Morgunblaðið - 05.05.1946, Qupperneq 5
Sunnudagur 5. maí 1946
MOKCDNBLAÐIÐ
5
BYGGINGARSAGA SJÁLFSTÆÐISHÚSSINS
Þegar Sjálfstæðishúsið var
opnað til afnota á föstu-
daginn var, skýrði for-
maður byggingarnefndar,
Eyjólfur Jóhannsson frá
sögu þess máls.
Birtast hjer kaflar úr ræðu
hans. *
FJELAGASAMTÖK Sjálf-
atæðismanna í höfuðstað lands-
ins hafa löngum verið illa á
vegi stödd með húsnæði. Varð-
arhúsið leysti þessa þörf á sín-
um tíma, en svo fór, að flokk-
urinn óx upp úr þeirri flík,
flokksstarfseminni var brátt
skorinn of þröngur stakkur í
þeirri byggingu svo forustu-
menn flokksins sáu það eitt
ráð framundan að koma yfir
flokkinn húsakynnum, er full-
nægðu þörfum hans, hvað
snerti fundarsal, flokksskrif-l
stofur og flokksheimili.
í þessu tilefni kallaði for-
maður Sjálfstæðisflokksins,
þáverandi atvinnumálaráðherra
Olafur Thors, nokkra menn á
sinn fund, laugardaginn 9. nóv.
1940. Niðurstöður þess fundar
urðu þær, að kosiri var 7-manna
nefnd, til að taka málið í sín-
ar hendur og athuga möguleika
fyrir því að koma upp flokks-
húsi. I nefnd þessa voru kos
in: Ólafur Thors, atvinnumála-
ráðherra, sem fulltrúi Mið-
stjórnar, Magnús Jónsson próf.,
sem fulltrúi Varðarfjelagsins,
Guðrún Jónasson kaupkona,
fulltrúi Hvatar, Jóhann Haf-
stein, framkvæmdarstjóri, full-
trúi Heimdallar, SigUrður Hall-
dórsson, verkamaður, fulltrúi
Óðins, Þórður Ólafsson, útgerð-
armaður, fulltrúi Fulltrúaráðs-
Eyjólfur Jóhannsson, fram-
kvæmdarstjóri, fulltrúi Fjár-
málaráðs.
Nefndin skipti með sjer verk-
um á þann hátt, að Magnús
Jónsson var kjörinn formaður,
Eyjólfur Jóhannsson gjaldkeri
og Jóhann Hafstein ritari.
Nefndin tók strax til starfa
undir forustu formanns og at-
hugaði ýmsa möguleika um stað
fyrir væntanlega húsbyggingu.
19. marz 1941 festi nefndin
kaup á húseign og lóð nr. 2 við
Thorvaldsensstræt eign Hall-
gríms Benediktssonar stórkaup-
manns. Áður hafði nefndin haf-
ist handa um fjáröflun til þess-
afa húskaupa, undir forustu
Þórðar Ólafssonar, m. a. var
Varðarhúsið selt. Er skylt að
þakka hluthöfum Varðarhúss-
ins, sem undantekningarlítið
gáfu Sjálfstæðisflokknum hluta
brjef sín í Varðarhúsinu, svo
söluverðið kom svo að segja
óskert til greiðslu upp i kaup-
verð á Thorvaldsensstr. 2.
Flokkurinn hafði á undanförn-
um árum verið á hrakólum með
húsnæði fyrir skrifstofur sínar
og fjelagsheimili. Með kaupum
þessa húss var leyst úr þess-
um vanda að mestu. Flokks-
starfsemin fjekk 5 rúmgóð
skrifstofuherbergi ^til umráða,
en auk þess þrjú herbergi, sem
aðseturstað fyrir flokksfjelögin,
— loks fundarherbergi, þar
sem flokkúrinn gat haldið
minni fundi og sem jafnframt
VIÐ AUSTURVÖLL
Frá vígsluhátíð Sjálfstæðisflokksins. (Ljósmynd Vignir).
var notað sem skólastofa fj'rir
stjórnmálaskóla flokksins.
