Morgunblaðið - 12.10.1946, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.10.1946, Blaðsíða 14
emmmiimimmiimiiiiminmnimmmiiimmn' 14 MORGUNBLAÐIS Laugardagur 12. okt. 1946 eitiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiin iiiiiiiiiiiiiiimiimiiimiimi| BLÓÐSUGAN I ti, iiiiiiiiiiiiiimiiHiimmiiiiiiiiiiiimimmiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiii UHM immmmmmimmmiiiimmmimmmiimmimmmiimitr. 10. dagur Eitt höfuðeinkenni þessarar konu var sjálfstraustið. Hún var fædd Enid Trelawne og var dóttir fjarskylds ættingja bankaeigandans með því nafni, og faðir hennar hafði dáið ung- ur að aldri og stúlkan átti þá enn enga arfsvon. Eftir hálfs annars árs dvöl í Suður-Ame- ríku, kom hún aftur til Eng- lands óþekkt, en giftist þá frænda sínum, Vincent Garth, sem var aðaleigandi bankans og varð sá síðasti af ættinni í karllegg. En hann fórst við bif- reiðaslys, skömmu áður en Margaret litla fæddist. Nú var frú Enid Garth eig- andi bankans bæði sem erfingi og ekkja manns síns og tók við allri stjórninni eftir hann. Og nú hafði hún í tuttugu ár stjórnað þessu risavaxna fyrir- tæki og sýnt af sjer enn meir kaupsýsluhæfileika en nokkur af fyrirrennurum hennar. — Já, það er spölkorn milli Enid litlu Trelawne í Caragua og þess, sem nú er, sagði frú Garth við sjálfa sig og stóð snögt upp úr sæti sínu. Hún leit upp á hörðu andlitin á ætt- armyndunum á veggnum og hneigði sig hálfgert í gamni fyrir þessum forfeðrum sínum — Þið hafið eftirlátið mjer dávænan arf, sagði hún. — og meira en hógan til að ganga milli bols og höfuðs á Craven Hún hló kuldahlátur. — Ó, Sir Melmoth. Aldrei hefir mjer þótt eins vænt um valdið og nú. Jeg reikna ekki oft vitlaust, og hver veit nema maður sjái yður í netinu innan skamms Síminn hringdi. Hún hrökk ofurlítið við og tók heyrnartól- ið. — Hver? Hr. Orme, þing- maður? Látið þjer hann koma strax. John Orme gekk inn. Hann var einkennilega þreytulegur til augnanna, en bar sig samt eins og foringja sæmir. Frú Garth, sem var góður raann- þekkjari þóttist altaf sjá í þess- um manni eitthvað, sem líktist henni sjálfri. Hún rjetti hon- um höndina og benti honum til sætis. — Gleður mig að sjá yður, sagði hún. — Jeg var einmitt að vona, að þjer kæmuð. Svo það er þá ekki þingfundur? — Nei, svaraði hann. — Arn- ars kom jeg til að vitja um þessa ávís m handa barna- sjóðnum, sem þjer lofuðuð mjer. Má jeg það? Þörfin er mikil. — Þó það væri nú. sagði hún og tók ávísanahefti upp úr skúffu. I ekkert vildi jeg fremur eyða peningum. Hún leit á hann með á- hyggjusvip. — Mjer þykir leiðinlegt að sjá yður svoo ”:’an og þreviu legan, hr. Orrnc r Er jeg það? sagði hann ró- lega. — Já, lífið er okkur flest- um lervitt .... stundum. En vel lá minnst, frú Garth. Jeg verð að biðja yður að afsaka, að -jeg vaið : ð fara svona snemma af dansleiknum yðar í fyrradag. En .... jeg gat ekki verið þar lengur. Hún sleppti ávísanaheftinu og leit á hann. — Við vorum að tala um Sir Melmoth Craven þegar jeg hitti yður, sagði hún. Orme kinkaði kolli. — Jeg vildi hæta við það einu orði, sagði hún stuttlega. — Sir Melmoth kom í hús mitt þetta kvöld fyrir misgáning. Hefði jeg vitað ofurlítið fyrr það, sem jeg veit nú. hefði harn ekki stigið fæti inn fyrir mínar dyr. Jeg vísaði honum út og bað hann gleyma því, að hann heíði nokkurntíma >orcið. Við þessi orð ljómuðu augu Ormes svo af gleði, að aldrei á æfi hans höfðu þau ljómað eins. Fyrst gat hann alls ekki leynt því eða stilt sig. Hjarta hans fyltist svo af gleði, að hann varð eins og altekinn fögn uði. Því þótt konan, sem hann elskaði vildi ef til vill ekki sjá hann, þá var hún að minsta kosti laus við Craven. Hann var gripinn óendan- legri meðaumkvun og samúð með Margaret. Hvað hún hlaut að hafa liðið þennan stutta tíma og hlyti að líða nú. En engu að síður var það versta af staðið. Við tilhugsunina varð Orme kafrjóður í framan. Hann var ósegjanlega feginn því, að