Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 1946næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2829301234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Morgunblaðið - 07.05.1946, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.05.1946, Blaðsíða 1
16 síður 33. árgangur. 100. tbl. — Þriðjudagur 7. maí 1946 ísafoldarprentsmiðja h.f. Ör yggi sráðið: PERSÉUMÁLIN RÆD Á MORGUIM Arabar ætla ú snúa sjer frá vestri til austurs Jerúsalem í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. JAMAL HUSSEINI, forseti æðsta ráðs Araba í Palestínu, tilkynnti í kvöld, að sjer hefði borist skeyti frá Ibn Saud Arabíukonungi, þar sem hann segir, að tillögur Palestínu- nefndarinnar sjeu „ótrúlega ranglátar. „Við munum ekki hika við að gera allt, sem við getum með hjálp Allah til þess að koma í veg fyrir framkvæmd þeirra,“ segir Ibn Saud í skeytinu. King Ibn Saud Sandi. Arahia Skeyti til Stalins og Molotovs. Jamal Hussoini sagði, að Ibn Saud mælti fyrir munn allra Araba. „Arabar verða nú að snúa sjer í austurátt, því að vestrið hefir svikið okkur“, sagði hann. Hann var spurður, hvort æðsta ráðið hugsaði sjer að senda nefnd manna til .Moskva, en svaraði því til, að um þetta myndi teknar ákvarð- anir á fundi ráðsins á miöviku- dag. Hinsvegar skýrði hann frá því, að ráðið hefði sent þeim Stalin og' Moiotov skevti, en ekki ennþá fengið svar. Beðið ályktana Arababandalagsins. Jamal Husseini sagði, að æðsta ráð Araba í Palestínu biði nú þess, að Arababanda- lagið ræddi ályktanir Palestínu nefndarinnar á fundi. Á álykt- unum bandalagsins myndi ráð- ið síðan byggja aðgerðir sín- ar. Hann sagði, að fulltrúar ráðsins myndu leggja af stað til Bagdad á miðvikudaginn. Einn- Ffamh. á 2. síðu. fjómarskrárfrum- I FRAKKLANDI Hefir nú farið fram þjóðaratkvæða- greiðsla um stjórnlagafrum- varp það, sem franska stjórn- lagaþingið hefir gengið frá. Úr- slit þjcðaratkvæðagreiðslunnar urðu þau, að frumvarpið var fellt með 10 V2 milljón atkvæða gegn 9 millj. og 300 þúsund. Afleiðing þessa verður sú, að nýjar bingkosningar fara fram í júní-byrjun. Það þing verður stjórnlagaþing, og mun stjórn- lagafrumvarp það, sem það kemur sjer saman um verða lagt til þjóðaratkvæðagreiðslu í síðasta lagi í janúar-mánuði næstkomandi. — Úrslit þjóðar- atkvæðagreiðslunnar eru eink- um talin alvarleg fyrir vinstri flokkana. Margir vinstrimenn greiddu atkvæði gegn frum- varpinu, vegna.þess að þeim fannst vinstri flokkarnir vilja gera frumvarpið.að flokksmáli. Mslendingur £ Winni- peff snyriur VESTUR-ÍSLENSKU blöðin, sem nýlega hafa borist hingað gefa þess að íslenskur bifreiðarstjóri í Winnipeg hafi verið myrtur. Hjet hann Jóhann Johnson, 45 ára, fæddur hjer í Reykjavík. Hann fluttist vestur um haf árið 1922. Morðið var framið aðfara- nótt 31. mars s. 1. Höfðu tveir menn leigt hjá honum bíl hans og er beir komu á Keanston Boulevard rjeðust þeir á Johann og lömdu hann til bana. Protn- aði höfuðkúpa Johanns og dó’ hann samstundis. Ekki höfðu tilræðismennirnir verið hand- samaðir er síðast frjettist. Jóhann var sónur Guðrúnar Guðmundsdóttur Sólmundsson, sem býr á Langside Street í Winnipeg. Er hún kona hnigin að aldri. Jóhann var kvæntur maður. Hann átti 6 systkini. Tveir bræður hans eru í Win- nipeg, og heita þeir Einar og Mundi, systir hans ein er frú C. Finnbogason í Vancouver og önnur systir hans frú H. Jokob- sen býr í Danmörku. Tvæ” syst- ur Jóhanns eru búsettar hjer á Islandi, en ekki geta blöðin um nöfn þeirra. Jóhann Johnson ók leigubif- reið hjá United Taxi bifreiða- fjelaginu og var hann einn af eigendum þess Engar tilkynningar frá Rússum e$fa Persum um brottflutning hers Rússa New York í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. ORYGGISRÁ-Ð Sameinuðu þjóðanna mun koma sam- an á fund á miðvikudagskvöld til þess að ræða Persíu- málin. Meðlimir Öryggisráðsins eru þess yfirleitt