Morgunblaðið - 02.07.1946, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 02.07.1946, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 2. júlí 1946 MORGUNBLAÐI0 7 Heildarútgáfa af ritum Einars Benediktssonar Vígsla hins glæsilega sam- komuhúss „Ðrengs’ í Kjós í JANUAR 1938 seldi Einar skáld Benediktsson: er þá dvald ist í Herdísarvík, útgáfurjett- inn að öllum ritum sínum í hendur nýstofnaðs hlutafjelags, er nefndist „Bragi“ h.f., en að- alstofandi þess fjelags var frú Hlín Johnson, er annaðist hið sjúka skáld af mikilli umhyggju semi hin síðustu æfiár hans. — Frú Hlín var mjög ant um að koma fjármálum skáldsins í rjett horf, og tókst henni það með fyrirhyggju og sjerstökum dugnaði, og stendur öll þjóðin í mikilli þakkarskuld við hana fyrir allt, er hún gerði fyrir skáldið. Einn liður í þessum at- höfnum hennar var að stofna áðurnefnt útgáfufyrirtæki, en með stofendur fjelagsins voru Guðmundur Gamalíelsson bóka útgefandi, Pjetur Þ. J. Gunn- arsson stórkaupm., Valtýr Ste- fánsson ritstjóri og Páll Ste- fánsson stórkaupmaður, er síð- ar gekk úr fjelaginu, en síðan hafa bætst við Jón Eldon, son- ur frú Hlínar, Kristinn E. And- rjesson ritstjóri og Alexander Jóhannesson, er gerðist for- maður fjelagsins. Fyrir fjelags- mönnum vakti eingöngu að stofna til vandaðrar útgáfu af ritum Einars Benediktssonar án ábata fyrir fjelagsmenn, og munu því verða gerðar sjerstak ar ráðstafanir um hagnað þann er verður af útgáfu rita skálds- ins, og verður síðar skýrt frá þeim. Fjelagið gerði einnig samning við Isafoldarprentsmiðju h.f. um útgáfu allra ljóða Einars Benediktssonar, og koma þau nú út þessa dagana x 3 bindum. Eru í 1. bindi öll kvæði hans, er birt voru í „Kvæði og sögur“ og þýðing Einars af Pjetri Gaut Ibsens, en framan við þetta bindi er ítarleg ritgerð eftir dr. Guðmund Finnbogason landsbókavörð um skáldskap Einars Benediktssonar. Er þetta síðasta ritgerð Guðmundar Finnbogasonar og samin af mikilli kostgæfni, enda var honum einkai ljúft að semja hana vegna aðdáunar sinnar á skáldskap Einars. og hafði þá einnig fengið lausn frá embætti vegna aldurs. Mun þessi ritgerð lengi í minnum höfð vegna djúps skilnings og ágætrar skil greiningar á skáldeðli hins mikla höfuðsnilliings Einars Benediktssonar, en ljóð hans munu lifa, meðan íslensk tunga er töluð og ná æ meiri hylli, er aldir líða, vegna mannvits hans og yfirburða yfir flest eða öll íslensk skáld að fornu og nýju. í 2. bindi eru ,Hafblik“ og ,.Hrannir“ og í 3. bindi „Vogar“ og „Hvammar“. í þessu síðasta bindi er hið mikla kvæði skálds ins „Jöklajörð“, er birt var í Morgunnblaðinu og höfundur- inn sendi frá Tunis, en er ekki prentað í fyrri útgáfum. Enn- fremur birtist í síðasta bindi tvær þýðingar, önnur úr „Gras blöðum“ eftir Walt Whitman (og var prentuð í „Útsýn“, er þeir Einar Benediktsson og Þor leifur H. Bjarnason gáfu út í Kaupmannahöfn 1892), en hin þýðingin er á kvæði J. P. Jac- ogsens „Þess geldurðu", og er þetta fyrsta kvæði, er skáldið birti á prenti (í Fjallkonunni 1888), en eins og kunnugt er, hefir Hannes Hafstein einnig þýtt þetta kvæði. Loks