Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 1946næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2829301234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Morgunblaðið - 07.05.1946, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.05.1946, Blaðsíða 16
VEÐURÚTLITIÐ: Faxaflói: Sunnan' kaldi, dálítil rigning eða súld. ALMANNATRYGGINGARN- AR. Grein um |iær eftir Bryn- jólf Stefánsson. BIs. 9. Þriðjudagur 7. maí 1946 IVEikiil undirbúningur undir byggingaráðstefnuna UNDIRBÚNINGUR Byggingaráðstefnunnar stendur nú sem hæst. Skipulagningu sýningarsvæðisins er lokið og flestir sýn- endur hafa þegar ákveðið staði fyrir deildir sínar. í því sam- bandi má geta þess, að nú eru síðustu forvöð að komast að, því mjög er nú farið að ganga á sýningarplássið. Framkvæmda- ráðið vill því vinsamlega beina þeim tilmælum til allra'þeirra, sem ekki hafa pantað pláss, en hafa í huga að gera það, að draga það ekki lengur, því hætt er við að plássið verði upp- gengið áður en varir, og auk þess torveldar þáð undirbúninginn, að .fresta að tilkynna þátttöku fram á síðustu stund. Fyrirskipuð „sameinins" Sýningin Verður á annari hæð í vesturálmu nýja Sjómanna- skólans. Eru þar til ráðstöfun- ar 9 stórar kennslustofur og auk þess um 40 metra langur gangur. Sjálf byggingarsýning- in er aðallega í 6 af þessum stofum, hinar eru’ Fyrirlestrar- salur, veitingastofa og stofa fyr ír mynda- og bókasafn ? sam- bandi við sýninguna. í einni af sýningarstofunum og að nokkru leyti á ganginum verða ýms g'jgn, sem openberar stofn anir hafa lánað á sýninguna. Eru það einkum skipulagsupp- drættir, skipulags- óg húsa- model, uppdrættir og myndir af fjölmorgum opinberum stofnun um, bæði fullgerðum og ófull- gerðum, frá ýmsum stöðum á landinu. í anr.ari stofu verður innrjettuð íbúð, tvö herfcergi og eldhús, búin húsgögnum, sem sjerstaklega eru vegna íbúðar- innar smíðuð. í þriðju stofunni verða,sýndar vörur sem sænsk- ir framleiðendur munu senda, og í þeim þremur sem eflir eru, og á gtnginum, eru sýningar- deildir íslenskra framl'.-iðenda. Útisýning. Úti refir einnig verið skipu- Jagt sýlhngarsvæði. Verða þar sýnd modelhús hlaðin úr ís- Tensku byggingarefni, bygginga vjelar, vinnupallar og annað er að byggingavinnu lýtur, en er fyrirferðarmeira en svo að það komist fyrir á svningu innan húss. Einnig verður þarna hið enska aluminiumhús, sem rætt var um í blöðum nýlega, og vakið hefir mikla athygli. Fyrirlestrar. I sambandi við sýninguna verða fluttir allmargir fyrir- lestrar, bæði um fræðileg og almenn efni varðandi bvgginga mál, og auk þess verða vmræð- ur bæði um efni fyrirlestranna og sjerstök mál, er þátttakend- ur hefðu fram að bera. Fyrirlestrar og umræður eru fyrst og fremst ætlað þátttak- endum ráðstefnunnar, en að- gangur er einnig heimill þeim, er sýrjingun^sækja, meðan hús- rúm leyfir. Kvikmynd. Framkvæmdaráðið hefir lát- ið gera kvikmynd af bypginga- iðnaðin.um hjer í Reykjavik og verður hún sýiid á ráðstefnunni svo framarlega sem filman verður komin til landsins í tæka tíð, en nokkuð hennar er framkallað í Bandaríkjunum og nokkuð í Svíþjóð. Einmg er von á að sömuleiðis verði sýndar skuggamyndir. einkanlega til skýringar fyrirlest'.unuin. Að lokum skal það tekið fram, að sýniugardeildir verða tiibúnar í seinasta lagi 20. maí. Geta