Morgunblaðið - 07.05.1946, Blaðsíða 8
e
I0E6DNBLA&IB
Þriðjudagur 7. maí 1946
Utg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónssoa.
Rítstjórar: Jón Kjartansson,
Valtýr Stefánsson (ábyrgSarm.).
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson.
Augiýsingar: Árni GarSar Kristinsson.
Ritsíjórn, auglýsingar og afgreiðsla,
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald^kr. 8.00 á mánuði innanlands,
kr. 12.00 utanlands.
t lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Letbðk.
Neðan als velsæmis
ÞAÐ ER bersýnilegt, að sumum stjórnmálamönnum
vorum ætlar seint að lærast, að haga sjer sem siðuðum
mönnum í umræðum um titanríkismál. Þetta hefir kom-
ið greinilega í ljós í umræðum um herstöðv^málið, sem
án efa er vandasamasta utanríkismálið, sem ríkisstjórn
Islands hefir nokkru sinni fengið til meðferðar.
★
Forsætis- og utanríkisráðherra landsins gaf skýrslu
um þetta mál á dögunum.
Hinn 5. nóvember í haust svaraði ríkisstjórnin þeirri
beiðni stjórnar Bandaríkjanna, að fá hjer leigðar þrjár
tilgreindar stöðvar til langs tíma. Svarið var neitandi.
Jafnframt var af íslensku stjórninni lögð áhersla á, að
ísland fengi upptöku í bandalag sameinuðu þjóðanna.
Ríkisstjórnin hefir með þessu svari markað stefnuna
svo skýrt og afdráttarlaust, að ekki gétur verið um að
villast. Stefnan er Ljós. íslendingar vilja ekki leigja
neinu stórveldi herstöðvar í landi sínu á friðartímum.
Þeir óska að verða aðili hinnar alþjóðlegu samvinnu,
sem þjóðirnar eru að byggja upp, til tryggingar heims-
friðnum.
Þetta er kjarninn í svari ríkisstjórnarinnar við mála-
leitan Bandaríkjastjórfnar. Það er á grundvelli þessa
svars, þessarar stefnu, sem leiðtogar stjórnmálanna eiga
að ræða þetta viðkvæma utanríkismál, en ekki að vera
að þyrla Upp moldviðri um málið með allskonar get-
sökunum, sem eiga enga stoð í veruleikanum. Svo er
það þjóðarinnar að segja til um, hvort hún aðhyllist
stefnuna.
★
Á því leikur engin vafi, að þjóðin mun fylkja sjer nær
einróma um stefnu ríkisstjórnarinnar. Þetta kom greini-
lega í ljós, er forsætisráðherrann hafði birt greinargerð
um málið og skýrt frá svari ríkisstjórnarinnar. Hin skil-
merkilega og drengilega ræða forsætisráðherrans fjekk
áreiðanlega góðan byr hjá þjóðinni. Fullyrða má, að
aldrei hefir nokkur ræða, sem flutt hefir verið hin síð-
ari ár, fallið í eins góðan jarðveg hjá íslendingum og
þessi ræða forsætisráðherra.
Forsætisráðherrann dró enga dul á, að íslendingar
ættu Bandaríkjunum margt upp að unna og stæðu í
þakkarskuld fyrir margvíslega beina og óbeina aðstoð
á styrjaldarárunum. íslendingar myndu og aldrei gleyma
því, að Bandaríkin urðu fyrst allra þjóða til að viður-
kenna okkar lýðveldi. BandaríkiP væru því alls góðs
makleg. ,,En þegar þau beiddust þess,“ eins og forsætis-
ráðherrann sagði, „sem íslendingar engum vilja í tje
láta, var ekki hægt að segja já. í slíku máli verða ís-
lenskir hagsmunir einir að ráða.“
Þetta var vel og drengilega mælt. Og hver er sá ís-
lendingur, sem þorir að gefa sig fram og segja, að þessi
orð forsætisráðherra hafi ekki verið sögð í hans umboði?.
★
Hátterni sumra ábyrgra stjórnmálamanna í sam-
bandi við þetta yiðkvæma utanríkismál er fyrir neðan
alt velsæmi.
Ríkisstjórnin hefir haldið þannig á þessu máli, að
þjóðin mypdi áreiðanlega standa sem einn maður með
henni, ef siðleysi sumra stjórnmálamanna væri ekki svo
takmarkalaust, að þeir gera alt til að rugla þjóðina og
skapa tortryggni um málið.
Leiðtogar Framsóknarflokksins hafa enga stefnu í
þessu máli, fremur en öðrum. Þeirra stefna er sú — og
sú ein — að reyna að skaða ríkisstjórnina. Þeir hugsa
ekkert um, þótt þjóðin bíði varanlegt tjón af framferði
þeirra.
Háttalag kommúnista er síst betra. Þeir vissu gerla
um alt sem gert var í málinu og voru sammála öllu.
Samt rógbera þeir samstarfsflokka sína, í von um að
geta á því fiskað atkvæði. Þessir herrar eiga nú eftir
að svara til sakar.
XJílverjl iknjat'-:
ÚR DAGLEGA
LÍFINU
Fermingarveislurnar.
