Morgunblaðið - 26.02.1946, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 26.02.1946, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 26. febr. 1946 MORGUNBLABIÐ 6 Niðursuðuverksmiðjur HÁVÆRAR raddir hafa talið mikla nauðsyn bera til að byggja þurfi fullkomnar og af- kastamiklar verksmiðjur um land allt til þess að sjóða niður, í allskonar fiskmeti m. m. í stórum stíl til sölu á útlendum j mörkuðum. Þetta lítur glæsi- j lega út í þeirra augum, sem | ekkert þekkja til þessa iðnað- | ar hjer á landi eða í öðrum, löndum, en þeir sem hafa afl- j að sjer margra ára reynslu hjer heima og aflað sjer margvís- legra upplýsinga um iðnað, þennan utanlands, þeim finnst J hjer vera á ferð ævintýralegur j áhugi, sem virðist vera í lausu lofti og hafa lítið við að styðj- ast. Niðursuðuverksmiðjan á Akranesi. Haraldur Böðvarsson & Co., á Akranesi hafa rekið niður- suðuverksmiðju um nokkurra ára skeið og framleitt hinar landsþekktu Heklu-niðursuðu- vörur. Þeir hafa smátt og smátt aukið við tæki sín og húsrúm, haft góðan verksmiðju stjóra, hr. Pjetur Jóhannsson, er lærði iðn sína hjá S.Í.F. í Reykjavík, og síðan í haust hafa H. B. & Co. haft hr. Ingimund Steinsson, fiskiðnfræðing, er lærði iðn sína í Þýzkalandi og var þar verksmiðjustjóri um margra ára skeið yið eina af stóru verksmiðjunum þar í landi. Síðan Ingimundur byrj- aði hjá H. B. & Co., hefir verk- smiðja þeirra framleitt ýmsar nýjar tegundir t. d. roð- og beinlaus þorskþunnildi í tómat sósu, fiskur í hlaupi, reyktur karfi i matarolíu, vitaminkæfa, sem er búin til úr þorsklifur, hrognum o. f 1., margskonar síld arrjettir í olíu, tómat, ediki o. s. frv. Kona Ingimundar, frú Ruth, sem einnig er lærður þýskur iðnfræðingur og stjórn- uðu þau sinni verksmiðjunni hvort fyrir sig í Þýskalandi áð- ur en þau fluttu hingað á s. 1. ári. Þau ráða yfir þekkingu í þessari iðngrein, sem telja mætti hverri niðursuðuverk- smiðju, hvar sem væri til mik- ils sóma að hafa. Verksmiðja H. B. & Co. get- ur framleitt 10—12 þúsund punds og tveggja punda dósir t. d. af Heklu-fiskbollum á 8 •—10 stunda vinnudegi og í verksmiðjunni eru dósirnar líka búnar til að nokkru leyti. Hvernig fiskbollur eru tilbúnar. Þeir hafa aflað sjer umbúða og undirbúið rekstur sinn þannig, að auðvelt er að fram- leiða eina milljón dósa af ýms- um tegundum niðursuðuvara á fyrra helmingi þessa árs og aðra milljón mætti framleiða á hinum helmingi ársins, ef sölu möguleikar væru fyrir hendi. Nýjar og fullkomnar vjelar eru nú til alls, sem gerg þarf. Til fróðleiks ætla jeg lauslega að_ lýsa fyrir lesendum, hvernig t. d. fiskbollur eru búnar til: Fiskurinn er flakaður og roð- flettur (aðeins notaður bein- laus og roðlaus fiskur, ekki þunnildin, og alveg glænýr). Fiskurinn er látinn í hakka- vjel, þaðan í hrærivjel, en þar er mjólk (aðeins nýmjólk) og Eftir Harald Böðvarsson dálitlu kartöflumjöli, salti og kryddi blandað saman, þegar deigið er fullhrært, fer það í mótunarvjel, sem mótar boll- urnar, þaðan í suðuvjel, sem í er sjerstaklega tilbúið fisk- soð. Þegar bollurnar eru hæfi- lega soðnar, skilar suðuvjelin þeim sjálfkrafa frá sjer. Þaðan fara bollurnar á pökkunarborð- in, en á þau koma samstundis uppþvegnar dósir af efri hæð gegnum rennu. Á pökkunar- borðunum eru dósirnar fylltar með bollum og tilheyrandi soði. Þaðan fara dósirnar í lokunar- vjelarnar, en hver lokunarvjel getur lokað 30 dósum á mínútu. Þegar dósunum hefir verið lok- að, fara þær í stóra gufusuðu- potta (autoklav) og þegar dós- irnar eða innihald þeirra er full soðið, þá eru þær kældar með köldu rennandi vatni, síðan fara þær í sjálfvirka^ þvotta- vjel og þaðan í sjálfvirka þurrk unarvjel, en úr henni í rennu inn í geymsluplássið (lagerinn), þar er þeim staflað á sjerstakan hátt, geymdar við góðan hita í 30 daga (til tryggingar því að skemmdir verði fram komnar, ef nokkrar reynast), svo fer pökkun