Morgunblaðið - 02.07.1946, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.07.1946, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 2. júlí 1946 75. dagur Venus og Jósep. Hún sá óljóst náfölt, sveitt andlit hans, úfið hárið og starandi aúgun. Hún sá hann óljóst vegna þess að öll athygli hennar beindist að Venus. Hún var í hvítum nátt- kjól og hún var óneitanlega lokkandi fögur. Ef hún hefði blygðast sín andartak, þá var sú tilfinning með öllu horfin. Svipur hennar var í senn ill- kvitnislegur og sigri hrósandi. Hún reigði höfuðið — og hló. „Velkomin heim, frú mín góð. Þjer komið dálítið óvænt“. Hún horfði glottandi á Theo. Stúlkan hefir altaf hatað mig — og öfundað, og nú held- ur hún, að henni hafi loksins tekist að ná sjer niðri á mjer, hugsaði Theo, og var skyndi-* lega orðin róleg. „Theodosia — í guðs bæn- um — hvað ætlarðu að gera?“ Hún sneri, sjer við, og horfði með athygli á Jósep. Það leyndi sjer ekki, að hann var alveg í öngum sínum. En hann hafði öðlast virðuleik sinn á ný. Hann var ekki lengur hlægi legur. „Hvað get jeg' svo sem gert?“ sagði hún rólega. Venus stökk á fætur. „Það er satt! Þú getur ekkert gert! Þú ert slæm eiginkona. Þú ert köld — ísköld. Hvað eftir ann- að ferð þú frá honum — og skilur hann einan eftir. Þú hugsar bara um sjálfa þig! Þess vegna hefir maðurinn þinn snú- ið við þjer bakinu!“ „Haltu þjer saman, skækjan þín!“ Jósep sló hana bylmings- högg í andlitið. Hún riðaði við höggið en ögrunarsvipurinn hvarf ekki af andliti hennar. „Þú getur bar- ið mig eins mikið og þú vilt. Þú getur samt ekki gleymt faðmlögum mínum. Hún getur aldrei elskað þig eins og jeg geri. Hún er þjer einskis virði“. Jósep heyrði ekki til hennar. „Theo —“, muldraði hann. — „Horfðu ekki svona á mig. — Þetta var brjálæði — sem þú getur ekki skilið---- Andartak brá fyrir efa í augum Venusar. Hún hafði verið viss um mátt sinn — sannfærð um, að nú tækist henni að koma fram hefndum. En hún var ekki lengur örugg. Húsmóðir hennar hefði átt að vera reið — öskureið. Þessi kyrláta þögn — — hvernig stóð á henni? Hún getur ekki gert mjer neitt mein, hugsaði Ven- us í örvæntingu. Hún getur fengið hann til þess að varpa mjer í hlekki eða selja mig Spánverjunum. Jeg fæ galdra- manninn til þess að hjálpa mjer. Jeg drep mig — eða hana. Hún kipraði saman augun. Það var til eitur .... „Farðu nú, Venus“, sagði Theodosia, rólega. Henni til Iaikillar furðu, þá fann hvorki íl reiði nje fyrirlitningár. Ann- arleg ró hafði færst yfir hana. Hún sá, að augu Venusar brunnu af hatri og ótta, en það hafði ekki minnstu áhrif á hana. Hún fann aðeins til meðaumkvunar. Venus þaut til Jóseps og þreif um handlegg hans. „Þú mátt ekki láta hana gera mjer neitt mein! Þú lofaðir mjer fallegum fötum og nýju húsi. Þú lofaðir því, að jeg skyldi fá að lifa eins og hvít kona. Þú getur ekki svikið mig!“ Hann hristi hana a;f sjer. — „Hypjaðu þig út, negri“, hreytti hann út úr sjer. Venus reigði höfuðið. „Jeg er ekki negri“, hrópaði hún. „Jeg er af Berber-kynþættin- um. Ef jeg dveldi í mínu föð- urlandi, þá væri jeg prinsessa“. Hún rjetti upp báða handlegg- ina og æpti: „Það vildi jeg óska, að þið dyttuð bæði niður dauð!“ Jósep hörfaði ósjálfrátt und- an. Svo reiddi hann upp hnef- ann, en áður en hann fengi svigrúm til þess að láta högg- ið ríða af, var Venus horfin út um dyrnar. — Jósep ljet fallast niður á rúmið og grúfði andlitið í höndum sjer. „Er langt síðan þetta sam- band ykkar hófst?