Morgunblaðið - 29.03.1946, Síða 1
RÚSSAR SETTII PERSUM AFARKOSTI
• / ' *■
Þjóðverjar lífljetu
Buchenwald-bóð-
ulinn
LONDON: Ameríski ákærand-
inn Thomas J. Dodd í Niirn-
berg, hefir tilkynt rjettinum,
að rannsakað hafi verið, hver
urðu örlög hins illræmda
fangabúðastjóra í Buchenwald,
Walther Koch, og hefir komið
í ljós, að Nasistarnir sjálfir
ljetu lífláta hann árið 1944. —
Hann hafði verið ákærður fyrir
fjárdrátt, mútuþægni og morð
á einum af persónulegum óvin-
um sínum. Kona Koch, sem
hann hafði gefið lampaskerma
úr mannsskinni, var líka líf-
látin vegna þess að hún reynd-
ist samsek manni sínum í laga-
brotum hans og illvirkju.m.
Leist ekki á sam-
eininguna
LONDON: Bússar hafa lofað
Þjóðverjum a hernámssvæði
þeirra, að „fækka hernámslið-
inu og veita Þjóðverjum alla
mögulega hjálp“, — um leið og
jafnaðarmannaflokkurinn þýski
sameinist kommúnistaflokkn-
um.
Otto Grothewohl, sem hefir
forgöngu af Þjóðverja hendi,
um sameiningu þessa, sagði á
fundi Stúdentafjelags jafnaðar
manna í Berlí’j, þar sem málið
var rætt, að „Þjóðverjar yrðu
í framttíðinni að halla sjer að
Rússum“.
Þegar hann hafði þetta mælt,
gerðust fundarmenn honum
svo fjandsamlegir, að hann
fjekk ekki lengur hljóð, og
vegna þess hvernig undirtekt-
irnar voru, fannst sameingar-
mönnum þýðingarlaust að láta
ganga til atkvæða.
(Daily Telegraph)
arskaml við Þjóð-
verja
London í gærkvöldi.
FRAKKAR hafa minkað mat
arskamtinn á hernánissvæði
sínu í Þýskalandi. Það er aðal-
lega brauðskamturinn sem
minkaður er, og er hann skor-
inn niður um fjórðung. •— Fær
fólk ekki nema 970 hitaeining-
ar á dag, en þó erfiðismenn
nokkuð rneira Hvergi i Þýska-
landi er nú jafnlítill matar-
skamtur, og á hernámssvæði
Frakka, og er hann minni en
svo, að talið sje, að menn geti
viðhaldið lífi sínu sæmilega á
honum.
— Reuter.
EINS og getið hefir verið í frjettum, brann þýska farþega-
skipið Miiwaukee, sem oft kom hingað til Reykjavíkur með
skemtiferðamenn fyrir stríð, nýlega í höfninni í Liverpool í
Bretiandi, en Bretar höfðu tekið skipið til sinna þarfa. Logaði
í skipinu í tvo sólarhringa og er það nú taiið gjörónýtt. Myndin
hjér að ofan er tekin er skipið er að mestu brunnið.
Sfö menn meiðast í
bifreiðarsiysi. Tveir
eru nú ■ sjúkrahúsi
í GÆRDAG VILDI ÞAÐ SLYS til neðst í Ártúns-
brekku að bifreið, sem á munu hafa verið níu menn,
hvolfdi. Sjö þeirra slösuðust og voru þeir fluttir í Lands-
spítalann í sjúkrabifreið. Tveir þeirra hlutu svo alvar-
leg meiðsl, að þeir voru lagðir inn í sjúkrahúsið Hinir
tveir slösuðu menn eru þeir Ingimar Jónsson, Gunnars-
braut 34 og Einar Hjaltason, Skólavörðustíg 37. Allir
hinir slösuðu menn voru starfsmenn Hitaveitunnar.
Sá, sem vildur er að slysi
þessu, er Þorvaldur Jónasson,
bílstjóri, Hátúni 9. Hann ók
bifreið sinni f, hægri hlið bif-
reiðar þeirrar sem valt. — Þor-
valdur mun hafa verið drukk-
inn.
Ekið á bílinn,
Slys þetta varð meo þeim
hætti, að himr 9 starfsmenn
er voru á leið til bæjarins úr
vinu sinni, og' voru þeir allir
í farþegahúsi á vörupalli bif-
reiðarinnar. Er þeir eru komn-
ir neðst í Ártúnsbrekku, kom
stór amerískur herbíll, sem
blaðinu er ekki kunnugt um
hvert númer sje á, akandi á
eftir hitaveitubílnum. Þessum
ameríska herbíl ók Þorvaldur
Jónasson. Hann sveigir bíl sinn
fyrir hitaveitubílinn, en beygir
svo fljótlega inn á veginn aft-
ur, að framendi á bíl hans kom
á hægri hurð hitaveituhílsins.
Valt hitaveitubíllinn þegar út
af veginum, með þeim afleið-
ingum er fyr segir.
Ætlaði að komast undan.
Líkur benda til að Þorvaldur
jhafi ætlað að komast undan, ók
hann upp undir km. eftir Suð-
urlandsbrautinni, en þar'ætlaði
hann að aka fram úr bil, sem
var að aka fram úr öðrum bíl.
Við það hvoldi bíl Þorvaldar.
