Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 1946næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2829301234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Morgunblaðið - 07.05.1946, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 07.05.1946, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 7. maí 1946 MOKÍUNBLAÐIÐ 5 Ungir Sjálfstæðismenn skera upp herör Kosningastefnuskráin samþykt Æskan fylkir sjer um Sjálfstæðisflokkinn Fulltrúaráðsfundur ungra Sjálfstæðismanna, sem hald- inn var í Reykjavík um síðastliðna helgi, hefir skorið upp herör ungra Sjálfstæðismanna til áhlaups í aiþingiskosn- ingunum, sem nú fara í hönd. Fundinn sóttu fulltrúar frá fjelögum ungra Sjálfstæð- ismanna í landssambandi fjelaganna — S. U S. — og full- trúar frá trúnaðarmannasamböndum fjelagssamtakanna. Stjórn Sambandsins hafði undirbúið þennan fund vandlega og tók hann til ýtarlegrar meðferðar afstöðu ungra Sjálfstæðismanna til stjórnmálanna og markar stefnu þeirra í kosningunum, sem framundan eru. Á fundinum ríkti glæsilegur áhugi hinna ungu Sjálf- stæðismanna fyrir því, að bera merki flokksins fram til sigurs í kosningunum og ótrauður samhugur og áræði móta ályktanir fundarins. Sambandssíðan mun birta birting þeirra í dag. — Verður fyrir niðurstöðum ályktananna ályktanir fundarins og byrjar jafnframt gerð nokkur grein og meginefni þeirra: 'Uerndi un oa ej^íincj lúÉraÉiáiná „Fulltrúaráðsfundur S. U. S. heitir á æsku landsins að standa með einurð og festu vörð um grundvallarhugsjónir lýðræðisins um persónulegt frelsi cinstaklinganna og jafnrjetti, og berjast fyrir alhliða og fullnægjandi framkvæmd þeirra í fjelagsniálum þjóðarinnar. Telur fundurinn, að í þessum efnum beri einkum að stefna að því: 1) Að tekin sje upp bein fræðsla í uppeldis- og mentastofn- unum þjóðarinnar um lýðræðislegan þegnskap, þ. e. rjettindi og skyldur borgaranna í lýðræðislegu þjóðfjelagi, enda brýn nauðsyn, að stórum sje aukin almenn fræsðla í þjóðfjelagsfræði, þar sem farsæl framkvæmd lýðræðisins byggist á hæfni hvers einstaklings til þess með þroskuðu mati, að móta afstöðu sína til þjóðfj.elagsmálá, sjerstaklega, er kjósandinn fer með hand- höfn stjórnvaldsins í almennum, frjálsum kosningum. 2) Að við endurskoðun stjórnarskrárinnar sjeu trygð þau al- mennu mannrjettindi, sem eru grundvöllur lýðræðisins, almenn- ur og jafn koshingarrjettur og kjörgengi, málfrelsi, ritfrelsi, fje- lagafrelsi, fundafrelsi og fjelagslegt öryggi. 3) Að ópólitísk fjelagasamtök til almenningsheilla, svo sem samvinnufjelög, búnaðarfjelög, verkalýðsfjelög og önnur stjetta- samtök sjeu skipulögð á lýðræðisgrundvelli með hlutfallskosn- ingum til allra trúnaðar- og stjórnarstarfa“._ Lýðræðismálin hafa verið of- arlega á baugi á opinberum vettvangi nú upp á síókastið. Margt hefir verið um þau rætt og ritað, og með mismunandi móti. Það er vitað, að viðhorf manna og pólitískra flokka hef ir verið mjög mismunandi til ]ýðræðisins> en í sambandi við þann mikla hildarleik, sem háð ur hefir verið í heiminUm af vestur-Evórpu þjóðunum og Bandaríkjunum fyrst og fremst til þess að viðhalda og varð- veita hinar lýræðislegu hug- sjónir og mannrjettindi þeirra, hafa ýmsir, sem