Morgunblaðið - 02.07.1946, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.07.1946, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 2. júlí 1946 ~TT H Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík, Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.). Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlands, kr. 12.00 utanlands. I lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. Fyrstu úrslitin ATKVÆÐI hafa þegar verið talin í 15 kjörcfæmum, og er það rúmur helmingur allra kjördæma á landinu. Úrslitin, sem kunn eru sýna glæsilegan styrkleik Sjálfstæðisflokksins, bæði í kaupstöðum og sveitum. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki aðeins stærsti stjórnmála- flokkur landsins, heldur ber hann svo af öllum öðrum flokkum, að samjöfnnuður kemur þar enginn að. Þetta er öllum Sjálfstæðismönnum mikið fagnaðar- efni. Alveg sjerstaklega er þetta ánægjuefni fyrir það, að bersýnilegt er, að Sjálfstæðisflokkurinn hefir fengið viðurkenningu þjóðarinnar fyrir því, að hann hefir stefnt 1 jett. Sumir flokksmanna óttuðust, að flokkurinn myndi bíða hnekki við samstarf við verklýðsflokkana, ekki síst öfgaflokk kommúnista. Reynslan hefir þegar sýnt, að þessi ótti var algerlega ástæðulaus. Þjóðin skilur það, að samstarf flokka um stjórn landsins er nauðsynleg í lýðræðislandi, þar sem enginn einn flokkur hefir meirihluta. En það er engan veginn sama hver forystuna hefir í slíku samstarfi. Hin giftu- sama forysta Sjálfstæðisflokksins hefir náð hylli alþjóðar. Og það er aiveg víst, að ktjórnarandstæðingar hafa að þessu sinni fremur fylgt flokki sínum af gamalli trygð en af sannfæringu. Úrslitin í sveitakjördæmunum, sem kunn eru sanna þetta greinilega. ★ Úrslit kosninganna hjer í Reykjavík sýna mikinn vöxt allra flokka frá síðustu alþingiskosningum, en þó lang- samlega mestan vöxt hjá Sjálfstæðisflokknum. Bæjarstjórnarkosningarnar í janúar s. 1 sýndu, að Sjálf- stæðisflokkurinn átti gífurlegu fylgi að fagna hjer í bæn- um. Af þeim kosningum varð þó ekki ráðið til fulls, að hið stórkostlega aukna fylgi Sjálfstæðisflokksins væri raunverulegt. Viðhorfið var nokkuð sjerstakt við bæjarstjórnarkosn- ingarnar. Talið var, að æði margir kjósendur, sem ekki höfðu fylgt Sjálfstæðisflokknum að málum, vildu fyrir engan mun láta valdið í bæjarmálunum í hendur and- stöðuflokkanna þriggja. Menn óttuðust að af sigri þeirra myndi hljótast stjórnleysi og upplausn, eins og raunin varð á Akranesi. En nú hafa alþingiskosningarnar í Reykjavík staðfest hið mikla fylgi flokksins í bænum, sem hann hlaut í bæjarstjórnarkosningunum. Flokkurinn heldur sem næst óbreyttu fylgi nú við alþingiskosningarnar. Og það er athyglisvert fyrir kjósendur Sjálfstæðis- flokksins hjer í bænum, að ekki munaði nema 70 atkv. til þess að flokkurinn feldi þriðja manninn á lista komm- únista. Enginn efast um,að Sjálfstæðisflokkurinn átti þessi atkvæði til. En það vill oft við brenna, að sumir kjósendur eru of hiroulausir á kjördegi. Þeim er gjarnt á að líta svo á, að ekki muni um eitt atkvæði og sitja heima eða fara brott úr bænum, án þess að greiða atkvæði. Nú fá Sjálfstæðismenn sjeð hvaða afleiðingar geta hlot- ist af slíku tómlæti. Með því stuðla þeir beinlínis að kosningu andstæðings. Svo hatramlegt er þetta, að ekki hefði þurft að bæta við nema einu einasta atkvæði í hverju umdæmi flokksins í bænum, til þess að fimm þingmenn hefðu verið kjörnir af lista flokksins í bænum. Hver einasti Sjálfstæðismaður verður að festa sjer rækilega í minni að láta þetta aldrei henda sig aftur, að sitja heima við kosningar, á þeim haldlausu forsendum, að ekki muni um eitt atkvæði. Kosning getur oltið á einu atkvæði. ★ Það er of snemt að ræða um kosningarnar í heild, því að enn er ótalið í mörgum kjördæmum. En verði útkoman svipuð í