Morgunblaðið - 03.05.1946, Page 1
ARABAR HÓTA ÖRÞ
Strætisvagn ekur
SL. miðvikudag lenti stræt-
isvagn út .af akbrautinni, er
honum var ekið norður Berg-
staðastræti með þeim afleið-
ingum, að hann lenti á húsið
nr. 14 við götuna og braut þar
rúðu í Bernhöftsbakaríi.
Tvær stúlkur, sem í búðinni
voru, slösuðust nokkuð. Lentu
glerbrot í höfuð annarar og
skarst hún nokkuð á enni, en
kökufat hrökk í höfuð hinnar
og fjell hún við það á gólfið.
Slys þetta* mun hafa borið
að með þeim hætti, að er stræt-
isvagnifln -var ^ð sveigja
til hliðar svo að annar bíll
kæmist framhjá, biluðu hemlar
hans og með þeim afleiðingum
sem fyrr segir.
Strætisvagninn skemdist all
mikið.
Drottningin skemtir sjer
1. maí
í Húsavík
ELIZABETH Bretadrottning sjest hjer með borgarstjóran-
um í London, Sir Charles Davis á góðgerðarskemtun einni
í London. Skemtiatriðin virðast hafa verið góð eftir ánægju-
svipnum á drottningunni að dæma.
Frá frjettaritara vorum
á Húsavík.
AÐ tilhlutun Verkamanna-
fjelags Húsavíkur fóru hjer
lram hátíðahöld í gær og hóf
ust þau með skemtun í Sam-
komuhúsinu kl. 16. Þar töl-
uðu Valdimar Holm Hallstað,
Axel Benediktsson, skólastj.
og Páll Kristjánsson, forstjóri.
Höskuldur Jónsson las upp.
Sýnd var kvikmynd og dans
stiginn um kvöldið.
Austuríkismenn mótmæla
ráðstöfun á S-Iyrol
London í gærkveldi. Einkaskeyti til
Morgunblaðsins frá Reuter.
í AUSTURRÍSKU Tyrolhjeruðunum hefir komið til tölu-
verðra óeirða vegna þeirrar ákvörðunar utanríkisráðherra
íjóveldanna, að Suður-Tyrol skuli vera áfram undir yfirráð-
um ítala. Var stofnað til allsherjarverkfafls þar, og stóð það
iram yfir miðjan dag í dag. — Stjórn dr. Renners hefir og
sagt af sjer 1 mótmælaskyni við þessa ráðstöfun utanríkis-
ráðherranna.
Hörð mótmæli. *
í Tyrolhjeruðum Austur-
ríkis hafa verið haldnir mjög
fjölmennir útifundir, þar íjem
borin hafa verið fram áköf
mótmæli vegna aðgerða ut-
anríkisráðherranna. Ekki hef
ir þó* að því er vitað er, kom-
ið til líkamsmeiðinga á fund-
um þessum. — Hinsvegar
kom til átaka milli íbúa norð-
an við landamæri Suður-Tyr-
ol og ítalskra lögregluþjóna
og landamæravarða. Ekki er
enn kunnugt um manntjón I
þessum viðureignum.
Júgóslavar fá eyjar
í Adriahafi
París í gærkvöldi.
Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter.
UTANRÍKISRÁÐHERRAR fjórv.eldanna ákváðu á fundi
sínum í dag, að nokkrar eyjar í Adríahafi skuli hverfa undir
íorræði Júgóslavíu, en þær hafa áður tilheyrt ítölum. Þau
skilyrði eru þó sett, að engin hernaðarvirki skuli gerð á eyj-
unum, og ítalir skuli njóta áfram fiskveiðirjettinda sinna við
þær. — Ráðherrarnir ákváðu einnig að halda einn óform-
legan fund í dag til þess að flýta fyrir úrlausn aðkallandi
mála. — Næsta mál á dagskrá funda þeirra mun verða
iViðarsamninfjar við Rúmeníu.
Ágreiningur um
stríðsglœpamenn.
Á fundi utanríkisráðherr-
anna í morgun varð ágrein
ingur með Bevin og Byrnes
annarsvegar og Molotov hins
vegar. Bevin og Byrnes vildu
koma á fót nefnd til þess að
hafa eftirlit með því, að
ítalska stjórnin framseldi
ítalska stríðsglæpamenn, en
Molotov taldi slíka ráðstöfun
iirjóta í bága við fullveldi
Ítalíu. — Með fram af þessari
ástæðu ákváðu ráðherrarnir
að halda með sjer einn óform
legan fund í dag, til þess að
cþörf formsatriði þyrftu ekki
að tefja störf þeirra. Komu
Allsherjarverkfallið. Framh. á 12. síðu.
Allsherjarverkfall hófst í
Tyrolhjeruðunum snemma i
morgun. Stóð það fram yfir
miðjan dag. Stjórn sambands
verklýðsfjelaga í AusturríkL
hefir beint þeirri ósk til fje-
laga sinna, að þeir hefji vinnu
á ný og grípi ekki til frekari
verkfalla. — Ríkisstjórn Aust
urríkis átti í dag langar við-
xæður við kanslarann,' og um
miðjan dag í dag var tilkynt
að hún hefði lagt fram lausn-
arbeiðni sína.
