Morgunblaðið - 02.07.1946, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.07.1946, Blaðsíða 1
Kosningaúrslit: FVLGI SJÁLFSTÆBISFLOKkSINS Atomsprengjan sökkti þremur skipum Ekki eins öflug í sjóhernaði og æflað var New York í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. ÞRJU skip sukku og 16 eyðilögðust að meira eða minna leyti, er atomsprengjunni var varpað að þeim í tilraunaskyni í gær- dag. Sprengja sú, sem notuð var, var af sömu gerð og varpað var á borgina Nagasaki og olli þar sem mestu tjóni, skömmu fyrir uppgjöf Japana. Þrátt fyrr það, að þeif, sem höfðu með höndum yfirstjórn rannsóknanna, sjeu yfirleitt sammála um, að tilraunin hafi tekist vel, hafa heyrst raddir um, að atómsprengjan sje ekki eins öflug í sjóhern- aði og menn hafa viljað vera láta. Hefur háttsettur amer- ískur sjóliðsforingi lýst því yfir, að árás Japana á Pearl Harbor hafi gert töluvert meiri usla en atómsprengjan á sunnudag. Fyrstu sjerfræðingarnir, sem sendir voru til að rann- saka áhrif sprengjunnar, voru komnir á sprengjustað- inn tæpum fimm klukkutím- pm eftir að hinni margumtöl- uðu sprengju var varpað. Um borð í skipum þeim, sem notuð voru við tilraun- ina, var mikill fjöldi dýra Hefur nú komið í ljós, að sum þeirra lifðu sprenging- una af, en þau sem ekki dráp- ust, úoru um borð í skipum þeim, sem fjærst voru mið- depli sprengingunnar, Einn flugmanna þeirra, sem viðstaddir voru tilraun- ina, segir í sambandi við þetta: Fimmtán klukkustund um eftir að hafa sjeð þessa ægilegu sprengingu, er, jeg reiðubúinn til að trúa hverju sem er. Toscanini með Scala hijémsveifinni íLondon ARTURO TOSCANINI er nú staddur í London með Scala- hljómsveitinni frá Milano og stjórnar hann hljómleikum, sem haldnir verða í Covent Garden annað kvöld. Breska konungs- fjölskyldan verður viðstödd hljómleikana og þeim verður útvarpað frá BBC. Ef skilyrði verða góð, verður hægt að heyra hljómleikana á bylgjulengdunum 307 metrum, 41,31 og 25 metrum. Hljómleik- arnir hefjast kl. 19,30. Leikin verða „Colas Brougnan“ for- leikurinn eftir Kabalevsky, og Symfónía nr. 4 eftir Brahms í E. moll. Þetta verður 60 ára hljóm- sveitarstjórnarafmæli Toscan- inis. Hann kom fyrst fram 19 ára gamall, þann 25. júní 1886 ! er hann stjórnaði , Aida“ í Rio ! de Janeiro, eftir að áheyrend- i , ur höfðu motmælt hljómsveit- arstjóranum, sem átti að stjórna PHJJMIPHON heitir þessi maður og er nýlega orðinn konungur í Síam. Bróðir hans, Ananda, varð jyrir slysi nýlega og beið bana. Ríkisráð hefir verið skipað til að aðstoða konung fyrst um sinn. Sprengjum beiii í bardögum í Rómaborg ' gærkveldi. ÓEIRÐIR hafa á ný brotist út í Trieste milli Júgóslava og ítala. Óeirðirnar hófust fyrir framan ritstjórnarskrifstofur dagblaðsins II Lavoratore, og var bæði byssum og hand- sprengjum beitt. Mikið hefir borið á verkföll- um í borginni í dag, vegna götu bardaganna í gærdag. Hefir bæði í gær og í dag orðið að kalla út ameríska herlögreglu, til að ryðja gðturnar og hafa hemil á mannfjöldanum. —Reuter. r Geirir í Bombay London í gærkveldi. TIL bardaga hefir komið í Indlandi milli Múhamerstrúar— manna og Hindúa í Bombay, og að minnsta kosti 23 hafa lát- ið lífið og 160 særst, sumir hættulega. Lögreglan reyndi margsinnis að koma í veg fyr- ir óeirðirnar, en að mestu ár- angurslaust. Þegar síðast frjett- ist, var allt með kyrrum kjör- um í borginm. — Reuter. Síldin er komin Frá frjettaritara vorum á Siglufirði mánudag. FYRSTA SÍLDIN er komin á land, samtals 570 mál frá tveim- ur bátum. Síldarfloktinn er nú dreifður fyrir Norðurlandi. Telja sjómenn sjó vera kveikilegan, en kaldan ennþá. Síldarskipin, sem komu með síld í dag voru Gunnvör, sem landaði 170 mál hjá Rauðku. Veiddist síldin viö Langanes. Til Ríkisverksmiðjanna kom Reykjaröst með tæpl. 400 mál, sem veiddist norður við Grímsey. Nokkur skip urðu síldar vör á sunnudagsmorguninn, en þau eru ókomin inn þegar þetta er sent á mánudagskvöld. ! Flugvjelin Icitaði síldar í dag en flugmenn sáu enga síld. í 15 kjördæmum um 3700 atkvæði TALNINGU atkvæða er nú lokið í 15 kjördæmum og er þá atkvæðamagn flokkanna, sem hjer segir: Sjálfstæðisflokkur .... 20.882 atkv. Sósíalistaflokkur ..... 10.668 — Alþýðuflokkur .......... 9.650 — Framsóknarflokkur....... 6.474 — Við síðustu alþingiskosningar (í okt. 1942) var atkvæðamagn flokkanna í hinum sömu kjördæmum þannig: Sjálfstæðisflokkur .... 17.097 Aultning 3.785 atkv. Sósíalistaflokkur .. 9.161 — 1.507 — Alþýðuflokkur ....... 6.939 — 2.711 — Framsóknarflokkur .... 6.694 Rýrnun 220 — Fundur ulanríkisráð- hsrranna í gær árangurslaus París í gærkv. UTANRÍKISRÁÐHERR- AR fjórveldanna hjeldu á- fram fundum sínum í dag og var Bevin, utanríkisráðherra Breta, í forsæti. Fundurinn stóð í þrjár klukkustundir, en í ráði er að ráðherrarnir komi aftur saman á morgun. Umæðurnar í dag munu að mestu hafa snúist um Trieste og landamæri Ítalíu og Júgó- slavíu, án þess að nokkuð samkomulag næðist. í sam- bandi við þessi mál, hefur komið fram málamiðlunartil- ]aga frá Bidault, fulltrúa jFrakka á fundinum. Vill hann að Trieste og umhverfi | liennar verði undir alþjóð- legr stjórn um tíu ára skeið. Reuter. K.höfn í gær. VIÐ nýafstaðnar alþingis- kosningar kusu 152 íslending- ar, sem búsettir eru í Danmörku en 137 þeirra er í Svíþjóð eru búsettir. — Páll. AÐALSTÖÐVAR FLUTTAR LONDON: Breska herstjórn- in í Þýskalandi mun hafa flutt aðalstöðvar sínar að fullu og öllu til Hamborgar fyrir haust- ið. í hinum einstöku kjördæmum urðu úrslitin þessi í kosningun- um nú: REYKJAVÍK. A-listi, Alþýðuflokkur hlaut 4570 atkv., B-listi. Framsóknar flokkur 1436 atkv., C-listi, Sósíalistaflokkur 6990 atkv. og D-listi, Sjálfstæðisflokkur 11.- 580 atkv. Auðir seðlar voru 144 og ógildir 85. Á kjörskrá voru 29.385, en greidd atkvæði 24.771, eða 84.3%. Úrslitin urðu þau, að listi Sjálfstæðisflokksins hlaut 4 menn kjörna Sósíalistaflokks- ins 3, Alþýðuflokksins einn, en Framsókn engan. Allmiklar brevtingar voru á kjörseðlunum, einkum D-list- ans og var þeim útreikningi ekki lokið í gær Við síðustu alþingiskosning- ar var atkvæðamagn flokkanna í Reykjavík þannig: Sjálf- stæðisflokkur 8292. Sósíalista- flokkur 5980 Alþýðuflokkur 3303, Framsóknarflokkur 945 atkv. Við bæjarstjói narkosningarn ar í jan. s. 1. var atkvæðamagn flokkanna þannig: Sjálfstæðis- flokkur 11833 atkv., Sósíalista- flokkur 6946, Alþýðuflokkur 3952 og Framsóknarflokkur 1615 atkv. H AFN ARF JÖRÐUR: Þar var kjörinn Emil Jóns- son (A) samgöngumálaráðherra með 1124 atkv. Þorleifur Jóns- son (S) hlaut 688 atkv.. Her- mann Guðmundsson (Só) 410 atkv., Jón Helgason (F) 47 atkv. Auðir seðlar 34, ógildir Framh. á 2. síðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.