Morgunblaðið - 29.03.1946, Síða 11
Föstudagur 29. mars 1946
MORGUNBLAÐIÐ
11
Fjelagslíf
Æjingar í kvöld.
í Ausurbœjar-
skólanum:
Kl. 7,30-8,30: Fimleikar, 2. fl.
— 8,30-9,30: Fimleikar, 1. fl.
í Mentaskólanum:
Kl. 7,15—10,15: Glímunámsk.
í Miðbœjarskólanum:
Kl. 8-9: Fiml. kvenna, 1. fl.
— 9-10: Frjálsar íþróttir.
Stjórn K. R.
Keppendur og
starfsmenn á skíða-
móti unglinga við
Þrymheim n. k.
sunnudag vitji farmiða í Aðal
stræti 4, uppi í kvöld, kl. 6—
6,30. Þar sem skálarúm er tak
rnarkað er nauðsynlegt ..að
þeir, sem ætla að gista í Þrym
heimi sæki farmiða sína á of-
angreindum tíma.
Ármenningar!
Skíðaferðir verða í
Jósefsdal á laugar-
daginn, kl. 2 og kl. 6. Á sunnu
dagsmorgun, kl. 8 verður far-
ið á skíðamótið við Þrym-
héim. — Farmiðar í Hellas,
Hafnarstræti 22.
Skíðadeildin
ír/jXl Skíðaferð að
\V I l/l Kolviðarhóli á
Vkjlr/ laugardag, kl. 2
og kl. 6.
Farmiðar og gisting seld í Í.R.
húsinu í kvöld, kl. 8—9. — Á
sunnudag verður farið kl. 9.
Farmiðar í þá ferð eru seldir
í versl. Pfaff, kl. 12—3 á laug
ardag. — Það skal tekið fram
að það hefir snjóað í Innsta-
d.ál í vikunni.
K. D. R.
( Knattspyrnudómarafi elag
Reykjavíkur)
Aðalfundur verður haldinn
föstudaginn 5. apríl, kl. 8,15,
stundvíslega, í fjelagsheimili
V. R. Nemendur frá síðasta
námskeiði eru boðnir á fund-
inn.
Stjórnin.
Vinna
HREIN GERNIN G AR
Höfum vana menn til hrein-
gerninga.
Sími 5271.
HREIN GERNIN G AR
Pantið í tíma.
Óskar og Guðm. Hólm,
sími 5133.
HREINGERNINGAR
Jón og Bói,
sími 1327.
HREIN GERNIN GAR
Pantið í tíma.
Sími'5344. — Nói.
HREIN GERNIN G AR
Magnús Guðmundsson.
Sími 6290.
HREINGERNINGAR
Guðni Guðmundsson,
Sími 5572.
HREIN GERNIN G AR
Pantið í tíma. — Sími 5571.
Guðni Björnsson.
ÍJvarpsviðgerðastofa
Otto B. Arnar, Klapparstíg 16,
sími 2799. Lagfæring á útvarps-
tækjum og loftnetum. Sækjum.
sendum.
Síðdegisflæði kl. 16,07.
Ljósatími ökutækja frá kl.
22,10 til kl. 7,00.
Næturlæknir er í lækna-
varðstofunni, sími '5030.
Næturvörður er í Laugavegs
Apóteki.
Næturakstur annast B. S. í.,.
sími 1540.
Sjötug verður í dag Arnór-
ína Sveinbjarnardóttir, Hring-
braut 70.
I.O.O.F. 1 = 1273298V2 =
Elliheimilið. Föstumessa í
kvöld kl. 6,45, sr. Hálfdán
Helgason prófastur messar.
Hjónaefni. Opinberað hafa
trútlofun sína ungfrú Kristín
P. Gunnarsdóttir frá Kast-
hvammi, Laxárdal, S.-Þing.,
og hr. Helgi Björnsson frá Ól-
afsvík, skipverji á b.v. Viðey.
Hjótraefni. Nýlega opinber-
uðu trúlofun sína fröken Inga
Anthonisen frá Skagen í Dan-
mörku og Stefán Baldvinsson,
verslunarmaður, Laugav. 140.
