Morgunblaðið - 26.06.1946, Síða 5

Morgunblaðið - 26.06.1946, Síða 5
Miðvikudagur 26. júní 1946 MORGUNBLAÐIÐ 5 Hörmuleg tilraun ung-krata til að afsaka /Egis-ferðina Ungir jafnaðarmenn hafa orðið varir við áfellisdóm almennings út af því til- tæki þeirra, í skjóli doms- málaráðherra, að taka varðskipið Ægi til skemti- ferðar til Vestmannaeyja um Hvítasunnuna. Hefir áður verið frá þesfeu ferðalagi ung-kratanna skýrt, en s.l. föstudag hefjast þeir handa í Alþýðublaðinu til þess að afsaka sig og ráðherra flokksins. Aumingja drengirnir vita upp á sig skömmina, og í sam- ræmi við hina vondu samvisku, eru tilraunirnar til afsökunar aumlegar. Þeir segja 1 Alþýðublaðinu: „Af hreinni tilviljun harst fjelaginu sú frjett----og það var íhaldsmaður, sem færði fjelaginu þær frjettír-----að Ægir ætti að fara til Vestmanna eyja laugardaginn 8. júní Id. 8 að morgni. — — Það verður þó ekki sjeð að F. U. J. hafi drýgt neinn glæp, þótt það fengi sjer far með skipinu, sem hverjir aðrir farþegar, þar sem því var ætlað að fara til Eyja hvort sem var og ekki hefur staðið á greiðslu fargjaldsins“. Jæja, — þetta er þá afsök- unin, að Ægir átti að fara til Eyja „hvort sem var“, og ung- kratarnir fengu sjer far bara „sem hverjir aðrir farþegar“, og einnig „skýrt tekið fram að lokum, að Finnur Jónsson dómsmálaráðherra hafði ekkert með þessa ferð að gera“. En bíðum nú við. Ef þetta var áætlunarferð skipsins, hvers vegna frjettu þá ung- kratarnir um hana aðeins af „hreinni tilviljun“, frá' „íhalds- manni“? Var ekki ferðin auglýst eins og aðrar áætlunarferðir eða Vita upp á sig skömm- ina ogskitna enn meira á Pílatusarþvottinum sjerstakar ferðir fyrir almenn- ing? Ef litið er á dagblöðin frá þessum tíma, kemur í ljós, að 7. júní auglýsir Skipaútgerð ríkisins ferðir fimm skipa: — Esju, Sæfara, Heklu, Mjölnis og Hrímfaxa — en ekki Ægis. Og laugardaginn 8. júní auglýs- ir skipaútgerðin ferðir tveggja skipa, og birtum við hjer mynd af þeirri auglýsingu: E.s. „Krtmfaxi" Vegna 4%crSar á SílSinni er-v lendis fer Hrímfaxi næstu fcrð auítlir. Bnrtför hjeðan ákveðin 13. þ. m. TekiS á móti fiutn- " íarí tii ailra hafna milli Horna- / f jarSar og Sigiuf járðar á þriSjn ! daginn. 44 Farþegaferð til IsafjarSar «g ef tíl vill fleiri Vestfjarðahafna næstkomandi þriðjudagskvöld, Væntanlegir farþegar láti skrá sig á skrifstofu vorrl fyrir há- degi sama dag. Þarna er að vísu auglýst ferð Ægis en bara ekki til Vest- mannaeyja! Það fyrirfinnst engin aug- lýsing um Vestmannaeyjaferð- ina — og er með öllu þessu sannað, að vesalings ung-krat- arnir vita upp á sig skömmina — ætla að reyna að afsaka sig, en verða til þess að auglýsa enn frekar vanvirðu sína og ráðþerra Alþýðuflokksins. Einar Olgeirsson hefir verið einn skeleggasti boð- beri byltingastefnunnar hjer á landi, þó að hann hafi talað mildilega um frið og samstarf í útvarp- inu í gærkvöldi. Hann hefir gefið skýr- ingu á byltingaboðskap sínum mtð þessum orð- um: „Kommúnistaflokk- úrinn vill byltingu, af því að hann vill sócialisntann og veit að honum verður ckki komið öðru vísi á, eins og reynslan í Rússlandi og Þýska- landi hefir hezt sann að“. Ungir Reykvíkingar! Minnist þessa við kjör- borðið. ------------ ■ ■■'i-Tf Fjöldinn á æsku lýðsfundi Hcimdallar fyrir kosningarnar í vetur. Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur frelsisins ÞAÐ er kunnara en frá þurfi að segja að við síðustu bæjar- stjórnarkosningar vann Sjálf- stæðisflokkurinn einn sinn stærsta kosningasigur, ekki að- eins hjer í höfuðstaðnum, held- ur og í flestum bæjum út um land. Og er okku ræskumönn- um það mikill heiður að hafa átt mikinn þátt í þeim sigri. Og einmitt nú, er alþingis- kosningar eru framundan, finnst mjer sannarlega ómaks- ins vert að staldra við og íhuga hversvegna æskan fylkir sjer svo eindregið um Sjálfstæðis- flokkinn og stefnu hans. íslendingum er frelsisþráin í blóð borin. Frá því að fyrsti landnámsmaðurinn stje hjer á land hafa íslendingar háð lát- lausa baráttu við erlenda og innlenda kúgara. Og það er engin tilviljun að Sjálfstæðisflokkurinn skuli vera arftaki hinna mörgu, löngu horfnu íslensku afburða manna, er fremstir stóðu í bar- áttunni gegn erlendri og inn- lendri kúgun. Því aðaluppi- staðan í st'efnuskrá hans, er einmitt algert frelsi einstakl- ingsins, bæði hið innra og ytra. Frelsi til að hugsa, tala, skrifa og frelsi til löglegra athafna. Sjálfstæðisflokkurinn trúir að einstaklingsfrelsið og framtak- ið sje traustasti máttarstólpi lýðræðisskipulagsinsoð það er ekki síst skoðun æskumannsins, sem sækir fram til aukins þroska andlega og líkamlega og efnalegs sjálfstæðis. Aðalandstæðingar Sjálfstæð- isflokksins, Kommúnistar og Kratar hafa báðir ríkisrekst- ur á stefnuskrá sinni, sem ó- hjákvæmilega hlítur að rýra til - mikilla muna athafna írelsi einstaklingsins og draga úr löngun hans og vilja til að standa á eigin fótum. Breiðast er þó bilið milli Sjálfstæðisflokksins og Kom- múnistaflokksins. Kommúnista- flokkurinn er flokkur einræð- is og ófrelsis. Aðal stefnumál hans er þjóðnýting á líkama og sál. Þeirra fyrirmyndarríki er Rússland og þeirra guð er ein- valdurinn Stalin. í þessu sambandi er ekki úr vegi að taka „Fyrirmyndarrík- ið“ lítilsháttar til athugunar svo öllum megi verða ljóst hvað það er sem koma skal ef Kom- múnistar fengju aðstöðu til að taka völdin í sínar hendur, auð- vitað með byltingu, því 3cið lýðræðis og þingræðis er von- laus, hjer á landi sem annars- staðar, enda ekki á þeirra stefnuskrá. í Rússlandi eru allir flokkar bannaðir nema Kommúnista- flokkurinn. Enginn má gefa út blöð eða bæklinga um þjóðfje- lagsmál nema Kommúnista- flokkurinn. og ríkisstjórnin, sem er líka stjórn Kommúnista- flokksins. Enginn fær að eiga neitt, öllum er skömtuð sultar- laun, nema hinni nýju yfir- stjett Kommúnistaflokksins, en hún skamtar sjer sjálf eftir þörfum. Frjáls hugsun og frmtak hef- ir fyrir löngu verið kæfð í blóði. Almenningi eru gefnar sem minnstar og ósannastar frjettir af öðrum þjóðum. Enda gæti Frh. á bls. 12. Almennur æskulýðsfundur í ungra Sjálfstæðisma^na Fylkið liði í Sjálfstæðishúsið annað kvöid. Heimdallur, fjelag ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, boðar til almenns fundar í Sjálfstæð- ishúsinu annað kvöld. Hljómsveit hússins leikur í byrjun fundarins, en síðan verða fluttar stuttar ræður og ávörp. Unga fólkið í Reykjavík hefir þjappað sjer undir merki Sjálfstæðisstefnunnar og hefir starf- semi Heimdallar aldrei verið öflugri, nje með- limatalan eins há og nú. Ungu Reykvíkingar! Fyikið liði í Sjálfstæðishúsið annað kvöld. Sameinumst öll um það að gera sigur Sjálf- stæðisflokksins sem stærstan!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.