“ spurði Theo hljómlausri röddu. Ró hennar skaut honum skelk í bringu. Hann horfði biðjandi á hana. „Jeg geri ráð fyrir, að mig hefði átt að gruna þetta fyr- ir löngu. Jeg hefi verið mjög heimsk“, bætti hún við. „Það er ekki langt síðan“, muldraði hann. „Aðeins nokkr- ir mánuðir. Hún sat fyrir ut- an kofann sinn kvöld eitt, og söng. Það voru blóm 1 hári hennar. Jeg var einmana —“. „Þú þarft ekki að gefa mjer neina skýringu, Jósep. Jeg veit mætavel, að flestir karlmenn fá sjer hjákonur. En jeg vildi, að það hefði ekki verið ein af þínum eigin ambáttum11. Köld rödd hennar vakti blygðun hans á ný. Hann hafði reynt að gleyma því, þessar vikur, að Venus var ein af ambáttum hans. Hann reyndi að gera sjer í hugarlund þá fyrirlitningu, sem faðir hans og bræður myndu sýna honum, ef þeir vissu um þetta athæfi. Þetta hafði að vísu hent fleiri en hann — t. d. þennan ná- unga á Santee-búgarðinum, sem hafði verið útskúfaður úr samkvæmislífi Charleston-borg ar fyrir vikið. Þetta var allt saman Venus að kenna — hún var svo svívirðilega tælandi —. Hann stökk á fætur. „Jeg sel hana á morgun“. „Nei“. Theo settist niður. Hann ljet sem hann heyrði ekki til hennar og hjelt áfram: „Jeg sendi hana til Charleston. Kaupmaðurinn sjer um, að hún verði seld til fjarlægrar plant- ekru. Þú mæltist einu sinni til þess við mig, að jeg seldi hana. Jeg vildi að jeg hefði látið að orðum þínum. Ó, Theo — af öllu hjarta óska jeg þess, að þjer hefði verið hlíft við þessari niðurlægingu------og mjer líka“, bætti hann við og stundi. Theo virti hann fyrir sjer. Þar eð hún bar ekki snefil af líkamlegri ást til hans, átti hún auðvelt með að fyrirgefa. Og það var margt til í því, sem Venus hafði sagt: Hún var ekki góð eiginkona í þess orðs venju legu merkingu. Veslings Jósep, hugsaði hún — eins og svo oft áður. „Jeg vil ekki að þú seljir Venus“, sagði hún blíðlega. Hann leit á hana og velti því fyrir sjer, hvaða refsingu hún myndi þá ætla henni. En það gilti einu hvers hún krafð- ist — hann hlaut að samþykkja það allt. „Jeg vil að þú gefir henni frelsi, Jósep“. „Hvað segirðu manneskja!“ Hann starði á hana með opinn munninn af undrun. „Já. Gefðu henni frelsi. Hún er hættuleg vegna þess eins, að hún er ófrjáls. Og hún er hættuleg — hefir alltaf verið það. Jeg er andvíg þrælahaldi. En það skiftir ekki eins miklu máli með hina. Þeir eru heimsk ir. Það er betur hugsað um þá hjer en þeir gætu hugsað um sig sjálfir. Já, jeg veit það. Við verðum að hafa fólk til þess að starfa á ekrunum — því að hvað yrði annars um hrísgrjónin? En Venus hefir ald ei unnið við slík störf“. „Jeg myndi fá gott verð fyr- ir hana“, sagði Jpsep. Hann var forviða á göfuglyndi hennar. „Þú hefir ráð á því að vera án þeirra peninga“. „En hvert gæti hún farið — hvað myndi verða um hana?“ Theo þagði andartak. Svo mæMi hún: „Jeg held að það sje best að þú greiðir fyrir hana fargjald til Boston, og gefir henni dálitla fjárhæð að auki. Þar mun hún komast á rjett- an kjöl. Og segðu henni ekki, að jeg hafi átt hugmyndina. Lofðu henni að lifa í þeirri sælu trú, að hún hafi unnið sigur yfir mjer — og þá mun hatur hennar loksins hverfa“. „Þú ert dásamleg, Theo“, sagði hann auðmjúkur. En það stóð ekki lengi. Eft- ir klukkustund var hann orð- inn fokvondur yfir því, að hún skyldi hafa verið svona lengi að heiman — og hvernig dirfð- ist hún að koma að Eikabæ núna, þegar langmest hætta var á hitasóttinni! Það gat verið stór hættulegt, að dvelja þar, þótt ekki væri nema eina nótt. „Það lítur út fyrir, að þú hafir verið fús til þess að eiga það á hættu sjálfur, að veikj- ast“, sagði hún rólega. Hann roðnaði og þagði and- artak. Svo mælti hann: „Þú verður að minnsta kosti að fara til Debordieu-eynnar við sólarupprás á morgun — og þú verður að gæta þess vel, að loka gluggunum á herbergi þínu vandlega áður en þú ferð að sofa“. „Já, auðvitað“, sagði hún. — „Jeg hlakka svo óumræðilega mikið til þess að sjá Gampy. Jeg hefi stöðugt þráð hann, en Kauphöllin er miðstöð verðbrjefa- viðskiftanna. Sími 1710. Sóírún Sumarrös Æfintýri eftir Ármann Kr. Einarsson. 