áður þótti minna til þessara verðmæta koma, viljað viðra sig upp við þau í augum íólksins. ■— Þetta hefir meðal annars leitt til þess að menn hafa farið að gera mis munar.di skilgreiningar á lýð- ræðinu, tala um austrænt og Sjátfstæði og' öryggi þjóðar- innar FuIItrúaráðsfundur Sam- bands ungra Sjálfstæðis- manna telur að tryggja beri sjálfstæði og öryggi þjóðarinnar í framtíðinni með vinsamlegri samvinnu við aðrar þjóðir og þátt- töku Islands í friðsamlegu alþjóðasamstarfi á lýð- ræðisgrundvelli. — læigu hernaðarbækistöðva telur fundurinn *ekki koma til mála. I þessu sambandi lýsir fundurinn ánægju sinni yfir farsælli forustu utanríkisráðherra um and svör við beiðni Banda- ríkjanna um hernaðar- bækistöðvar á Islandi, — er fela í sjer skýlausa neitun. vestrænt lýðræði. svo sem al- kunnugt er. í ályktuninni er að því stefnt að unnið sje að því, að mönn- um sjeu þessi mál ljósari, með því að taka upp meiri fræðslu um lýðræðismálin, og þá jafn framt auka almenna fræðslu í þjóðfjelagsfræði, en á því er mjög mikill skortur í íslenskum skólum og uppeldisstofnunum. Nánmsbækur eru naumast nokk urar til, svo talið verði, og fræðslan að því skapi frum- stæð. Ekkert er líklegra en hlut laus fræðsla til að gera mönnum auðveldara að skilja hin sönnu verðmæti lýðræðisins, og gera greinarmun á milli austræns og vestræns lýðræðis, eða hverra annara hliðstæðra og tilbúinna skilgreininga, sem fram kynnu að koma. Þá er og sjálfsagt, er fram- kvæmd verður hin fyrirhugaða endurskoðun á stjórnarskrá lýðveldisins, að tryggja í henni sem allra best hin almennu lýð ræðislegu rjettindi, og bá eft- ir atvikum að skilgreina nánar, hvað í þeim felst, eftir því, sem því yrði við komið. í þriðju málsgrein ályktunar- innar er vikið að sjerstöku at- riði, sem hinsvegar hefur mjög verulega þjóðfjelagslega þýð- ingu, að í öllum hinum stærri og almennu fjelagssamtökum sje skylt að viðhafa lýðræðis- lega stjórnarhætti, en á þetta hefir mjög skort hjá oss ís- lendingum, og hefir það á marg an hátt leitt til misrjettis og magnaðrar deilna. bæði innan verkalýðssam^gkanna, sam- vinuhreyfingarinnar og víðar. Eins og nú standa sakir, er næsta skrefið í þessum efnum að Skylda til hlutfallskosninga allsstaðar þar, sem því verður við komið. Þessi krafa er áður framsett, og úr því, sem nú er komið, á ekki að verða töf á því, að henni fáist framgengt. Giæsilepr áfangi ÞAÐ ER áreiðanlegt, að Sjálfstæðismenn allir fagna yf- ir þeim glæsiiega áfanga, sem náðst hefir, þeg'ar nú er að fullu lokið smíði hins stórkost- lega fagra og vandaða ílokks- húss við Austurvöll. En hitt er einnig víst, að það er ef til vill ekki aðrir í röð Sjálfstæðismanna, sem fagna meira yfir þessu átaki, heldur en unga fólkið, ★ Æskan í Reykjavík mun áreið anlega meta það að verðleik- um, hversu á allan hátt hefir verið vandað til þessa sam- komustaðar, og hann prýddur eftir fremstu fbngum, og með margskonar hætti, sem hjer er áður óþekktur Það eru að vísu sumir. sem hafa varpað fram þeirri hugsun, að ýmislegt sje svo vandað í Sjálfstæðishúsinu, að það mundi ekki þoæ. hina venjulegu umgengni hjer á sam kómustöðum. En þetta er mikill misskilning#r. Einmitt það, að allt er vandað og fágað, örfar