Morgunblaðið - 16.04.1946, Qupperneq 14
14.
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagxxr 16. apríl 1946
18. dagur
Þegar tjaldið fjell fyrk' fram-
an leikarana sem beygðu sig
og hneigðu, gat hún ekki þolað
þetta lengur og sneri sjer snögt
við í skjóli fagnaðarlátanna.
Hann var nær henni nú, hún
hefði getað komið við hann, ef
hún hefði rjett út hendina.
Hinir liðsforingjarnir voru á
þönum um stúkuna, voru að
setja upp fjaðrahatta sína. Þeir
endurtóku bestu setningarnar
úr skopfeiknum og hlógu. Hann
stóð einn í miðjum hópnum og
horfði á hana eftirvæntingar-
fullur. Hún vissi að hann vildi
koma boðum til hennar og frek
ar fann en sá varir hans mynda
orðið „hvar?“
„Theo, ertu tilbúin?“ Rödd
Arons heyi;ðist aftanúr stúk-
unni. Or.vænting greip hana og
um leið fæddist hugmynd. Hún
sneri sjer snöggt við og hróp-
aði glaðri röddu eins hátt og
hún gat. „Já, pabbi, — jeg er
alveg til. En við skulum ekki
fara heim strax. Við skulum
fara í Wauxhall-garðana. Það
yrði svo dæmalaust gaman.
Þar eru ágætir hffómleikar,
og við getum fengið okkur ís
hjá gosbrunninum“.
Hún lagði áherslu á nafnið
Wauxhall-garðana, vissi að
hann hlustaði og myndi skilja.
Aaron leit rannsakandi á
hana. „Hvaða skemtánafíkn
hefir gripið þig, barnið gott?
Jeg held það sje nú kominn
tími fyrir allt heiðvirt fólk að
fara heim til sjp“.
„Æ, nei, pabbi, vertu nú góð-
ur. Það er allt of snemmt að
fara heim, og Jósep hefir aldr-
ei komið þangað. Honum myndi
þykja svo- gaman að sjá garð-
ana“. Og hún leit í svip á Jósep,
slíku augnaráði, að þann unga
mann svimaði.
„Já, í öllum bænum förum
við þangað, ef Theo langar til“,
stamaði hann.
Aaron lyfti brúnum. Hann
sneri sjer að Natalíu. „Langar
þig líka í þetta einkennilega
ferðalag?“
Theo hjelt niðri í sjer.and-
anum, meðan Natalía var að
velta þessu vandamáli fyrir
sjer,* áthuga það frá öllum
hliðum, áður en hún sagði: „Því
ekki það. Það yrði vafalaust
gaman, og margt ágætis fólk
sækir þennan stað'á
Aaron hneigði sig. „Jeg læt
undan óskum kvennanna, nú
sem jafrmn. En jeg get ekki
komið með ykkur. Það bíða
mín störf heima, sem jeg verð
að leysa af hendi. Þið fjögur
getið fengið vagninn, jeg næ
rnjer I leiguvagn, og læt aka
mjer heim að Richmond Hill“.
Hann bjóst við mótmælum
frá Theo, þar sem hann vissi
að henni þótti aldrei neitt eins
skemtilegt, .ef hann var ekki
með. En það komu engin mót-
mæli. Hún leit fljótt undan, en
hann hafði þó áður sjeð Ijettis-
glampa í augum hennar. Ekki
sýndi hann með minsta svip-
brygði, hversu þungt þetta
fjell honum. En meðan hann
var áð hjálpa henni og Natalíu
upp í .vagninn, af sinni venju-
legu hæversku, ljet hann skarp
vitran huga sinn reika yfir alla
viðburði kvöldsins, ef honum
kynni að takast að finna á-
stæðu fyrir þessari einkenni-
legu framkomu Theo.