SÍÐAN BIRT VAR hjer í
dálkunum smáathugasemd um
fermingarveislur hefi jeg orðið
þess var, að menn hafa mikinn
áhuga fyrir því máli. Jafnvel
menn, sem hafa haldið miklar
og dýrar fermingarveislur „af
því að það er í tísku“ hafa sagt
mjer að þeir hafi haldið veisl-
urnar með samviskunnar mót-
mælum.
Það væri nær að leggja eitt-
hvað af því fje, sem rennur til
veisluhalda, til mentunar ferm-
ingarbarninu, eða leggja það á
vöxtu til þess að það gæti kom-
ið barninu síðar að gagni í líf-
inu.
Það er ekki núna fyrst, sem
menn hafa hugsað um að ekk-
ert vit væri í því óhófi, sem
víða kemur fram í fermingar-
veislum og fermingargjöfum.
í hirðisbrjefi, er biskupinn yf-
ir íslandi, Sigurgeir Sigurðsson
gaf út til presta og prófasta,
að mig minnir 1940, minnist
hann einmitt á fermingarveisl-
urnar, og segir þar:
•
Úr hirðisbrjefinu.
„í SAMBANDI VIÐ ferming-
ardaginn og ferminguna er enn
eitt atriði sem jeg hefi löng-
un til að ræða við yður og
vekja athygli yðar á. Það eru
fermingarveislurnar, eins og
þær nú tíðkast sumstaðar í
kaupstöðum.
„Það er ekki nema rjett og
skylt og fagurt, að foreldrar
geri sitt til að fermingardag-
ur barnsins geti í ytra skiln-
ingi orðið ánægjuríkur. En þess
verður þó að minnast, að dag-
urinn er fyrst og fremst há-
tiðis- og helgidagur ’í andleg-
um skilningi. Hann nær ekki
tilgangi sínum, ef hann heffr
ekki andleg og trúarleg áhrif
á barnið. Vill kirkjan og þjón-
ar hennar umfram alt vinna
að því, að slík áhrif berist inn í
sál þess.
Óverjandi
drykkjuveislur.
' „EN EF ÞAU ÁHRIF hverfa
fyrir ytra umstangi, „heldur
biskup áfram, „þá er illa farið.
Og alveg er það óverjandi, að
halda drykkjuveislur umhverf-
is barnið þann dag, þar sem
víndruknir menn vaka með
háreisti, þar er ekki hinn rjetti
blær yfir fermingardagskvöld-
inu. Gegn þessari Ijótu og ó-
heillavænlegu siðvenju, sem að
vísu er enn óþekt í flestum
söfnuðum landsins, en þó hefir
eins og jeg sagði, á stöku stað
færst í aukana hin síðari ár,
ber kirkjunni að vinna af öll-
um mætti. — Allir sem barn-
inu unna, foreldrar, prestar og
aðrir fræðarar, eiga að beita
sjer fyrir því, að svo illar venj-
ur festi ekki rætur í þjóðlífi
voru“.
Það munu ekki vera margir
foreldrar og kennimenn, sem
ekki eru alveg sammála bisk-
upnum í þessu máli.
•
• 9i i. Gt b a-a e»
Skortur á háttvísi.
VEITINGASTAÐIR eru fyrir
menn, sem vilja fá sjer hress-
ingu, annað hvort mat eða
drykk. Gestir, sem koma á
veitingahús fá lánuð bOrð og
stóla til að sitja við á meðan
þeir neyta þeirra rjetta, sem
þeir kunna að kaupa.
Stundum hefir veitingamað-
urinn eitthva, til skemtunar
fyrir gesti sína, t. d. hljómlist
til þess að gestirnir geti fengið
sjer dansspor ef þá langar til.
•Komi siðaðir menn að veit-
ingahúsi, þar sem öll borð eru
setin hverfa þeir þegar af
staðnum, en þeir, sem ekki
kunna mannasiði vaða inn um
sali í yfirhöfnunum, eða standa
í hnapp út við dyr og glápa
á gestina.
Það er því miður mikið af
fólki, sem ekki kann almenna
mannasiði í þessu efni.
Gestirnir eru ekki
sýningardýr.
REYKVÍKINGAR hafa' fje
milli handanna um þessar
rnundir og þeir vilja skemta
sjer í frístundum sínum. Skal
engum manni láð það þótt hann
vilji lyfta sjer dálítið upp í
tómstundum sínum.
Oll veitingahús bæjarins eru
yfirfull, sjerstaklega um helg-
ar og það er ekki nóg með að
hvert sæti sje skipað í veitinga-
sölum, heldur eru allir gangar
og gangstjettir fyrir utan veit-
ingahúsin full af fólki, sem ekki
er rúm fyrir inni.
— Menn standa í hnapp
frammi við dyr- alt kvöldið og
stara forvitnum augum á gest-
ina, sem hafa verið svo hepnir
að ná sjer í sæti, eins og þeir
væru einhver sýningardýr.
