Morgunblaðið - 29.03.1946, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 29.03.1946, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 29. mars 1946 \lý framhaldssaga — Fylgist með frá byrjun 3. dagur „Hitinn skiftir engu máli. Það er svalandi, að fá sjer sprett á Minervu. Auk þess — —“ Hún þagnaði og lyfti annari augnaþrúninni, ná- kvæmlega eins og faðir hennar var vanur að gera, þegar hann var eitthvað að glettast. „Þjer virðist mjög umhugað um, að jeg kynnist rómantíkinni. Og nú skal jeg segja þjer dálítið“. Hún lækkaði róminn, og hvísl- aði: „Jeg ætla að hitta ungan mann, mjög fallegan, — úti í skóginum“. „Theo!“ Natalía starði á hana. Svo fór hún að hlægja. ,,Þú ert alveg ómöguleg! Hvaða ungi maður er það? Hver kynti ykkur? Segðu mjer það undir eins!“ Theo skríkti. Hún lauk við að^ klæða sig, áður en hún svar aði. „Það hefir enginn kynnt okk ur“, sagði hún því næst glað- lega. „Við hittumst bara. Jeg veit ekki hver hann er — en jeg held, að hann sje bróðir Peter Irving, læknis, og heiti Washington. Við þekkjumst nefnilega ekki nógu vel ennþá, til þess að skiftast á nöfnum“. Um leið og hún slepti orðinu, hneigði hún sig fyrir Natalíu, er starði sem þrumu lostin á hana, og þaut níður stigann. — Theo fór út um bakdyrn- ar. Hún staldraði andartak við, og horfði í kringum sig. Hve hún unni þessum stað — hverju trje, hverri laut og hverjum hól! Hún horfði á sedrusviðar- trjen og eikurnar, sem voru* svo stórar, að þær skyggðu nær á húsið — og fagurgræna gras- vellina. Þarna var líka tjörn ■— falleg tjörn, umkringd runn um. A henni syntu tígulegar álftir. Aaron hafði nýlega lát- ið stækka tjörnina. En það gilti einu, þó að hún væri stækkuð. Hún yrði alltaf óveru leg. Fljótið, sem rann fyrir neð- an, skyggði á hana um alla eilífð. Hudson-fljótið. Hún var allt af gripin fagnaðarkend, þeg- ar hún horfði út á fljótið. Hún gat ekki sagt neinum frá ást sinni á því -— ekki einu sinni föður sínum. Hann myndi ekki skilja það. Oft og mörgum sinnum hafði fljótið huggað hana, með sínum volduga nið, þegar hún átti bágt. Drungalegt maí-kvöld, fyrir sex árum síðan, þegar móðir hennar hafði dáið, eftir margra mánaða veikindi, þá hafði hún hlaupið að heiman, niður að fljótinu. Faðir hennar var ekki heima. Það var enginn, sem gat huggað hana. Hún hafði fleygt sjer á fljóts- bakkann, og grátið, þar til loks að fljótið færði henni frið. — Harmi þrungin barnssál henn- ar hafði óljóst skynjað boðskap þess, og hún hafði sagt við sjálfa sig: „Það gildir einu, hvað kemur fyrir mig — það heldur áfram leið sína, óhagg- anlegt, eilíft. Það finnur ekki til með mjer, af því að það er of stórt og máttugt, til þess að finna til. Alveg eins og guð“. En 'henni fannst guð aldrei raunverulegur — nje hjálp- samur. Þjónarnir höfðu fundið hana löngu síðar, þar sem hún svaf á fljótsbakkanum. En í dag iðaði það af gáska og gletni — vaggaði bátunum og skipunum fjörlega á bylgj- um sínum. Það var alt svo in- dælt í dag — svörtu, ægilegu klettarnir á fljótsbakkanum hinum megin virtust jafnvcl fallegir. Theo kom við í búrinu, og fjekk spenvolga nýmjólk að drekka. Uti í hesthúsinu var búið að söðla Minervu og hún hneggjaði óþolinmóðlega. Vildi fara að halda af stað. Dick, írski hestasveinninn, hjálpaði Theo á bak. „Þjer er- uð óvenju falleg í dag, ungfrú Theo. En það er líka sautjándi afmælisdagurinn yðar“. Hann var kumpánlegur í fasi — eins og allir hvítir þjónar á fyrstu árum lýðveldisins. „Sennilega verðið þjer ekki í vandræðum með að velja yður góðan eig- inmann úr hópi þeirra glæsi- legu manna, sem koma hingað í kvöld“. Hann gaut litlum augunum skáhalt til hennar. „Blessaður þegiðu!