Við miðdegisverðinn og~á
leiðinni í borgina, hafði hún
verið alveg eins og hún átti að
sjer, hallað sjer þjett upp að
honum, snúið sjer að honum,
til þess að leita viðurkenning-
ar hans og samþykkis, jafn-
vel þegar hún ræddi við aðra.
Ljet það sjást eins greinilega og
verða mátti, að hann einn var
það, sem var henni nokkurs
virði. En hvað hafði þá komið
fyrir í leikhúsinu? — Eitthvað
var það. Hvernig í ósköpunum
gat hún breytst eins og raun
var á, þar sem hún hafði setið
í stúkunni rjett hjá honum,
fyrir augunum á honum? Og
samt var þessi breyting stað-
reynd. Hann hafði sjeð fjand-
skap bregða fyrir í svip henn-
ar og þrá eftir að sleppa frá
honum. Jafnvel útlit hennar
hafði breytst. í fegurð sem
varla varð talin af þessum
heimi.
Hann hefði skilið þessar
hreytingar á hvaða konu ann-
ari. Það var aðeins eitt, sem
gat valdið slíkum breytingum.
Ástin var að vakna, elskhugi í
námd. En það gat ekki verið
Um að ræða hjer. Theo hafði
enga karlmenn hitt nema þá,
sem með henni höfðu verið.
Hann hugsaði um þann mögu
leika, að hún hefði allt í einu
farið að endurgjalda tilfinning-
ar Jóseps. Vísaði þessu þegar
a bug aftúr óþolinmæðnislega.
Hann þekti hana og hann þekti
konur allt of vel til þess að vita,
að slíkt gat ekki komið fyrir.
En hvað þá? Og hver?
Þegar hann kom heim, lok-
aði hann sjálfan sig inni í
bókaherberginu, og fann að í
eitt skipti gerði hinn þjálfaði
hugur hans uppseisn gegn hon-
um. Hann gat ekki unnið neitt.
Tugir brjefa kröfðust vandlega
hugsaðra svara. Dulmálsskeyti,
sem borist hafði frá Timothy
Green í Suður-Carolina beið
þess, að hann rjeði fram úr því.
Það var áríðandi. I því myndi
hann fá að vita, hvernig Jósep
hefði gengið að vinna Suður-
ríkjamenn til fylgis við hann,
og hversu mikið verk biði Jós-
eps enn, er hann kæmi heim
í næstu viku, til þess að búa
heimili sitt undir að taka á
móti brúður hans, að því er lát-
ið var í veðri vaka, en einnig
til þegs að halda áfram kosn-
ingabaráttunni.
Það þurfti líka að fara var-
lega og kænlega áð mönnum á
Rode Island og í Vermont. Að
vísu fór stuðningsmönnum hans
fjölgandi í þeim fylkjum, en
þeir þörfnuðust leiðbeininga,
eins af þeim sniðugu en þó op-
inskáu brjefum, sem hann var
hreinasti meistari í að semja^
Venjulega rjeðist hann í slík
verk með hreinasta ákafa, naut
þess mjög að vinna áð þess-
konar störfum, meðfram vegna
þess að þá fjekk hann tæki-
færi til þess að dást í laumi að
hinúm glæstu gáfum sínum.
En í kvöld vildi ekkert hepn-
ast. Hann gekk stöðugt um
gólf aftur og fram, ljettum
skerfum á þykkri ábreiðunni.
Fótatak hans heyrðist ekki.
Hann hjelt höndum fyrir aftan
bak. Að lokum nam hann stað-
ar fyrir framan myndina af
Theo, horfti lengi á indælt, op-
inskátt andlitið. Hann herpti
saman varirnar. Skyndilega
tók hann ákvörðun. Hann greip
í bjöllustrenginn.
Alexis kom seint og síðar-
meir. Syfjaður og hissa. Burr
ofursti, sem var þjónustufólki
sínu góður og nærgætinn,
kvaddi það aldrei til verka, er
mjög var tekið að gerast fram-
orðið.
„Já, herra húsbóndi?11
„Vektu Dick og segðu hon-
um að söðla Selim í skyndi.