2. Það var einn bjartan sumardag, er Bjössi sat hjá uppi í fjalli, eins og hann var vanur, að hann sjer hvar blá- klædd kona kemur gangandi til hans, og leiðir hún dreng- hnokka við hlið sjer. Bjössi var hálfsmeykur, því að hann vissi ekki til, að þarna væri nein von á mannaferðum. En hann sá, að ókunna konan var góðleg á svipinn, og þá hvarf honum allur ótti. Konan gekk til Bjössa og ávarp- aði hann. „Hvaðan ertu?“ flýtti hann sjer að spyrja. „Jeg á heima ekki langt hjeðan. En þú þarft ekki að vera neitt hræddur við mig, jeg geri þjer ekkert, allra síst nokkuð illt. Jeg þarf að biðja þig að gera mjer dálítinn greiða. Og það er hvort þú vildir ekki leika við og gæta að litla snáðanum mínum á daginn. Jeg á svo erfitt, mað- urinn minn liggur veikur, og jeg þarf líka að annast um yngra barn. „Það er leiðinlegt“, sagði Bjössi, því að hann kenndi í brjósti um alla, sem eitthvað áttu bágt. „Jeg skal með glöðu geði leika við drenginn", bætti hann við. „,Jeg vissi, að þú ert góður drengur; jeg skal einhvern tíma reyna að launa þjer þetta“, sagði ókunna konan og klappaði á kollinn á.Bjössa. „Þig langar til að vita, hvar ieg á heima, jeg skal segja þjer það, jeg á heima þarna!“ ig ókunna konan benti upp í hamrana í fjallinu. Nú vissi Bjössi upp á víst, að þetta var huldukona. En mamma hans hafði sagt honum, að huldufólkið væri gott fólk, nema ef því væri gert eitthvað illt.. Drengurinn varo nú eftir hjá Bjössa, en huldukonan tók slæðu upp úr vasa sínum, breiddi yfir sig, og var sam- stundis horfin. „Hvað heitirðu?“ spurði Bjössi huldudrenginn. „Jeg heiti Dodíó“. Það þótti Bjössa skrítið nafn; og svo ljeku drengirnir sjer saman til kvölds. Um kvöldið kom huldukonan að sækja drenginn sinn. í Brasilíu lifir viltur kyn- flokkur, sem hvítir menn hafa um langan tími reynt að leggja undir sig. Fyrir skömmu, var send flugvjel yfir eitt þorp þeirra, en þeir ótömdu tóku á móti „fuglinum“ með örvahríð og komu einu skoti á flugvjel- ina, sem þó hafði engin áhrif. Kynflokkur þessi býr í stráhús- um og gengur um klæðlaus. ★ „Heldurðu að rigni á morg- un?“ „Það veit jeg ekki, það fer allt eftir veðrinu“. ★ Að sjá dauða hesta í draumi, boðar mikla gleði. Húsbruni boðar óvæntan auð. Kirkju- garð að sjá, boðar andlát innan fjölskyldunnar. ★ Islendingar munu hafa fund- ið Ameríku tæpum 500 árum áður en Columbus kom þang- að. Þrátt fyrir þetta, segir í amerískum kenslubókum, að Columbus hafi fyrstur fundið Ameríku og dagur hans er haldinn hátíðlegur í Banda- ríkjunum einu sinni á ári hverju. ★ Kennslukonan: „Hvað finnst þjer fegurst hjá kvenfólkinu?“ Pjetur: „Andlitið“. Kennslukonan: „Rjett. Og þú, Jón„. Jón: „Fæturnir“. Kennslukonan: „Skammastu þín, drengur, og snautaðu út úr kennslustofunni. — En hvað þykir þjer, Óli minn?“ Óli: „Það er víst best að jeg fari út líka“. ★ Rólyndur maður rakst á geð- veikan mann fýrir utan bæ, sem tók þegar á rás á eftir honum. — Sá rólyndi lagði á flótta. Þeir höfðu hlaupið rúm- ar tíu mílur, þegar sá geðveiki náði honum, sló í bakið á hon- um og sagði: „Náði þjer. — Nú eltir þú mig“. ★ Móðirin hafði sent Nonna litla út að gæta yngra bróður hans, en ekki leið á löngu, þar til mikill grátur heyrðist utan úr garðinum. „Nonni“, hrópaði móðir hans, „hvað er að litla bróður?“ „Jeg veit ekki hvað jeg á að gera við hann, mamma?“, svar- aði Nonni. „Hann er búinn að grafa djúpa holu í moldina og vill láta mig flytja hana inn“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.