Morgunblaðið - 29.03.1946, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
i'östudagur 29. mars 1946
FRÁ ATHÖFNINNI í Tónlistarskólanum í gærdag. Á myndinni sjást nokkrir af þeim, sem
voru viðstaddir (taiið frá vinstri): Dr. Victor Urbantschitch, frú Guðrún Waage, Jónas Jónsson,
alþingismaður, Wilhelm Lansky-Otto, Brynjólfur Bjarnason mentamálaráðherra, Rögnvaldur
Sigurjónsson píanóleikari, dr. Páll Isólfsson skólastjóri, Hörður Bjarnason skipulagsstjóri og
formaður Þjóðleikhúsnefndar, Tómas Jónsson borgarritari, Ólafur Þorgrímsson, form. skóla-
nefndar Tónlistarskólans, Helgi Elíasson fræðslumálastjóri. Sitjandi: Vilhjálmur Guðjónsson og
Þorvaldur Steingrímsson. (Ljósm. Mbl. Friðrik Clausen).
Hátt á þriðja hundrað nemendur
í Tónlistarskólanum: 14 fastir
kennarar
Bráðabirgðahiísnæði í Þjóð-
leikshúsinu — Tónlistarhöll
er takmarkið
Frá athöfninni í Tónlistarskólanum
í TÓNLISTARSKÓLANUM eru í vetur rúmlega 250
nemendur og 14 fasta kennarar. Skólinn hefir mjög sæmi-
legt bráðabirgðahúsnæði í Þjóðleikhúsinu, en takmark
Tónlistarfjelagsins, sem eins og kunnugt er, rekur skól-
ann, er að koma upp fullkominni Tónlistarhöll, sem rúmi
þessa og aðrar deildir hinnar fjölfxættu starfsemi þessa
merka menningarfjelags.
Tónlistarfjeiagið bauð í gær-
dag mentamálaráðh., fræðslu-
málastjóra, Þjóðleikhúsnefnd,
borgarstjóra, ásamt fleiri gest-
um að skoða húsnæði Tónlist-
arskólans og kynnast starfsemi
hans.
Gestir, skólastjóri, kennarar
skólans og fjelagar Tónlistar-
fjelagsíns söfnuðust saman í
aðalsal skólans á • efstu hæð
Þjóðleikhússins. Þar ávarpaði
formaður skólanefndar, Ólafur
Þorgrímsson hrm. viðstadda. —
Því næst tók til máls dr. Páll
ísólfsson skólastjóri og rakti
sögu skólans.
Ör vöxtur skólans.
Dr. Páll miníist á með þakk-
læti að ríki og Reykjavíkurbær
hefði sýnt skólanum sKilning
og aðstoð, ennfremur Þjóðleik-
húsnefnd, sem hefði gert sitt
til þess, að skólinn fengi inni í
.Þjóðleikhúsinu, en áður hefði
hann búiið við ónóg húsakynni
í Hljómskálanum.
Tónlistarskólinn var stofnað-
ur 1930 og átti þá ekkert þak
yfir höfuðið. Sagði skólastjóri
að það væri varla ofmælt, að
enginn skóli hefði átt jafn erfitt
uppdráttar hjer á landi til að
byrja með eins og Tónlistar-
skólinn. En það hefði ekki skort
á vilja áhugasamra manna til
að vinna að skólamálunum og
hefði hann vaxið ört.
Takmark og draumur þeirra
er að skólanum stæði, væri að
koma upp Tónlistarhöllinni.
Á hrakningi.
Fyrir velvild þjóðleikhús-
nefndar og ekki síst húsameist-
ara ríkisins, Guðjóns Samúels-
sonar prófessors, hefði skólinn
fengið húsnæði í Þjóðleikhús-
inu, sagði skólastjóri. En þeg-
ar landið var hernumið tóku
Bretar Þjóðleikhússbvgging-
una og skólinn lenti á hrakn-
ingi. Var þá aftur horfið með
skólann í Hljómskálann. Þegar
Þjóðleikhúsið var laust úr hönd
um Breta, mætti skólinn enn
sama velvilja frá Þjóðieikhús-
nefnd og fjekk aftur húsnæði
í leikhúsinu.
Dr. Páll mintist síðan á hið
mikla verk, sem Tónlistarfje-
lagið hefir unnið fyrir tónlist-
arlif bæjarbúa með því að koma
hjer upp öflugu tónlistarlífi
með tónleikum og með því að fá
hingað heimsfræga snillinga til
að halda hljómleika fyrir Reyk
víkinga.
Hlutverk Tónlistarskólans.