eru 3 vísur i þessu safni, er hafa ekki verið birtar áður. Pjetur Sigurðsson háskólarit ari tók að sjer að annast þessa útgáfu, og eru aftan við 3. bindi skýringar eftir hann, hvar h'vert kvæði hafi fyrst verið prentað og getið tildraga þeirra, eftir því, sem menn hafa vitneskju um,' en frú Valgerður hefir í bók sinni um Einar skýrt frá ýmsum ljóðum hans, hvar og hvenær ort hafi verið, en frá ýmsu hefir frú Hlín skýrt eða vitneskja fengist um á annan hátt. Pjetur Sigurðsson getur orðampnar í einstökum kvæð- um, þar sem þurfa þótti, en hann bar saman öll ljóðin við fyrri útgáfur og fyrstu prent- un þeirra í tímaritum og blöð- um. Má af þessu ráða, að út- gáfa þessi er hin vandaðasta í alla staði, og verður því ómiss- andi öllum, er unna skáldskap Einars, og raunar er það öll ís- lenska þjóðin. Loks má geta þess, að í þessir heildarútgáfu eru birtar, auk rithandarsýnis- horns, 5 myndir af skáldinu á ýmsum aldri, og er ein þeirra af málverki Gunnlaugs Blön- dals, er hann gerði af skáldinu á sjötugs aldri. Loks má geta nafnaskár og stutts eftirmála, er formaður h.f. „Braga:: hefir ritað. Fjelagið hefir enn í undir- búningi útgáfu rita Einars Benediktssonar í óbundnu máli og mun dr. Steingrímur J. Þorsteinsson dósent annast þá útgáfu, en ísafoldarprent- smiðja h.f. einnig gefa út. Verð ur í þeirri útgáfu úrval ýmissa ritgerða Einars um skáldskap, heimspeki, stjórnmál o. fl., og mun þeirri útgáfu fylgja æfi- ágrip skáldsins eftir dr. Stein- grím, og væntanlega munu einnig nokkrar myndir prýða þá útgáfu. Má öllum vera fagnaðarefni að geta nú bráðum eignast vand aða heildarútgáfu af ljóðum Einars og úirval af ritum hans í óbundnu máli. Alexander Jóhannesson. Brjefaskriflir i Ung,ur maður eða stúlka í = helst með verslunarskóla- j i prófi, sem áhuga hefir i : fvrir verslun og getur tek- | i ið að sjer brjefaskriftir á [ i ensku, dönsku eða sænsku i i og helst þýsku í frístund- i i um sínum óskast til brjefa- i i skrifta. — Tilboð merkt: j i ..Business — 552“ legg- i i ist inn á afgr. þessa blaðs j fyrir fimtudagskvöld. iiiiiiiiiiiiiiiiiimimimiiMmmmimiiimmmmimmiii BEST AÐ AUGLÝSA í MORGUNBLAÐINU Dönsku sundmenn- irnfr ánægðir yfir íslandsferðinni DONSKU sundmennirnir, sem voru hjer, bera íslandi mjög vel söguná við komuna til Danmerkur. „Berlinske Tid- ende“ birtir samtal við John Christensen undir fyrirsögn- inni: „ísland ljet Geysir gjósa fyrir dönsku sundmennina“. Segir þar m. a.: „Islandsfararn- ir voru í sjöunda himni vfir þeim glæsilegu móttökum, sem þeir fengu. — Jeg fullyrði að þetta er sú dýrðlegasta ferð, sem nokkur danskur sundmað- ur hefir farið, sagði John Christensen. Gestrisnin var ein stæð, og var heimsókn okkar gerð að sjerstökum viðburði. Þá segir ennfrernur: „Keppnin fór fram í Sundhöll Reykja- víkur í þægilega heitu vatni frá hverunum. Þar kynntumst við þremur sundmönnum, sem sannarlega eru duglegir. Það var skriðsundsmaðurinn Ari Guðmundsson, sem „sló“ mig í 100 m. á 1:01,5 mín. og setti nýtt íslenskt met og svo bringu sundsmennirnir Sigurður Jóns- son, utanbæjarmaður, sem vann 100 m. á 1:18,7 mín. og