Morgunblaðið - 10.05.1946, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.05.1946, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 10. maí 1946 ÁKI ÓSKAR ÞESS, SEM SIGFÚS FORDÆMIR Oheillindi kommúnisía söm í smáu sem stóru Á síðasía fundi bæjarstjórn- ar gerði Sigfiu Sigurhjartarson mikið veður út af því, að bæj- arráð hafði tekið liðlega í að retla einum af verkfræðingum bæjarins, sem nýkominn er hingað til landsins íbúð í Skúla götuhúsunum, sem bærinn er að láta byggja. Taldi Sigfús engu skifta, þótt verkfræðingurinn væri með öllu húsnæðislaus. Hann væri í þannig launaðri stöðu, að hann ætti að geta útvegað sjer íbúð aðstoðarlaust, því að í Skúlagötuhúsunum ættu þeir einir að fá inni, er ekki gætu af eigin ramleik útvegað sjer við- unandi hú^næði. Yfirskins tillaga Sigfúsar. Flutti Sigfús í því sambandi tillögu um, að bæjarstjórnin ákvæði, að Skúlagötuhúsin yrðu eingöngu ætluð fyrir þá sem búa í bröggum eða öðrum heilsuspillandi íbúðum. Sigfús vissi þó mæta vel, að tillaga þessi var flutt að tilefnislausu. Honum var kunnugt, að frá því hafist var handa um bygg- ingu Skúiagötuhúsanna, hefir verið ráðgert, að þau væri að verulegu ætluð fyrir þá, sem í braggahverfum búa, eða við svipuð skilyrði. AUar umræður manna í bæjarráði hafa undan- tékningarlaust hnigið að þessu og Sjálfstæðisflokkurinn hefir margsinnis lýst yfir því, að hann vildi vinna að því, að braggaíbúðunum yrði útrýmt, m. a. með því, að íbúum þeirra væri fengið rúm í íbúðum, sem komið væri upp af opinberri tilstuðlan og braggahverfin rif- in jafnóðum. Sigfus vissi því, að megin- mál tillögu hans var engin ný- ung, heldur það, sem ætið hafði verið ráðgert um Skúiagötu húsin. — Hún var þess vegna ekki flutt til þess að koma neinu því til leiðar, sem ekki var jafnvel borgið án slíks tillöguflutnings, heldur einung- is til hins, að láta líta svo út, sem það væri Sigfús og fjelag- ar hans, er mestan áhugann hefðu fyrir þeim. sem verst v.æru staddir. Sigfús vissi betur. Sigfús segir sennilega, að hann hafi þó það fram yfir aðra flokka, að hann vilji eingöngu ætla þessi hús fyrir braggabú- ana; en hinir flokkarnir vilji ekki setja um þetta svo fast ákveðnar reglur. En á bæjar- stjórnarfundintlm var glögg- lega sýnt fram á, að um slík efni er ekki hægt að setja alveg undantekningarlaus ákvæði. Þegar bæjarhúsin á Melunum voru bygð, var að vísu megin- hluti íbúðanna seldur, en þó var gerð undantekning með nokkrar þeirra. Ekki síst fyrir forgöngu Sigf. Sigurhjartarson ar. Barðist hann eins og hann gat fyrir því, að nokkrum mönnum væri ætlað þar rúm, vegna bess að sjerstaklega stæði a.um þá, og voru þó þeir menn miklu fjarskyldari bæjarstarf- semihni heldur ' en ve'rkfræð- ingur sá, sem nú er um að ræða. Jón Axel Pjeturssor. sýndi einnig fram á það í umræðun- um, að það mundi beinlínis greiða fyrir byggingum í bæn- um, ef oiðið væri við þessari málaleitan verkfræðingsins. — Hann ætti kost á stöðu annars- staðar, þar sem honum stæði til boða íbúð. Uppsögn hans í starfi hjá bænum mundi verða til þess að seinka mundi þeim verk- legu framkvæmdum, sem þörf er á, til undirbúnings nýjum byggingum, hvort heldur bæj- arfjelagsins eða einstaklmga. Sigfús Sigurhjartarson vildi þó ekkgrt af þessu taka til greina, og eyðir heilli síðu í Þjóðviljann síðastliðinn sunnu dag til þess að fjandskapast við borgarstjóra og meirihluta bæj- arstjórnar, Sjálfstæðismenn og Alþýðuuflokk af þessu tilefni. Áki lætur til sín taka. En einmitt sömu dagana, sem Sigfús var að melta með sjer hina stórletruðu árás sína á oorgarstjóra, barst borgarstjóra br]ef, sem hljóðar svo: Atvinnumálaráðuneytið Reykjavík, 3. máí 