Morgunblaðið - 29.03.1946, Síða 6

Morgunblaðið - 29.03.1946, Síða 6
MORGUNBLAblÐ Föstudagur 29. m,ars 1946 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.). Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlands, kr. 12.00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. Ómaklegar árásir SKRIF Þjóðviljans um Landsbanka íslands eru í hæsta máta ógeðsleg og ómakleg í alla staði. Blaðið er sí og æ með þá aðdróttun í garð þjóðbankans, að hann hafi öll útispjót til að eyðileggja nýsköpunaráform ríkisstjórn- arinnar. Telur blaðið það því ganga glæpi næst, að ætla að fela stjórnendum þessa banka framkvæmd stofnlána til handa sjávarútveginum. ★ I sambandi við þessi furðulegu skrif Þjóðviljans, er rjett að minna á ummæli fjármálaráðherrans við eldhús- umræðurnar á Alþingi í vetur, er hann svaraði ádeilu atvinnumálaráðherra á Landsbankann. Fjármálaráðherra mintist fyrst á nýbyggingarreikninginn og kvað það eng- an veginn sök stjórnar Landsbankans, að nokkur dráttur varð á að ganga frá reikningnum. Því næst sagði f jármála- ráðherrann: „(Tnnur afskifti sem jeg hefi haft við bankann í sam- bandi við nýsköpunina eru þau, að hann hefir veitt sam- tals 15 milj. kr. vaxtabrjefalán til þess að koma upp síld- arverksmiðjum. Hann veitti þau með öllu tregðulaust og með kjörum, sem fram að þessu hafa verið talin mjög hagstæð. Þá veitti bankinn og bráðabirgðalán til að festa kaup á togurunum í Bretlandi, lán sem verða mun vaxta- laust að minsta kosti til næstu áramóta. Hann annaðist og tryggingu fyrir skipakaupunum í Englandi fyrir ákaflega sanngjarna þóknun og tók að sjer yfirfærslur á andvirði þeirra fyrir þóknun, sem nemur % af því, sem öðrum banka hefir verið greitt fyrir yfirfærslur á andvirði Sví- þjóðarbátanna. — Öll þessi viðskifti máttu heita afgerð i einu símtali og geta menn af því sjeð, hvern fjandskap bankinn sýndi þessari nýsköpun“. ★ Af þessum ummælum fjármálaráðherra geta menn sjeð á hve sterkum rökum sú ásökun Þjóðviljans er, að Lands- bankinn hafi sýnt nýsköpunaráformum ríkisstjórnarinnar fjandskap. Hið sanna er, að bankinn hefir í einu og öllu greitt fyrir nýsköpuninni, þegar til hans hefir verið leitað. Hitt er rjett, að stjórn Landsbankans mótmælti því, að bankinn yrði með lögum skyldaður til að afhenda ann- ari lánsstofnun verulegan hluta af geymslufje sínu og gegn vöxtum, sem óþektir eru hjer á landi. En að þessu var stefnt með frumvarpi Nýbyggingarráðs um fiskveiða- sjóð íslands. Þar átti að skylda Landsbankann til að láta af hendi 100 milj. kr. af geymslufje sínu og afhenda það fiskveiðasjóði til útlána. Slík meðferð á þjóðbanka væri áreiðanlega einsdæmi í heiminum. Þarf því engan að undra, þótt stjórn bankans mótmælti þessu. ★ Nú er hinsvegar fundin sú lausn á þessu máli, sem allir eiga að geta felt sig við, nema þá máske þeir, sem haldnir eru einskonar ofsóknarbrjálæði gegn Landsbank- anum. Stjórn Landsbankans hefir fyrir sitt leyti fallist á, að leggja fram umbeðnar 100 miljónir til stofnlána fyrir sjávarútveginn. En að sjálfsögðu er það skilyrði af bank- ans hálfu, að stofnunin sjálf annist þessi útlán, en ekki önnur stofnun. Verður því stofnuð sjerstök deild í Lands- bankanum, stofnlánadeild sjávarútvegsins, sem annast þessi útlán. Vextir og önnur lánskjör verða að öllu leyti hin sömu og ráð var fyrir gert í frumvarpi Nýbygg- ingarráðs. Útvegsmenn og aðrir, sem lán þessi eiga að njóta, fá hjer aðgang að lánum, sem verða hagstæðari en áður hafa þekkst hjer á landi. ★ Stofnlánadeild sjávarútvegsins, sem Landsbankinn tekur hjer að sjer að koma á fót, á áreiðanlega eftir að verða lyftistöng margra risaframkvæmda á sviði sjávar- útvegsins á komandi árum. Það situr því illa á þeim, sem trú hafa á nýsköpuninni, að vera með hnútur og brigsl- yrði til þjóðbankank. Hann á vissulega þakkir.skilið, en ekki ámæli fyrir aðgerðir sínar. 