“, hreytti Theo út úr sjer, og sló hressi- lega í Minervu, sem þaut af stað, eins og kólfi væri skotið. Eiginmenn og giftingar! Það ljetu allir eins og hún væri orðin a. m. k. tuttugu og eins •árs og allt útlit fyrir, að hún myndi pipra! Auk þess var að- eins einn maður, sem hafði rjett til þess að ræða þetta mál. Og það myndi aldrei hvarfla að föður hennar, að fara að tala við hana um giftingu. Þeim leið svo vel saman. Hún ætl- aði aldrei — aldrei að fara frá honum. •» — Minerva tölti eftir skóg- arstígnum. Allt í einu þaut roð- inn fram í kinnar Theo. Nú myndi hún senn hitta unga manninn sinn. Ef til vill var það heimskulegt og ókvenlegt að fara á fund ókunnugs manns. Þegar hann hafði beð- ið hana að hitta sig aftur, hafði hún sagt já, vegna þess að henni geðjaðist mjög vel að honum. Þau voru áreiðanlega andlega skyld. Og svo hafði henni líka fundist einhver æf- intýraljómi yfir því, að hitta hann þannig á laun. Þau höfðu hittst af tilviljun fyrir þrem dögum. Minerva hafði hnotið við —f og um leið hafði hann komið í Ijós, fyrir bugðu á stígnum. Hann hafði þegar farið af baki, og boðist til þess að hjálpa henni. Þau höfðu athugað Minervu í fje- lagi og komist að því, að hún hafði ekkert meitt sig. Um leið og Theo þakkaði honum fyrir, tók hún eftir því, að hann starði aðdáunaraug- um á hana. Og hún hafði tek- ið að virða hann fyrir sjer, án nokkurrar feimni. Hann var ungur — ekki meira en tvítugur, að því er hún hjelt. Þó að hann væri nokkrum þumlungum hærri en hún, gat hann -ekki talist há- vaxinn. Hann var svipaður á hæð og faðir hennar. Hann var hirðuleysislega klæddur. — Brúnu reiðbuxurnar hans voru þvældar og stígvjelin óhrein. Hann hafði ekkert höfuðfat og dökt, hrokkið hár hans var úfið og ógreitt. En þrátt fyrir það, var hún sannfærð um, að hann væri af góðu bergi brotinn — og henni leist mjög vel á hann. Ef til vill vegna þess, að hann hafði dökkbrún, tindrandi augu, sem vöfðu hana einhverjum töfra- hlekkjum og hörundslitur hans var ferskur og fallegur — og rödd hans ung og hljómfÖgur, þegar hann sagði: „Don Qui- xote er allt af auðmjúkur þjónn hinnar fögru Dulcinea“. „Ó!“, hrópaði hún ósjálfrátt. „Jeg elska þá sögu!“ Þau höfðu síðan farið að ræða um bækur, af miklum ákafa. „Hefirðu lesið þetta?“ og „Ó, já, já —- en hefir þú lesið þetta?“ Hún viðurkendi að hafa lesið nokkr ar bækur, sem engin siðprúð ung stúlka átti að hafa hug- mynd um, að til væru — Moliére, Sheridan, og Tristram Shandy — en hann virtist ekki hið minnsta hneykslaður. Þau höfðu nærri því.ræðst við, eins og tveir ungir menn — nærri því. I gær hafði hún aftur riðið sömu leið, og hann hafði beðið hennar við bugðuna á stígnum. Ekkert virtist eðlilegra -en þau ljétu hestana hvíla sig og röbb uðu saman. Það var dálítið einkennilegt. Henni fannst hún þekkja hann vel — mjög vel — og samt hafði hann aldrei minnst neitt á sjálfan sig. Þau höfðu bæði gaman af því, að vera leyndar- dómsfull. Hann kallaði hana „Dulcinea“ — en hún ávarpaði hann aðeins með orðinu ,,herra“. Hann beið hennar á sama stað í dag. Hann var miklu snyrtilegri nú,' en þegar hún hafði hitt hann í fyrsta sinn. Hann hafði meira að segja brugðið greiðu í hárlubbann. Þegar hann heyrði í Minervu stökk hann af baki og kom á móti henni. „Jeg var orðinn dauðhræddur um, að þú ætlað- ir ekki að koma“, sagðii hann um leið og hann tjóðraði Min- ervu við trjábol. Svo bjóst hann til þess að hjálpa henni af baki. Pilsið hennar festist við hnakknefið, og hann greip utan um hana, til þess að verja hana falli. Hún hvíldi andar- tak í örmum hans. Það fór annarlegur titringur um líkama hennar. Hún fann snöggan og heitan andardrátt hans á vanga sjer. Hún var skyndilega grip- in ótta. Lóa langsokkur Eftir Astrid Lindgren. 