Jeg ætla að fara út“.
6. KAFLI.
WAUXHALL skemtigarðarn-
ir höfðu nýlega verið fluttir
frá borginni á nýjan stað.
Delacroix, eigandi þeirra hafði
keypt hið gamla ættarsetur
Bayards fjölskyldunnar og lát-
ið gróðursetja um allt landið
trje, blómrunna og gera fagr-
ar steinlagðar götur á milli
þeirra. í miðjum garðinum
stóð risavaxið líkneski af
George Washington'á hestbaki
og gnæfði yfir svæðið- Kring-
um fótstall líkneskisins var
komið fyrir smáum trjeborð-
um, þar sem menn gátu fengið
sjer hressingu.
Hljómsveit og söngvarar
höfðu stöðu á palli í trjálundi
einum, þannig að hljómlist
þeirra virtist koma frá trjá-
krónunum, en blærinn bærði
lauf þeirra og blandaðist skrjáf
ið í því tónum hljóðfæranna,
Tveir litlir gosbrunnar suð-
uðu og rann vatn þeirra niður
í steinskálar, og glampaði á þá
í ljósi flugelda, sem skotið var
oft og tíðum, og sem höfðu auk-
ið mjög á vinsældir þessa
skemtistaða.r.
Verið var að skjóta flugeld-
um, er Theodosia og fólkið, sem
með henni var, gelrk inn í garð-
inn. Raketta þaut upp með
miklum gný, sprakk með braki
og brestum og rauðum, hvítum
og bláum gneistum rigndi nið-
ur milli trjánna.
„Ó, hvað þetta er fallegt",
hrópaði Natalía. Greifinn og
Jósep tautuðu eitthvað þessu til
samþykkis. Theo sagði ekki
neitt. Því þrátt fyrir hið skæra
ljós furublysanna og kertanna^
hafði hún sjeð kapteininn uhd-
ir eins. Hann sat aleinn við borð
rjett hjá einum gosbrunninum,
hafði krosslagt fætúrna o|
horfði á hvern sem framhjá
gekk. Theo fjekk svó ákafan
Kjartslátt, að henni fannst
sprenging hafa orðið í brjósti
sínu.
%
Ef Ijoftm g-m» paA
— hver'’
Lóa iangsokkur
Eftir Astrid Lindgrea.
31.
að fara að segja mjer það, að þú hafir sjeð mann með svo
leiðis eyru fara hjer hjá?
— Jeg hefi aldrei sjeð neinn fara hjer hjá með eyru.
Þeir halda ekki á þeim í höndunum.
— Svei, hvað þú ert heimsk, jeg meina hvort þú hafir
í raun og veru sjeð menn, sem hafði svona stór eyru
á höfðinu.
— Rjett, sagði Lóa, það er ekki til fólk með svona stór
eyru. Hvernig liti það líka út. Það er ekki hægt að hafa
svo stór eyru. Að minsta kosti ekki hjer á landi, bætti hún
við eftir nokkra þögn. En í Kína er það dálítið annað mál.
Jeg sá einu sinni Kínverja í Shanghai. Eyrun á honum
voru svo stór, að hann gat haft þau fyrir regnkápu. Þegar
rigndi, skreið hann bara undir eyrun, og þar leið honum
svo dæmalaust vel, þó eyrunum liði ekki eins vel, eins
og gefur að skilja. Ef mjög vont veður kom, bauð hann
vinum sínum og kunningjum undir eyrun líka. Þar sátu
þeir og sungu sorgarsöngva sína, meðan regnið streymdi
niður. Þeim þótti mjög vænt um hann vegna eyrnanna.
Hann hjet Hái Shang. Þið hefðuð útt að sjá, þegar Hai
Shang skundaði til vinnu sinnar á morgnana. Hann var
altaf rjett orðinn of seinn, því hann þurfti svo mikið að
sofa, og þið getið ekki ímyndað ykkur, hvað það leit fall-
ega út, þegar hann hljóp á harða spretti og eyrun voru
eins og tvö stór gul segl.
