Morgunblaðið - 07.05.1946, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 7. maí 1946
MORGUNBLAÐIÐ
$
Brynjóliur Steiánsson:
ALMANNATRYGGINGARNAR
MORGUNBLAÐIÐ hefir
beðið mig um að gefa yfirlit
yfir frumvarp það til laga um
almannatryggingar, sem nú
hefir verið lögfest á Alþingi.
Langar mig til að verða við
þessari beiðni, þó að mjer sje
það ljóst, að í blaðagrein
verði að eins drepið á helstu
atriðin. Það yrði mjög langt
mál, ef rekja ætti öll einstök
atriði í jafn yfirgripsmiklu
máli, en jeg býst við að fyrir
þá, sem óska að fá heildar-
mynd af lögunum, geti það
verið gagnlegt, að fá tiltölu-
lega stuttorða yfirlitslýsingu
á þeim. Þeir sem vilja fá rián-
ari vitneskju um einstök
smærri atriði, geta þá altaf
gert það með því að kvnna
sjer þau í lögunum sjálfum.
TJndirbúningur málsins.
FRUMVARPIÐ um al-
mannatryggingar var samið af
milliþinganefnd, sem starfað
hefir undanfarin ár að endur-
skoðun alþýðutryggingarlag-
anna. Hafði nefnd þessi lok-
ið endurskoðun á nokkrum
hiuta þeirra og voru tillögur
nefndarinnar lögfestar með
nokkrum breytingum árið
1943. Samhliða þessari nefnd
störfuðu þeir Jón Blöndal,
hagfræðingur og Jóhann Sæ-
mundsson, tryggingaryfir-
læknir o. fl. að því að gera
tillögur um framtíðarskipu-
lag alþýðutrygginganna,
Lögðu þeir fram tillögur sín-
ar á s. 1. ári í bókinni „Al-
mannatryggingar á íslandi",
sem fjelagsmálaráðuneytið
gaf út. Fól fjelagsmálaráðh.
þá milliþinganefnd þeirri, sem
áður var getið, að taka tillög-
urnar til athugunar og semja
upp úr þeim frumvarp til
laga. Framkvæmdi nefndin
þetta starf, en gerði þó nokkr
ar allverulegar breytingar frá
tiliögunum og ennfremur hafa
■>' meðferð þingsins verið gerð
ar nokkrar breytingar á frv.
nefndaririnar. Skulu hjer nú
rakin í stórum dráttum helstu
atriði laganna, eins og þau
voru endanlega afgreidd á
Alþingi. í nefndinni störfuðu
að samningu frv. Haraldur
Guðmundsson, Jakob Möller.
og síðan Garðar Þorsteinsson
eftir að J. M. varð sendiherra
í Höfn, Hauk Þorleifsson, Jens
Hólmgeirsson og Brynjólfur
Stefánsson.
Lögin eru í 5 köflum:
I. kafli. Um svið trygging-
anna, stjórn og skipulag.
II. kafli. Bætur greiddar í
peningum.
III. kafli. Heilsugæsla.
IV. kafli. Fjárhagsálcvœði.
V. kafli. Ýms ákvæði.
Og skal nú reynt að gera í
stuttu máli grein fyrir hverj-
um kafla fyrir sig.
Cvið trygginganna, stjórn og
skipulag.
í ÞESSUM kafla er ákvæð-
ið að tryggingin skuli ná tii
allra íslenskra ríkisborgara,
búsettra hjer á landi, og í
vissum tilfellum til ísl. ríkis-
Fyrri
borgara, sem dveljast erlend-'
is, en um tryggingu þeirra
fer eftir nánari fyrirmælum
reglugerðar, er ráðherra set-.
ur.
Tryggingarstofnunin starf-
ar undir yfirumsjón ríkis-
stjórnarinnar, en er að öðru
leyti stjórnað af forstjóra í
samráði við formann Trygg-
ingarráðs, sem skal fylgjast
rr.eð daglegri sta'rfsemi stofn-
imarinnar og kynna sjer alla
a'greiðslu mála. Skulu lagð-
ar fyrir hann allar bótagreiðsl
ur, sem ekki eru fastákveðn-
ar, en greiddar samkvæmt
heimildarákvæðum.
