Morgunblaðið - 03.05.1946, Page 8
ar
MORGDNBLAbIÐ
Föstudagur 3. maí 1946
Utg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Jón Kjartansson,
Valtýr Stefánsson (ábyrgCarm.).
Frjettaritstjóri: Ivar GuSmundsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla,
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlandt.
kr. 12.00 utanlands.
í lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók,
Raforkulögin
MEÐAL HINNA MERKUSTU verka, er síðasta Alþingi
vann, var setning raforkulaga, þar sem lagður er grund-
völlur að stórfeldum framkvæmdum í raforkumálum
þjóðarinnar.
Um það blandast engum hugur, að aukin raforka til
almenningsþarfa er hið merkasta nauðsynjamál. Rafork-
an skapar glæsileg lífsþægindi og er auk þess frumskil-
yrði alls iðnaðar í landinu. Þróun og efling íslensks iðn-
aðar byggist fyrst og fremst á því, að mjög ódýr raforka
sje fyrir hendi.
★
Baráttan fyrir því, að allir íslendingar yrðu þeirra
lífsþæginda aðnjótandi, sem raforkan veitir, var hafin
af Jóni heitnum Þorlákssyni, formanni Sjálfstæðisflokks-
ins. Árið 1929 lagði hann fram tillögur á Alþingi, þar sem
að því var stefnt, að veita raforkunni út í sveitirnar, jafn
hiiða því, að borgir og bæir yrðu hennar aðnjótandi.
Jóni Þorlákssyni var þetta mál, ekki aðeins hugsjónamál,
heldur fyrst og fremst raunhæf umbót, sem skapaði þjóð-
inni, í sveit og við sjó, stóraukna framfaramöguleika. En
tillögum hans var tekið með miklum fáleik af þáverandi
ráðamönnum. Formaður Framsóknarflokksins sagði, að
ef tillögur hans yrðu samþyktar, mýndu þær setja landið
á hausinn. Þannig bljes nú í Framsókninni þá.
En árið 1942, á sumarþinginu, flytja fjórir Sjálfstæð-
ismenn frumvarp um raforkusjóð. — Þetta frumvarp
varð að lögum. Framsóknarafturhaldið rjeði þá ekki
lengur lögum og lofum á þingi. Samkvæmt þessum lögum
var raforkustjóður stofnaður með 10 miljón kr. stofn-
framlagi ríkisins og 500 þús. kr. árlegu framlagi. Eru því
nú í sjóðnum yfir 12 miljón krónur.
Segja má, að með stofnun raforkusjóðs hafi grundvöll-
urinn verið lagður að raforkulögunum, sem síðasta þing
samþykti.
★
Samkvæmt hinum nýju raforkulögum, er komið ákveð-
ið skipulag á allar raforkuframkvæmdir í landinu, og
þeim trygður ýmist bein forusta ríkisvaldsins eða mikill
stuðningur. Samkvæmt öðrum kafla laganna, er ákveðið
að ríkið setji á stofn og starfræki rafveitur, sem hafi það
verkefni að afla almenningi og atvinnuvegunum nægrar
raforku á sem hagfeldastan og ódýrastan hátt. Þessar
rafveitur verða algerlega eign ríkisins og að öllu leyti
reknar af því.
í III. kafla laganna er rætt um stofnun hjaraðsraf-
veitna. Veitir ríkisvaldið tilteknum aðiljum, sveitarfje-
lögum eða einstaklingum einkaleyfi til þess að byggja og
starfrækja slík orkuver. En ríkisstjórninni er heimilt
að styðja byggingu þeirra með ríkisábrygð fyrir stofn-
kostnaði, allt að 85% kostnaðarins, enda liggi fyrir sam-
þykki raforkumálastjóra á fyrirkomulagi, gerð og til-
högun orkuversins.
í fjórða kafla laganna eru svo ákvæðin um'hjaraðsraf-
veitur ríkisins. Samkvæmt þeim lætur ríkið reisa raforku-
ver í samvinnu við einstök bygðalög landsins og með
fjárhagslegri þátttöku þeirra er nemi að minsta kosti %
af framlagi ríkissjóðs.
í ákvæðunum um raforkusjóð er árlegt framlag ríkis-
sjóðs til hans hækkað upp í 2 milj. króna. Raforkusjóður-
inn skal síðan veita lán til raforkuframkvæmda.
★
Hjer hefir aðeins verið stiklað á því stærsta í þessari
merku löggjöf.
Sjálfstæðismenn hafa frá upphafi haft alla forustu um
þessi mál, nú síðast í góðri samvinnu við samstarfsflokka
sína í ríkisstjórn. Hann hefir tekið málið raunhæfum
tökum á meðan Framsókn gamla hefir ýmist fjandskap-
ast við það eða sofið á því. En Framsókn ræður ekki leng-
ur, það er giftumunurinn.Þessvegna munu sveitir og sjáv-
arsíða fá rafmagn á næstu árum eftir því, sem fjárhags-
geta og aðrar aðstæður leyfa.