fram. Fyrst fara dós- irnar í vjel, sem sjálfkrafa límir á miðana, 6000 dósir á klukkutíma, síðan í pappa- kassa og eru þeir limdir með límböndum á öllum samskeyt- um til að fyrirbyggja að ryk eða önnur óhceinindi komist í þá, síðan vírbundnir í bindi- vjelum og er þá fyrst Varan til- búin til afhendingar og sölu. í verksmiðju H. B. & Co. vinna 40 manns. • Sölumöguleikar. En nú kemur að merg máls- ins og það eru sölumöguleik- ar afurðanna. Hvar er hægt að selja íslenskar niður'suðuvörur í stórum stíl? Sumir telja að Mið- og Austur-Evrópa, já, og öll álfan bíði bara eftir því að við getum búið eitthvað til handa þeim af niðursoðnum fiskafurðum. Pjetur Benedikts- son og Ólafur Jónsson eru ný- búnir að vera þar austurfrá og Ólafur sendi okkur skeyti frá Prag og sagði að engir mögu- leikar væru til að selja neitt af þessu tagi þangað. Við send- um í vetur kunnugan, dugleg- an mann til Hollands og Belgíu, sama sagan þar. Englendingar kaupa ekki niðursoðnar vörur. Það þykir luxus þar í landi og skömmtunarseðlar fást ekki fyrir slíku. Það eru veikir möguleikar í Ítalíu, Sviss og Frakklandi með smávegis send ingar, ef úr rætist með greiðslu möguleika. Þá er eftir hin stóra Ameríka, en þar er verðið svo lágt og magn mjög takmarkað, sem hægt er að selja, og Norð- menn og Svíar skæðir keppi- nautar, sem geta framleitt nið- ursuðuvörur með hagnaði, þeg- ar okkar framleiðsla sýnir tap með sambærilegu verði, og eiga vinnulaunin hjer sinn þátt í því, sem eru svo langt um hærri en þeirra. Niðursuðuverksmiðjur í Bandaríkjunum eða eigendur þeirra vilja sporna á móti því að flutt verði inn samkepnis- vörur við þá og hafa komið því til leiðar að dósir, sem flutt- ar eru út þaðan mega ekki flytjast inn aftur með niður- soðnum matvælum, en það er leyft að flytja inn þangað í enskum dósum — en svo hafa verið feikna miklir örðugleik- á að fá enskar dósir, en það kann að lagast, þegar tímar líða. Faxasíldin. Þá get jeg ekki stillt mig um að minnast á Faxasíld í þessu sambandi, því hún tekur norð- ansíldinni svo langt fram að gæðum til niðursuðu. Fitan í norðansíldinni er svo laus að hún sýðst út úr síldinni við mikinn hita og verður að lýsi, en Faxasíldin heldur sinni fitu og þetta er mikill kosfur fram yfir hina. Mjer finnst að þeir menn, sem þessi mál hafa með höndum, þurfi fyrst og fremst að láta rækilega athuga mögu- leika á þessum afurðum áður en stórar framkvæmdir eru hafnar á byggingu stórra verk- smiðja, enda eru hjer á landi til verksmiðjur, sem geta búið Framh. á bls. 8. Egyptar svara fullura hálsi Cairo í gærkvöldi. SIDHI PASHA, forsætisráð- herra Egyptalands, flutti út- varpsræðu í gærkvöldi, þar sem hann gerði grein fyrir skaða- bótakröfum Breta á hendur egyptsku stjórninni fyrir tjón það, sem or'ðið hefði á eign- um Breta í óeirðunum s. 1. fimmtudag. Sagði forsætisráð- herrann, að Bretar hefðu átt upptökin að óeirðunum. Bresk- ir hermenn hefðu í ofsaakstri limstrað 8 Egypta og auk þess hefðu hermenn sært allmarga með byssuskotum. Þetta athæfi hefði hleypt af stað mögnuðum ^ óeirðum. Verkföllum aflýst. | Það var opinberlega tilkynnt í Cairo í dag, að fulltrúar egyptska verklýðssambandsins og fulltrúar stúdenta hefðu fallist á það, að loknum við ræðum við forsætisráðherra Egyptalands, að hætta við fyr- irhugað allsherjarverkfall, en það átti að hefjast i dag. Verk- fallið var ákveðið í því skyni að flýta brottflutningi herliðs Breta og minnast þeirra, sem lífið hafa látið í óeirðum und- anfarna daga. Stúdentar hafa einnig ákveðið að fresta fyrir- huguðu þriggja daga verkfalli til næsta mánudags. FLUTTIR TIL BKETLANDS. LONDON: — Verið er nú stöðugt að flytja þýska her- fanga frá Ameríku til Bret- lands. Verða þeir látnir vinna fyrir Breta. Nýlega lögðu'*3000 þýskir fangar af stað til Bret- lands frá Kanada í hafskipinu Mauretannia. Sjötugur: Jón Sigurðsson í ASiiance EINN