1946. „Ráðuneytið vill hjer með til árjettingar samtali, er veður- stofustjóri, Teresía Guðmunds- son, átti við yður. hr. borgar- stjóri, um að Geirmundur Árna son, veðurfræðingur, fengi íbúð í húsi bæjarins við Skiúagötu, fara þess á leit, að þjer verðið við beiðni þessari“. Áki Jakobsson, Páll Pálmason. Til Borgarstjórans í Reykjavík. Maður sá, sem hjer um ræðir, mun að vísu illa staddur, og jafnvel búa í bragga, en alveg sama gildir um verkfræðing- inn, sem Sigfús hefur hafið um ræður um, nema að hann er þeim mun ver staddur, að hann hefir enga fast íbúð aðra en þá, sem bæjarstjórnin hefir útvegað honum til bráðobirgða og hann verður þá og þegar að víkja úr. Að því leyti er ekki mikill munur á beim gerandi. Þjóðfjelagsstaða beggja er og svipuð. Báðir fátækir menta- menn í upphafi starfsferils en með allgóð laun. Og báðir munu hafa látið liggja orð að því, að þeir hyrfu úr stöðum sínum, ef vinnuveitandi þeirra, í öðru til fellinu bærinn, en í hinu tilfell- inu ríkið, sæi þeim ekki fyrir íbúð. Áki leitar á náðir íhaldsins. Végna forgöngu Sjálfstæð- ismanna, þá getur bærinn sjeð starfsmanni sínum fyrir íbúð og þannig greitt fyrir því, að véfklegar framkvæmdir í bæh- um gaogi betur en ella. Komm- únistar hafa aftu": á móti bein- línis beitt sjer gegn því, að ríkið hæfist handa um ibúðar- pyggingu hjer í bænum á sama grundvelli og Reykjavíkurbær. Þess vegna verður Áki komm- únista-ráðherra að leita til borgarstjóra um samskonar fyr irgreiðslu fyrir starfsmanni rík isins, og kommúnistar pína aumingja Sigfús til að ráðast í bæjarstjórn og blaði þeirra a borgarstjóra fyrir að hann hefir veitt starfsmanni hæjar- ins sjálfs. Það verður að segja eins og er, að þessi íbúðarmál eru í hvorugu tilfellinu sjerstakt stór mál, en vegna bess, að þau lýsa vinnubrögðum kom.múnista mæta vel, hefur þótt riett að rekja þau til að sýna, hvílík óheilindi eru hvarvetna í starfi þeirra og hversu sáralítið er að marka fjas þeirra í bæjar- stjórn og blöðum Sambandið kaupir vöruflutaingaskip SAMBAND ísl samvinnu- fjelaga hefir all-lengi ráðgert að fá keypt, eða smíðað, flutn- ingaskip, til þess fvrst og fremst að flytja vörur samvinnufjelag- anna beint milli útlanda og þeirra hafna, sem Sambands- fjelögin starfa við. Var i þessu augnamiði stofn- að til sjóðmyndunar fyrir nokkrum árum, en eigi var hægt að hefjast handa meðan styrjöldin stóð, Á öndverðu þessu ári var á- kveðið að leita eftir möguleik- um um kaup, eða byggingu, nýs skips. Var Gunnar Jyarsen, framkvæmdastjóri útgerðar- deiídat Kaupfjelags Eyfirðinga fenginn til þess að fara utan, i þessu.m erindum. I byrjun apríl gerði hann samning, fyrir hönd Sambands- ins, við ítalskt skipabyggingar- fjelag um kaup á skipi, sem það hafði í smíðum. Skip þetta er: 83,60 mtr. á lengd. 12,30 mtr. á breidd. ca. 2.100 smáh að stærð og 3.000 +en:ingsínetrar að rúm- máli. Skipið verðui' rhcð 1.200 H.K. Ansaldo-Fiat-dieselvjel og á að ganga 12 mílur fullhlaðið. Skipið er byggt úr stáli og skal öll vinna vera svo, að full- nægi hörðustu kröfum bestu flokkunnrfjelapa. ' Allur búnaður þess verður hinn vandaðasti. Skipinu er fvrir nokkru hleypt af stokkunum, og er byrjað að koma vjel þess fyrir í því. Það skal vera fullbúið og afhent í lok júlímánaðar n. k. Knattspyrnufjelagið Valur 35 ára KNATTSPYRNUFJELAGIÐ Valur verður 35 ára á morg- un. Fjelagið var stofnað 11. maí innan K.F.U.M., og var sjera Friðrik Friðriksson aðalstofnandi þess. Fjelagdð var í fyrstu ekkert sigursælt, en hefir nú unnið íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu oftar í kepni en nokkuð annað fjelag. Valur tók í fyrsta sinn þátt í íslandsmótinu 1915 og tók síðan þátt í því til 1919, en frá þeim tíma til 1923 kepti fjelagið ekki í meistaraflokki, eða I. flokki, eins og hann hjet þá. Voru yngri flokkarn- ir aðaluppistaðan í fjelaginu á þessum tíma. En 1923 byrj- aði fjelagið aftur að taka þátt í íslandsmótinu og hefir gert það æ síðan og einnig tekið þátt í öllum öðrum knatt- spyrnumótum, sem haldin hafa ^erið hjer frá þeim tíma. Frá 1928—’45 var Valur í úrslitaleikjum í öllum meist- araflokksmótum, sem haldin voru. Árin 1938 og ’39 vann ITI.