Morgunblaðið - 12.10.1946, Side 11

Morgunblaðið - 12.10.1946, Side 11
r Laugardagur 12. okt. 1946 MORGUNBLAÐIÐ 11 Osamkomuiag um Sljesvfk á {ringi Dana Khöfn í gær. Einkaskeyti til Morgunblaðsins. Utanríkismálanefnd danska þingsins ræddi í gær uppkast að svari Dana við orðsend- ingu Breta um Suður-Sljes vík. Varð ósamkomulag um svarið, og getur það orsakað erfitt stjórnmálaástand. Jafn- aðarmenn og radikalar eru á móti ósk Vinstrimanna og íhaldsmanna um að þjóðar- atkvæðagreiðsla fari fram í Sljesvík. Menn, sem fylgjast vel með telja að þessi óeining* 'geti valdið nýjum kosningum. i— Páll. Hefir kemlð 15 sinn- um til íslands I GÆR fór hjeðan sænskur maður, hr. Birger Ekdahl, verslunarfulltrúi. Hann hefur komið hingað til lands 15 sinnum í verslunarerindum og eignast hjer f jölda marga vini og kunningja. Hann bað Morgunblaðið fyrir eftirfar- andi kveðjur: „Þar sem jeg er á förum frá íslanc^, eftir 15. komu mína hingað, leyfi jeg mjer að biðja Morgunblaðið að bera kveðju mína öllum þeim mörgu vinum mínum, sem jeg hefi ekki getað heimsótt nje kvatt, vegna þess hvað heim- för mína bar bráðan að. Lifið heil og sjáumst seinna. Birger Ekdahl“. Þvottastöðln opnuð VATNSVEITAN hefir nú opn að þvottastöð fyrir vörubíla. stöðin er við Faxagötu, rjett hjá sænska frystihúsinu. Þvotta vatnið er selt við mæli og er sama verð á því og Reykja- víkurhöfn selur til skipa. Af- greiðslumaður Vatnsveitunnar sjer um afgreiðslu bílanna. Fyrst um sinn verða tvær vatns slöngur notaðar. Hlutavelta í. R. í gær var dregið hjá borgarfógeta í happ- drætti hlutaveltunnar og komu þessi númer upp: 29115 matar- forði 4760 Dvöl að Kolviðarhóli páskavikuna 1947, 9188 mál- verk eftir Matt. Sigfúss, 22107 Gjafakort á íslendingasögurn- ar (nýju), 10044 Ritsafn Jóns Trausta, 17454 Radíógrammó- fónn, 17522 Málverk eftir Jó- hann Þorsteinsson, 22884 Skíði, 28553 Vatnslitamynd eftir H. C., 3284 Kvenveski. — Vinn- inganna sje vitjað í Í.R.-húsið í dag og næstu daga kl. 4—6 e. h. Skipafrjettir. Brúarfoss fór frá Ólafsvík í gær til Grund- arfjarðar, lestar frosinn fisk. Lagarfoss er í Kaupmanna- höfn. Selfoss er í Hull. Fjall- foss fór frá Stykkishólmi í gær. Reykjafoss fór frá Reykjavík 7/10 til A.itW''rpen. Salmon Knot fór frá Halifas 4/10 til Reykjavíkur. True Knot fór frá Reykjavík 27/9 til New York. Anne fór frá Reykjavík 9/10 til Leith og Kaupmanra- hafnar. Lech kom til Reykja- víkur í gær, fer í kvöld til Leith. Horsa kom til Reykja- víkur 9/10 frá Leith, fer á mánudagskvöld til Leith um Austfirðn Þessi VEGGSKJÖLDUR er tilvalin jóla- og tækifærisgjöf Send um alt land gegn póstkröfu, burðar- gjaldsfritt. — Stærð 20x20 cm. Verð kr.: 30.00. annóóon Pósthólf 1086 — Reykjavík Best að auglýsa í Mo rgunblaðinu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.