þá sýnendur íarið að setja sýningarefni sitt upp. En með því að þá eru aðeins tvær vik- ur þar til ráðstefnan verður opnuð, er riauðsvnlegt sð sýn- endur hafi áður látið teikna línurit, töflur. spjöld, firma- nöfl o. fl., sem þeir hafa í hyggju að láta útbúa hver handa sinni deild. svo að sem minnst sje eftir, þegar sýning- arplássið er tilbúið frá ráðstefn unnar hálfu, annað en setja þetta upp og koma sýningar- mununum fyrir. Eins og áður hefir verið til- kynnt verður ráðstefnan sett 2. júní n. k. Rússar haja skipað kommúnistum og jafnaðarmönnum á hernámssvœði sínu í Þýskalandi að „sameinast“. Aðalforingi ' kommúnista í Þýskalandi heitir Wilhelm Pieck og er hjer [mynd af honum (til vinstri), þra sem hann er að tala við ! crlendan blaðamann. Grikkir viija þjóðar- atkvæðasrefðslu sem fyrsf París í gærkvöldi. í DAG gekk á fund Ernest Bevin, utanríkismálaráðherra Bretlands, aðstoðarutanríkis- ráðherra Grikklands, og skýrði honum frá þeirri skoðun grísku stjórnarinnar, að æskilegast væri, að sem fyrst færi fram r Grikklandi þjóðaratkvæða- greiðsla um það, hvort kveðja skyldi heim Georg Grikkjakon- ung, sem nú dvelst í útlegð. Eins og áður hefir verið frá skýrt, lýsti breska stjórnin því yfir á sínum tíma. að hún teldi æskilegast, að atkvæðagreiðsla þessi færi ekki fram fyrr en árið 1948, en þá myndi að lík- indum komin á meiri ró í land- inu. Breska stjórnin mun nú verá, að því er stjórnmálafregn ritarar,segja, að endurskoða af- stöðu sína. — Reuter. Flugfjelagið ætiar ú leigja „Liberaiof-vjel til utan- landsflug FLUGFJELAG ÍSLANDS hefir undanfarið staðið í samn- ingum við skoska flugfjelagið „Scottish Aviation“ um leigu á fjögra hreyfla ,.Liberator“, til farþega flugs milH íslands, Bretland og Danmerkur/ Yrði þá væntanlega erlend áhöfn á vjel þessari. Um þessa samninga segir svo í frjettatilkynn- ingu frá flugfjelaginu, sem Morgunblaðinu barst í gærdag: Farþegi í bíi rændur Farþegi í íólksflutningsbif- reið var rændur s. 1. sunnudags nótt rúmum 1000 krónum. Ekki er enn fullljóst hvort bifreiðastjórinn, sem keyrði hann, en það var atvinnubíl- s'tjóri, hafi rænt hann eða ein- hver aanar. Bílstjórinn hefir þó mjög sennilega verið í vitorði með ránið. » Þá er og. .vitað að bilstjóri þessi var undir áhrifum áfengis og ljet þessa sömu nótt drukk- inn próflausan mann aka bif- reið sinni. „Að gefnu tilefni þvkir Flugfjelagi íslands h.f. rjett að gefa eftirfarandl upplýs- ingar: Um nokkurt skeið hafa staðið yfir samningar milli Flugfjelags íslands og skoska flugfjelagsins „Scottish Avia- tion“, varðandi leigu á fjög- urra hreyfla „Liberator“ flug vjel, til flugferða milli ís- lands og Bretlands og Dan- merkur. Þar eð samningum þessum er enn ekki að fullu lokið, telur Flugfjelagið ekki fært, á þessu stigi málsins, að gefa upplýsingar um til- högun flugsins, en mun gera það strax og samningár hafa tekist, sem væntanlega verð- ur innan skams“. It / \ ENSKI skákmeistarinn Mr. Wood, tefldi við 20 reykvíska skákmenn samtímis í sam- komusal Mjólkurstöðvarinnar á sunnudaginn. Viðureignin stóð í sjö klukkustundir og lauk með því að Wood vann 8 skákir, tapaði 7 og gerði 5 jafntefli. Ákveðið er að Mr. Wood hcyji tveggja skáka einvígi við skákmeistara íslands, Ás- mund Ásgeirsson, og hefst fyrri skákin { kvöld, kl. 8, að Iíöðli. Skákin