-flokkur fjelagsins alla leiki, sem hann tók þátt í og skoraði 32 mörk gegn engu. Valur varð íslandsmeistari í fyrsta sinn 1930, eftir harð- on leik við K.R. Síðan hefir V alur orðið íslandsmeistari 11 sinnum í knattspyrnu. Af einstaklingum í fjelaginu hafa þeir Hermann Hermanns son og Frímann Helgason oft ast orðið meistarar, eða 10 sinnum hvor. — Reykjavíkur meistari varð Valur fyrst 1932 og hefir orðið það alls 8 sinnum. Má fjelagið áreiðan- lega mikið þakka hve sigur- sælt það hefir verið í meist- araflokki, að það hefir altaf lagt mikið kapp á að efla II. og III. fl., þar sem meistara- íiokksmennirnir hafa fengið sína undirþúningskunnáttu. Valur hefir leikið við alla þá crlendu knattspyrnuflokka, sem hingað hafa komið, með mjög góðum árangri. Fjelagið hefir 2svar farið sjálfstæðar ferðir til Norðurlanda og 1 sinni til Þýskalands, með Víking. Hefir fjelagið haft 3 erlenda knattspyrnuþjálfara. En þótt Valur sje fyrst og. ^íremst knattspyrnufjelag, hef. ir fjelagið einnig lagt stund. á handknattleik og tekið þátt jí öllum mótum, sem hjer hafa- |Verið haldin fyrir karla í jþ'eirri grein. íslandsmeistari í innanhússknattleik hefir Jfjelagið orðið fjórum sinnum og þrisvar í útihandknattleik. Valur byrjaði að æfa*skíða jíþrótt 1937. Hafði fjelagið Teigðan skála hjá Í.R. rjett |hjá Kolviðarhóli, þar til 1942, að það reisti sjálft skála, þar jskamt frá. Var hann að öllu leyti reistur í sjálfboðavinnu. (Refir Valur 2 undanfarin ár haft innanfjelagsskíðamót og tók í fyrsta sinn þátt í skíða- jmóti Reykjavíkur 1946. Hafa A/als-menn gert 2 íþróttavelli hjá skálanum, einn grasvöll og annan malarvöll. Verður æft þar á sumrum. Þá á Valur stórt land að Hlíðarenda suður við flug- völl. Er nú verið að breyta húsum þar og er ákveðið að ryðja þar æfingarsvæði. l"Verða þar framtíðaræfinga- vellir Vals og heimili. j Valur minnist 35 ára af- mælisins á morgun með sam- jsæti í samkomusal nýju mjólkurstöðvarinnar. Stjórn Vals skipa nú: Þor- kell Ingvarsson, forftiaður, j.lóhannes Bergsteinsson vara formaður, Sig'urður Ólafsson, lieh., Baldur Steingrímsson, 'gjaldkeri, Hrólfur Benedikts-. json, ritari, Andreas Berg- ,mann, brjefritari og Sveinn Helgason, unglingaleiðtogi. jEnnfremur vinnur 8 manna ^fulltrúaráð í sambancli við ^stjórnina og er Sveinn Zoega .formaður þess. K.R. hefur nú keppt í frjálsum íþr. í 25 ár Kooi fyrsi fram á Víðavangshiaiq)! ÍR1921 FYRSTA fríálsíþróttakeppni, sem Knattspyrnuíj elag Reykja víkur tók þátt í var 6. Víða- vangshlaup ÍR á sumardaginn fyrsta 1921. Núna á sumardag- inn fyrsta voru því liðin rjett 25 ár síðan KR fór að keppa í frjálsum íþróttum, en fram til þess tíma hafði fjelagið að eins lagt stund á knattspyrnu. Frjálsíþróttadeild KR mint- ist þéssa merkisafmælis i sögu fjelagsins fyrsta sumardag með hófi í V.R. Formaður deiklarinn ar Brynjólfur Ingólfsson, stjórn aði hófinu, en þar voru mættir auk ýmissa núverandi frjáls- íþróttamanna fjeíágsins, nokkr ir þeirra elstu. Aðalhvatamaður að því, að K R tók þátt í Víðavangshlaup- inu 1921 og upphafsmaður að frjálsum íþróttum í KR var Kr. Framh. á bls. 5.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.