Morgunblaðið - 26.06.1946, Blaðsíða 1
16 síður
Tveir hátíndar:
LOKASIGURIIMIM í SJÁLFSTÆÐISMÁLIIMIJ
OG HIIM STÓRVIRKA IMÝSKÖPUIM
Utvarpsræða Ólaís Thors íorsætis-
ráðherra í gærkveldi
Ólafur Thors, forsætisráðherra
Haniökur víia í
Palestíiui
London í gærkvöldi.
ÞRIR karlmenn og einn
kvenmaður voru handtekin i
Palestínu í dag og ákærð fyrir
að hafa undir höndum óleyfi-
legar vopnabirgðir. í gær fóru
og fram handtökur víða í land-
inu af sömu sökum.
Þá fara nú fram allvíðtæk
rjettarhöld yfir 30 Gyðinga-
piltum og einni stúlku, og eru
þau sökuð um margvíslegan
mótþróa við bresku yfirvöldin
í Palestínu. í rjettarhöldunum
í dag vitnuðu tveir hinna
ákærðu í Gamla te?tamentið,
en auk þess voru 30 vitni leidd
gegri þeim. Rjettarhöldunum
yerður haldið áfram á morg-
un.
Bróðir Goebbels
handtekinn
London í gærkvöldi.
SAMKVÆMT upplýsingum
amerísku hernámsstjórnarinn-
ar í Þýskalandi, hefir nú Kon-
rad nokkur Goebbels, bróðir
dr. Josephs Goebbels, verið
handtekinn í smáþorpi nálægt
Darmstadt. Því fylgir fregn-
inni, að hann hafi lýst því yfir
við handtökuna, að hann hafi
ætíð verið ntikill aðdáandi
bróður síns og mundi verða
nasisti til dauðadags.
Indverskir Múham-
edstrúarmenn sam-
þykklr myndun
bráðebirgða-
sljómar.
New Dehli í gærkvöldi.
ÞVÍ hefir nú verið lýst yfir
opinberlega í Indlandi, að
flokkur Múhamedstrúarmanna
þar í landi, hafi ákveðið að
taka þátt í myndun bráða-
birgðastjórnar fyrir landið.
Eins og kunnugt, er hefir þjóð-
þingsflokkurinn hafnað tillögu
Breta um bráðabirgðastjórn, en
lýst sig hins vegar fylgjandi
tillögum þeirra um framtíðar-
skipun landsins.
Þess er nú vænst, að Ind-
landsmálanefndin svokallaða
muni hverfa heim til Englands,
til að gefa stjórninni skýrslu,
innan örfárra daga. — Reuter.
Sjálisiæðismálið.
Há'ttvirtu hlustendur.
Flokkar og menn sækja nú
mál sitt og verja fyrir dóm-
stóli þjóðarinnar. Innan
fárra daga fellur dómurinn.
Sjálfstæðisflokkurinn þykist
ekki þurfa að kvíða honum.
Á því kjörtímabili, sem nú
er á enda, eru það tveir við-
burðir á sviði stjórnmálanna,
er hæst gnæfa, og annar þó
miklu hærra.
A ég þar, eins og allir
munu vita, við endurreisn
lýðveldisins hinn 17. júní
1944, og myndun nýsköpunar
stjórnarinnar hinn 21. okt.
sama ár.
Þegar gengið var til kosn-
inga í júlí 1942, höfðu allir
flokkar ásett sér að endur-
reisa lýðveldi þá um haustið.
Vegna tilmæla forseta Banda
ríkjanna samþykkti þó Al-
þingi, er háð var í ágúst 1942
einróma að fresta málinu.
Jafnframt tókst Sjálfstæðis-
flokknum, sem þá fór með
völd í landinu, hinn 14. okt.
1942 að fá frá forseta Banda-
ríkjanna yfirlýsingu þess
efnis, að Bandaríkin hefðu
ekkert að athuga við endur-
reisn hins íslenska lýðveld-
is, ef það yrði eigi gert fyrr
en eftir árslok 1943. Mun yí-
irlýsing þessi síðar verða
talin mjög merkur viðburð-
ur í frelsisbaráttu íslend-
inga. Með henni gaf voldug-
asta lýðveldi veraldarinnar
fyrirfram viðurkenningu á
lögmæti ‘ endurreisnar hins
íslenska lýðveldis.
í kjölfar þeirrar viður-
kenningar sigldu síðan allar
þær þjóðir, er hér höfðu um-
boðsmenn, — að Rússum ein
um undanskildum, — á Al-'
þingi því er háð var á Þing-
völlum hinn 17. júní 1944.