I. Q G: T.
St. FREYJA, nr. 218
Fundur í kvöld, kl. 8,30 —
Fjelagar, fjölmennið.
Æ. t.
SKMFSTOFA
STÓRSTÚKUNNAR*
Fríkirkjuveg 11 (Templara-
höllinni). Stórtemplar til við-
tals kl. 5—6,30 alla þriðju-
daga og föstudagar
Tapað
EINBAUGUR
tapaðist s. 1. þriðjudagskvöld
á Túngötu. Finnandi vinsam-
lega skili honum á skrifstofu
SHELL.
Fæði
FAST FÆÐi
g'eta tveir reglusamir menn
fengið í einkahúsi. Uppl. kl.
2—3 e. h. í síma 4674.
»♦♦♦♦♦♦•♦♦♦♦♦♦♦»♦♦»♦♦»»♦
Tilkynning
GUÐSPEKIFJELAGIÐ
Reykjavíkurstúku fundur er
í kvöld og hefst kl. 8,30. —
Jónas, læknir, Kristjánsson
talar: Um þýðingu næringar-
innar fyrir andlega heilbrigði.
Gestir eru velkorpnir.
BETANÍA
Föstuguðsþjónusta í kvöld,
kl. 8,30. — Allir velkomnir.
SAMKVÆMIS-
og fundarsalir og spilakvöld f
Aðalstræti 12. Sími 2973.
Hjónaband. Á morgun, laug-
ardag, verða gefin saman í
Manchester, Englandi, ungfrú
Martha Lakney cand. med. og
Bragi Ólafsson vjelaverkfræð-
ingur (Ólafs Magnússonar
kaupmanns), sem undanfarin
4 ár hefir lagt stund á vjela-
verkfræði við háskólann í
Manchester og lokið þaðan
BSC-prófi. Hann stundar nú
framhaldsnám og mun hafa
dieselvjelar sem sjergrein. —
Heimili ungu hjónanna verður
Burton Road 57, Manchester
20.
Barnauppeldissjóði Thor-
valdsensfjelagsins barst í fyrra
dag stórhöfðingleg gjöf. Tíu
þúsund krónur frá N. N. Gaf
N. N. fjárhæð þessa í tilefni að
40 ára afmæli sjóðsins, sem er
í dag.
Leikfjel. Hafnarfjarðar sýn-
ir Ráðskonu Bakkabræðra í
kvöld kl. 8,30.
A sunnudaginn kemur út
nýtt stúdentablað, er öll stjórn-
málafjelög háskólastúdenta
standa að. — í blaðið rita m. a.
prófessorarnir Guðm. Thor-
oddsen og Sigurður Nordal. —
Ritnefnd er skipuð einum
manni frá hverju stjórnmála-
fjelagi Háskólans og' einum
manni frá Stúdentaráði. For-
maður ritnefndár og ábyrgð-
armaður blaðsins er Guðmund-
ur Ásmundsson stud. jur., for-
maður Stúdentaráðs.
Skipafrjettir. Brúarfoss kom
til New York 25/3. Fjallfoss
kom til ísafjarðar í gær. Lag-
arfoss fór frá Leith 27/3 til
Kaupmannahafnar og Gauta-
borgar. Selfoss er í Leith, hleð-
ur í Hull í byrjun apríl.
Reykjafoss fór í fyrrakvöld frá
Reykjavík til Siglufjarðar.
Buntline Hitch ér ennþá í Hali-
fax. Acron Knot hleður í Hali-
fax síðast í mars (28—29/3).
Salmon Knot hleður í New
York í byrjun apríl (4—6/4).
True Knot hleður í Halifax um
20. apríl. Sinnet fór frá New
York 20/3 til Reykjavíkur.
Empire Gallop er í Reykjavík.
Anne fór frá Gautaborg 22/3.
Lech kom til Bíldudals í fyrra
kvöld, fór þaðan kl. 1 e. h. í
gær til Patreksfjarðar. Lublin
hleður í Leith um miðjan apríl.