áhuga fólksins fyrir því að ganga vel um allt, og láta sjer þykja vænt um slík salarkynni. ★ Ungir Sjálfstæðismenn hafa nú, eftir að Sjálfstæðishúsið er komið upp, miklu betri aðstöðu en nokkru sinni áður, til hvers konar fjelagsstarfsemi, er þeir hafa með höndum. Er enginn vr«fi á þvi, að fjelagslífið í heild mun eflast við þessi bættu aðstöðu. Hjer hefir skapast hin ákjósanlegasta aðstaða til hvers konar fundahalda til þess að halda skejjrtikvöld og kvöld- vökur, dansleiki og samsæti, allt-við hin fullkomnustu skil- yrði. ★ Húsinu hefir á öðrum stöð- um verið lýst, en ungir Sjálf- stæðismenn sjá ástæðu til þess að þakka sjerstaklega öllum þeim, sem sýnt hafa áhuga og dugnað við þetta húsbygginga- mál, og fagna af alhug þessum glæsilega áfanga, sem náðst hefir í flokksstarfseminni. Hvatning Því er stundum haldið fram, að æskan eigi ekki að skifta sjer af stjórnmálurn, vegna þess að það sje henni skaðlegt og skemmandi. — Þetta er mjög skakt og er ileipur op firra. Stjórnmálin eru mál málanna. Á æskan að láta þetta áfskifta- laust? Nei, hún getur það ekki. Húp má það ekki og hún vill það ekki. Æskumaðurinn er ekki langt á veg :íominn í hinu raunveru- lega lífi, þegar hann verður að gera sjer grein fyrir hvaða stefnu hann fylgir og það hlýt- ur að vera án efa sjálfstæðis- stefnan. Því hefir stundum verið hald ið fram af rauðliðum að ungir Sjálfstæðismenn sje hugsjóna- laus íhaldsæska. En slík eru fáránleg og fávísleg vígorð, sem finna hvergi hljómgrunn í hug- um íslenskra æskumanna. — SjálfstæðiSflokkurinn hefir markað stefnu sína og lýst hug sjónum sínum skýrar en nokk- ur flo.tkur annar hefir gert. Það var Jón heit. Þorláksson, fyrsti formaður Sjálfstæðis- flokksins, er mótað hefir stefnu hans öllum öðrum fremur. — Hann var djúpvit .ir og stórhuga maður. Ungir Sjálfstæðismenn vilja ganga þá braut áfram, er Jón Þorláksson markaði Ung- ir Sjá.fstæðismenn litu og líta enn til hans sem glæsilegrar og göfugrar fyrirmyndar. Þeir munu’um allan aldur geyma í huga sjer með aðdáun og lotn- ingu minningu þtss fyrsta for- manns Sjálfstæðirflokksins. í þessari baráttu hefir æska Islands verið á framfarabraut. Hún hefir og lagt rækt við og viljað efla bjartsýna trú á eigið framtak og atorkusemi, virð- ingu íyrir heilbrigðri sjálfs- bjargarlöngun og lotningu fyrir frelsi og sjálfstæði. Nú steðja meiri hættur að þjóðlífi okkar en áðurifyr. Á slíkum stundum er hoilbrigt starf í þjóðhollum fjelagsskap ungra kvenna og manna ómet- anlegt öryggi hins íslenska málstaðar. Um leið og liorft er yfir liðin starfsár ungra Sjálf- stæðismanna, er hitt meira um vert, að láta sjer ekki sjást yfir að horfa fram á veginn til nýrra verka og góðra afreka. Ungir Sjálfstæðismenn heita enn sem fyr á æsku íslahds til öflugra samtaka innan flokks- ins. Ef þú ert ekki Sjalfstæð- ilmaður þá skaltu gerast Sjálf- stæðismaður. í því felst góður ásetningui' um þjóðholt starf. Um þetta stendur baráttan. í dag og næstu' daga. ' Giinnar A. Jónsson, Haukadal.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 100. tölublað (07.05.1946)
https://timarit.is/issue/106906

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

100. tölublað (07.05.1946)

Aðgerðir: