Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 1946næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2829301234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Morgunblaðið - 07.05.1946, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.05.1946, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 7. maí 1946 30. dagur Jósep, faðir hans og bræður fóru að heiman á morgnana, og komu oftast nær ekki aftur fyr en með kvöldinu. Theo var aldrei boðið að koma með þeim. Það var ætlast til þess, að hún hefði ofan af fyrir sjer með störfum, er hæfðu konum — og leit út fyrir, að þau störf væru ekki önnur en útsaumur og slúðursögur. Henni leiddist — og taugar hennar þoldu illa þennan sífelda hávaða, sem var í kringum hana. kíorgunin eftir að hún kom — nokkrum mínútum eftir að haninn gól í fyrsta sinn — hafði frú Alston alið tvíbura. Og síðan hafði barnsgrátur óm- að um allt húsið. Énginn, nema Theo, virtist undrandi yfir því, að spádóm- ur Maum Chloe skyldi hafa rættst svo nákvæmlega. Það vakti heldur ekki undrun neins þegar annað barnið gaf upp öndina nokkrum dögum síðar. Maum Chloe hafði einnig sjeð það fyrir. Litla barnslíkið var lagt í eikarkistu og grafið sama dag- inn. í eina eða tvær klukku- stundir gengu menn um með hátíðarsvip — það var allt og sumt. Jafnvel móðirin virtist ekki syrgja lengi. Hún hafði alið svo mörg börn — hún var orðin svo þreytt og slitin, að hún megnaði ekki lengur að finna til. En Theo fanst skelfilegt þetta kæruleysi, þegar dauðinn var annars vegar. Hún skrifaði föð- ur sínum um það. Eftir hæfi- lega langan tíma fjekk hún brjef frá honum — glaðlegt og hressandi að vanda —. „Þú mátt ekki gera þjer neinar grillur“, skrifaði Aaron* m. a. „Reyndu að laga þig eftir þínu nýja umhverfi — skilja fólk- ið,. sem þú umgengst. Oft er hyggilegra, að láta í Ijós meira umburðarlyndi- en minni gagn- rýni — þótt jeg þekki að vísu Theo mína það vel, að jeg viti, að hún sýnir aldrei neinum manni ókurteisi“. Theo varp öndinni, þegar hún las þetta. Hjer var ekki bein- línis um að ræða umburðar- lyndi nje gagnrýni. Hún hafði reynt eftir mætti að skilja Al- ston-fólkið — en allar þess lífsskoðanir voru henni fram- andi. Það gerði heldur ekki minstu tilraun til þess að reyna að skilja hana. Morgun einn gekk hún út ein, til þess að reyna að hugsa málið. Það «hafði ekki gengið þrautalaust, að fá að fara ein. María hafði spurt hana, hvert hún væri að fara, og hvers vegna. Karlotta og tvö a/ yngri börnunum höfðu ætlað að elta hana — en hún hafði rekið þau heim aftur. „Farðu að minsta kosti ekki leiðina, sem liggur niður að hrísgrjónaekrunum“, sagði María. „Negrunum þar myndi koma það undarlega fyrir sjón- ir, að sjá frú Alston úti eina síns liðs á þessum tíma dags. Hafðu einn af þjónunum með þjer — eða Venus. Það er bet- ur viðeigandi“. Theo neitaði — vingjarn- lega en ákveðið. Hún vildi fara ein — og hún kærði sig hreint ekki um, að hafa Venus með sjer. Hún fjekk meira en nóg af því, að hafa hana í kringum sig allan daginn. Jósep hafði orðið öskuvondur, þegar hún fór fram á það, að hún fengi einhverja aðra þjónustustúlku. Og í sánnleika sagt, hafði hún ekki getað borið fram neina gilda ástæðu fyrir því, að Venus yrði rekin. Htm var dug- leg — vann öll sín störf með hinni mestu prýði. En Theo var sannfærð um, að hún lægi á hleri, þegar hún gæti því við komið, þótt hún hefði aldrei staðið hana að verki. Hve hún þráði Miervu! Það hefði verið dásamlegt, að geta fengið sjer sprett á henni ann- að veifið. Hjer var hesthúsið fullt af gæðingum — en hún mátti ekki ríða út ein! Aldrei! Og það var talið undarlegt af giftri konu, að ríða út — jafn- vel í fylgd með hestasveini. „Biddu um vagninn, ef þig langar til þess að fara eitt- hvað“, hafði Jósep sagt, kæru- léysislega. En það var nú.hægra sagt en