Morgunblaðið - 26.06.1946, Page 2

Morgunblaðið - 26.06.1946, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 26. júní 1946 — Ræða Ólafs Framh. af 1 aíða. venjur“ gagnvart Dönum, og einkum þó konungi þeirra, - en. hitt, að hætta engu að ó- þörfu um endurheimt fulls þjcðfrelsis íslendinga. Síjórnarmyndunin. Vík ég þá að myndun ríkisstjórnarinnar. Ríkis- stjórnin á að sönnu afarmikl- um og vaxandi vinsældum að fagna. Þó er enn haldið uppi áróðri gegn myndun hennar og eigi síður gegn stefnu hennar og störfum. Er þeim áróðri best svarað með því að rekja höfuðdrætti málsins. 'Síðast þegar kosið var fór Sjálfstæðisflokkurinn einn með stjórn. Var flokkurinn að vísu þá sem nú, þeirrar skoðunar, að þjóðin þarfnað- ist sterkrar stjórnar, sem þeirrar er nú situr að völd- um. en ekki veikrar flokks- stjórnar, en tók þó á sig þunga og erfiðleika ábyrgð- arinnar þegar aðrir skutu sér undan skyldunni. Stjóm Sjálfstæðisflokksins leiddi kjördæmamálið til lykta og kom jafnframt sjálfstæðismálinu svo vel á- leiðis sem auðið var, eins og ég þegar hefi skýrt frá. En enda þótt Sjálfstæðisflokk- urinn sigraði við kosningarn- ar 1942, og v fjölgaði þing- •mönnum sínum úr 17 upp í 20, samtímis því sem þing- mönnum Framsóknarflokks- ins fækkaði úr 20 niður í 15, þá hafði Sjálfstæðisflokkur- inn þó eigi meirhluta þing- fylgi. Hann sagði því af sér strax að afloknum kosning- um,- og lagði til að mynduð yrði stjórn allra þingflokk- anna. Var það reynt, en tókst ekki. Eftir það hófust hinar víðfrægu tilraunir Fram- sóknarflokksins, Sósíalista og Alþýðuflokksins til myndun- ar samstjórnar þeirra flokka. Brast þá forustuhæfni Fram- sóknar. Endaði sú friðarráð- stefna, svo sem kunnugt er, með skelfingu eftir 6 mán- aða strit. Er vel að þess sé nú minnst, að ekki skorti Framsóknarflokkinn þá, fremur en endranær, viljann til þess að sitja í stjóm með Sósíalistum, enda gaf flokk- urinn út, þegar samningar voru brostnir, varnarrit eitt mikið. er sanna átti, að ekki væri það honum að kenna að þær ástir tókust ekki. Meðan þessu vatt fram var mynduð hin svonefnda utan- þingsstjóm. Hún átti ekki rætur í þinginu og reyndist því ómegnug þess að veita þjóðinni nauðsynlega forustu á hinum örlagaríkustu tím- nm. Seig því jafnt og þótt á ógæfuhliðina. Þvarr þá að verðleikum virðing þjóðar- innar fyrir Alþingi jafnt sem álit umheimsins á íslending- um. Þegar draga tók að endur- reisn lýðveldisins, gerði Sjálfstæðisflokkurinn sér vonir um að innan Alþingis væri vakinn sá skilningur á að eigi mætti við svo búið standa, er nægja mætti til þess, að sameina þingið um myndun þingræðisstjórnar. Kvaddi því Sjálfstæðis- flokkurinn saman forystu- menn allra flokka í maí- mánuði 1944, í því skyni að ræða myndun þingræðis- stjórnar. Þær tilraunir mis- tókust. Tók Sjálfstæðisflokk- urinn þær upp að nýju í júlí-mánuði það ár. Var nú setið að samningum þar til 3. október, að formaður þingsflokks Framsóknar- • flokksins tilkynnti, að hann tæki ekki lengur þátt í þeim umleitunum. Fól þá forseti íslands mér að mynda stjórn. Snéri ég mér fyrst til Framsóknarflokksins. Hann gerði þá, og þá einu upp- ástungu. er. hann vissi að tveim dögum áður hafði ver- ið felld í Sjálfstæðisflokkn- um með atkvæðum allra 20 þingmanna flokksins, að mynduð yrði stjórn undir forsæti dr. Björns Þórðar- sonar. Skyldi sú stjórn sem allra minnst aðhafast. Hefir síðar sannast að fyrir Fram- sóknarflokknum vakti að halda glundroðanum við, ganga síðan til kosninga vor- ið 1945 og kenna Sjálfstæðis- flokknum um óreiðuna, með þeim rökum, að meðan að Framsóknarflokkurinn hefði verið stærsti flokkurinn á þinginu hefði landinu verið stjórnað, en eftir að Sjálf- stæðisflokkurinn var orðjnn forystuflokkurinn, hefði allt gengið úr reipunum. Sá Sjálf- stæðisflokkurinn við þessu bragði, og má það vera öll- um Sjálfstæðismönnum gleðiefni. Er og fullvíst, að því fer fjarri að samstjórn