kjördæmum þeim, sem ótalið er í og þessum, sem kunnugt er um, þá er það sigur fyrir ríkisstjórnina og hennar stefnu. En nú er best að bíða með hugleiðingar um þetta, þar til heidarúrslitin íiggja fyrir. \Jíluerji óhripar! tJR DAGLEGA LÍFINU Slagurinn búinn. ÞÁ ER KOSNINGASLAG- URINN búinn að þessu sinni og fer ekki hjá því, að flestum ljetti til muna, því þótt kosn- ingar sjeu spennandi, þá eru þær þreytandi fyrir marga, sem þurfa að hafa einhver af- skifti af þeim. Ekki er enn vit- að um úrslit kosninganna, en allar líkur benda til að þær breyti engu um stjórnarhætti og stefnu í landsmálum. Sigurvegarinn í kosningun- um er fyrst og fremst ríkis- stjórnin, því stuðningsmenn hennar hafa hlotið fylgi al- mennings. Hjer í Reykjavík var kosn- ingadagurinn ekki viðburðarík- ur. Veður var yndislegt allan daginn, en það var enginn æs- ingur í mönnum. Allir voru ró- legir og það jafnvel svo að mörgum þótti nóg um og töldu að ekki myndi verða nærri því eins mikil þátttaka í kosning- unum og var við bæjarstjórn- arkosningarnar í vetur. Það reyndist líka rjett þótt ekki munaði miklu. Ef að vanda lætur, munu all- ir flokkar vera ánægðir, að minsta kosti á prenti í flokks- blöðunum. Allir munu telja sig hafa unnið, en segja andstæð- ingana á hraðri leið til fylgis- leysis. Vökunótt. REYKVÍKINGAR voru marg ir hálf rotinpúrulegir í gær- morgun, eftir vökunótt við að hlusta á kosningafrjettir. Fyrst og fremst var mikill áhugi fyr- ir atkvæðatölum í Reykjavík. Það er venja hjer við talningu að hægt er að sjá það nokkurn- vegin á fyrstu atkvæðunum hvernig fara muni. En þó breyttist þetta nú. Samkvæmt fyrstu tölum, sem birtar voru hafði Sjálfstæðisflokkurinn fjóra kjörna og Alþýðuflokks- menn og kommúnistar sína tvo hvor. En svo breyttist þetta þegar kosningátölurnar komu í annað sinn og lengi var útlit fyrir að Sjálfstæðismenn myndu hafa tapað dálitlu fylgi. Svo var þó ekki, eins og kunn- ugt er. Því ruglingurinn staf- aði af breytingum á listanum. En óhætt era ð fullyrða, að sjaldan hafa atkvæðatölur ver- ið meira spennandi hjer í Reykjavík en 1 fyrrinótt. • Mikil vinna. ÓHEMJUMIKIL VINNA ligg- ur á bak við hverjar kosning- ar. Vikum og mánuðum sam^ an er unnið að undirbúningi þeirra á skrifstofum flokkanna en á sjálfan kjördaginn skifta þeir þúsundum, sem vinna beinlínis við kosningarnar. Það eru margskonar störf, sem vinna þarf. Fyrst og fremst eru það kjörstjórnirnar, sem fylgjast með því að alt fari fram eins og það á að vera og síðan starfsmenn flokkanna, bæði í kjördeildum, í sendi- ferðum og við smölun. Kosningadagurinn er eini: dagurinn hjer í Reykjavík sem j hægt er að reiða sig á að fá I bíl og það sem meira er, farið kostar ekki krónu. Menn geta feingið sig keyrða um þveran og endilangan bæinn fyrir ekki neitt. Jeg er þeirrar skoðunar, að þessi bílaakstur sje mesta vit- leysa. Það eigi ekki að koma fílhraustu fólki upp á að aka því til og frá kjörstað. Allt öðru máli er að gegna um gam- alt fólk og lasburða. Það er sjálfsagt að sækja það í bílum. Dagur strákanna. FÁIR HAFA eins gaman af kosningadeginum, ef dæma má eftir svip og framkomu fólks, eins og strákar, 10—14 ára gamlir. Þeir eru skreyttir flokksmerkjum bak og fyrir eins og jólatrje, eða rússneskir marskálkar orðum og vappa um eins og þeir eigi allt haf- urtaskið. Strákar, sem venjulega fást ekki til að skreppa í næstu búð til að kaupa eldspýtnastokk, nema með fortölum, eða skömmum, þeysast eins og skopparakringlur um bæinn í sendiferðum. Og það er líka ekki svipur á peyjum. Og eft- ir nokkur ár eru þeir orðnir háttvirtir kjósendur, en synir þeirra teknir við hlaupastörf- unum og merkjaskrautinu. Æsifregnir. MJÖG ER - ÞAÐ misjafnt hvernig kjörstjórnirnar telja atkvæði. Sumar hafa æsifregna aðferðina og það er ekkert að marka tölurnar fyr en