Skólastjóri kvað hiutverk
Tónlistarskólans einkum vera
þríþætt: í fyrsta lagi, að gefa
ungum hljómelskum niönnum
tækifæri til að menta sig í tón-
list. í öðru lagi, með því, að
komast að raun um, hvort þeir,
sem legðu fyrir sig tónlist,
hefðu til þess hæfileika og
hefði það komtð í ljós, að hægt
hefði verið að benda mörgum
nemendum á að það lægi eitt-
hvað betur fyrir þeim en tón-
listarbrautin og loks væri það
hlutverk skólans að kenna efni
legum nemendum undir fram-
haldsnám erlendis.
Margir fyrn nemendar skól-
ans væru nú kennarar við skól
ann og í framtíðinni myndu
fleiri útskrifast frá skolanum,
sem hefðu getu og hæfileika til
að kenna öðrum. Tónlistarfje-
lagið styrkti nú sem stæði efni
lega menn til náms erlendis í
hljóðfæraleik og væri ætlunin
að þeir tækju að sjer kenslu við
skólann, er þeir hefðu lokið
námi.
Nauðsyn á góðri hljómsveit.
Að lokum gat dr. Páll þess,
að nauðsynlegt væri að hjer
yrði komið upp góðri hljóm-
sveit, helst symfóníuhljómsveit,
slík hljómsveit væri undirstaða
undir alt hljómlistarlíf, enda
keptust borgir og bæir um að
'koma sjer upp góðum hljóm-
sveitum. Það væri eins og hvert
annað menningar og metnaðar
mál.
Að þessu takmarki væri
stefnt af þeim mönnum, sem
fremst stæðu um að auðga og
bæta tónlistarlíf hjer í bæn-
um.
Að ræðu skólastjóra lokinni
gengu menn um og skoðuðu
húsakynni Tónlistarskólans, en
hjeldu síðan til kaffidrykkju
að Hótel Borg. Þar tóku til máls
Jónas Jónsson alþingismaður,
Hörður Bjarnason skiplags-
stjóri, Helgi Elíasson, fræðslu-
málastjóri, Tómas Jónsson borg
arritari, Ingimar Jónsson skóla
stjóri og Ólaíur Þorgrímsson
hrm.
Barnauppeldissjóður Thorvald-
sensfjelagsins 40 ára
í DAG eru 40 ár liðin síðan
Barnauppeldissjóður Thorvald-
sensfjelagsins var stofnaður. —
Gengust þær frú Þórunn Jónas
sen og frú Sigríður Jensson
fyrir sjóðsstofnuninni. Sjóður-
inn var stofnaður í þeirri til-
gangi að styrkja fátæk og um-
komulaus börn.
Tvö fyrstu árin var sjóðurinn
í umsjá fjelagsstjórnarinnar, en
árið 1908 var kosin sjerstök
stjórn fyrir sjóðinn og áttu þar
sæti frú Sigríður Jensson, sem
var fo.-maður sjóðsstjórnar, frú
Þórunn Jónassen og frk. Ingi-
björg H. Bjarnason. Fru Sig-
ríður Jensson var fcrmaður
sjóðsstjórnar í 32 ár og starfaði
aRaf af miklum dugnaði og ó-
sjerplægni fyrir sjoðinn. enda
var hann hennar óskabarn.
í fyrstu voru tekjur sjóðsins
litlar. Fjelagskonur hjeldu
tombólur og smáleiksyningar,
þar sem þær ljeku sjálíar, eða
þær saumuðu ýmsa muni, sem
voru seldir á bazarnum. En
árið 1913 fjckk frú Sigríður
Jensson því til leiðar komið, að
Stjórnarráðið veitti fjelaginu
leyfi til þess að láta prenta og
selja jólamerki — Thorvaldsens
merkin — til ágóða fyrir sjóð-
inn. Þótt merkin væru ódýr í
fyrstu, aðeins tvo aura stykkið,
hefir þessi merkjasala verið að
altekjulind sjóðsins, sem nú er
á fjórða hundrað þúsund krón-
ur. Árlega leggur fjelagssjóður
kr. 1000.00 í sjóðinn.
Formáður sjóðsstjórnar er nú
frú Margrjet Rasmus, en frú
Ingibjörg Isaksdóttir ritari og
frú Guðný Einarsdóttir gjald-
keri. Hefir sjóðsstjórnin ákveð
ið að minnast afmælis sjóðsins
með söfnun fyrir sjóðinn, svo
að hægt verði að hefjast handa
um byggingu barnaheimilis,
því að þótt sjóðurinn sje orð-
inn býsna stór, iná betur ef
duga skal til slíks stórvirkis.