Forsæfisráðherra-
hjónin í París
I
ÓLAFUR THORS, forsæt-
irráðherra og frú hans fóru
til Parísar flugleiðis í fyrra-
dag og munu dvelja þar í
viku til 10 daga. Fara þau í
heimsókn til dóttur sinnar og
tengdasonar, PjeturS Bene-
diktssonar, sendiherra.
RIFARÁÐ8JM
' %
Orðsendingar Attíee og
Bevins um fræmkvæmd
tillaga Palestínunefndar
Málið fyrlr öryggisráðið!
London í gærkveldi. Einkaskeyti til Mbl.
frá Reuter.
TILLÖGUR bresk-bandarísku Palestínunefndarinnar hafa
c akið feikna gremju Araba. Stjórn Arababandalagsins hefir
mótmælt þeim kröftulega. Æðstaráð Araba í Palestínu hefir
hótað ítrustu örþrifaráðum, ef reynt verði að framkvæma
lillögurnar. — Attlee, forsætisráðherra Bretlands, hefir sent
Bandaríkjastjórn orðsendingu, þar sem hún er beðin aðstoð-
ar við að gera óvirka „hina ólöglegu heri í Palestínu“, sem
gera myndu ókleift að framkvæma þá ráðagerð Palestínu-
nefndarinnar, að til Palestínu verði á þessu ári fluttir 100
þúsund Gyðingar.
Monígomery yfir-
maður herforingja-
r
raos
London í gærkvöldi.
MONTGOMERY marskálk
ur, sem verið hefir yfiwnað-
ur bresku hernámssveitanna í
Þýskalandi, hefir látið af
þeim starfa. Lagði hann af
stað áleiðis til London í dag.
Hann tekur þar við störfum
sem yfirmaður herforingja-
ráðsúíis breska. Áður en Mont
gomery lagði af stað, flutti
hann útvarpsávarp til herja
sinna, þakkaði þeim góða
samvinnu og árnaði þeim
heilla. — Við störfum Mont-
gomerys í Þýskalandi tekur
Douglas hershöfðingi.
— Reuter.
♦ ♦
Breskt frumvarp
um atómmál
London í gærkvöldi.
LAGT hefir verið fyrir
neðri málsstofu -breska þings
ins frumvarp um atómmál.
Efni frumvarps þessa var
birt í dag. Er þar gert ráð fyr-
ir ströngu eftirliti um fram-
leiðslu á sviði atómorkunn-
ar. Öll slík mál verða, að því
er Bretland snertir, í hönd-
um innanríkisráðherrans.
Sjerhverjum þeim, sem gef-
ur fulltrúum annalra þjóða
upplýsingar um slík levndar-
mál, skal' sæta refsingu, alt
að fimm ára betrunarhúss-
vinnu eða háum sektum. Það
verður á valdi innanríkisráð-
herrans eins að ákveða, hvort
eitthvað skuli birt um fram-
leiðsluháttu á sviði atóm-
æálanna. — Reuter.
Bevin, utanríkisráðherra
Breta, hefir einnig sent Byrn
es, utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, fyrirspurn þess
efnis, hverja aðstoð Banda-
ríkin ætli sjer að veita í þessu
efni. — Einnig er. það haft
eftir einum fulltrúa í öryggis
ráði Sameinuðu þjóðanna, að
vel geti verið, að Palestíhu-
málin verði tekin á dagskrá
öryggisráðsins.
Truman um málið.
Truman Bandaríkj af orseti
var í dag á blaðamannafundi
spurður þess, hvað Banda-
ríkjastjórn ætlaði sjer að
gera til þess að eyða „ólög-
legum herjum í Palestínu“.
Hanri kvaðst ekkert vilja um
það segja. Því sama svaraði
hann, þegar hann var spurð-
ur um það, hvort Bandaríkja
stjórn hugsaði sjer að fram-
kvæma tillögur Palestínu-
nefndarinnar, eða hvort hann
ælaði að leyfa það, að til
Bandaríkjanna yrði fluttur á.
næstunni mikill fjöldi Gyð-
mga frá Evrópu.
Mótmœli Arahahandalagsins.
Abdúl Rahman Pasha, að-
alritari Arababandalagsins,
sagði í útvarpsræðu í kvöld,
að beiðni Attlee um aðstoð
Bandaríkjastjórnar við að út
íýma „ólöglegum herjum í
Palestínu“ og ofangreind fyr-
irspurn Bevins til Byrnes
væru hvorttveggja mjög eðli-
legir hlutir. Bandaríkjamenn
hefðu átt hlutdeild að tillög-
um Palestínunefndarinnar,
og það væri ekki von, að Bret
rr vildu vera einir um skömm
ina við að framkvæma þær.
— Raham Pasha gekk í dag á
fund sendiherra Breta og
Bandaríkjamanna í Cairo og
bar fram hin hörðustu mót-
Framh. á bls. 12.