'Uílverji álri^ar: ÚR DAGLEGA LlFINU Misnotkun póstþjónustunnar. „ÞAÐ ER SKRÍTIÐ hvernig síminn er notaður", sagði karl nokkur einu sinni, er hann heyrði mann stórskammast inn í heyrnartólið. Og það mætti sannarlega bæta við, að það sje skrítið hvernig pósturinn er notaður. Sumir senda keðju- brjef og þora ekki fyrir sitt litla líf annað en að senda slík brjef í 5—10 staði, „til þess að þeir verði ekki fyrir einhverju óláni“. Gæta þess ekki, að þeir eru að láta einhvern gárung- ann hafa sig að fífli, eða þeir láta einhvern sálarsjúkan mann hlaupa með sig í gönur. — En það má segja, að keðjubrjefin sjeu saklaus leikur á móti hót- anabrjefunum, sem pósturinn ber út án þess að vita hvað hann er að færa fólki. Það er ekki nóg með það, að það sje misnotkun á póstþjónustunni, að senda slík brjef, heldur er það stórhættuleg iðja, sem get- ur leitt af sjer sárustu leiðindi fyrir viðtakanda. • Hótanabrjefafaraldur. ÞAÐ VIRÐIST hafa gengið yfir einhver hótanabrjefafar- aldur hjer í bænum í vetur. Hefir lengi verið hvíslað um, að margir leikarar fengju ekki frið fyrir þessum óþverra. í sumum þessara brjefa er á- kveðnum leikurum hótað eilífri tortímingu, eða þeim er spáð veraldlegum dauða fyrir aldur fram og hinum herfilegustu kvölum, ef þeir hætti ekki að leika þetta hlutverkið eða hitt. Blásaklausum leikurum var í vetur hótað og þeir særðir í nafnlausum brjefum fyrir að þeir væru að snúa við trúar- játningu Lutherstrúarmanna, og nýlega hafa leikendur í öðru ^ leikriti fengið samskonar „trakt eringar“ í hótana-brjefum1 fyrir að hafa tekið að sjer hlutverk í leikritinu Skálholt, eftir Guðmund Kamban. Það er sannarlega hart fyrir áhugaleikará, sem eyða frí- stundum sínum til að skemta og gleðja aðra skuli ekki fá að vera í friði fyrir þessari sjúku ástríðu sumra manna, að skrifa meðborgurum sínum hótanabrjef. Hver hefir beðið um kvenfólk frá Finnlandi? Víðförull skrifar: „í FINSKU búnaðarblaði, sem hingað hefir borist, er frá því sagt að fyrirspurn hafi bor- ist frá íslandi um það, hvort Finnar gætu ekki sent hingað verkafólk, fyrst og fremst kvenfólk. Innflutningur erlends verka fólks er það vandamál, að til hans verður vart efnt að ráði, nema opinberar aðgerðir komi til. Er því full ástæða til að upplýst verði hvaða aðili það er sem hefir gengið fram fyrir skjöldu í þessu máli, á mjög vafasaman hátt. Það er í fersku minni að í búnaðarblaðinu Frey var nýlega rætt um inn- flutning á kven^ólki frá Finn- landi á miður smekklegan hátt. Þótt viðskifti vor við Finna sjeu eigi mikil, hugsa margir hlýtt til þeirrar þjóðar, og er óþarft og full óhæfa að gera vandræði Finna og viðskifti vor við þá að fíflsskaparmál- um. Spellvirki í Hafnarfirði. — Eftirfarandi brjef hefir „Daglega lífinu“ borist „Hr. Víkverji. UM SÍÐUSTU HELGI voru brotnar um 90 rúður í geymslu húsi í Hafnarfirði. Auk þess voru brotnir fleiri tugir af rúð- um í hermannaskálum, sem notaðir eru til vörugeymslu. Brotnar upp hurðir og sterk- ir járngluggar brotnir í sund- ur. Áður hafði stór járnslá, sem 2—3 þurfti til að koma á vöru- bíl horfið og margt fleira. Það var sú tíðin, og það ekki fyrir löngu síðan, að Hafnar- fjörður var rólegur staður, þar sem óhætt var að leggja frá sjer hluti næturlangt, án þess þeir væru hreyfðir, og heimsku leg óþokkaverk eins og að fram an greinir þektust þar ekki. Þessu þarf að kippa í lag. Verk sem þessi skapa útgjöld, sem enginn hefir gott af, og einhverntíma getur farið líkt fyrir þessum piltum, eins og þeim, sem höfðu á burt með sjer 2 pakkhúshurðir,' sem voru fyrir húsi einmitt á þess- um stað“. Skemdaverk í Reykavík EKKI ER HÚN ÞOKKALEG þessi saga úr Hafnarfirði, en því miður er líkar