Bæjarstjórn Reykjavíkur hefir
úthlutað sjóðnum lóð fyrir starf
semina innan við Elliðaár, og.
verður byrjað á byggingu næsta
ár, ef nægilegt fje verður fyr-
ir hendi. Ekki er enn ákveðið
hverskonar heimili sjóðurinn
starfrækir, hvort það verður
voggustofa, digheimili eða upp
tökuheimili fyrir fátæk eða
munaðarlauá börn, en sjóðs-
stjórnin mun hafa samvinnu
við bæjarstjórn og aðra hlið-
stæða aðila um fyrirkomulag
heimilisins, svo að trygt sje að
þarna verði rekin sú starfsemi,
sem brýnust þörf er á fyrir
bæjarfjelagið.
Sjóðsstjórnin gtfur Reykvík-
ingnum kost á að styrkja sjóð-
inn á afmælisdaginn og næstu
daga. Þeir, sem heiðra vilja
sjóðinn með gjöfum, geta snú-
ið sjer til sjóðsstjórnarinnar, er
veitir sjóðnum móttöku. Kvik-
myndahúsin gefa sjóðnum all-
an ágóða af sýningunum kl. 5
í dag. Happdrættismiðar verða
og seldir. Á sunnudaginn kem-
ur verða seidar veitingar á
Röðli s:óðnum til hagnaðar. —
Mentaskólanemendur sýndu í
gærkvöldi sjónleikinn Enarus
Montanus til ágóða fyrir sjóð-
inn. Það er vonandi, að Reyk-
víkingar noti tækifærið og færi
sjóðnum það myndarlegar af-
mælisgjafir, að hægt verði á
næsta ári að byggja fyrirhugað
barnaheimili.
Þau barnahoimili, sem starf-
rækt eru í Reykjavík, hafa sýnt
að þörfin fyrir slikar stofnanir
er mikil. Aðsóknin að þeim er
meiri en hægt er að sinna. Á
það jaínt við um vöggustofur,
leikskóla, dagheimili og vist-
heimili. Öllum Reykvíkingum,
sem annt er um uppeldi reyk-
vískra barna, hlýtur því, að
vera ljúft og skylt að styrkja
starfsemi Barnauppeldissjóðs
Thorvaldsensfjelagsins.
Jónas B. Jónsson.
Frá ársþingi í. B.
R. 16 fjelög eru
í bandalaginu
ÁRSÞING íþróttabandalags
Reykjavíkur lauk s. 1. mið-
vikudag. Eins og skýrt var
frá í blaðinu í gær, var Ólaf-
ur Sigurðsson, kaupmaður,
kosinn formaður bandalags-
ins, í stað Gunnars Þorsteins
sonar, hrm., sem mjög eindreg
ið baðst undan endurkosn-
ingu. — Þakkaði forseti þings
ins, Jens Guðbjörnsson, frá-
farandi formanni hið ágæta
og óeigingjarna starf hans í
þágu í. B. R. — Hinn nýkjörnii
formaður, Ólafur Sigurðsson,
þakkaði það traust, sem hon-
um hefði verið sýnt. í banda-
laginu eru nú alls 16 íþrótta-
fjelög.
í stjórn í. B. R. eiga nú sæti
auk formanns: Gísli Halldórs
son, frá KR, Sigurður Steins-
son, frá ÍR, Gunnl. J. Briem,
frá Ármanni, R^gnar Lárus-
son, frá Fram, Baldur Stein-
gnmsson, frá Val, Ólafur Jóns
son, frá Víking, Eiríkur Magn
xisson, frá Ægi, Kristján Ó.
Skagfjörð, frá Skíðafjelagi
Reykjavíkur, Guðjón Einars-
son, frá Tennis- og badming-
tonfjelaginu, Fríður Guð-
mundsdóttir, frá íþróttafje-
lagi kvenna, Finnbogi Guð-
mundsson, frá íþróttafjelagi
stúdenta, Stefán Runólfsson,
frá Ungmennafjelagi Reykja
víkur, Guðrún Hjörleifsdótt-
ir, frá Kvenskátafjelagi Rvík
ur, Guðmundur Ófeigsson.
frá Skátafjelagi Reykjavíkur
og Sigurður Danívaldsson,
trá Skautafjelagi Rvíkur.
í Hjeraðsdómstól í. B. R.
var Logi Einarsson kosinn,
rn í dómstólnum voru fyrir
Pjetur Sigurðsson og Sigur
’ón Pjetursson (í Ræsi). — í
xúsnefnd voru kosnir: Gísli
Halldórsson og Baldvin Jóns-
ron. Getið verður um helstu
samþyktir þingsins síðar.
Sjóður til hjálpar.
LONDON: Borgarstjórinn í
Bolton hefir stofnað sjóð til
þess að styrkja aðstandendur
þeirra, sem fórust í slysinu
mikla á dögunum á íþróttavell-
inum í Bolton. Gjafir streyma
rtú í sjóð þenria.