Húsinu fylgdi stór lóð, sem
nefndin hugsaði sjer að byggja
á stóran fundarsal, ef ekki tæk-
ist að koma upp veglegri bygg-
ingu á allri lóðinni.
Haustið 1944 var málið tekið
upp að nýju af stjórn Fulltrúa-
ráðsins, og samkomulag náðist
um að skipa því að nokkru í
nýjan farveg.
Gerð var víðtæk verkaskipt-
ing milli margra aðila. Sjer-
stök nefnd skyldi annast bygg-
ingu hússins, en aðrar nefndir
annast um fjáröflun til .fram-
kvæmdanna. Fulltrúaráð Sjálf-
stæðisfjelaganna, í Reykjavík
kaus 18. október 1944 eftirtald-
ar nefndir:
Byggingarnefml: Eyjólfur
Jóhannsson (form. nefndarinn-
ar), Guðrún Jónasson, Guð-
laugur Þorláksson, Helgi Ey-
jólfsson, Jóhann Hafstein og
Oddur Helgason
Fjársöfnunarnefnd, til að
annast fiársöfnun til hússins
meðal flokksmanna. í nefnd
þessa voru kosín: Jóhann Haf-
stein (form. nefndarinnar), frú
Ásta Guðjónsdóttir, Axel Guð-
mundsaon, Baldur .Tohnson,
Gísli Guðnason, Lúðvík Hjálm-
týsson, Magnús Þorsteinsson,
Ragnar Lárusson og frú Soffía
Ólafsdóttir.
Þá var kosin Happdrættis-
nefnd. I nefndinni voru: Oddur
Helgason (form. nefndarinnar)
Björn Pjetursson. Guðrún Ól-
afsdóttir, Lúðvík Hjálmtýsson,
Ragnar Lárussan, Richard
Theódórs og Sigurður Halldórs-
son.
Húsbyggingarnefndin hjelt
fyrsta fund sinn hinn 25. okt.
1944. Ákveðið var á þeim fundi
að hefjast þegar handa með
byggingu á fundarsal á hinni
óbyggðu lóð. Tengja salinn við
gamla húsið, og bafa imigang-
inn einnig gegnum gamla hús-
ið.
Hið nýja hús skyldi að mestu
bygg't á grundvelli uppdráttar,
er Hörður Bjarnason arkitekt
hafði á sínum tíma gert fyrir
eldri nefndina. Nokkrar breyt-
ingar voru þó gerðar, og upp-
drátturinn síðan sendur Bvgg-
ingarnefnd til staðfestingar.
31. október, eða 5 dögum eft-
ir að nefndin tók til starfa, var
verkið hafið, og formanni nefnd
arinnar falið að hafa eftirlit
með bvggingunni
Nefndinni var strax ljóst, að
hún hafði tekið að sjer mjög
vandasamt verk, að sjá um
byggingu á sal, sem helst þurfti
að fudnægja margskonar og
mismunandi notkunarþörf.
í fyrsta lagi átti hjer að koma
fundarsalur, en í salnum þurfti
einnig að vera hægt að sýna
kvikmyndir, halda í honum
hljómleika og samsöngva stórra
hljómsveita og kóra. Ennfrem-
ur yrði að vera allur útbún-
aður fyrir veitingastarfsemi,
helst af fullkomnustu gerð.
Nefndin vissi af mörgum mis
fellum, sem orðið höfðu hjer
á landi í byggingu samkomu-
húsa, kirkna, leikhúsa og fund-
arsala, varðandi ,,acoustic“ eða
hljómun.