Sjálfstæðisflokksinsog Fram- sóknarflokksins, þótt mynd- uð hefði verið, hefði reynst þess megnug að gera það sem nú er orðið, enda þótt tekist hefði að vekja til lífs einhverja framfaralöngun í hugum Framsóknarmanna. Ég snéri mér því til Sósíal- ista og Alþýðuflokksins. Sósíklistar gengu strax að tilboði mínu, enda var það samið með hliðsjón af því er áður hafði verið rætt milli allra fjögurra þingflokkanna. Alþýðuflokkurinn setti nokk- ur skilyrði, en gekk síðan til samstarfs eftir að ég hafði fallist á þau þeirra, er mér þóttu aðgengileg. Þetta er saga stjómar- myndunarinnar. Hún sýnir, að ekki varð með nokkru móti lengur unað við að Alþingi léíi þjóð- ina forustulausa. Hún sýnir að Sjálfstæðis- flokkurinn hafði forustu um úrbæturnar. Thors forsætisráðherrá Hún sýnir að Framsókn- arflokkurinn skarst úr leik jafnt um þátttöku í allra flokka stjórn, sem um sam- starf við Sjálfstæðisflokkinn einan. Og loks sýnr hún, að áður en núverand stjórn var mynduð, höfðu allar aðrar leiðir verið reyndar. Af þessu leiðir, að eigi verður með neinum rökum ráðist á stjórnarmyndunina útaf fyrir sig. Steína stjórnarinnar. Kem ég þá að stefnu stjórnarinnar. Stjórnin tók við völdum 21. október 1944. Höfuð stefn- umið hennar er, að leitast við að tryggja öllum íslend- ingum atvinnu við sem arð- bærastan atvinnurekstur. Þjoðin tók stjórninni . með miklum fögnuði, svo slíks munu vart dæmi hérlendis. Forkólfar Framsóknarflokks- ins eru þar þó undantekning. Þeir hentust af þinginu út um allar byggðir landsins til að ófrægja stjórnina, áður en hún tók við völdúm. Þeir sögðu nýsköpunarfyrirætlan- ir> stjórnarinnar aðeins inn- antóm orð, blekkingu, nýju fötin keisarans. St’jórninni dytti aldrei í hug að fram- kvæma loforðin. Aldrei hefði jafn veik og sjálfri sér sund- urþykk stjórn setið að völd- um á íslandi. Stjómin væri bráðfeig og myndi löngu dauð og grafin áður en fyrsta fleytan snéri trjónunni að ströndum Islands. Þess hefur nokkuð gætt, eftir því sem vinsældir stjórnarinnar hafa vaxið, að stjórnarflokkarnir hver um sig, hafi viljað eigna sér sem stærstan þátt í myndun og starfi stjómarinnar. Skal ég um það fátt eitt segja. Sæti illa á mér að gera tilraunir til að draga úr verðskulduð- um heiðri samstarfsmann- anna, jafn ágætt sem sam- starfið hefur verið innan ríkisstjórnarinnar og svo mjög sem samstarfsmenn mínir hafa lagt sig í fram- króka til að létta mér hlut- verk mitt í ríkisstjórninni. Skiftir það og minnstu máli hver mestan á heiðurinn, en hitt öllu að samstarfið hefir orðið stjórnarliðum til sóma, en þjóðinni til gagns og blessunar. En ekki þykist ég halla réttu máli, þótt ég telji líklegt að flest þau skilyrði sem Alþýðuflokk- urinn setti fyrir samstarfi myndi hann hafa fengið upp- fyllt án fyrirfram samninga. Bendi ég í því sambandi á að engir fyrirfram samning- ar voru gerðir um. flesta þá míklu lagabálka er nú hafa verið samþykktir. Þá þykir mér og sem nokk- uð vandist málið, ef færa skal sannir á, hverjum fyrst datt í hug að hagnýta skjót- fenginn auð þjóðarinnar til kaupa á nýjum tækjum, jafnmargir framsýnir menn sem lengi hafa hugsað þá hugsun og orðað hana. Hitt er staðreynd sem engum er ljúfara en mér að játa, að formaður Sósíalistaflokksins, hr. Einar Olgeirsson, er með- al þeirra er með allra mestri atorku hefur gengið að því að hrinda þeirri djörfu hug- sjón í frámkvæmd. Læt ég svo útrætt um það mál. Efndirnar. Stjórnin tók strax til ó- spiltra málanna. Aðkoman var óvenju örð- ug. Óleyst vandmeðfarin verkefni biðu á hverjum hjalla. Snéri stjórnin sér fyrst að þeim vinnudeilum, er um alllangt skeið höfðu log- að og stöðugt breiddust út. Stjórninni tókst að setja þær niður. Frá þeirri stundu öðl- aðist þjóðin hinn ómetan- lega vinnufrið með fáum og hlutfallslega smáum afvik- um, Þá snéri stjómin sér að afurðasölunni. Það voru fleiri en Framsóknarmenn sem um þær mundir boðuðu verkfall. Bretar, sem