Eftir þetta og alveg að ó-
væntu spunnust þó harðvít-
ugar deilur um sjálfstæðis-
málið. Skulu þær eigi raktar
hér. Aðeins á það minnt, að
á öndverðu árinu 1944 horfði
um skeið svo hörmulega um
endurreisn lýðveldisins, að
helst mátti ætla,að riðlast
myndu þeir 3 flokkar, er
heitið höfðu að fylgja mál-
inu fram til sigurs. Beitti
þá Sjálfstæðisflokkurinn sér
fyrir sættum. Tókust á síð-
ustu stundu sæmilegar sætt-
ir með stjórnmálaleiðtogun-
um, og átti Sjálfstæðisflokk-
urinn farsælan þátt í því.
Þjóðin lét ekki á. sér st?.nd.?..
Hún bar málið fram til hins
glæsilegasta sigurs Er það
og sannmæli um ýmsa
stjórnmálaföringjana — og
eru þar fleiri undir sökina
seldir en almenningur ennþá
veit um — að þjóðin leiddi
þá inn í fyrirheitna landið,
en þeir ekki þjóðina.
Sjálfstæðisflokkurinn
fylgdi málinu fast eftir, enda
var þess hin mesta þörf. Það
er óvefengjanleg staðreynd,
sem flestir munu nú viður-
kenna, að eigi mundi lýðveld
ið hafa verið endurreist á ár-
inu 1944, trauðla enn, og ef
til vill aldrei, ef Sjálfstæð-
isflokkurinn hefði nokkurn
bilbug sýnt á sér, eða nokkru
sinni linað á kröfunni um að
nota hið einstaka tækifæri
sem þá gafst til að endur-
reisa lýðveldið.
Sjálfstæðismálið er nú
leyst. — Það skiftir mestu.
Hitt minnu, að sumum þeirra
er nú sækja fram til forustu
í stjórnmálum þjóðarinnar,
er því betur borgið, sem
þeirra er að minnu getið í
sambandi við úræðin á ör-
lagastundinni í frelsisbar-
áttu þjóðarinnar. Má og
treysta því, að nú séu þær
raddir að fúllu niður kveðn-
ar, sem þegar mest á yalt
að fylgja fram málstað ís-
lands með trúmennsku og
einurð, töldu það meiru
varða að temja sér fágaða
hirðsiði, og það sem þá hét
„réttar norrænar umgengnis-
Framh. á 2. síðu.
Danlr búast við góð-
um sýningum fim-
leikamannanna
íslensku
Kaupmannahöfn í gær.
Einkaskeyti til Mbl.
ÍSLENSKI fimleikaflokkur-
inn kom hingað í morgun, og
sýnir í Hermeshallen í kvöld.
Blöðin ræða um hann fyrir-
fram og eru ummælin lofsam-
leg. Þau ræða um hina ágætu
dóma, sem fimleikamennirnir
hafi fengið hjá hinum Norður-
landaþjóðunum og segja að
þeir boði mjög óvenjulegar
sýningar. Skrifa blöðin, að
margir, sem áhuga hafi á leik-
fimi munu grípa þetta tæki-
færi til að sjá ágætan fimleika-
flokk.
Berlingske Tidende skrifa
að norsk og sænsk blöð hafi
einróma hafið frammistöðu
flokksins til skýjanna, og geti
fimléikaáhorfendur Hafnar átt
von á einstæðum viðburði, ef
þessir fimleikamenn komist
eitthvað nærri hinum íslensku
fimleikastúlkum, er vakið hafi
svo ákafan fögnuð við afmæli
danska fimleikasambandsins
1939. — Páll.
Kaupmannahöfn í gær.
Einkaskeyti til Mbl.-
HINGAÐ TIL hafa 130 ís-
lendingar sem hjer eru búsettir
greitt atkvæði til Alþingis-
kosninganna, én nokkrir fleiri,
sem búsettir eru í Svíþjóð. Bú-
ist er þó við ,að atkvæði munu
greiða talsvert fleiri af þeim
Islendingum, sem búsettir eru
i Kaupmannahöfn. — Páll.
Bor hershöfðlngi
heíðursborgari í
New York
LONDON. Bor Komorowsky,
pólski hershöfðinginn, sem
stjórnaði uppreisninni í War-
sjá 1944, hefir verið gerður
heiðursborgari í New York. —-
í skjali því sem honum var af-
hent, var farið lofsamlegum
orðum um baráttu hans við of-
urefli liðs í Warsjá.