16. með fæturna uppi á koddanum, en höfuðið langt niðri undir sænginni. — Svona seguf fólkið í Guatemala, sagði hún. Og þessi aðferð við að sofa, er sú eina rjetta. Og þegar jeg sef svona get líka hreyft tærnar. Getið þið sofnað án þess sungið sje við ykkur, hjelt hún áfram. Jeg verð alltaf að syngja svo lítið fyrir mig, áður en jeg sofna. Tumi og Anna heyrðu, hvernig var raulað niðri undir sænginni. Það var Lóa langsokkur að syngja sig í svefn. Þau læddust varlega út, til þess að trufla hana ekki. í dyrunum sneru þau sjer við og litu á rúmið. Þau sáu ekk- ert annað en fæturna á Lóu, sem hvíl'du á koddanum. Og það mátti nú segja, að hún hreyfði tærnar. Og Anna og Tumi fóru heim til sín. Anna gætti sín að halda vel utan um kóralhálsbindið sitt. — Þetta var-að minnsta kosti skrítið, sagði hún. Tumi, þú heldur þó ekki----------- að hún Lóa hafi sett þetta þarna í trjeð af ásettu ráði? — Jeg veit ekki, sagði Tumi. Maður veit eiginlega aldrei neitt, þegar Lóa er annars vegar. III. kafli. í LITLA bænum varð það brátt kunnugt, að níu ára gömul telpa byggi ein í húsinu í gamla garðinum. Föður- systur og föðurbræður, ásamt móðursystrum og móður- bræðrum staðarins fannst alls ekki slíkt geta gengið. Öll börn urðu að hafa einhvern, sem sá um þau, og öll börn urðu að fara í skólann og læra margföldunartöfluna. Og þesvegna ákvað allt þetta umhyggjusama fólk, að litla stúlkan, sem bjó ein sjer, yrði að fara á barnaheimili. Einn fagran eftirmiðdag hafði Lóa boðið Önnu og Tuma heim til sín til þess að fá kaffi og piparkökur. Hún lagði á borð úti á svölunum. Þar var sólskyn og kyrrð og það angaði af öllum blómunum í garðinum hennar Lóu. Herra Nilson klifraði upp og niður eftir rimlunum umhverfis svalirnar. Og við og við stakk hesturinn hausnum upp til þeirra, til þess að láta bjóða sjer piparköku. Heldri frú í Boston, Banda- »Jon hefir ekki komiö heim ríkjunum, varð bæði gröm og tvo daga. Áhyggjufull. Er hann hrygg, er annar manna þeirra, híá þjer?“ stóð í fimm skeyt- sem voru að gera við símann um> sem kona Jóns sendi kunn hjá henni, bölvaði lengi og inni ingjuni hans. lega. Hún skrifaði viðgerðar- stofnun bæjarins út af þessu, forstjórinn talaði við hina um- ræddú símamenn og sá, sem bölvað hafði, gaf eftirfarandi lýsingu á atburðinum: „Jeg og Spike Williams vor- um þarna saman. Spike var uppi í staurnum og bráðið blý fjell úr krúsinni hjá honum niður á hálsinn á mjer og rann niður á bak. Þá leit jeg upp til Spike og sagði: „Heyrðu, Spike minn, þú verður að sýna svo- lítið meiri varkárni“. ★ Aðstandendur hringdu í blómabúðina og pöntuðu krans. i - „Borðinn á að vera breiður“, var nýja afgreiðslumanninum sagt, „Hvíldu í friði“, beggja megin, og ef það er pláss, „Við mætumst á himnum“. Það varð uppi fótur og fit, þegar kransinn kom og að- standendurnir litu á hann. Á borðanum, sem var breiður, eins og óskað hafði verið, stóð: „Hvíldu í friði beggja meg- in, og, ef það er pláss, mæt- umst við á himnum“. Skömmu seinna kom eigin- maðurinn heim, og ekki leið á löngu, þar til símsendillinn kom með fimm svarskeyti. Þau voru öll á eina leið: „Já, Jón hjerna“. ★ Ríkisfrú í New York kom inn í hattaverslun Walters Florell, en meðal viðskiftavina hans eru margar kvikmynda- stjörnur, og sagðist strax þurfa að fá nýjan hatt. Walter tók langan silkiborða, vatt hann upp og batt á hann nokkrar slaufur, setti hann á höfuð hennar og sagði: „Hjerna er hatturinn yðar, frú“. Konan leit í spegilinn og hrópaði, „Dásam- legur, dásamlegur“. „Tuttugu og fimm dollara“, sagði Walter. „En það er of mikið fyrir einn silkiborða“, kvartaði frú- in. Walter leysti slaufurnar, rakti úr borðunum, og fjekk henni hann. „Borðinn, frú mín“, sagði hann, „er ókeyp-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.