Veitingahússtjórar ættu að
afnema þenna leiða sið með
því að banna fólki, sem ekki er
rúm fyrir í veitingasölum, að
fylla alla ganga veitingahús-
anna. En almenningur verður
að láta sjer skiljast að starfs-
menn Veitingahúsa vita best
um það hvort rúm er fyrir
gesti eða ekki. Það er engin
hætta á öðru, en að veitinga-
menn hleypi inn í húsið öll-
um þeim gestum, sem mögu-
legt er að hola niður, það er
þeirra eigin hagur.
•
Tilgangslitlar
biðraðir.
ÞÆR ERU STUNDUM æði'
tilgangslausar biðraðirnar við
aðgöngumiðasölur kvikmynda-
húsanna. Þarna standa menn
í halarófu og bíða eftir að röð-
in komi að þeim, en í stað þess
að biðröðin gangi sinn gang,
er ekki friður fyrir fólki, sem
veður fram með röðunum þar
til það finnur einhvern í röð-
inni til að kaupa fyrir sig miða.
Slíkt má ekki eiga sjer stað.
Það gerir biðraðirnar algjör-
lega tilgangslausar.
|i ■■■■■■■■ ■faiaKaniiiiiiiiiii iiaBiaiEiiftaMCJ ■ ■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■'■■■■■■'2fHr,,BW"*B*r**tfl
I Á ALÞJÓÐA VETTVANGI 1
■ ■
i ....................................*
FYRIR nokkru birtust þau
ummæli í danska blaðinu „In-
formation“, að „rússneskir
byssustingir gætu ekki stöðv-
að frelsisþrá þjóðanna“. Kom-
múnistar rjððust á höfund þess-
arar greinar og sögðu að það
hefði verið svívirðilegt í hæsta
máta af höfundinum að rita
þannig, þar sem Rússar hefðu
barjst fyrir ftelsi Evrópu.
Þessu svarar höfundur fyrri
greinarinnar aftur, og segir
meðal annars eftirfarandi í
svari sínu:
„Pólland frelsað“.
„Þann 17. september 1939
fóru rússneskar hersveitir yf-
ir pólsku landamærin, og fám
dögum síðar var Póllandi skipt
á þægilegan og vinsamlegan
hátt milli þýsku og rússnesku
innrásarherjanna. Síðan hefir
hitt og þetta skeð, en áður en
árásin á Pólland hófst, sendi
Adolf Hitler Stalin heillaóska-
skeyti, sem þannig hljóðaði:
Á sextugsafmæli yðar bið jeg
yður að þiggja mínar einlæg-
ustu hámingjuóskir. Jeg bæti
við það mínum bestu persónu-
legu óskum um að yður megi
vegna vel og óskum um bjarta
framtíð til handa þjóðum
Frelsisþrá þjóðanna
Sovjetríkjanna, sem eru í vin-
samlegu sambandi við okkur“.
Þannig var ástandið nú einu
sinni, og mjer finnst ekkert sví-
virðilegt við það að benda á,
hvernig barátta Sovjetríkjanna
fyrir frelsi Evrópu byrjaði. —
Þeim sem finst svívirðilegt að
bera fram staðreyndir, bara af
því að þær kunna að vera
Rússum í óhag, þeir um sína
skoðun.
Gegn allri harðstjórn.
Frelsisþrá heimsþjóðanna
beinist gegn allri harðstjórn,
en allra helst þó þeirri tegund
harðstjórnar, sem hefir gert
hinar rússnesku þjóðir eins og
raun er á orðin.
Rússneskur, kommúnistiskur
hugsunarháttur skilst ekki á
Vesturlöndum. Að þetta er svo,
er ekki hlutur Rússa, heldur
er það fyrir aðgerðir þeirra
þjóða vestlægra, sem gengu svo
langt í tilraunum sínum, til
þess að skilja nátttröllaríkið,:
að af er orðinn sá skrípaleikur,
sem best sjest af því, að Rússar
vilja fá yfirráð yfir nýlendum
við Miðjarðarhafið, „til þess
að tryggja öryggi sitt“, eins
ag það er látið heita.
Kaldhæðni viðburðanna.
Og gott dæmi um þetta allt
saman er „harðsoðni Rússfi-
vinurinn“, blaðamaðurinn frá
kommúnistablaðinu „Land og
Folk“, sem ætlaði að taka
myndir af hermönnum þeim,
sem hann dáðist mest að af
öllum mönnum, rússneskum
hermönnum. En menn Stal-
ins sviftu af honum mynda-
vjelinni, ógnuðu honum með
byssustingjum, tóku „filmuna“
úr vjelinni og fengu honum
hana svo aftur tóma, — sínum
einlæga aðdáanda. — Já, hvers-
dagslegir atburðir geta oft ver-
ið fyllri af kaldhæðni, en
mestu grínverk háðfugla eins
og Bernhard Shaw“.
Chiþley heldur heim
London í gærkvöldi.
CHIPLEY, forsætisráðherra
Ástralíu, sem undanfarra daga
hefir setið ráðstefnu ráðherra
bresku samveldislandanna í
London, lagði af stað heimleiðis
í dag. Hann fer þó ekki beina
leið heim. Ætlar hann fyrst til
Washington ög ræða þar við
Truman Bandaríkjaforseta.