gjört. Ýmist þurftu hestarnir að hvíla sig — ekillinn var drukkinn — eða vagninn eitt- hvað bilaður. Hún komst brátt að því, að ýmislegt var látið reka á reiðanum á þessum fyr- irmyndarbúgarði. Það verður öðruvísi, þegar við eignumst okkar eigið heimili, hugsaði hún með sjer. En þegar henni datt það í hug, varð hún aftur áhyggjufull. Þó að hún hefði aldrei komið að Eikabæ, hafði hún þegar heyrt svo mikið talað um hann, að henni var orðið Ijóst, að þar myndi ekki hæfur mannabú- staður, eins og nú stóðu sak- ir. „Við skulum þá þegar í stað gera ráðstafanir til þess, að húsið verði gert íbúðarhæft“, hafði hún sagt við Jósep. — „Ef þakið lekur, ætti að vera hægur vandi, að gera við það. Ef húsið er of lítið — eins og þú segir — ætti að vera auð- velt að byggja við það“. „Já, auðvitað“, svaraði Jósep. „En það er lítið hægt að gera yfir sumarmánuðina, og þeir fara nú senn í hönd. Eftir eina eða tvær vikur höldum við suður á bóginn, til Sullivan- eynnar“. „Með fjölskyldunni?“, spurði hún vesældarlega. „Vitanlega“. Jósep leit hvasst á hana — og hún þagði. Jæja — í dag hafði henni tekist að losna við fjölskyld- una um stund, og það var best að' njóta þess í sem ríkustum mæli. Þegar hún var viss um, að ekki sæist lengur til henn- ar heiman frá húsinu, tók hún af sjer hattirm, lyfti upp pils- unum, og hljóp af stað eins og fætur toguðu, gegnurn skóginn. Hárið losnaði úr fljettunum, og flaksaðist í allar áttir og hún hló hátt, af einskærri gleði. Loks fleygði hún sjer niður I dúnmjúka laut og bljes mæð- inni. «. Hjer var dásamlega kyrrt og hljótt — og það var himneskt að véra einn. Hvað var langt síðan, hún hafði fengið að njóta einverunnar? Hún hafði í raun rjettri ekki verið ein nema hálfa klukkustund, síð- an hún giftist! Jafnvel þegar hún skrifaði föður sínum eða las brjef frá honum var hún umkringd svörtum eða hvítum andlitum. Og á kvöldin varð hún svo auðvitað að hafa ofan af fyr- ir Jósep. Kæri Jósep minn, hugsaði hún, og kendi um leið sektar. Henni þótti vænt um hann. Hún vildi gjarnan gera honum til hæfis og stuðla að hamingju hans eftir mætti. Hún vissi mætavel, að hann þjáðist af vanmáttarkend — og ekk- ert mátti útaf bera, svo að hann stykki ekki upp á nef sjer. Það var svo auðvelt að særa hiann, og ef honum sárnaði við ein- hvern, braust það oftast út í reiðiköstum. Hún vissi að hann elskaði hana og gat ekki án hennar verið. Hún þurfti hans einnig með, hjerna, þar sem hann var eina mannveran, er þekti föður hennar og gat tal- að um Riehmond Hill við hana. Hún hafði bara svo sjaldan tækifæri til þess að tala við hann. Hann var að heiman all- an daginn, og á kvöldin var hann annað hvort syfjaður eða þyrstur í ástaratlot. — Það myndi ekki vera skárra að dvelja á Sullivan- eynni en hjer. Sennilega eitt- hvað svipað: hávær, organdi börn, hópar svartra þræla, María, illkvittin og kuldaleg, frá Alston síkvartandi og kveinandi. Aðeins tvennskon- ar umræðuefni: heimilisstörf og slúðursögur fyrir konurnar, og hrísgrjón og hestar fyrir karlmennina. Hún rjetti allt í einu úr sjer. Alston-fjölskyldan gat ferið til Sullivan-eynnar. En hún hafði annað í hyggju. Richmond Hill beið hennar. Richmond Hill og Aaron! Þau höfðu oft rætt um það í brjefum sínum, að hún dveldi þar yfir sumarið. „Vit- anlega verður þú að vera hjá mjer“, skrifaði Aaron. „Þú hlýt ur einhvernveginn að geta fengið samþykki bónda þíns til þess“. ] Herlsergi ] § Sá, sem getur greitt 10 |1 f þús. kr. fyrirfram, getur = I fengið gott herliergi s I strax, nálægt miðbænum. § p Góð húsgögn fylgja her- 1 | berginu. Tilboð, merkt: = i „Strax — 832“ sendist = i Mbl. fyrir miðvikudags- § I kvöld. s !!!lllll!!!lllllllll!!lll!lllll!ll![inill!!l!l!lilll!l!!lllllll!lllll Lóa lan.gsokkur Eftir Astrid Lindgren. 