keypt höfðu næstum allar afurðir lands- manna, kröfðust nú 20 % verðlækkunnar á aðalútflutt- ningsvörunurn. Skal þeim síst lagt það til lasta, jafn miklar fórnir sem þeir höfðu lagt á altari ófriðarins. Rek ,ég ekki þá sögu, en segi að- eins frá því, að stjórnin lét ekki hugfallast. Hún neitaði að ganga að verðlækkunnar- kröfunni. Hún einsetti sér að berjast til þrautar fyrir hags- munum sjómanna og útvegs- manna. Henni tókst að fá frystihúsin til að greiða sama verð og árið áður, þrátt fyrir óvissuna, óbjörgulegar söíu- horfur og verðfallshættuna. Ofan á þetta bætti stjórnin því, að í staðinn fyrir verð- fallið fyrirskipaði hún 15 % verðhækkun á nýjum fiski til útfluttnings. Þegar þessu var lokið, hóf stjórnin samn- inga við Breta. Þeim lyktaði þannig að bað tókst að fá 20- 30 miljónir meira fyrir út- fluttningsvörurn^r en á horfð ist og með því að bjarga af- komu sjómanna og útvegs- manna og í rauninni alls al- mennings í landinu. Skipti það án efa miklu máli. að með völdin fór stjóm, er því hafði heitið að bæta kjör al- mennings, o;g átti þessvegna lífið undir að verjast verð- falli, en ekki ríkisstjórn sem, eins og Framsóknarflokkur- inn, sífellt var að stagast á of háu verðlagi, og láta í það skína að þjóðinni væri því betur borgið sem verðfallið kæmi fyrr. Samfara þessu tók stjórn- arliðið forustuna á Alþingi. Samkomulag náðist um milli 10 og 20 milj. kr. nýja skatta álagningu. Sýndi það sam-» starfsviljann. Tillögur mið- stjórnar Framsóknarflokks- ins um framlag til landbún- aðar voru hækkaðar úr II upp í 13 miljónir. En til sam gangna úr 18 milj. kr. upþ í 22 Vz milj. króna. Myndar-< lega var á málefnum útvegs- ins tekið. Deildi Framsóknar-i flokkurinn sérstaklega á ríkia ábyrgðir til bátakaupa og nýrra síldarverksmiðja.Munu þær árásir nú þykja minna' virði en banabiti þeirra, þ. e. a. s. þrjátíu og einnar kr. verð lagið á síldarmálinu,erstjórrí inni hefir tekist að tryggja útvegnum. En mestu varðar þó á þvf þingi, lagasetningin um Nýn byggingaráðið og nýsköpun-< ina. Dirfist nú enginn lengug að dylgja um nýju fötin keis- arans, er að því líður að fiskiskipaflotinn tvöfaldast>: en kaupskipaflotinn fjórfald- ast. Jafnframt verður á þessú sumri afköst síldarverksmiðj-* anna nær tvöföld frá árinu 1944, en framfarir á mörgum öðrum sviðum við sjó og í sveitum hlutfallslega svipað- ar. Standa vonir til að and- virði útfluttningsvöru lands- manna verði að ári 5—600’ ~ milj. kr., eða 10—-12 sinnurri það er var fyrir ófriðinn. Þá hefur stjórnin og engú minni áherzlu lagt á öflurí nýrra markaða en tækja. Er nú búið að semja við Breta, Svía, Rússa, Frakka, Finna og Tékka, en í undirbúningf samningar við 5 aðrar þjóðir, og með þessum hætti búið að selja alla útflutn.vöru lands manna fyrir hærra verð en bjartsýnustu vonir stóðu til.: Væri að sjálfsögðu jafn óvit- urlegt af stjórnarliðum að eigna sér allan heiðurinn af þessu, sem hitt, ef stjórnar- andstæðingar dirfðust að' neita. því, að hér sem ella, veldur miklu hver á heldur. Ég skal fúslega viðurkenna að stjórnarliðið hefur ofii þurft að horfast í augu við erfiðleika, er lítt sýndust viðráðanlegir. Þannig horfði! ekki bjögulega' á síðastliðnu hausti, er stjórninni bárust skilaboð frá stjórn Bretlands, þess efnis, að Bretar, sem fram að þesu höfðu keypf nærri allan hraðfrysta fisk- inn, myndu nú alls engari slíkan fisk kaupa, hvorki ríkí né einstaklingar. Verri tíð- inda var vart von á sviðí verzlunar og viðskipta. Erí enn sem fyrr ásetti stjómin sér að berjast til hins ítrasta fyrir hagsmunum útvegsins. Hún boðaði ekki verðfall á nýjum fiski. Nei, í þess stað fékk hún enn frystihúsin í lið með sér. Að þessu sinni lét stjórnin eigi nægja að hindra verðfall á nýjum fiski' til frystingar. Hún fyrirskip- aði yfir 10 % verðhækkun og tók ábyrgð á afleiðingum Framh. á bls. 6. \ V

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.