alnafni hans Sigurður Jónsson frá Reykjavík. sem synti á 1:18,9 mín. Kaj Petersen náði sínum besta tíma, 1:19,0 mín.. svo hægt er að sjá, hve góðir íslending- arnir eru“. , Politiken birtir mynd af sundmönnunum við komuna til Reykjavíkur og samtal við Kaj Petersen undir fyrirsögninni: „ísland á sundmenn, sem geta unnið okkur“. Segir þar m. a.: „Jeg fullyrði hiklaust, að þetta er sú besta ferð, sem jeg hefi nokkru sinni farið“. Síðan fer Petersen lofsamlegum orSum um sundmenn okkar, móttök- urnar og kvað sundmennina hafa skilið við landið með sökn- uði. Kappreiðar í Dalasýslu HESTAMANNAFJELAGIÐ „Glaður" efndi til hinna ár- legu kappreiða að Nesodda 23. júní s. 1. 2 vikum fyr en venju- lega vegna kosninganna. Um fimm hundruð mannis sóttu skemtunina og margt var hesta. Þessir hestar blutu verðlaun: Stökk 300 m.: 1. Tígull 11 v. eigandi Magnús Jósefsson. Hlíð, Hörðudal, Dalasýslu. I. verð- laun, tími 23 sek. 2. Röst 8 v. eigandi Gunnar Jósefsson, Smirlhóli, Haukadal II. verð- laun, tími 23.1 sek. — 3. Þór 7 v., eigandi Jón Jósefsson, Smirlhóli, Haukadal III. verðl. tími 23.6 sek. — 4. Tvistur 7 v., eigándi Hjörtur Kjartansson, Vífilsdal, IV. verðl., tími 24 sek. | Folahlaup 250 m.: 1. Sörli 6 v., eigandi Hannes Guðmunds son, Litla Vatnshorni, Hauka- dal. — 2. Stjarna 6 v., eigandi Sumarliði Jónsson, Miðskógi, Miðdölum, I. og II. verðlaun, jöfn að marki 20.3 sek. 3. And- vari 5 v., eigandi Gunnar Jósefs son, Smirlhóli, Haukadal, III. verðlaun, timi 20 4 sek. Skeiðhestar hlupu upp. Frá jrcUaritara vorurn í Kjós. EINS OG ÆTLAÐ hafði ver- ið. var íþrótta- og samkomuhús Lhðf.F. ,,Drengur“ vígt og tek- ið til notkunar þann 23. þ. m. Samkoman hófst nxeð því. að formaður húsbvggingarnefndar, Olafur Andrésson frá Sogni, setti samkomuna. og bauð gesti og félagsmenn velkomna. Einn- ig skýrði hann frá gangi hús- byggingarinnar og kostnaðar- hliðinni við hana. Búið væri að greiða um 225 þús. kr. í bygg- ingarkostnað, en af því væru 80 þúsund í skuld. Talið er að hús- ið muni kosta fullbúið uin 300 þúsund, ]>\ í eftir er að múrhúða það að utan, og einnig dálitið að innan. Auk ýmsilegs annars. Þar næst flutti Ólafur A. Ól- afsson á Valdastöðum ræðu og frumsamið kvæði. Ræddi hann um ungmennafélagsskapinn og áhrif hans á þjóðlífið í heild. Þar næst voru frjálsar ræður fluttar og xnilli ræðanna voru sungin ýms ættjarðarlög. Fyrst- ur talaði séra Halldór Jónsson sóknarprestur að Reynivöllum. [Þá talaði Steini Guðmundsson á Valdastöðum, og afhenti hann félaginu útskorinn bikar, er smiðað hafði Grímur Gestsson á Grímsstöðum, er bikarinn úr birki, hinn veglegasti gripur. Skal fara fram keppni árlega unx bikar þennan í sundi, og hafa þeir einir rétt til að keppa um hann, drengir innan 18 ára ald- urs, og séu félagar í ,,Dreng“. Ennfremur fylgdi bikar þessum bók, er rita skal í nöfn allra þeirra er þátt taka í keppninni, og tíma hvers eins. Einnig fylgdi sparisjóðsbók með dálít- illi upphæð. sem varið skyldi til sundlaugarbyggingar, þeagr fé- lagið ræðst í að byggja sund- laug, sem félagar „Drengs“ hafa hug á að koma upp. Því næst talaði