Ekki sakaði hann, eða mann
þann, er með honum var, en
hann /ar einnig drukkinn. —
Þorvaldur var settur í varð-
hald.
Meiðsli hinna slösuðu.
Eins og fyr segir slösuðust 7
menn, þeir Tngimar Jónsson
og Einar Hjaltason slösuðust
mest. Ingimar rifbeinsbrotnaði,
en Einar handleggs- og lær-
brotnaði. Hinir fimm mennirnir
meiddust nokkuð minna, hlutu
skrámur í andliti, fóru úr liði
o. s. frv. Er gert hafði verið
að meiðslum þeirra voru þeir
fluttir heim til sín.
Fjórar flugvjelar farast.
LONDON: Nýlega fórust
fjórar svissneskar hernaðar-
flugvjelar sama daginn á flugi
yfir Alpafjöllum. Lentu þær í
blindhríð. Aðeins einn af
flugmönnunum komst af.
Kröfðust oiíu, hersetu
é landinu og sjálfstæðis
Azerbeijan
Washington í gærkveldi.
Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter.
SENDIHERRA Persa í Washington hefir nú gefið Öryggis
ráðinu skýrslu um viðræður þær, sem fóru fram í Moskva
nýlega milli Persa og Rússa, og kemur þar fram, að Rússar
hafi sett Persum afarkosti. Fyrst og fremst vildu þeir, að
Persar og Rússar stofnuðu fjelag sín á milli um alla olíu-
vinnslu í Persíu, og ættu Rússar meirihluta hlutafjársins.
Þá óskuð þeir eftir því, að þeir mættu hafa hersetu nokkru
iengur í landinu, og í þriðja lagi vildu þeir, að Persar viður-
kendu sjálfstæði hjeraðsins Azerbijan, þar sem Rússar hafa
aðalhersetur sitt, og þar sem uppreisn hefir verið gerð gegn
persnesku stjórninni 1 skjóli hins rússneska hernámslið.
myrðir yfir 49
manns
London í gærkveldi:
R JETT ARHÖLD, sem nú
fara fram í París yfir franska
lækninum Marcel Petiot, hafa
vakið feikna mikla athygli. Er
læknirinn ákærður fyrir að
hafa myrt yfir 40 manns á ár-
unum, sem Frakkland var her-
numið. Hefir þegar fundist
mikið að leifum líka í ibúðar-
húsi hans og eru þau sögð hafa
verið „sundurlimur með vís-
indalegri nákvæmni11. — Enn-
fremur hefir fundist allmikið af
líkaleifum, sem rekið hafa upp
úr Signu, og er talið að hand-
bragð doktorsins sje sjáanlegt
á þeim.
Petiot þessi sem var í and-
stöðuhyeyfingunni gegn Þjóð-
verjum, myrti fólk, sem hon-
um og fjelögum hans fanst of
hliðholt hernámsliðinu. Var
það oftast tælt heim til hans
og venjulega drepið þar á eitri
eða gasi, að því er sjerfræð-
ingar halda fram. Geðveikra-
læknar hafa ransakað Petiot og
halda því fram, að hann sje
ekki sálsjúkur.
Minnismerki um
Roosveli í London
LONDON: Samþykt hefir
verið að reisa Roosevelt,
Pandaríkj af orseta, minnis-
merki í Lundúnaborg. Gang-
est fyrir þessu ýmsir kunnir
Bretar, þar á meðal innsiglis
vörður konungs og forseti
neðri málstofu þingsins.
Tveim öðrum Bandaríkja-,
mönnum hafa verið reist
ninnismerki í London eru
það þeir George Washington
og Abraham Lincoln.
Byrnes vildi komast að
efninu.
Fulltrúi Persa byrjaði fyrst
að reka viðskifti Persa við
Rússa frá upphafi, en er hann
hafði talað nokkuð, greip
Byrnes fram í og sagði, að
Öryggisráðið vildi einungis
heyra um það, sem Persum og
Rússum hefði farið á milli nú
síðustu mánuðina, og þó eink
um hvað gerst hefði allra síð-
ustu vikurnar, vegna þess að
Rússar hafa haldið fram, að
samningar hafi tekist með
þeim og Persum. — Tók þá
fulltrúinn að gera grein fyr-
ir þeim málum og taldi upp
kröfur þær, er að framan get
ur, sem hann kvað Persa alls
ekki hafa getað fallist á.
Mikil eftirvœnting.
Hvarvetna er þess nú beðið
með mikilli eftirvæntingu,
hvað gerast muni, er Rússar
hafa hætt við að mæta á sum
um fundum Öryggisráðsins.
Ríkir enn hin mesta óvissa
um mál þessi öll, og telja ýms
ir að sve geti farið að ráðið
verði ekki starfhæft. Stjórn-
málafregnritarar telja að
þetta sje það sama, og Rúss-
ar hafi sagt sig úr bandalagi
sameinuðu þjóðanna, en Rúss
ar sjálfir hafa tekið fram, að
þetta sje misskilningur.
Kveðja frá ufanrík-
isráðhena fundi
Norðurlanda
FUNDUR utanríkisráðh.
Danmerkur, Noregs og Sví-
þjóðar í Oslo, bað forsætis-
og utanríkisráðherra íslands
að bera bróðurkveðjur til ís-
lensku ríkisstjórnarinnar og
íslensku þjóðarinnar. Forsæt
isráðherra hefir þakkað kveðj
urnar.