ÚR DAGLEGA LÍFINU
Ösin við farþega-
skipin.
FYRIR NOKKRU var drepið
á það hjer í dálkunum, að ekki
næði neinni átt hvernig fólki
er leyft að þyrpast að skipum,
sem eru að koma, þannig að
farþegarnir geta varla komist
í land fyrir þrengslum og ná
ekki sambandi við aðstandend
ur sína fyrir óviðkomandi fólki,
sem fer niður á hafnarbakka
þegar skip koma af einskærri
forvitni.
Þetta er vissulega mál, sem
þarf að taka til athugunar og
ekki síst fyrir það, að hægt
er að kippa þ^ssum málum í
lag með lítilli fýrirhöfn.
Þegar farþegatalan er farin
að skifta hundruðum á hinum
litlu skipum, sem hingað sigla
frá -útlöndum, segir það sig
sjálft, að ekki má miklu bæta
við af fólki um borð í skipin til
þess að hægt sje að hreyfa sig
úr stað.
Það er líka alveg óþar.fi fyrir
menn að vera að flækjast um
borð í skip, þegar þau koma.
Mikið betra að hitta vini og
kunningja á hafnarbakkanum.
•
Gamall ósiður.
ÞETTA SKIPARÁP er gam-
all ósiður, sem ætti að leggj-
ast niður hið fyrsta. Ekki dett-
ur mönnum í hug að vaða inn
í almenningsbíla til þess að
faðma að sjer ferðamenn og
komast þeir þó heilu og höldnu
þangað sem ferðinni er heitið.
Skipafjelögin geta afnumið
skiparápið með því að hafa
menn við landganginn og leyfa
engum að fara um borð. Lög-
reglan ætti svo að afmarka
svæði á hafnarbakkanum þeg-
ar skip koma og leyfa aðeins
aðstandendum farþega að fara
inn fyrir afgirta svæðið. Loks
þarf lögreglan að hafa betri
stjórn á því hvernig bílum er
lagt, sem koma til að sækja
farþega.
•
Tundurduflahættan
á ströndunum.
ÞAÐ MÁ MIKIÐ læra af
hinu stutta viðtali, sem Morg-
unblaðið birti við Evald Christ-
iansen frá Norðfirði á dögun-
um, en hann skýrði m. a. frá
því að hann hefði gert als 107
tunduldufl óvirk á ströndun-
um umhverfis ísland.
Það virðist vera svo mikið
um tundurdufl við strendur ís-
lands, að búast má við að þau
reki á fjörur um allt land. Er
þá nauðsynlegt að menn, sem
koma kunna að reknum tund-
urduflum gæti fyllstu varúðar,
til þess að ekki hljótist slys af.
Segulmögnuðu tundurduflin
eru svo bráðhættuleg, að þau
geta sprungið, ef komið er með
segulmagnaðan hlut í 50 metra
,færi frá þeim. Maður, sem
hefir þó ekki sje nema tveggja-
tommu nagla í vasanum, verð-
ur að gæta sín að koma ekki of
nálægt þessum hættulegu
drápstækjum.
Verði menn'varir við tund-
urdufl verða þeir að gæta þess
að fikta ekki við þau og helst
ekki koma nálægt þeim, heldur
tilkynna þegar næsta yfirvaldi
um fundinn.
•
Flugvjelum
fjölgar.
FLUGFJELÖGIN okkar eru
áhugasöm um að fjölga flug-
vjelaeign íslendinga og er það
vel að duglegir og framtaks-
samir menn skuli hafa valist
til að veita flugfjelögunum for-
stöðu.
Það er ekki nokkur vafi á
að flugvjelin verður okkar
helsta og nauðsynlegasta far-
artæki í framtíðinni, því hveigi
er flugvjelin jafn nauðsynleg
og heppileg og í strjálbygðum
og víðáttumiklum löndum, eins
og Island er.
Sennilega verður lögð aðal-
áherslan á a^ fjölga flugvjel-
um til innanlandsflugferða,
áður en við leggjum áherslu á
að taka upp millilandaflug-
ferðir.
í hvert sinn, sem okkur bæt-
ist ný farþegaflugvjel er stigið
stórt og nauðsynlegt spor í
samgöngumálum okkar og ber
því að fagna slíkum atburði.
Þeir, sem stuðla að aukningu
flugflota okkar vinna þarft
verk.
Margar frístundir.
ÞAÐ HEFIR VERIÐ mikið
um frístundir undanfarna daga.
Við vorum að tala um þetta
nokkrir kunningjar í gær og
komumst að þeirri niðurstöðu,
að síðastliðna 14 ■ daga hefðu
8 verið frídagar hjá flestum,
þegar reiknað er með tveimur
sunnudögum, sem voru á þessu
timabili.