Maurita er í Reykjavík. Sol-
lund hleður í Menstad í Noregi
5/4. Otic hleður í Leith síðast
í mars. Horsa hleður í Leith
um miðjan apríl. Trinete hleð-
ur í Hull í byrjun apríl.
Barðstrendingafjelagið held-
ur árshátíð sína að Hótel Borg
næstkomandi laugardagskvöld.
Þátttaka tilkynnist í dag.
Til bágstöddu konunnar með
drengina tvo. Guðm. Kjartan
50,00, sK. V. 100,00, Þ. J. J.
50,00, B. 50,00, Lítill drengur
30,00, S. G. og G. O. 50,00,
P. og B. 50,00, frá Bob 500.00,
Þ. 10.00, ónefndur 10.00.
Kaup-Sala
Nokkrar nýjar
gaddavírsrúllur
til sölu. Uppl. í síma 5740.
Nýr
SVEFNSÓFI,
með dökkrauðu áklæði, til
sölu á Skólavörðuholti 122.
DlVANAR
OTTOMANAR
3 stærðir.
Söluskálinn,
Klapparstíg 11.
Sími 5605:
ÚTVARP í DAG:
18.30 íslenskukensla, 1. flokk-
ur.
19.00 Þýskukensla, 2. flokkur.
19.25 Þingfrjettir.
20.25 Útvarpssagan: „Stygge
Krumpen" eftir Thit Jensen,
XX (Andrjes Björnsson).
21.00 Strokkvartett útvarpsins:
Lítið næturljóð eftir Mozart.
21.15 Erindi: Um almenna tón-
mentun (Hallgrímur Helga-
son tónskáld).
21.40 Þættir um íslenskt mál
(dr. Björn Sigfússon).
22.00 Frjettir.
22.05 Symfóníutónleikar (plöt-
ur): Symfónía nr. 3 eftir
Beethoven.
Sumarbústaðaeigendur!
Til sölu 12 volta vindrafstöðvar, hentugar fyrir
sumarbústaði. — Geymar og raflagnaefni fylgir. —
Uppsetning gæti komið til greina.
Upplýsingar í síma 2502, kl. 8—10 í kvöld og
annað kvöld.
í HEILDSÖLU
Trichloraethylen
H.F. EFNAGERÐ REYKJAVÍKUR
Sími 1755.
f
s
§
I
^«$^$>♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦<^♦4^
Krossviður
BIRKI, 6 mm.
Á. Einarsson & Funk
Húseignin Hverfisgata 56 |
HAFNARFIRÐI, er til sölu. — í húsinu eru 6 íbúð- j
arherbergi og sölubúð í kjallara. — Tilboðum sje ;
skilað fyrir 5. aþríl til undirritaðs.
PÁLL SVEINSSON,
Hverfisgötu 56, Hafnarfirði. ■
Faðir okkar,
GÍSLI HALLDÓRSSON, trjesmiður,
andaðist þ. 28. þ. m., að heimili sínu, Hverfisgötu 70.
Fyrir hönd okkar og annara aðstandenda,
Elín Gísladóttir,
Valgerður Gísladóttir.
Jarðarför litlu dóttur okkar,
ÖNNU BREIÐFJÖRÐ,
sem andaðist 23. þessa mánaðar, fer fram frá Dóm-
kirkjunni, laugardaginn 30. þ. m., kl. 11 f. h.
Sigríður og Guðm. Breiðfjörð.
Jarðarför
JÓNS JÓNASSONAR, skipstjóra,
fer fram frá Dómkirkjunni, laugardaginn 30. mars
og hefst að heimili hins látna, Hverfisg. 96, kl. 1 e. h.
• Aðstandendur.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, við and-
lát og jarðarför föður míns,
EYJÓLFS SÍMONARSONAR,
fyrrum bónda á Bjarnastöðum.
_ Matthías Eyjólfsson.
Hjartahlega þökkum við öllum þeim, sem sýndu
okkur samúð, við fráfall og jarðarför mannsins míns, V
föður okkar og tengdaföður,
MATTHÍASAR ÁSGEIRSSONAR,
skattstjóra á ísafirði.
Sigríður Gísladóttir,
dætur og tengdasynir.