úrslitin koma. Aðrar kjörstjórnir reyna að haga talningu þannig að sem rjettast hlutfall komi fram strax við fyrstu tölurnar. Það eru margir á móti smá- skamtatalningunni og eru þeirr ar skoðunar, að ekki eigi að vera að æsa fólk, eða halda fyrir því vöku með smáskitsleg um tölum. Betra væri að til- kynt yrði fyrirfram, að á á-* kveðnum tíma yrðu úrslit í hverju kjördæmi birt. Geta menn þá gengið að því vísu, hvenær úrslit koma á hverj- um stað. Það mætti til dæmis ákveða hjer í Reykjavík, að úrslitatöl- ur yrðu birtar klukkan 7 að morgni og ekkert fyr. Æsifregnaaðferðin er engum til góðs, en margir verða svefn vana að ástæðulausu. Skulum við svo láta útraétt um kosningarnar að sinni. •— Vonandi að ekki verði kosið á ný fyr en að fjórum árum liðnum, eða í janúar 1950, þeg- ar bæjarstjórnarkosningar verða. Það mun flestum þykja nóg, að hafa tvennar stórkostn- ar á sex mánaða fresti. gMMBMWMMMOIOIMiBPIPni ■■■»■ n wnrm rmw ifiw MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . j ..................... ? ÞÁ ERU KOSNINGARNAR afstaðnar að þessu sinni. Kjós- endur landsins hafa sagt til um það, hvaða flokk eða fulltrúa þeir óska að styðja til þingsetu næstu ár. Eftir útlitinu að dæma, þegar þessar línur eru ritaðar sýnist manni að kosningaúrslitin ætli ekki að þessu sinni að fela í sjer neina óvænta stórviðburði. Hjer í Reykjavík var útkom- an ákaflega svipuð og við bæj- arstjórnarkosningarnar í vetur, enda þótt kjörsókn frá hendi fylgismanna Sjálfstæðisflokks- ins hafi verið dálítið dræmari. Kommúnistar fengu nokkrum atkvæðum fleira, þó samsvar- aði sú viðbót ekki fjölguninni á kjörskrá. Þessi fáu atkvæði þeirra nægðu þeim til þess að halda sömu þingmannatölu hjer í Reykjavík og þeir höfðu áð- ur. En ákaflega er ólíklegt, ef þau fáu atkvæði verði til þess að þeir fái ekki einum færri uppbótarþingmanna. ★ Kommúnistar höfðu 4 kjör- dæmakosna þingmenn síðasta kjörtímabil. Þeir hafa fengið sömu þingsæti nú. Eftir er að Ettir kosningarnar vita hvort atkvæðatala þeirra nægir þeim til þess að fá aftur 6 uppbótarþingmenn, svo þing- mannatala þeirra verði 10, eða hvort t. d. Alþýðuflokkurinn kann að fá einu uppbótarþing- sæti meira vegna þess að fylgi þess flokks hefir aukist frá Al- þingiskosningunum 1942. ★ Framsóknarflokkurinn fjekk lang lökustu útkomuna hjer í Reykjavík borið saman við kosningarnar í vetur, tapaði um 200 atkvæðum af því litla fylgi, sem hann hafði hjer þá. Menn giska á, að ein megin- ástæðan til þess sje sú, að Tím- inn hefir verið látinn koma ó- venjulega oft út undanfarna mánuði, eða 5—6 sinnum í viku, með ákaflega svipuðum fyrirsögnum og ákaflega svip- uðum greinum og innihaldi, og hefir eins og kunnugur maður sagði hjer um daginn, hvorki verið vikublað nje dagblað. Sennilegt er, að Framsókn- armenn láti sjer þetta að kenn- ingu verða og lofi Pálma Hann- essyni framvegis að vera í friði við störi sín. í gærkvöldi hafði verið talið í 15 kjördæmum. hefir fylgis- aukning Sjálfstæðismanna orð- ið langmest í þessum kjördæm- um, samtals um 3700 atkvæði. Fylgisaukning Alþýðuflokks- ins um 1000 atkvæðum minna en Sjálfstæðisflokksins. En kommúnistar bætt við sig um 1500 atkvæðum. Svo vöxtur þess flokksins samsvarar ekki fjölgun kjósendanna í landinu. En Framsóknarflokkurinn hefir í þessum kjördæmum fengið hina hraklegustu útreið. Því hann hefir fengið um 200 atkvæðum færra en 1942, þó kjósendum hafi fjölgað mikið. Mun það einsdæmi í stjórn- málasögu landsins að flokkur í stjórnarandstöðu skuli fá aðra eins útreið og Framsókn. nú. MILJÓNAHER KÍNVERSKUR LONDON: Stjörnin í Chung- king hefir fengið samþykki þjóð fulltrúasamkundunnar til þess að koma upp miljónaher, og skulu amerískir liðsforingjar ráðnir til þess að þjálfa her Þenna-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.