mun verða sýnd og skýrð fyrir áhorf- endum. Fyrsli fundur forstjóra alþjóðabankans Washington í gærkvöldi. FORSTJÓRAR alþjóðobank- ans og alþjóðagjaldeyrisnefnd- arinnar komu saman, á fyrsta fund sinn 1 Washington í gær. RúsSar eiga engan fulltrúa á fundum þessum, enda hafa þeir ekki enn tilkynnt þátttöku sína í hlutaðeigandi stofnunum, en búist er við því, að þeir gefci það bráðlega. Hugh Dalton, fjármálaráðherra Breta, hefir lýst því yfir, að Bretar muni ekki sjá sjer fært að gerast aðiljar að stofnunum þessum nema fjármálasamningur Breta og Bandaríkjamanna taki gildi, en umræður um þá fara nú fram á Bandaríkjaþingi. Báhirinn, ssm Ifsi var fram BÁTUR sá, sem auglýst var eftir í hádegisútvarpinu í gær, pr nú kominn fram. Munu menn peir, sem h' honum voru — tveir Danir og einn Færey- ingur — hafa ver'ð á skemmti- ferðalagi uppf í Borgarfirði og víðar. Auglýst vir eftir bátn- um, er hann sneri ekki aftur á tilsettum tíma. Englandi TUTTUGU og fimm skip seldu ísfisk í Englandþ daganá 26. apríl til 4. maí. Góður helm ingur skipanna, eða 16 þeirra, seldu í Fleetwood, en sölu- hæsta skipið var e.s. Sæfell, sem seldi fyrir 17,761 sterlings- pund. Önnur skip seldu sem hjer segir: Ms. Fell seldi fyrir 6684 Es. Huginn 5493 pund. Ms. Síldin 1291 pund. Ms. Dagný 5015 pund. Ms. P.úna 3690 pd. Ms. Snæfell 6284 pd. Es. Þói’ 6179 d. Bv. Drangey 9466 pd. Bv. Skutull 9712 pd. Es. Sindri 6786 pd. Ms. Fagriklettur 5502 pd. Ms. Kristján 3892 pa. Bv. Hafstein 8894 pd. Bv. Helga- fell 10324 pd. Ms. Rifsnes 6502 pd. Ms. íslendingur 5877 pd, Ms. Skaftfellingur 2776 pd. Bv. Óli Garða 10154 pd. Bv. Hauka nes 10251 pd. Bv. Júni 9410 pd. Bv. Kári 8408 pd. Ms. Áls- ey 5839 pd. Ms Lt. Vedrines 7053 pd. Bv. Maí 9788 pd. BrolisS inn hjá Síðastliðna már.udagsnott var brotist inn í skrifstofu Harald- ar Árnasonar við Austurstræti, brotin þar hurð, rótað í skúff- um og skápum og ýtarleg til- raun gerð til þess að brjóta upp innmúraðan peningaskáp, en það verk tókst þó ekki. Þjófurinn hefir farið inn um kolalúgu í kjallara, brotist það- an upp í búðina og síc'an inn í skrifstofuna, — Peningum náði þjófurinn engum, en ekki er fullljóst, hvort öðru hefir verið stolið. Innbrofsþjófur staðinn að verki SÍÐASTLIÐIÐ sunnudags- kvöld var maður staðinn að verki, er hann braust inn í byggingu Sláturfjelagsins við Lindargötu. Var hann handtek- inn áður en hann gat forðað sjer með þýfið. Það voru tveir ungir piltar, sem sáu til þjófsins og veittu þeir honum eftirför, þegar hann kom út. Er þjófurinn varð var við eftirförina, sleppti hann poka með matvælum, sem hann hafði stolið og lagði á flótta. Piltarnir hjeldu eftirförinni þó áfram, gátu gert lögregluþjóni aðvart og handsamaði hann þjófinn. Var í vösum hans smá- dót, sem hann hafði stolið. Vörusýning í Prag í sepiember HIN árlega vörusýning í Prag í Tjekkoslovakiu, sem var velþekt meðal kaupsýslumanna fyrir stríð, verður endu; reist á þessu ári og fer fram í Prag dagana 15. til 22. september. Uppj,. um vörusýninguna verða komnar í tjekkneska konsulatið, Austurstræti 12, um mánaðarmótin maí- júní.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 100. tölublað (07.05.1946)
https://timarit.is/issue/106906

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

100. tölublað (07.05.1946)

Aðgerðir: