Morgunblaðið - 12.10.1946, Qupperneq 7
Laugardagur 12. ’okt. 1946
MORGUNBLAÐIÐ
UNGLINGA
VANTAR TIL AÐ BERA MORGUNBLAÐIÐ
í EFTIRTALIN HVERFI
Skólavörðustíg
Hverfisgölu
Hringbraut
í Vesturbænum
Við flytjum blöðin heim til barnanna.
Talið strax við afgreiðsluna, simi 1600.
Símar
FjelagsmáSaráðuneytisins
eru
5838 og 1159
Nýkomið
PELSAR
ýmsar tegundir
verð frá kr. 785.00.
Modelkápur
og dragtir
stór númer, nýkomið.
Spartci
Garðastræti 6.
. ...... ............
Best að auglýsa í Morgunblaðinu
Minning
Bjöms Jénssonar
íiskimatsmanns og fulltrúa’
Búnaðarfjelags Norðfjarðar,!
Neskaupstað. F. 11/6 1372. D.1
11/8 1945.
Margur drjúpti höfði í hryggð
huldist tárum bráin,
þá sagður var um breiða
byggð
Björn Jónasson dáinn.
t
Harmur skyggði heimaból,
harmaði sveit og bærinn.
Harmaskýjin huidu sól,
harmþungt stundi særinn.
Karmurinn því harðast skar
hjarta ekkju og barna.
Ekkert ráð varð upphugssað,
er því mætti varna.
j
Saknaðartár þó svelli á brá
og svíði hjartans undir,
vonarsólin sýna má
sælan endurfundin.
Kæri Björn, jega þakka þjer
það alt áttum saman;
þess að minnast indælt er
og altaf verður gaman.
i
Gleðin ljúf þjer ijek á brá,
Ijetti þjer starf og sporði.
í sonarmissi og sárri þrá
sástu bjarta vorið.
' t
Söngur, þitt var yndi æ,
og þá list þú glæddir,
ir.n um sveit og út í bæ
um hans dulmál fræddir.
Söngrödd þín var hrein og hú,
með heillandi undirhreimi.
Mjer finst sem hana hlusti
enn á,
henni jeg aldrei gleymi.
.
I
E: þitt vildir vita vamm
á verks fjölþættu sviði,
í grandvarleik því gekstu
fram
góðu öliu að liði.
t
Opinberu störf þín sterk
styrku fjelags böndin.
Þau voru bæði möörg og
merk,
sem miðlaði lýð þín höndin.
)
Þó að sárt þín sakni nú
jeg sje í huga mínum,
að góðverkin, sem gjörðir þú
gróa í sporum þínum.
I
Ei skal syrgja mætan mann
en minning um hann gevma,
og engu, er fjekk afrkað hann
aldrei heldur gleyma.
t
>
Hjeðan burt ert horfinn þú,
heims frá mæðu dölum.
Lífsins herra lofar nú
í Ijóssins gleði sölum.
Brynjólfur Björnsson.
— UM BYGGINGAR
Framh. af bls. 6.
Vil jeg nú enn á ný skora á
arkitekta og húsameistara
landsins að ræða þetta mál af
sjerþekkingu sinni, svo því
verði forðað frá því að verða að
pexi um smáskítleg atriði á
milli okkar, sem ekki erum
taldir bera skynbragð á það.
16. sept. 1946.
J. H
NY BOK:
Uppreisnin á Cayolte
Eftir EARL VVHITEHORNE
HAUSTIÐ 1868 kom japönsk fiskisnekkja með skips-
rekald nokkurt, sem hún hafði rekist á, til hafnar-
borgarinnar Hakodadi í Japan. Yfir skipi þessu hvíldi
hvílík ógn og leynd, að alheimsathygli vakti. Innan
borðs í skipinu voru 40 kínverskir verkamenn, nær
dauða en lífi af hungri, enda var hvergi neitt ætilegt
í skipinu. Hinsvegar var þar að finna mikil auðæfi í
gulli og silfri, hjer og þar um skipið.
EN HVERGI var að finna blað eða brjefmiða, er gefið
gæti hinar minnstu upplýsingar um það, hvert þetta
skip væri. Af frásögnum Kínverjanna varð ekkert
ráðið. Eitt þótti þó augljóst: að skipið væri ekki jap-
anskt, heldur mundi það hafa tilheyrt verstrænum
mönnum. Skipið var atað blóði, og virtist því ekki
leika vafi á, hver hefðu orðið örlög þeirra, er þar
höfðu ráðið fyrir. Sjerstök ógn og hrilling stóð mönn-
um af geigvænlegu tákni, er var að finna við inn-
ganginn að hibýlum skipstjórans. Það var nákvæmt
far eftir alblóðuga hönd, sem stutt hafði verið þungt
á hvítmálað þilið. Það var dulmögnuð kjmngi yfir
þessu óbrotna en máttuga tákni um glæpi og hryðju-
verk.
EN HVER hafði hann verið, þessi helsærði maður, sem
þarna hafði leitað stuðnings, hver höfðu orðið örlög
hans og fjelaga hans, og hver var hún þessi óheilla-
fleyta, sem skaut mönnum svo mikinn skelk í bringu?
Hvaða glæpa- og hryðjuverk höfðu þarna verið fram-
in og af hvaða hvötum? Þessum og ýmsum öðrum
spufningum var leitast við að fá svarað með rann-
sókn þriggja stórvelda, en án árangurs. Amerískum
flotaforingja auðnaðist hins vegar að varpa ljósi yfir
þetta dularfulla mál, og því gat bókin um uppreisnina
á Cayolte orðið til, en svo hjet skipið.
BÓK ÞESSI hefir nú verið þýdd á íslensku, og er það
skemmst af að segja um hana, að hún er frábærilega
spennandi, svo að fáar bækur komast til jafns við
hana hvað það snertir. Yfir frásögninni hvílir myrk,
dulmögnuð kynngi, og er bókin sannast að segja ekki
hollur lestur fyrir taugaveiklað fólk eða hrifnæmt.
En handa þeim, sem kjósa sjer æsandi og spennandi
lestrarefni er vandfundin æskilegri bók en
UPPREISNIN Á CAYOLTE.
Fæst hjá bóksöluin. — Verft kr. 18.00.
Alí til logsuðu
Nýkomiö:
Suðuvír, fyrir eir, stál, ryðfrítt stál.
Silfurslaglóð, suðuhanskar, vagnar fyrir
gas- og súrhylki, handbækur, fyrir logsuðu.
Skurðabrennarar, hjóldrifnir. naglabrenn-
arar og raufbrennarar. Þrýstimælar, fyrir
gas og súr.
Einkaumboð fyrir UNITOR A/S Oslo.
^Álálwn J/óhannóSon &Co.
Sölvhólsgötu 14 — Sími 6916
AUGLÝSING E R GULLS ÍGILDI