full- vissir, að Rússar muni hafa lokið brottflutningi liðs síns í Persíu fyrir miðnætti í nótt (mánudag), en þá er fresturinn útrunninn, sem ráðið setti Rússum. Persn- eska stjórnin hefir enn ekki fengið neina tilkynningu um, að brottflutningunum sje lokið, en fregnir þaðan herma, að útlendingum sje nú frjálst að ferðast til Norð- ur-Persíu, en slíkt hefir ekki verið leyft síðustu fimm árin. — Bresku stjórninni hafa borist- fregnir frá Teher- an, höfuðborg Persíu, og Tabriz, höfuðborg Azerbaijan, þess efnis að brottflutningur herliðs Rússa gangi greið- lega, en ómögulegt sje, eins og sakir standa, að segja, hvort honum muni lokið. Nýlega komust bandamenu. að leynilegum nasistafjelags- skap í Þýskalandi og voru joringjar lians handteknir. Fjelagsskapur þessi hafði flokksmerki þau, sem sjást hjer að ofan. Efra merkið er fyrir „Bundschuh“-sveitirnar svo nefndUj en neðra merkið er varúlfamefkið. LÍTIÐ UM KJÖTMETI LONDON: Fyrirmæli hafa verið gefin út um það í Aþenu, að ekki megi bera fram kjöt- rjetti á veitingahúsum, nema tvo daga vikunnar. Þá verður ; og brauðskamturmn minnkað-’ | ur í la idinu. Rætt um friðarsamninga við Balkanrskin og Finnland í dag Paris í gærkvöldi. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. UTANRÍKISRÁÐHERRAR fjórveldanna munu á fundi tínum á morgun hefja viðræður um væntanlega friðarsamn- inga við Balkanríkin, sem börðust með Þjóðverjum, og Finnland. Valeri Kolarov, forseti búlgarska þingsins og full- trúi í miðstjórn kommúnistaflokksins í Búlgaríu, er kominn hl Paris, ef utanríkisráðherrarnir skyldu óska umsagna hans um einhver þau atriði, sem til úrlausnar koma varðandi íriðarsamningana við Balkanríkin. Hann mun bráðlega ganga á fund Mplotovs, utanríkisráðherra Russa. Rœtt um landamæri og Trieste. Á óformlegum fundi sjnum í dag, ræddu utanríkisráð- herrarnir, að því er talið er, um landamæri Júgóslavíu og Ítalíu, Trieste og væntanleg- ar stríðsskaðabætur úr hendi ítala. Einhver töluverður ágreiningur mun hafa orðið af þessum viðræðum, en ekki er vitað, hver í einstökum at- riðum. — De Gasperi, forsæt is- og utanríkisráðherra Ítalíu, mun ekki leggja af stað heim leiðis á morgun, eins og áður hefir verið tilkynt. Það mun enn ekki ákveðið, hvenær hann heldur heim. Boð hjá Molotov. Annað kvöld mun Molotov halda boð í rússneska sendi- herrabústaðnum, til heiðurs utanríkisráðherrum og sjer- fræðingum Breta og Banda- ríkjamanna, sem sitja funJ Engar tilkynningar til Oryggisráðsins. Trygve Lie, aðalritari Sam- einuðu þjóðanna, sagði í við- tali við blaðamenn í kvöld, að Öryggisráðinu hefðu engar til- kynningar borist, hvorki frá Persíustjórn nje ráðstjórninni, um brottflutning liðs Rússa. Hann sagðist halda, að Gromyko fulltrúi Rússa í Ör- yggisráðinu, myndi ekki sitja fund ráðsins á miðvikudag, þar sem hann hafi lýst því yfir, að hann muni ekki taka frekari þátt í umræðum ráðsins um Persíumálin, en hann sagði þó blaðamönnunum að bíða og sjá, hvernig færi. — Lie sagði, að Hussein Ala, sendiherra Persa í Washington og fulltrú’. þeirra í Öryggisráðinu, væri kominn til New York, og myndi hann gefa ráðinu skýrslu á fundi þess á miðvikudag. Persííimálin ekki af dagskrá, ef — Ekkert bendir til þess, að Rússar ætli sjer að tilkynna neitt formlega um brottflutn- ing liðs síns í Persíu. fctjórn- málafregnritarar telja, að Ör- yggisráðið muni ekki ta-ka Persíumálin af dagskró fyrst um sinn, ef Rússar skjóti sjer undan því að gefa skýrslu. Muni þetta verða gert til þess * að fulltrúarnir fái tækifæri til þess að leita upplýsinga á eig- in spýtur um það, hvað fram hefir farið í Persíu, síðan ráðið hafði Persíumálin til meðferð- ar síðast. Framh. á 2. síðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 100. tölublað (07.05.1946)
https://timarit.is/issue/106906

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

100. tölublað (07.05.1946)

Aðgerðir: