Morgunblaðið - 02.07.1946, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 02.07.1946, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 2. júlí 1946 9 Þannig lítur hin þjóðkunna alþýðuútgáfa Sigurðar Kristjánssonar af íslendingasögunum út í handunnu skinnbandi. iS&' síSPv ^áíendi inaar: Það er ekki hálf ánægja að eiga íslendingasögurnar, ef Sæmimdur edda Snorro edda og Slurlunga saga fylgja ®kki með \ Hin þjóðkunna íslendingasagnaútgáfa, sem kennd er við Sigurð I\ristjánsson bókaútgefanda, vegna þess, að hann gaf yður fyrstur manna kost á heildarútgáfu af íslendingasögunum, býður yður elíki aðeins ALLAR ís- lendingasögurnar strax í DAG, heldur og SÆMUNDAR EDDU, SNORRA EDDU og STURLUNGA SÖGU við alveg ótrúlega lágu verði. Islendingasagnaútgáfa Sigurðar Kristjánssonar er 8095 blaðsíður, en kostar samt ekki nema kr. 311.30. Þegar pyngja íslendinga var stórum ljettari, en hún er nú, þá þótti íslensku þjóðinni vænt um að geta eignast sinn dýrmæta bókmenntaarf — Islendingasögurnar — fyrirhafnarlítið með því að kaupa eina og eina íslendingasögu í einu eða margar í senn, eftir því sem efni leyfðu. Þetta er mögulegt erin í dag! Það er hin þjóðkunna íslendingasagnaútgáfa Sigurðar Krist- jánssonar, sem hjer reið á vaðið — var brautryðjandinn! cMaYldL ijYmmcj Allt fram að síðustu heimsstyrjöld var íslendingasagnaútgáfa Sigurðar Kristjánssonar einhver besta og traustasta landkynn- ing, sem íslenska þjóðin átti völ á. Voru þá m. a merkir bóksalar í Oxford, Cambridge, Leipzig, Oslo og Kaupmannahöfn, sem höfðu alþýðuútgáfu Sigurðar Kristjánssonar jafnan á boðstólum. Nú síðustu mánuðina eru þessi sambönd að opnast aftur og hafa þeg-ar verið sendar íslendingasögur til bóksala í flestum þessara borga. Svo að enn í dag er íslendingasagnaútgáfa Sigurðar Kristjánssonar að kynna land og þjóð á erlendum vettvangi, enda má segja, að hún sje eina útgáfán, sem það getur nú, sakir hins ótrúlega lága verðlags. CtCý getið þjer eignast ALLAR íslendingasögurnar ódýrt ásamt Sæmundar eddu, Snorra eddu og Sturlunga sögu með því, að hringja í síma 3635, eða koma í BÓKAVERSLUN SIGURÐAR KRISTJÁNSSONAR Bankastræti 3. ATHUGIÐ! Þjer þurfið ekki að gerast áskrifandi að íslendingasagnaútgáfu Sigurðar Kristjánssonar, vegna þess að þjer getið eignast allar Islendingasögurnar strax í DAG, eða eina eða fleiri í einu eins og ÞJER óskið. íslendingasögurnar ÁSAMT Sæmundar eddu, Snorra eddu og Sturlunga sögu fást KEYPTAR hjá bóksölum um land allt eða beint frá okkur burðargjaldsfrítt. — Munið: ENGAR ÁSKRIFTIR, EN SELJUM ÓDÝRT.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.