Nefndin tók því það ráð, að
senda frumteikningar af hús-
inu til Ameríku, og fjekk þar
firma, er hafði sjerþekkingu á
þessu sviði, til að leiðbeina og
gera tillögur, jafnframt því að
gera tillögur um lýsingar og
skreytingu á salnum. Firmað
Rogers Assocition í New York
leysti þetta verk af hendi með
miklum ágætum. Firmað gerði
nefndinni grein fyrir vissum
tæknilegum örðugleikum við að
fullnægja öllum þeim skilyrð-
um, sem hin margþætta notk-
unarþörf krafðist.-
Að lokum kváðust þeir þó
vera ánægðir og vonuðust til,
að nefndin yrði líka ápægð
með þann árangur, er nást
myndi, ef tillögum þeirra yrði
fyigt.
Accustik eða hljóðplöturnar,
er þið sjáið á loftinu, og á gafli,
andspænis senunni, gera það að
verkum, hve vel hljóðið fer í
salnum. Þær eru settar þannig,
að þær eru til skrauts, jafn-
hliða því að gera sitt gagn.
Bogadregnu línurnar til hlið-
anna varna því, að hljóðið
brotni á skörpum köntum og
hornum.
Ljósakrónurnar eru frá sama
firma, valdar af smekkvísi og
falla vel við hina einföldu loft-
skreytingu.
Glerin í handtiðunum, með
hinum sandblásnu myndum,
eru teiknuð og gerð af þessu
firma. Þau eru með sjerkenni-
legri lýsingu, sem varpar, sje
hún notuð ein, sjerstakri feg-
urð á umhverfið.
Þetta firma gérði einnig til—
lögur um lýsingar á salnum,
fyrirkomulagi kvikmyndatækj-
anna, það gerði uppdrátt að
senuútbúnaði og útvegaði öll
senutjöldin.
Fulltrúar nefndarinnar í New
York voru þeir verslunarfull-
trúarnir Bjarni Björnsson og
Stefán Wathne, sú aðstoð sém
þeir veittu nefndinni var ómet-
anleg, enda lögðu þeir fram
mikla vinnu og fvrirhöin.
Það er skylt að geta þess, atf
allar þær breytnigar, sem fram
kvæmdar voru af þessum sjer-
fræðingum, voru samþykktar
af nefndinni í samráði við aðal-
arkitekt hússins, Hörð Bjarna-
son, en hann teiknaði, auk
hússins, allar aðrar innanhúss-
teikníngar, ásamt aðstoðar-
manni sínum, Gunnari Theó-
dórssyni arkitekt.
Nokkuð af innrjettingunum
var gert eftir teikningum yfir-
smiðsins, Hjartar Hafliðasonar.
Þá vil jeg í stórum dráttum
gefa • yfirlit yfir það, hverjir
hafa stjórnað hinum einstöku
liðum verksins.
Almenna Byggingarfielagið
tók að sjer að koma húsinu
undir þak, undir verkstjórn
Valgeirs Jónssonar, bygginga-
meistara, að öðru leyti en því,
að Þorgeir Þórðarson, múrara-
meistari og fjelagar hans, önn-
uðust hleðslu á veggjum húss-
ins.
Hjörtur Hafliðason, byggingji
meistari, tók að sjer að sjá um
allar innrjettingar á nýbygg-
ingunni og breytingar á gamla
húsinu. Hefir hann verið yfir-
smiður við bygginguna og haft
margháttaða umsjón með öðr-
um greinum framkvæmdanna.
Hitunar- og loftræstingakerf
ið er teiknað af Benedikt Gfön-
dal, verkfræðing
Hefir hlutafjelagið Ilamar
útvegað og annast uppsetningu
lofthitunar og ræstitækja, en
Runólfur Jónsson, pípulagninga
meistari, hefir ennfremur sjeð
um þessar lagnir, auk þess sem
hann hefir lagt allar hita-
skolp- og vatnsleyðslur 1 hús-
ið, ásamt öllum hreinlætis-
Tækjum.
Á grundvelli tillagna Roger’s
Association um lýsingar í saln-
um, gerði hr. verkfræðingur
Stefán Bjarnason allar raf-
magnsteikningar, og hefir
Rafall annast allar raflagnir í
húsinu.
Múrhúðun utan húss og inn-
an, hafa annast Aðalsteinn Sig-
Framh. á bls. 11