur“. „Það hryggir mig, Jerome, að við skulum þurfa að valda þeim, sem treysta okkur best, svo mikilla vonbrigða“, sagði hún lágt. „Ef jeg gæti aðeins verið viss um, að þau hötuðu okkur ekki um aldur og ævi!“ Hann glotti við. „Það er möguleiki, sem við Verðum einn ig að horfast í augu við. Og því fyrr, því betra“. Hún reis á fætur og tók að ganga um gólf. „Það er einnig dálítið annað, sem jeg þarf að segja þjer, Jerome. Dórótea veit alt af ljetta“. Ef Loftur getur það ekki — bá hver? Stríðsherrann á Mars 2)rengjaðaga Eftir Edgar Rice Burroughi. 146. upp á þílfarið, var harla lítill möguleiki til þess að jeg kæmist þangað upp, því sá svarti þurfti ekkert annað en að skera á kaðalinn fyrir ofan mig, til þess að vera laus við mig fyrir fullt og allt, því að loftskipið hafði hrakið yfir djúpa gjá, þar sem jeg myndi þegar farast, ef jeg fjelli niður. Að lokum náði jeg taki á borðstokknum. en um leið heyrði jeg ógurlegt óp, svo hrollur fór um mig, og sá jeg að maður fjell úr loftfarinu niður í gjána fyrir neðan. Það var Mathai Shang, hinn heilagi faðir hinna helgu Þerna, sem þarna fór til hinna hinstu reikningsskila. Svo lyfti jeg höfðinu svo jeg sá yfir þilfarið, og sá þá Thurid með hníf í hendi á hlaupum að mjer eftir þiljun- um. Hann var örskamt frá mjer, en jeg að reyna að klifr- ast upp á þiljurnar. En jeg gat alls ekki komist þangað, fyrri en hinn svarti væri kominn að mjer. Nú fanst mjer endalok mín vera auðsæ, og til þess að leggja áherslu á þessa tilfinningu var glottið á andliti hins svarta fjandmanns míns. Að baki hans sá jeg Dejáh Thoris berjast um í böndum sínum með örvæntingarsvip. Að hún skyldi eiga að verða vitni að hryllilegum dauða mínum, fanst mjer sárara en nokkuð annað. Jeg hætti tilraunum mínum til þess að komast á þiljur. í stað þess tók jeg föstu taki um borðstokkinn með vinstri hendi og brá rýting mínum með þeirri hægri. Þegar Thurid fór fram hjá klefanum, kom nýr aðili til skjalanna, nýr aðili í þenna örlagaþrungna leik, sem fór fram á þilfarinu á loftskipi Mathai Shang. Það var Phaidor. Hún var kafrjóð í andliti og hár hennar í ólagi og mátti- sjá að hún hafði grátið, — það var þá í fyrsta skifti, sem þessi stilta kona hafði lagst svo lágt. Hún stökk út á þil- farið beint fyrir framan mig. í hönd hennar var langur, mjór rýtingur. Jeg leit á mína kæru prinsessu í síðasta sinn, og brosti eins og menn eiga að gera, þegar þeir eru að deyja. Svo sneri jeg mjer Gömul, heyrnarsljó kona kom irin í snyrtivöruverslun og bað um sápu fyrir fimm aura. „Við seljum ekki sápu fyrir svo lítið“, sagði afgreiðslu- þjónninn kurteislega. „Já, jeg vil þessa hvítu“, sagði gamla konan blíðlega. „Þjer skiljið ekki, frú; jeg sagði, að við seldur ekki sápu fyrir fimm aura“. „En hvað þjer segið satt“, svaraði hinn aldraði viðskifta- vinur, „það var munur á sáp- unni í gamla daga og nú“. „Drottinn minn“, hvíslaði af- greiðslumaðurinn í örvæntingu sinni, „hvað gengur eiginlega að kerlingarskrattanum?“ Svo lagði hann munninn fast að eyra gömlu konunnar og hróp- aði: „Við seljum ekki sápu fyr- ir fimm aura!“ „Já“, sagði hún brosandi, „mjer þætti vænt um, ef þjer vilduð pakka henni vel inn. Það er svo erfitt að ná lyktinni úr töskunni manns“. Afgreiðslumðaurinn þreif sápustykki úr skápnum og fleygði því á borðið fyrir fram an gömlu konuna. „Taktu þetta og snáfaðu út“, hrópaði hann. Hún brosti, pakkaði sápunni inn sjálf og lagði fimmeyring á borðið. „Þjer eruð kurteis- asti og liðlegasti afgreiðslu- maðurinn, sem jeg hefi nokk- urn tíma hitt. Jeg* mun sann- arlega versla við yður, næst þegar mig vantar sápu“. ★ — Sæll, Jón minn. Skelfing ertu fölur í dag. — Já, jeg er hálf veikur. Jeg er með .... — Jeg hefi _ haft þennan skratta líka. Læknirinn ráð- lagði mjer að .... — Jeg er búinn að reyna það, en árangurslaust. En nú er jeg að hugsa um .... — Það þýðir ekkert, bless- aður vertu. En ef þú vilt líta heim til mín, gæti verið að jeg gæti hjálpað þjer. Jeg á heima á .... — Nú, jeg hjelt þú værir fluttur. — Já, já, jeg bý núna .... — Jæja, ertu fluttur þang- að? Hvenær á jeg að koma? — Ja, ef þú gætir komið eins og kl...... — Alveg prýðileg, prýðilegt! Vertu blessaður. — Blessaður. ★ — Höfuðið á honum er eins og hurðarhúnn. — Hvað áttu við? — Allir geta snúið á hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.