Tryggingarráð er skipað 5
mönnum og skulu þeir kosn-
ir hlutfallskosningu af sam-
einuðu Alþingi og jafnmargir
varamerin. Ennfremur skal
skipuð nefnd þriggja sjer-
fróðra manna (landlæknis og
íveggja annarra) og skal hún
vera Tryggingarráði til að-
stoðar um læknisfræðileg
atriði og framkvæmd heilsu-
gæslu skv. III. kafla.
Hlutverk Tryggingarráðs
er að hafa eftirlit með fjár-
hag, rekstri og starfsemi
Iryggingarstofnunarinnar og
að gæta þess að hún starfi í
samræmi við lög og reglu-
gerðir á hverjum tíma. Það
úrskurðar, ef ágreiningur rís,
um bætur eða hlunnindi, en
þó má skjóta þeim úrskurði
til dómstólanna. Ráðherra
skipar formann og varafor-
mann Tryggingarráðs úr hópi
hinna þingkjörnu manna.
Lögin kveða svo á að skifta
skuli landinu í tryggingaum-
aæmi eftir því sem hentugc
þykir og við skiftinguna
I öfð hliðsjón af skipun lækn-
ishjeraða og lögsagnaum-
dæma. í hverju umdæmi skal
starfa 5 manna trygginga-
nefnd, kosin hhitfallskosn. af
sveitarstjórnum umdæmisins
á sameiginlegum fundi, eftir
hverjar sveiturstjórnarkosn-
ingar. Er hlutverk trygginga-
iiefndanna að fylgjast með
rekstrn trygginganna í um-
dæmiun, gera tillögur um
framkvæmd þeirra, gæta hags
rnuna hinna trygðu og benda
á atriði, er mættu verða til
sparnaðar í rekstri trygging-
anna.
Tryggingarstofnunin hefir
skrifstofur eða umboðsmenn
á þeim stöðum, sem best
henta og þörf krefur;
Þá eru ákvæði líkt og verið
hefir að Vinnuveitendafjelag
íslands og Alþýðusamband ís
lands, skipi hvort um sig einn
mann til að taka þátt í um-
ræðum og gera tillögur þegar
skift er í áhættuflokka og
ákveðin iðgjöld atvinnurek-
enda til slysatrvgginganna.
Eœtur greiddar í peningum.
BÆTUR þær, sem ákveðnar
eru í þessum kafla, eru í lög-
inum tilgreindar í grunnupp-
hæðum án verðlagsuppbótar.
grein
Hjer þykir þó gleggra að til-
færa þær sem næs því, sem
þær mundu nema með núver
andi vísitölu (285), en þess
ber þá að gæta að upphæð-
irnar sjálfar breytast með
breyttri vísitölu. Þess skal og
getið, að elli- og örorkulífeyr
ir og barnalífeyrir takmark-
r.st um næstu 5 ár, ef hlutað-
eigandi hefir verulegar tekj-
ur aðrar, þannig að fullur elli-
og örorkulífeyrir er því að
eins greiddur að aðrar tekjur
fari ekki fram úr lífeyrisupp
hæðinni. Fari tekjurnar fram
ur þeirri upphæð, dregst frá
lífevrinum helmingur um-
fram teknamna og hann fell-
i..r niður, ef aðrar tekjur fara
íram úr þreföldum lífeyri.
Vilsvarandi takmarkanir gilda
i'vrir barnalífeyrinn, ef um
sjálfstæðar tekjur er að ræða.
í lögunum er landinu skift.
í 2 verðlagssvæði, og eru á 1.
verðlagssvæði allir kaupstað-
ir og kauptún með yfir 2000
íbúa, en aðrir staðir á land-
inu tilheyra 2. verðlagssvæði.
Bæði iðgjöld til trygging-
enna og flestar bótaupphæð-
dr eru mismunandi á verðlags
svæðunum, eins og upp verð-
ur talið í hverjum einstökum
lið hjer á eftir. Heimilt er að
færa kaupstaði eðá kauptún
milli verðlagssvæða, ef óskir
koma fram um það frá hlut-
aðeigandi sveitarstjórn og
rannsókn á framíærslukostn-
aði á þeim stað rjettlæti til-
færsluna.