eng- inn hafði sjeð það, sem hann hafði sjeð þetta kvöld, fyrir eintóma tilviljun. Þá varð hann þess var, að augu frú Garth hvíldu á hon- um. Hún horfði á hann hvast og forvitnislega. Hann stilti sig og svaraði blátt áfram. — Það er vel farið, frú Garth. Þá eruð þjer lausar við þann fant. Mjer sjálfum finnst fjár- málafyrirtæki Cravens svívirði leg og þessvegna hef jeg líka veitst að honum opinberlega. — Jeg heyrði ekki þá ræðu yðar í þinginu og heyrði ekki um hana fyrr en seinna. Craven var þá ekki annað en nafn í mínum augum — nýgræðingur. Jeg er alveg á yðar máli um það, að fyrirtæki hans eru sví- virðileg, en það er bara eng- inn hægðarleikur að sannfæra heiminn um það eða sanna neitt á hann, því hann er kænn með afbrigðum. En vitið þjer, hr. Orme, að hann hafði í hyggju að fá fjárhagsaðstoð Garths- banka handa þessum fyrirtækj- , um sínum? Orme glápti af undrun. — Craven, æpti hann. — Ætlið þjer að segja mjer, að hann hafi verið svo ósvífinn? Annars veit jeg nú, að har.n stendur völtum fótum fjár- hagslega. Craven að fá fje hjá Garth, þó þó. Nei, þá finnst mjer hann ætti heldur að fara til blóðsugunnar .... hún er meir við hans hæfi. — Blóðsugan? sagði frú Garth. Er það ekki okurstoín- un, sem er kölluð því nafni? Jeg hefi heyrt, að það sje kon- an sem stendur fyrir henni. — Það er líka rjett. Gordons Limited heitir stofnunin og fyrir henni stendur kona, som kallar sig frú Gordon. Það eru örgustu pkrarar, _ , • , , — Það er þá dáliíið aririáð ch frú Garth, sagði hún brosandi. Orme hló. — Já það er svona álíka mismunur eins og á sól- inni í hádegisstað og ljósormi um lágnættið. — Jeg hef nú samt heyrt, að stofnunin sje forrík. — það er ekki ótrúlegt, svar áði Orme. — Það eru þær margar svona blóðsugur. Auð- vitað þekki jeg það ekki nema af afspurn. Og þjer megið ekki misskilja mig. Jeg er ekkert að ráðast á Blóðsuguna út af fyr- ir sig. Sjálfsagt ber hún nafn með rentu, en svona fyrirtæki fitna mest á öðrum föntum. — Vafasamir atvinnurekend ur, fantar, sem eyða fje í ó- hófi og verða að fá meira hvað sem það kostar, eða þá fjár- hættuspilarar í vandræðum, eins og Craven. Þetta eru mer.n irnir, sem fara til Blóðsugunn- 1 ar. Og lofum ræningjum að rýja ræningjana. Heiðarlegt fólk þarf ekki að líða neitt við það og einn góðan veðurdag verður hreinsað til. — Það er einkennilegt að heyra yður taka svari svona kvenmanns. Orme roðnaði. — Jeg er alls ekki að því, svaraði hann. En hversu and- styggileg persóna, sem hún nú kann að vera, hefi jeg samt heyrt af henni einkennilegar sögur. Sjerstaklega hefi jeg eina í huga, því þar þekki jeg hlutaðeiganda. Hann var illa stæður en heiðarlegur. Var í vandræðum og lenti í klónum á henni. Og það svo, að hann sá engin úrræði önnur en byssu- kúlu eða þá ána. Og vitið þjer hvað hún gerði þá? Brendi öll skuldabrjeíin, sem hann hafði gefið út og hjálpaði honum auk þess um peninga. — Sennilega hefir það verið veiðibrella til þess að veiða í einhverja heimskingja, svar- aði frú Garth. Fleygði 300 pundum til þess að fá 500 í staðinn .... ekki satt? Vel trúlegt. — En þjer komuð víst ekki , hingað til að tala við mig um Blóðsöguna, sagði frú Garth og i tók aftur upp pennann. — Þjer hafið stofnað þennan sjóð ásamt Quex vini yðar, er ekki svo? Hún rjetti honum ávísun. — Þetta er handa börnunum. Orme tók ávísunina og gapti af undrun. Hún hljóðaði uppá 5000 pund. — Þetta er konungleg gjöf, sagði hann. — Ekki veit jeg hvernig jeg fæ nógsamlega þakkað yður. — Verið þjer heldur ekki að reyna það. Jeg veit þjer notið það vel. Yður virðist þykja vænt um börn? — Já, svaraði Orme með sannfæringu. — Hverjum þykir það ekki? í Frakklandi reynd- um við að fæða og klæða börn- in, sem voru að baki vígstöðv- anna, litlu veslingana. Og jeg get sagt yður, að það eru til tugir þúsunda af börnum hjer í landinu, sem eru helmingi verr stödd en þau börn voru. Hann stakk ávísuninni í íárjóstvasann. VtVd Barnið og björninn EFTIR CHARLES G. D. ROBERTS. 