hinna gömlu og merku borgara Reykjavíkur, Jón Sig- urðsson, skipstjóri, Hverfisgötu 75, er sjötugur í dag. Hann hefir frá barnsaldri starfað, heill og óskiftur, að sjó- sókn og útgerð og verið þar liðs maður í besta lagi. Jón er fæddur að ívarshúsum í Garði suður, 26. febrúar 1876. Foreldrar hans voru Sigurður Sigurðsson, formaður þar og kona hans Guðríður Jónsdóttir. Jón var 10 ára, er hann fór að stunda sjóróðra á opnum bátum og var í því starfi fram um fermingaraldur. Árið 1890 flutt ist Jón til Reykjavíkur, fjekk hann þá far á þilskipum þeirra manna, er fremstir voru útvegs menn um þær mundir hjer í bæ, þeir Geir kaupmaður Zoéga og Th. Thorsteinsson. Rjeðst Jón þá fyrst sem matsveinn, en við það starf undi Jón ekki lang dvölum og varð síðar háseti og þá lengst af á útvegi Geirs kaup manns, en þó um stund hjá Helga kaupmanni Helgasyni, sem og var þjóðkunnur maður um þær mundir. En hugur Jóns stefndi hærra en þetta. að verða kokkur eða háseti og því varð það, að haustið 1899 rjeðst hann til náms í sjómannaskólanum, frekar fjelítill, en þó með nægj- anlega aura handa á milli „til hnífs og skeiðar“, énda litlar kröfur gerðar frá hans hendi um það, sem nú er nefnt „lífs- þægindi“. Árið 1900 lauk Jón prófi frá sjómannaskólanum, og varð þá stýrimaður á kútteranum „Sig- ríði“ um eins árs skeið, en árið 1901 tók hann við skipsstjórn 4 „forenaktinni Gylfa“, þá 25 ára gamall. Því næst varð hann skipstjóri á kúteranum „ísa- bellu“, en ljet af skipstjórn þá um haustið 1904. Það vor keypti hann þriðja hluta í kútteranum „Ragnheiði“, en hina hlutina keyptu þeir Thor Jensen og Magnús M-’gnússon, þá stýri- mannaskólakennari. Þessu skipi stýrði Jón til ársloka 1906, en á því árí var fiskiveiðahlutaíje- lagið „Alliance“ stofnað og var Jón einn af stofnendum þess. Fjelagið Ijek þegar hefja bygg- ingu botnvörpuskipsins „Jón forseti" og var það fyrsta botn- vörpuskipið, sem smíðað var fyr ir íslendinga. Botnvörpungurinn „Jón for- seti“ tók höfn í ársbyrjun 1907, skipstjóri var Halldór Kr. Þor- steinsson. Jón Sigurðsson rjeðst á skipið sem háseti og árið 1910 varð hann stýrimaður þar, en við skipstjórn á því skipi tók hann 17. júní 1912 til septem- berloka 1917. í stjórn Alliancefjelagsins hefir Jón verið síðan árið 1921 og á þar sæti enn, þykir hann þar sðm annarsstaðar góð- ur liðsmaður. Jón kvæntist árið 1908 Elínu Olafsdóttur, hinni mestu ágætis konu. — Svo hefir Jón sagt mjer, að hann telji sig mikinn gæfumann og aðallega vegna þess að hann hafi eignast góða konu, er var honum tryggur og góður fjelagi meðan hennar naut við, en hún andaðist 194l. Það og, að hann hefði kynst svo ágætum samferðamönnum á sinni löngu leið að ekki væri á betra kosið og hið þriðja, að hann hefði hestaheilsu og að sjer findist sínir sálarkraftar í góðu lagi. Jón Sigurðsson er mikill mað ur á velli og ef hann heilsar manni, þá er handtakið þjett sjómannshandtak. Hann er allt af kátur og hress í bragði, fest- ir ekki hug sinn við skuggahlið- ar þessa lífs og er fyrstur manna til að taka þátt í græsku lausu gamni, kann vel að meta íslenska fyndni, sje hún ekki meinfyndin eða um sköi^ fram. Hann er karlmenni í sjón og raun, og þó mest, ef á reynir. Vill hvers manns vanda leysa, ef þess er kostur, leggur gott til allra mála — segir hug sinn við hvern sem er undirhyggjulaust. Það hygg jeg, að Jón eigi marga vini og kunningja, en enga óvild armenn, enda er hann manna sáttfúsastur ef á rjettum grund veli er bygt um deilumál, því Jón er gjörhugull um alt er til góðs samkomulags má verða, s«mvinuþýður og hvers manns hugljúíi. T. Kr. Þ. MATUR í FALLHLÍFUM. LONDON: — Matvæli hafa verið látin svífa í fallhlífum niður til 500 matarlausra manna, sem staddir eru á ey einni í Austur-Afríku, en ófært er til þeirra á annan hátt vegna stórflóða í fljótinu, sem eyjan er í.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.