Morgunblaðið - 26.06.1946, Side 9
Miðvikudagur 26. júní 1946
MORGUNBLAÐIÐ
9
Reykjavíkurflugvöllurinn og fyrirhuguð viðbófarbraut
samkvæmt tillögu flugmálastjóra
HJER BIRTIST UFPDRÁTTUR af flugvellinum í Reykjavík og næsta nágrenni hans. Eru núverandi flugbrautir dregnar upp með heilum línum, en hin
fyrirhugaða flugbraut Ellingsens flugmálastjóra er dregin með smástrikalínum merkt „Ný flugbraut“. Áhún að ná eins og teikningin sýnir frá austan-
veðri Nauthólsvík og spölkorn lengra vestur en núverandi flugbraut, alt í sjó fram. Svæðið utanum vesturenda hinnar fyrirhuguðu flugbrautar sem merkt
er á uppdrættinum með mism. skálínum, er svæði þar sem leggja verður hömlur á byggingar ef fram á að fylgja þessum miklu fyrirætlunum um stækk
un flugvallarins.
Fram vann
íslandsmótið
Sigraði Yal 2-1.
LEIKURINN í gærkvöldi skar úr um það, hvort fje-
Jagið, Fram eða Valur, skyldi hljóta íslandsmeistaratitilinn
á þessu ári. Það varð Fram eftir mjög jafnan og fjörugan leik,
og hefir fjelagið ekki hlotið þessa nafnbót síðan árið 1939.
Leikurinn varð strax fjörug-
ur, hraður og á köflum vel
leikinn. Sóknarlotur skiptust á
1 fyrra hálfleik og um hann
miðjan skoraði Valur mark
sitt. Skoraði Ellert það, eftir
Jóhann hafði gefið laglega
fyrir, en Snorri truflað verj-
endur Fram, með því að láta
knöttinn fara fram hjá sjer.
Það sem eftir var hálfleiks-
ins var mjög jafnt, en alltaf
var leikurinn spennandi og
vakti fögnuð áhorfenda, sem
voru fjölda margir.
Síðari hálfleikinn sótti Frafn
yfirleitt meira á en Valur, en
upphlaup hvorutveggja voru
oft hættuleg og bjargaðist
markið stundum nauðulega.
Þau tvö mörk, sem Fram setti
í hálfleiknum voru bæði skor-
uð með skalla eftir nokkra
þvögu fyrir markinu. — Þegar
Valsmenn höfðu fengið á sig
annað markið hugðust þeir
kvitta og komust nærri' því,
þegar Sveinn H. skaut eldhörðu
sköti í stöngina.
Liðin voru bæði yfirleitt góð.
Albert var aftur mættur hjá
Val og sýndi margt ákaflega
fallegt, en gekk ekki heill til
skógar, varð jafnvel að fara
út af vellinum um skeið. —
Hjá Fram fanst mjer Kristján
skara framúr, þrátt fyrir
nokkra áberandi galla, annars
vann allt liðið vel og Magnús
var miklu betri í markinu en
á fyrri leikjum.
Og nú fara Danirnir að koma.
J. Bn.
Eyðilögðu samningínn.
LONDON: Það er nú kom
ið á daginn, að naistar eyði-
lögðu hinri upprunalega Ver-
salasamning bókstaflega. Var
skjalið geymt í París, en Þjóð
verjar munu hafa brent því.
Slys í atómsmiðju.
LONDON. Sex vísindamenn
og tveir vjelvirkjar við atom-
stöð Bandaríkjamanna í New
Mexiko urðu nýlega fyrir at-
ómgeislaáhrifum. Veiktust þeir
allir, og einn hættulega. Ekki
var skýrt greinilegar frá at-
vikum.
Kommúnislar
og krisiin fræði
MEÐAL skyldunáms-
námsgreina í mentaskól-
unum eru kristin fræði.
Þegar mentaskólafrum-
varpið var til meðferðar
í þinginu í vetur, fluttu
tveir kommúnistar í neðri
deild, þeir Sigurður Thor-
oddsen og Einar Olgeirs-
son, þá breytingartillögu
við frumvarpið, að e k k i
skyldi kenna kristin fræði
í skólunum. Og sem vara-
tillögu fluttu þeir, að
kensla í kristnum fræðum
skyldi ekki vera skyldu-
námsgrein.
Báðar tillögurnar voru
feldar. En hjer sýndu
kommúnistar enn sem
fyrr hug sinn til kristin-
dómsins.
Lánið Sjálfsiæðis-
flokknum bifreiðar
á kjördegi
Reykvíkingar!
Þið, sem eigið þess kost, og
viljið styðja Sjálfstæðis-
flokkinn við kosningarnar,
ættuð að lóna honum bif-
reiðar á kjördegi.
Skrifstofa flokksins tekur
á móti tilkynningum frá
þeim, sem vilja lána bíla.
(Sími 3315).
Sameinumst öll í einu átaki.
Ósamkomulag enn á fundi
utanríkisráðherra
Paris í gærkvöldi.
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter.
UTANRÍKISRÁÐHERRAR fjórveldanna sátu á fundi í tvær
og hálfa klukkustund í dag, án þess að komast að nokkru sairi-
komulagi um jafnvel smæstu atriði hins fyrirhugaða friðar-
sáttmála við Ítalíu. Er helst svo að sjá, sem málamiðlunar-
tillaga sú, sem komið hefir fram um það, að Trieste verði sett
undir alþjóðaeftirlit, hafi hlotið lítið fylgi ráðherranna, og er
því helst um kennt, að samkvæmt hugmyndum Rússa um al-
þjóðaeftirlit, mundi Trieste í raun og veru falla undir alger
yfirráð Júgóslava.
Áður en fundur utanríkis-
ráðherranna hófst í dag, rædd-
ust þeir við, Byrnes, utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna, og
Molotov.
Italir mótfallnir
fríðarsamningunum.
ítalska þingið kom saman til
fundar í dag og voru hinir fyr-
irhuguðu friðarsamningar til
umræðu. Komu fram harðorð
mótmæli í sambandi við samn-
ingana og snerust mótmælin að
mestu um Trieste og örlög
ítölsku nýlendnanna.
Orlando, sem var forsætis-
ráðherra Italíu í fyrri- heims-
styrjöld, flutti ræðu. Komst
hann meðal annars svo að orði,
að ítölsku þjóðlífi stafaði hætta
af þessum „stórhættulega fyr-
irhugaða friðarsamningi“.
Ljeleg vinnubrögð
fulltrúa ráðherranna.
Lítill árangur hefir orðið af
störfum nefndar þeirrar, sem
skipuð var fyrir skömmu, til
að rannsaka möguleikana á því,
að stórveldin fresti að taka
ákvörðun um ítölsku nýlend-
urnar. Nefnd þessi hefir ekki
enn haft með sjer opinberan
fund.
Enda þótt utanríkisráðherr-
unum haf iþannig ekki tekist
að komast að samkomulagi um
eitt einasta mikilsvert atriði á
málefnadagskrá þeirra, er talið
tíklegt að þeir muni halda við-
ræðum sínum áfram, eins og
ráðgert hafði verið.
Skutti úr loftbyssum.
LONDON: Tvæir unglingar
í London hafa verið hand-
teknir fyrir ða skjóta á fólk
úr loftbyssum. Höfðu nokkr-
ir meiðst af kúlunum.