1. ÞAÐ BLJES stinningskaldi yfir Silfurvatnið. Alveg upp við bakkann, þar sem drengurinn var að veiða, var vatnið næstum sljett, aðeins nægilega gárað, til þess að silungurinn væri ekki eins varfærinn, nóg til þess að hann sæi ekki eins greinilega drenginn sem stóð á flekanum. En úti á miðju vatninu risu hvítar, hraðar bárur í löngum röðum. Flekinn var ósköp lítill. Hann var úr mjóum bjálkum, sem voru negldir saman og var smíðaður einmitt til þess sem drengurinn var að nota hann við þessa stundina. Það var svo miklu þægilegra að veiða af fleka, heldur en a£ venjulegum bát eða barkbáti, þegar vatnið var lygnt og maður þurfti að vanda sig við að kasta. En drengurinn var ekki enn orðinn svo mikill fiskimaður, að hann gæti kastað glæsilega. Þess þurfti heldur ekki með því í svona veðurlagi var silungurinn í Silfurvatni allt of svangur til þess að gína ekki við agninu. Silungarnir hjeldu sig rjett upp við bakkann og drengurinn veiddi mjög vel. Þetta voru samt hálfgerð kríli, en fallegir, sumir meira en hálft pund á þyngd, og það eina sem drengnum fannst að, var að Andrjes frændi skyldi ekki vera nærstaddur, til þess að sjá hvað hann veiddi vel. Vissulega myndi frændi sjá sannanirnar fyrir því, hve drengurinn var mik- il veiðikló, á pönnunni í kvöld, brúnaðar í bragðmikilli sósu, eins og venjulega var gert í skóglöndunum miklu í Nýju-Brunswick. En drengurinn var svo mikill íþrótta- maður í eðli sínu, að honum fannst allra mest gaman, þegar hann dró fiskinn upp úr vatninu og vildi síðan hampa honum og helst láta einhvern sjá þessa stórkost- 3egu veiðimennsku sína. Flekinn var festur með því einu, að eitt horn hans stóð á botni á sandgrynningu. Og þó drengurinn væri ekki þungur, þá stóð hann venjulega á þeim helming flekans, sem sneri út að vatninu. Og þetta, ásamt hinu, að hann gat oft ekki við sig ráðið, en hoppaði hátt af kæti, gerði það að verkum, að flekinn losnaði smám saman af grunn- mu. Og drengurinn var allt of niður sokkinn í veiðiskapn- um, til þess að taka nokkuð eftir bví. Amerískt vikublað hefir spurt kvenlesendur sína, hvort þær hefðu heldur viljað fæð- ast sem karlmenn eða kven- menn. Svörin bera það með sjer, að 42,2% af kvenfólkinu er þeirrar skoðunar, að störf karlmannsins sjeu ljettari en konunnar, auk þess sem hann sje aðnjótandi meiri ánægju í lífinu. En þó vildu aðeins 25% þeirra, sem svöruðu, vera karl- menn. ★ Fyrir skömmu síðan átti blað í Honolulu viðtal við innfædda söngmær. Daginn eftir að sam- talið birtist, kom eftirfarandi leiðrjetting í sama blaði: Leiðinleg mistök urðu í gær, er nafn hinnar ágætu söng- konu okkra var stafað„Kuma- kahugaaaheellkunniinkko“. Nafnið átti auðvitað að vera „Kamakaehukallehelekunnn- ih“.“ ★ Barnaskólakennari hefir skýrt frá eftirfarandi: „Þegar i börnin koma í fyrsta skifti í skólann er mjög erfitt að gera þeim til geðs. Einstaka eru full 1 tilhlökkunar, en flest eru nið- j urbeygð og sum fara jafnvel að gráta, þegar þau í fyrsta skipti verða að vera ein með ókunnugu fólki. Og þrátt fyr- ir þetta, gat jeg ekki haldið niðri í mjer hlátrinum, þegar lítill hnokki, sem hágrjet á skólabekknum, svaraði mjer á þessa leið, þegar jeg spurði hann, hvað væri að: — Jeg er svo andskoti sorg- mæddur. ★ — Er það ekki ótrúlegt, en eftir tvö ár telja menn, að hægt verði að skjóta til tunglsins? — Þú segir ekki? Hvað hefir það gert af sjer? ★ — Hafið þjer ekkert sam- viskubit? — Augnablik, dómari góð- ur, jeg skal spyrja verjandann minn. ★ — Þjer eruð fyrsti óvit- lausi maðurinn, sem jeg hitti í þessu boði í kvöld. -— Þá hafið þjer verið hepn- ari en jeg. 'k Ralp nokkur Korth frá Se- attie, var um daginn að synda, þegar hann rakst á peninga- veski, sem flaut ofansjávar. — Hann opnaði það og fann í því 80 dollara — og komst að J raun um það skömmu seinna, , að það var hans eigið!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.