sögur að segja annarsstaðar af á land- inu. Þannig er þetta hjer í Reykjavík. Það er ekki hægt að hafa nokkurn skapaðan hlut í friði fyrir spellvirkjum, eða skemdarvörgum. Hefir oft ver- ið á þetta minst áður hjer í dálkunum. Skólakrakkar ganga með krít um bæinn og sóða út húsveggi, bíla og annað, sem þau sjá á götunum með allskonar dóna- yrðum. Það má ekki standa skúr, eða kofi auður yfir eina nótt, án þess að rúður sjeu brotnar, hurðir brotnar eða teknar af hjörimum. Það er ekki gaman að eiga við þetta skemdaræði í fólki. Það er eins og fullorðnir, jafnt og börn hafi ekki neina tilfinn- ingu fyrir verðmætum, en hinsvegar óseðjandi löngun til að skemma. Á INNLENDUM VETTVANGI íslensku handrilin í Danmörku HVAÐ EFTIR ANNAÐ hafa menn haft ástæðu til að furða sig á greinum í dönskum blöð- um um afhending íslensku handritanna. Samninganefnd Dana kemur hingað í vor, og þá má vænta þess, að mál þetta verði útkljáð. Af grein- um dönsku blaðanna verður helst ráðið, að höfundur þeirra óttist að hinir dönsku samn- ingamenn, er hingað koma, fall ist á að afhenda handritin. Með greinunum sje verið að vara þá við. Þeir megi fyrir engan mun láta íslendinga leiða sig í gön- ur. Þeir megi ekki láta hand- ritin af hendi — jafnvel ekki upp á þau býti, að Færeying- ar fái fiskveiðarjettindi hjer í staðinn(!). Handritin verða að vera kyrr í Danmörku. Vegna þess að svo hafi Árni Magnús- son fyrir mælt. vegna þess að ísland sje svo afskekt, hingað komist menn ekki nema með miklum tíma og fyrirhöfn. Hjer verði fjársjóðurinn grafinn fyr ir mentamönnum heimsins, er þurfa á handritunum að halda o. s. frv. Þetta hefir verið tónn- inn í dönsku blöðunum. Að , síðustu kemur það svo uppúr kafinu hjá dr. frú Lis Jacobsen, að Danir megi ekki missa af handritunum, því þau varpi ljóma yfir Danmörku. ★ Hinn danski sendikennari sem hjer er við Háskólann, Martin Larsen hefir tekið í þetta mál frá hinu íslenska sjónarmiði á drengilegan hátt, bæði hjer í blaðinu og annars- staðar. Hann sem aðrir, furð- ar sig á ummælum frú Lis Jacobsen. Er enginn vafi á því, að afstaða almennings í Dan- mörku er mjög á sömu lund og afstaða sendikennarans í mál- inu. Hinar meird og minna ofsa fengnu greinar í dönsku blöð- unum, út af þessu máli hafa fengið svip sinn af því að höf- undar þeirra finna til þess, að rök þeirra sannfæra menn ekki, hvorki með þeirra eigin þjóð, nje hjer á landi. ★ Þegar vitnað er t. d. í Árna gamla Magnússon og vilja hans í málinu, þá mun margur spyrja hvort líklegt væri að Árni hefði dregið handritin til Hafnar, ef hjer hefði á hans dögum verið annar eins geymslukostur og þau tök á varðveislu og útgáfu sem nú eru. Höfn var höfuðstaður ís- lands þá, en er það ekki leng- ur. Einkennilegasta viðbáran í dönsku blöðunum er sú, að handritin megi ekki vera á svo afskektum stað sem Reykjavík. Það muni torvelda afnot þeirra og draga úr gagni þeirra fyrir vísindin. ★ En hvernig hefir það tekist að koma handritum Árna Magnússonar safnsins fyrir al- menningssjónir þá hálfa þriðju öld, sem þau hefir verið varð- veitt í Kaupmannahöfn? Er það ekki svo, að þar sje enn fjöldi miðaldahandrita, sem ekki hafa verið gefin út ennþá? Mjer skilst að útgáfustarfsemi og bókmenning okkar íslend- inga sje að því leyti frábrugðin bókmenning allra annara Ev- rópuþjóða, að mörg miðalda- handrit okkar, hafi enn feng- ið að liggja ósnert og rykfalla í bókahillum án þess að vera gefin út. ★ Manni sýnist að þetta flögri fyrir hinni virðulegu frú dr. Lis Jacobsen, þar sem hún seg- ir í grein sinni í Berlingatíð- indum, að ljá mætti máls á því, að íslendingum yrði lánuð yngri handrit úr Árna Magn- ússonar safni; í svo sem 25 (Gjörið svo vel að fletta á bls. 8, 1. dálk\

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.