Stúlkan hafði staðnæmst og stóð gapandi og hlustaði
á Lóu. Og Anna og Tumi voru hætt að borða perur. Þau
beindu allri athygli sinni að frásögn Lóu.
— Hann átti fleiri börn, en hann gat talið, hann Hai
Shang, hjelt Lóa áfram, og það minsta hjet Pjetur.
— Já, en ekki getur kínverskt barn heitið Pjetur,
maldaði Tumi í móinn.
— Það sagði konan hans honum líka. „Ekki getur kín-
verskt barn heitið Pjetur“, sagði hún. En Hai Shang var
svo skelfilega sjersinna, hann sagði að annað hvort skyldi
strákurinn heita Pjetur, eða þá hreint ekki neitt. Og svo
Dr. Hu Shih, fyrverandi
sendiherfa Kínverja í Banda-
ríkjunum, mun bráðlega snúa
heim til sín og taka við skóla-
stjórastöðu háskólans í Peiping.
Þegar þangað kemur, mun hann
gefa skólanum stærsta eld-
spítnastokkasafn í heimi.
Upptök þessa safns sendi-
herrans eru einkennileg. Eitt
sinn, er veisla var haldin hon-
um til heiðurs, var útbýtt eld-
spítnastokkum, sem nafn hans
var á. Skömmu seinna kom
blaðamaður heim til hans, sá
einn af þessum stókkum og
skrifaði í blað sitt, að hann
safnaði þeim. Greinin hafði
ekki fyr birtst en eldspýtna-
stokkar bárust að úr öllum
áttum. Safnarar einstaklingar
og'fjelög sendu honum stokka.
Þegar hann hjelt fyrirlestra á
háskólum, keptust stúdentarnir
um að ge'a honum fásjeða
stokka. Honum voru jafnvel
haldin heiðurssamsæti, þar
sem aðgangurinn kostaði hundr
að eldspítnastokka, enda var
þess ekki langt að bíða að hann
ætti stærsta safn af þessu tagi
í veröldinni.
Því má bæta við, að dr. Hu
Shih notar ætíð sígarettukveikj
ara.
★
Gypsy Rose Lee segir frá
því- í apríl hefti mánaðarrits-
ins „Reader’s Digest“, er hún
borðaði miðdegisverð , með
Harpo Marx, leikaranum heims
kunna. Er borðhaldinu var lok-
ið, kom þjónninn með reikn-
inginn. Harpo leit á hann
drykklanga stund, lagði upp-
hæðina saman þrisvar eða
fjórum-sinnum — stráði síðan
á hann sykri og át hann!
★
Kvikmyndaleikarinn Roland
Young segir frá gamalli konu,
sem hann þekti, og hafði fá-
ar eða engar áhyggjur í líf-
inu. þegar hún skrifaði brjef,
frímerkti hún það og fleygði
því út um gluggann á hótel-
herbergi sínu. Það brást ekki,
segir Young okkur, að einhver
hirti það og sétti það í næsta
póstkassa.
ir
í Morgunblaðinu, undir fyr-
irsögninni „Kvikmyndahúsin“
24. maí, 1914:
„Nýja Bíó sýnir nú mynd,
er heitir „Systkynin". Leikur
þessi er eftir þýskan höfund,
og leikendur eru sömuleiðis
þýskir, og kunnum vjer ekki
nöfn þeirra, en ágætlega leika
þeir.“ »
★
Tóbaksmenn ættu að taka
eftirfarandi auglýsingu til at-
hugunar. Hún birtist í Morg-
unblaðinu 19. ágúst, 1914:
Síðustu stríðsfregnir: Japan-
ar í stríðinu reykja helst
Special Sunripe sigarettur frá
R. & J. Hill Ltd., London. —
(Contractors to the Japanese
tobacco Regiem.)