Skulu nú taldar hinar ein-
stöku bótategundir:
1. Elli- og örorkulífeyrir
FULLUR árlegur elli- og
örorkulífeyrir er sem hjer
segir:
1. vls. 2 vls
kr. kr.
Fyrir hjón, þegar
bæði fá lífeyri 5,472 4,104
Fyrir einsfaklinga
og hjón, þegar ann-
að fær lífeyri ~ 3,420 2,565
Sömu fjárhæð og hjónum
skal greiða karli og konu, þótt
ógift sjeu, ef þau búa saman
og hafa sameiginlegt húshald.
Rjett til ellilífeyris eiga
allir íslenskir ríkisborgarar,
búsettir hjer á landi, sem
orðnir eru fullra 67 ára 1. jan.
1947, svo og-alltr þeir, er síð-
ar ná þeim aldri. Þeir sem við
gildistöku laganna njóta líf-
eyris eða eftirlauna af opin-
beru fje eða úr opinberum
sjóðum, er sje a. m. k. jafn-
mikill fullum lífeyri, fá ekki
ellilífeyri, en sjeu eftirlaunin
lægri greiðir Tryggingarstofn
unin það, sem á vantar, enda
sje tilskildum aldri náð.
Þeir sem eftir gildistöku
laganna fresta að fá ellilífeyri
greiddan fá lífeyri sinn hækk
aðan um 5% fyrir hvert ár,
sem þeir fresta að taka líf-
eyri, og getur sú hækkun
numið alt að 40%, ef frestað
er að taka lífeyri í 8 ár eða
iengur.
Ef ellilífeyrisþegi þarfnast
sjerstakrar umönnunar sök-
um sjúkleika eða ellilasleika
og getur því eigi komist af
með þann tilskilda lífeyri,
getur Tryggingarstofnunin
hækkað lífeyri hans, skv. um-
sókn, um alt að 40%, eða sjeð
honum fyrir vist á elliheim-
ili. Er gert ráð fyrir að Trygg
ingarstofnunin vinni að því
að komið verði upp hæfileg-
um fjölda elliheimila.
Rjett til að fá fullan örorku
lífeyri eiga þeir menn á aldr-
inum 16—67 ára, sem eru var
anlegir öryrkjar á svo háu
stigi, að þeir eru eigi taldir
færir um að vinna sjer inn
14 þess, sem andlega og lík-
amlega heilir menn eru van-
ir að vinna sjer inn í sama
hieraði. Tryggingaryfirlækn-
ir úískurðar örorkustig þeirra,
sem sækja u mörorkulífeyri,
en úrskurði hans má áfrýja
til heilsugæslunefndar.
Til styrktar þeim mönnum,
sem mist hafa 50—75% starfs
orku sinnar er Tryggingar-
stofnuninni heimiltað að
verja alt að 1140 þús. kr. úr
tryggingarsjóði á ári eftir
reglum, sem tryggingarráð
setur og ráðherra staðfestir.
Gildir þetta meðan ekki eru
sett lög um opinbera aðstoð
t;I þessara manna.
Menn veita því strax at-
bygli, að með ákvæðum lag-
anna er bygt á alt öðrum
grundvelli en þeim, sem gert
var í alþýðutryggingarlögun-
um frá 1936, hvað snertir elli-
og örorkulífeyri. Þar var gert
ráð fyrir að Lífeyrissjóður ís
lands, sem myndaðist af ið-
gjöldum einstaklinganna, á-
samt vaxtartekjum sjóðsins,
ætti, þegar fram liðu stundir,
að standa undir elli- og ör-
orkulífeyri til allra lands-
manna. Þetta var þó gert ráð
fvrir að tæki langan tíma, og
að almerinar lífeyrisgreiðslur
skyldu ekki hefjast fyr en eft
ir 10—12 ár (frá 1936) og
nema þá í byrjun Vs af full-
r m lífeyri, en þessar almennu
Lteyrisgreiðslur færu síðan
smávaxandi, og væru komnar
upp í fullar greiðslur eftir
ca. 50 ár (frá 1936). Til við-
bótar hinum almennu lífeyr-
isgreiðslum, skyldi svo á þessu
tímabilíi greidd ellilaun og
örorkubætur eftir því :hm
þörf krefur eftir mati í sjer-
hverju einstöku tilfelli og
hafa þær því verið einu
greiðslurnar, sem veittar hafa
verið fram til þessa. Kostnað
urinn af ellilaunum og örorku
bótum skiftist milli ríkis og
sveitarfjelaga.