Nú kemur alllangt tímabil
hjá okkur frídagalaust að sunnu
dögum fráskildum, eða þangað
til á uppstigningardag, sem ber
upp á fimtudag að þessu sinni.
í júní kemur svo hvítasunnan
og 17. júní, sem ber upp á
inánudag.
A INNLENDUM VETTVANGI
íslensku handritin eiga aS vera í Reykjavík
SIGURÐUR Nordal prófess-
or hefir ritað grein um „hand-
ritamálið“ í „Nordisk Tids-
skrift“. Er hún veigamesta
sóknin, sem enn hefir kom-
ið.fram frá hendi íslendinga,
síðan málið kom nú á dagskrá.
Þegar pappírinn kom.
I upphafi gerir höfundur
grein fyrir því hve eðlilegt
það sje, að íslendingar eigi
erfitt með að sætta sig við, að
öll hin fornu skinnhandrit skuli
vera komin út úr landinu. Síð-
an minnist höfundur ‘ á, hvað
muni hafa orðið tij þess, að
mikið af hinum fornu skinn-
handritum muni hafa glatast,
á tímabilinu frá 1550—1700.
Að ákaflyndir siðbótarmenn
hafi eytt kaþólskum guðsþjón-
ustubókum og sögum helgra
manna. Ljeleg húsakynni hafi
átt sinn þátt í eyðileggingunni,
fátækt manna eftir að einok-
unin kom til sögunnar, og
stundum hafi fólk í örbyrgð
sinni gripið skinnblöðin til
annara nota.
En höf. segir að fleiri og
veigameiri ástæður hafi kom-
ið til greina. Ymsir hafi talið,
og það ranglega, að andlegu
lífi hafi hnignað mjög á 17.
öld. Með því eigi áhuginn
fyrir fornritunum að hafa
minkað. En það væri öðru nær.
Á þeirri öld veraldlegrar ör-
birgðar, stóð andlegt líf þjóð-
arinnar í blóma. Skinnbækurn-,
ar hefðu gengið milli manna
kynslóð eftir kynslóð. Þær voru
orðnar slitnar af mikilli notk-
un. Þá kom pappírinn til sög-
unnar. Menn afskrifuðu skinn-
handritin á pappír-. Því papp-
írshandrit voru læsilegri. En
þá kom það fyrir sem aldrei
skyldi verið hafa, að menn
hafa fleygt hinum snjáðu skinn
handritum, er þau voru afskrif
uð, eins og höfundar fleygja
frumritum eftir prentun.
Nokkrir menn, fyrst og
fremst Árni Magnússon, sáu
gildi frumritanna, fengu þau
fyrir lítið sem ekkert, og fluttu
þau úr landi. Vissulega hefðu
hinar veigamestu og merkustu
skinnbækur, sem voru í eigu
efnaðra ætta, ekki glatast, þótt
þær hefðu fengið að v.era kyrr-
ar í landinu.
Lagarjettur og hinn.
Sigurður Nordal leiðir hjá
sjer, að ræða um hinn lagalega
rjett til eignarhalds á hand-
ritunum, enda sje gildi hans
nú takmarkað í viðskiftum
þjóða á milli. Um hinn siðferð-
islega rjett segir hann, að hann
geti öfundað hvern þann, sem
sje svo áttvís í siðfræðinni og
framkvæmd hennar að hann
ge'ti kveðið upp úrskurð í þessu
handritamáli með einu penna-
striki. En aðalatriði málsins
sje, hvar handritin sjeu best
geymd til þess að þau komi
að mestu gagni í framtíðinni.
Hvað hafa menn leyfi
til að eiga.
Og hann varpar fram þeirri
spurningu: Hvað hafa menn
leyfi til að eiga?
Fyrr á tímum voru þvi eng-
in takmörk sett. En smátt og
smátt hefir mannkynið staul-
ast gegnum byltingar og deil-
ur, til eðlilegra skilnings á
eignarjettinum og takmörkun-
um hans.
Fyrir Dani eru handritin
aldrei annað en sýningargrip-
ir. En þau eru hinar sýnilegu
minjar íslensku þjóðarinnar frá
mestu menningaröld hennar.
Að þau skuli geymd erlendis
er sívakandi minning um mestu
niðurlægingartíma í stjórn-
mála- og viðskiftasögu okkar.
Höf. kemst að orði á þessa
leið:
Jeg er ekki meðal þeirra,
sem halda því fram, að núlif-
andi Danir beri ábyrgð á þeim
hörmungum. sem forfeður
þeirra leiddu yfir þjóð vora.
En aftur á móti lít jeg svo á,
að nútíma Danir eigi ekki að
halda í þá minjagripi hörm-
ungatímanna, sem hægt er að
skila aftur.
Jeg er viss um, að hver ein-
asti Dani, sem er gagnkunnug-
ur raunasögu íslands á 16.—18.
öld, mun feginn vilja segja við
íslendinga:
Við getum ekki endurvakið
(Gjörið svo vel að fletta á
bls. 12, 1. dálk.)