íþróttafull- trúi, Þorsteinn Einarsson, sem mættur var þarna í boði félags- ins. Þá Bjarni Bjarnason, nú brunavörður úr Reykjavík, og færði hann félaginu áletraðan fundarhamar, og hinar bestu árnaðaróskir. Þá Gísli Guð- mundsson frá írafelli, sem færði félaginu 5 þúsund kr. að gjöf frá sér og konu sinni, Guðríði Hall- dórsdóttur. til minningar um Jóhönnu dóttur þeirra. er and- aðist fyrir nokkrum árum, þá 19 ára að aldri. L'pphæðinni skvldi varið til skóg- og blóma- ræktar við heimili félagsins. Þá talaði Þorgils Guðmundsson íþróttakennari í Revkholti, og færði hann félaginu silfurbikar, sem keppa skyldi 'um í sirndi. og áskildi það að um hann vrði keppt í sjó, og gaf honum heit- ið Sæ-sundsbikar. En ekki vannst tími til þess að letra á hann, og verður það gert síðar. Þorgils var fyrsti formaður „Drengs"; minntist hann liðinna ára, sem ánægjulégra stunda og sem orðið hefðu sér til mikillar gleði og uppbyggingar. Þá tal- aði Benedikt Einarsson frá Mið- engi, sem var einn af stofnend- um félagsins, og þakkaði fyrir sig og konu sína, Halldóru Guð- mundsdóttur. Þá talaði Ólafur Þórðarson frá Varmalandi. Þakkaði hann ánægjulegt sam- starf fyrr og síðar milli Aftur- eldingar og „Drengs“. Næstur talaði Ellert Eggertsson á Mc‘ð- alfelli. Því næst flntti frú Lilja Jónasdóttir í Laugarnesi frum- samið kvæði. Einnig flutti Guð- mundur Þorkelsson á Hallkels- stöðum félaginu kvæði. Bæði í tilefni dagsins. Síðastur talaði Gestur Andrésson hreppstjóri á Hálsi, fyrir minni kvenna, og þakkaði þeim að verðleikum unnin störf og ágæta liðveislu í félagsmálum á rnargan hátt. Karlakór Kjósverja söng nokk- ur lög, undir stjórn Odds Andrés sonar frá Neðra-Hálsi. Þá sýndi Magnús Jösepsson kvikmynd. Nokkur skeyti bárust félaginu, frá eldri félÖgum, sem fluttir eru i burtu úr sveitinni. Einnig bár- ust félagihu töluverðar pcn- ingagjafir, bæði frá sveitungum og einrxig frá eldri félögum, og öðrum sveitungum, sem fluttir oru í burtu. Að lokum var stiginn dans fram yfir miðnætti, og virtust menn skemmta sér hið besta. og fór samkoman fram með liinni mestu prýði, og virtust allir ánægðir, og leist víst öllum vel á hið nýja félagsheimili, senx „ð hlotið hefir nafnið Félags- garður, sem að félagsfólkið vænt ir sér hið besta af í sambandi við storf þess í framtíðinni. 24. júní 1940. St. G. Vöroverð lækkar í Rússlandi Moskva í gærkveldi. RÚSSNESKA stjórnin hefir ákveðið, að lækka verðið á ýms um vörutegundum um allt að því 50% frá og með deginum á morgun. Verðlækkun þessi nær til verSÍana þeirra, sem reknar eru af stjórnarvöldun- um, en í þeim má kaupa ýmsan varning skömtxmarseðlalaust, en við hærra verði en þar sem krafist er skömtunarseðla. Þrátt fyrir þessa verðlækkun, mun vöruverðið haldast geysi- hátt. Þannig munu kvenskór samkvæmt hinu nýja verðlagi, kosta írá 750—2.000 rúblur, silkisokkar um 160 rúblur og sápa um 20 rúblur — Reuter. Karlmanna- nærföt nýkomin. Vefxxaðarvöruverslunin, Týsgötu 1. BaiiiiiinmiiiiiiiiiiiiiiimiiMimiiiiiiiiiiiiiiimiiiui ‘•iimiiiiMiiiiiiiMnniiiiimiiliiMtiil »

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.