Morgunblaðið - 05.05.1946, Blaðsíða 1
r
16 síður og Lesbók
33. árgangur.
99. tbl. — Sunnudagur 5. maí 1946
Isafoldarprentsmiðja h.f.
Utanríkisráðherrafundurinn í París:
DEILUMÁL ÍTALA OG JÚGÓSLAVA ÓLEYST
!-
í Bandaríkjun-
um veldur áhyggjum
Washington í gærkveldi.
RANNSÓKNARNEFND sú,
sem Truman forseti skipaði í
sambandi við verkfall 400,000
kolanámumanna í Bandaríkj-
unum, hefur nú gefið honum
skýrslu, þar sem svo er kom-
ist að orði, .að verkfallið sje
stórhættulegt fyrir allan efna
hag Bandaríkjanna.
Verksmiðjur víðsvegar um
landið hafa orðið að hætta
framleiðslu vegna kolaskorts,
en verkfall þetta hefur nú
staðið í mánuð. í skýrslunni
er komist svo að orði, að al-
menningur yfirleitt, hafi þó
enn ekki orðið fyrir áhrifum
verkfallsins.
Skýrsla rannsóknarnefnd-
arinnar var birt að undirlagi
Trumans forseta, þar sem
hann leit svo á, að almenning
ur í Bandaríkjunum ætti rjett
á því, að vita, hversu stór-
hættulegar afleiðingar verk-
fall kolanámumannanna gæti
haft.
Hálíðahðld hjer 17.
júní
BÆJARRÁÐ samþykti á fundi
í fyrradag, að bæjarstjórn
Reykjavíkur gengist fyrir há-
tíðahöldum þann 17. júní. með
líku sniði og var í fyrra.
HJER SJAST þrir af fultlrúum á UNO-þinginu. Þeir voru
síður en svo sammála á fundum, en það virðist fara vel á með
þeim í fundarhijei, er þessi mynd var tekin. Þeir Byrnes, utan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna og Gromyko fulltrúi Rússa, skála,
en Stettinius horfir á.
Norðmenn ætla að
%
fjölmenna að Revk-
holti að sumri
ÞAÐ MUN nú vera endanlega ákveðið að ekki geti orðið úr
afhjúpun minnismerkis Snorra Sturlusonar eftir Vigeland og
sem Norðmenn ætla að gefa að Reykholti á þessu sumri. Mun
það aðallega stafa af því, að Norðmenn treysta sjer ekki til
að gera þessa för til íslands jafnveglega á þessu sumri, eins
og þeir hefðu kosið.
Leiðtogi Arababandalagsins
boðar „heilagt strííf
London í gærkveldi.
Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter.
AZZAM PASHA, leiðtogi Arababandalagsins, vakti í dag
máls á því í Kairo, að vera majtti, að nauðsyn yrði að hefja brott-
flutning barna og kvenna frá Palestínu, áður en hið „heilaga
stríð“ Araba gegn innflutningi Gyðinga til landsins hæfist.
Þrátt fyrir þessi ummæli
Pasha, er þó alment talið ólík-
legt, að Arabar grípi til vopna
að svo stöddu en bíði þess, að
öryggisráð sameinuðu þjoðartna
tak málið til meðferðar, eða út-
sjeð verði um, hvort Breta’r og
'Bandaríkjamenn fylgi ráðum
nefndar þeirrar, sem að und-
anförnu hefir rannsakað Gyð-
ingavandamálið svokallaða.
Frjettir bera það yfirleitt
með sjer, að lítið hafi borið á
óeirðum í löndum Araba til
þessa, og er það tekið fram,
að mótmælaverkfall Araba í
Palestínu og samúðarverkfall-
ið í Sýrlandi, en þeim er nú
lokið, haíi farið rólega fram.
Arabar í Sýrlandi og Liban-
on virðast ýfirleitt líta svo á,
að Bandaríkin eigi upptökin að
tillögum Palestínúnefndarinnar.
Hinsvegar mun hafinn und-
irbúningur að því, að Norð-
menn íjölmenni til Reykholts
sumarið 1947 og koma þá hópur
merkra manna á einu stóru
skipi, eða fleirum og mun enn-
fremur í ráði að í þeirri för
verði margt stórmenni Noregs.
Eins og kunnugt er af frjett-
um, sem Morgunblaðið hefir
áður birt, er Snorralíkneskið til
búið í Noregi og varð það ekki
fyrir neinum skemdum í styrj
öldinni.
Uppgjafar Þjóðverja
minst í Danmörfcn
og
London í gærkveldi.
HÁTÍÐAHÖLD hafa farið
fram í Danmörku og Hollandi
í dag í tilefni þess, að eitt ár
er liðið frá uppgjöf Þjóðverja
í löndunum. Dagsins Var
minnst með ýmiskonar hátíð-.
ahöldum
Ágrelningur itiiili ilússa
og vesturveldsiina
London í gærkveldi.
Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter.
UTANRÍKISRÁÐHERRAR 'fjórveldanna, Frakklands, Bret-
lands, Bandaríkjanna og Rússlandt, hjeldu áfram fundum sín-
um í dag, en eftir tveggja klukkustunda umræður, hafði þeim
enn reynst ókieyft að komast að samkomulagi um landamæri
Ítalíu og Júgóslafíu og þá einkum um ráðstöfun Trieste. Ágrein-
ingurinn var á milli Molotovs annarsvegar og Bevins og Byrnes
hinsvegar. Annar fundur mun verða haldinn í dag, sunnudag,
og verður Bevin í forsæti.
_______________________ - ' ' -- — ■-
Molotov styður Júgoslava.
Að áliti Molotovs voru til-
lögur Byrnes og Bevins ekki
í samræmi við hlutverk það,
sem Júgoslavía hefir leikið í
styrjöldinni. Taldi hann, að
skylt væri að taka kröfur Júgo-
slava til greina og gefa bæri
þeim yfirráðarjett yfir Trieste.
Bevin andmælti þessu og kvað
umleitunum júgoslavnesku
stjórnarinnar hafa verið tekið
með fullri sanngirni, en sam-
kvæmt tillögum Breta og
Bandaríkjanna mundu Júgo-
slavar fá landssvseði, sem
á byggju 375,000 manns.
Stórkoslleg skof-
færasprenging við
Nurnberg
Núrnberg í gærkvöldi.
HÚS í Núrnberg ljeku á
reiðiskjálfi og gluggarúður
brotnuðu, er stórkostleg spreng
ing varð í skotfærageymslu
skamt frá borginni í kvöld.
Sprenging þessi varð, er verið
var að eyðileggja þýskar skot-
færabirgðir og eldur komst í
sprengiefni, sem geymt* var á
sama stað.
Skotfærageymsla þessi er um
tíu mílur frá Núrnberg, ná-
lægt borginni Stalac, þar sem
mikill fjöldi SS-fanga eru hafð
ir í haldi.
Við sprenginguna sprungu
gluggarúður í húsi því, sem
nasistaleiðtogarnir þýsku sitja
nú fyrir rjetti, en mismunandi
sterkar sprengingar hjeldu á-
fram í tvær klukkustundir
samtals. —Reuter.
Fangar í Alcatras
gera uppreisn
New York í gærkveldi:
FANGAUPPREISN sú, sem
hófsí í fyrrinótt í ameríska
fangelsinu Alcatras, hefir nú að
mestu verið brótin á bak aftur.
Samkvæm-t upplýsingum Jam-
es Bennets, umsjónarmanns
fangahúsa Bandaríkjanm, vörð
ust fjórir eða sex fangar að
vísu ' ennþá, en undirbúningur
var hafinn, til að yfirbuga þá.
Stilwell hershöfðingi hefir
stjórnað aðgerðum gegn upp-
reisnarmönnum og um tíma
var allmikið herlið kallað til
aðstoðar. Fangar þeir, sem þeg-
ar síðast frjettist, vöruðst enn
þá í hluta af fangelsinu, hafa
nóg af skotfærum en eru mat-
arlausir.
Yfirvöld fangelsins hafa kraf
ist skilyrðislausrar uppgjafar
þeirra.
Byrnes vill atkvæðagreiðslu
íbúanna.
Á fundinum gerði Byrnes,
utanríkisráðherra Bandaríkj-
anna, tilraun til að leysa
deiluefnið. Lagði hann fram
tillögu, þess efnis, að íbúum
hins umdeilda landssvæðis yrði
gefinn kostur ú að velja um,
hvort þeir vildu lúta stjófn I-
tala eða Júgoslava.
Bevin- og Bidault utanríkis-
ráðherra Frakka, lögðust hins
vegar gegn~~þessu og töldu, að
með atkvæðagreiðslu mundi
verða vikið frá ákvörðunum
þeim, sem teknar voru á fundi
utanríkisráðherranna í London
s. 1. ár, en Molotov kvaðst líta
svo á, að ef til atkvæðagreiðslu
kæmi, ætti hún að ná til tölu-
vert stærra landssvæðis en nú
er deilt um.
Enn vonir um samkomulag.
Þrátt fyrir fundinn í dag,
eru menn ekki vonlausir um,
að samkomulág náist um þetta
mál, en Molotov hefir skýrt
frá því, að verið gæti að hann
mundi fallast á tillögur Itala
um greiðslu þeirra á stríðs-
skaðabótum, ef kröfur Júgo-
slava um Trieste yrðu teknar
til greina.
Gerðu verkfall
LONDON. Starfsfólk óper-
unnar í París, söngvarar, dans-
arar og aðrir gerðu nýlega
verkfall og stóð það í rúma
viku. Síðan var gengið að
i