! Með hinu nýja fyrirkomu-
lagi er nú horfið frá sjóð-
myndun Lífeyrissjóðs íslands,
enda eru allar aðstæður ger-
breyttar frá því sem var fyr-
ir 10 árum. Þær upphæðir,
sem áætlaðar voru þá mundu
nú hrökkva skamt, vegna
'verðfalls p'eninganna, og auk
þess mundi sá grundvöllur,
sem þá var bygt á um ávöxt-
un sjóðsins vera mjög hæpinn
nú a. m. k. eins og sakir
standa. Hitt verður svo eðli-
leg afleiðing að þegar hætt
er við frekari sjóðmyndun og
þar af leiðandi vaxtatekjur,
verða hin árlegu útgjöld. sem
koma verða annars staðar frá,
stórum hærri.
Þess skal getið hjer, að
lipphæð sú, sem undanfarið
hefir safnast í Lífeyrissjóð Is
lands nam um síðustu ára-
mót tæpum 24 milljónum kr.
og rennur nú nú til hinna
nýju trygginga. Á síðastliðnu
ári var áætlað 5,8 milljónir,
til ellilauna og örorkubóta,
en ellilífeyrir sá og örorku-
lífeyrir, sem áætlaður er á
næstunni nemur 23,8 millj.
kr. á ári, eða meira en fer-
faldri upphæð þeirri, sem
greidd var síðasta ár. Eru því
bætur þær, sem greiddar
verða til gamalmenna og ör-
yrkja skv. nýju lögunum
stórkostlega auknar.
Illlaga Bóksalafjel.
um úfgáfurjei!
EFTIRFARANDI tillaga var
samþykt í Bóksalafjelagi ís-
lands, mánudaginn 29. apríl
1946.
„Þar sem Island er ekki aðili
að Bernarsambandinu og ekki
hefir verið talið fært, að ís-
lenskir útgefendur tækju á sig
þær skuldbindingar er sá samn
ingur Rggur aðilum á herðar,
getur BóksaTafjelag íslands
ekki sknldbundiS fjelaga sína
til þess að ganga inn á samn-
mga við ákveðna aðila. Hins-
vegar telur fjelagið æskilegt,
að fjelagsmenn geri tilraunir
til að komast að samkomulagi
um heimild til útgáfu, þeirra
bóka er þeir telja æskilegt að
þýddar sjeu á íslensku, Lítur
fjelagið svo á, að slíkir samn-
ingar geti þó ekki skapað for-
dæmi, sem skuldbindi fjelagið
framvegis“.
Forsetlnn sæmir þrjá
menn heiðurs-
merkjum
FORSETI ÍSLANDS sæmdi
í gær eftirgreinda menn heið-
ursmerkjum fálkaorðunnar, svo
sem hjer segir:
Vigfús Einarsson skrifstofu-
stjóra, sem hátt á 4. tug ára
hefir haft hin ábyrgðarmestu
störf með höndum, m. a verið
skrifstofustjóri í atvinnumála-
ráðuneytinu í' meira en 20 ár,
stjörnu stórriddara.
Jóhannes Patursson lögþings-
mann, Færeyjum, sem í tugi ára
hefir unnið að aukinni vináttu
og samvinnu Færeyinga og Is-
lendinga, stórriddara krcssi.
Guðjón Jónsson járnsmíða-
meistara í Vestmannaeyjum,
sem í rúma þrjá tugi ára hefir
reynst einn hinn afkastamesti
og þarfasti maður í atvinnu-
rekstri Vestmannaeyja, ridd-
ara krossi.