42. rótaðist fram og aftur og baulaði svo hátt að undir tók í hæðunum og reykur stóð úr nösum hans, Lóa hló og hrópaði og veifaði til Önnu og Tuma, sem stóðu álengdar, titrandi eins og strá í vindi. Nautið tók nú að hringsnú- ast í ákafa til þess að reyna að kasta Lóu af sjer. — Hjer dansa jeg við litla vininn minn, söng Lóa og sat kyrr. Að lokum varð nautið svo þreytt, að það lagðist og óskaði að engri krakkar væru til í heiminum. Bola nafði að vísu alltaf fundist að slíkur fjenaður væri ekki nauðsynlegur. — Ef þú ætlar að fá þjer lúr núna, sagði Lóa, þá skal jeg ekki ónáða þig. Hún fór af baki bolans og gekk til Önnu og Tuma. Tumi hafði ekki grátið mikið líann hafði hruflast á hand- leggnum, sem Anna hafði bundið vasaklútinn sinn um, og hann var hætt að kenna til. — Ó, Lóa mín, hrópaði Anna æst, þegar Lóa kom til systkinanna. — Uss, hvíslaði Lóa, vekið ekki bolann. Hann sefur og ef við vekjum hann, þá fer hann bara að stríða okkur aftur. — Herra Nilson, herra Nilson, hvar ertu, æpti hún svo sjálf rjett á eftir hárri röddu, án þess að hugsa um svefn tarfsins. Við verðum að fara heim! Og sannarlega! Þarna sat herra Nilson og hnipraði sig saman uppi í trje einu. Hann virtist vera heldur leiður á lífinu, saug á sjer rófuna og var einmana. Það var held- ur ekki gaman fyrir lítinn apa að vera aleinan út í skógi. Hann varð þessvegna svo glaður, þegar hann sá Lóu koma og stökk niður á öxlina á henni, að hann veifaði hattinum, eins og hann var vanur, þegar best lá á honum. Og svo löbbuðu þau heimleiðis. Lóa enn með rennblaut föt og skó. Önnu og Tuma fannst þau hafa átt indælan dag, þrátt fyrir bolann, og þau sungu söng, sem þau höfðu lært í skólanum. Það var eiginlega sumarljóð, en nú var bráðum komið haust, en samt fannst þeim hann eiga ágæt- lega við. Eldri kona hafði keypt sjer páfagauk, sem tilheyrt hafði skipstjóra nokkrum í fjölda- mörg' ár. Skömmu eftir að hún fjekk hann, komst hún að raun um það, að hann var gjarn á að bölva. Hún leitaði ráða hjá kunningja sínum. „Næst þegar hann segir eitt- hvað ljótt“, sagði vinurinn, „skaltu taka um fætur hans og' sveifla honum í hring, þar til hann svimar“. Brátt kom að því að páfa- gaukurinn bölvaði á nýjan leik, og gamla konan var ekki sein á sjer að fara eftir ráðum kunn ingja síns. Hún greip um fætur páfagauksins og sveiflaði hon- um hratt yfir höfði sjer. Svo sleppti hún honum. „Skrattinn sjálfur“, sagði gauksi, um leið og hann slag- aði yfir gólfið, „hvílíkur sjó- gangur“. ★ „Já, jeg rakst einu sinni á glorhungruð Ijón, og það sem gerði ástandið alvarlegast var, að jeg var aleinn og vopnlaus. „Þú segir ekki! Hvað gerð- irðu?“ „Fyrst reyndi jeg að dáleiða það, með því að einblína í augun á því, en allt kom fyrir ekki — það nálgaðist mig stöð- ugt. Svo datt mjer í hug að reka hendina upp í það, renna henni niður í maga, grípa í halann á því og snúa því við, en hætti við það, þar sem mjer leist ekki á áhættuna. Og þó nálgaðist það mig æ meir og jeg sá, að jeg varð að vera eldsnar að hugsa“. „Hvernig slappstu burtu?“ „Gekk bara frá búrinu og skoðaði hinar skepnurnar í dýragarðinum“. ★ — Jeg mundi fús til að gefa þeim þúsund krónur, sem vildi taka að sjer öll áhyggjuefni mín. — Allt í lagi. Jeg skal ganga að þessu. Hvar eru þúsund krónurnar? — Það er fyrsta áhyggju- efnið þitt. ★ Víðþektur stjórnmálamaður heimsótti geðveikrahæli nokk- urt, til að kynna sjer starfs- aðferðir þar. Meðan hann var staddur á hælinu, þurfti hann að hringja út á land, en gekk illa að fá samband. „Heyrið þjer“, hrópaði hann á laridsímastúlkuna, „vitið þjer við hvern þjer eruð að tala?“ „Nei“, svaraði hún rólega, „en jeg veit hvar þjer eruð“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 100. tölublað (07.05.1946)
https://timarit.is/issue/106906

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

100. tölublað (07.05.1946)

Aðgerðir: