Morgunblaðið - 12.10.1946, Page 16
VEÐURUTLITIÐ: Faxaflói:
EINRÆÐISHERRA í hnefa
AHhvass SA, skýjað en úr-
komulaust.
leikum. — Sjá bls. 9.
Þegar Karlakér Reykjiiíkur fór fil Ameríku
Karlakór Reykjavíkur fór 4. þ. m. flugleiðis til Bandaríkjanna og hafa nú borist fyrstu fregnir
af kórnuni. Hefir honum verið tekið með fád smum vel og fær hann góða dóma amerískra
lisígagnrýnenda. — Myndin hjer að ofan var tekin á Keflavíkurfiugvellinum er kórinn lagði
af stað í Skymaster-flugvjel „American Over eas Airlines“. Til vinstri á myndinni, fremst,
er Sigurður Þórðarson söngstjóri og Stefán ís’andi. Flugmaðurinn á myndinni er kapteinn
vjelarinnar, M. W. Kuj'kendall. Frjettir af kómum og amerísk blaðaummæli eru á bls. 2.
Hernaðarástand í Kína
Fangelsun Jóns Leifs
Sfjérnarher fekur Kalgan
London í gærkveldi.
Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter.
STJÓRNIN í Chungking lýsti því yfir í dag, að hernaðar-
ástand væri í landinu, og mættu allir karlmenn, 18—50 ára að
aldri búast við því að verða kallaðir í herinn. Þetta er vegna
hinna áframhaldandi bardaga milli stjórnarherjar.n og kom-
múnista.
Kalgan fellur.
Stjórnarherir tóku í dag her-
skildi borgina Kalgan. eitt
ramgerðasta virki kommúnista
í Kína. Höfðu stjórnarherirnir
haldið uppi sókn að borginni 1
margar vikur. Kommúnistar
höfðu boðið vopnahlje, ef hætt
væri sókninm til Kalgan, en
ekkert varð úr vopnahljei, sem
kunnugt er.
Khöfn í gærkvöldi.
DANSKA lögreglan hand-
tók í dag 3 kyndara af bresku
flutningaskipi, sem liggur í
höfn hjer og ieitar nú að
tveim öðrum kyndurum. Rjeð
ust kyndarar þessir á skip-
stjórann í gærkvöldi cg’börctu
hann vegna þess að hann viidi
ekki iáta þá fá peninga til
þess að skemta sjer fyrir í
landi. Kyndarar þessir höfðu
gert verkfall á ieiðinni til
Danmerkur og var skipið á
reki í tvo sólarhringa á Norð
vrrsjó vegna verkfalls þessa.
Skólamóf í frjálsum
íþróffum
EF veður ieyfir hefst í dag
kl. 3 síðdegis skólamót í frjáls
um íþróttum. Þátttakendur
verða frá Háskólanum, Menta
skólanum, Verslunarskólan-
um, Gagnfræðaskóla Reykja-
víkur og Samvinnuskólanum.
Kept verður í þessum grein
um frjálsíþrótta: 100, 400 og
1500 metra hlaupi, 4x100 m.
boðhlaupi, langstökki, há-
stökki, stangarstökki, kringlu
kasti, kúluvarpi og spjót-
kasti.
Meðal keppenda verða frá
Háskólanum: Skúli Guð-
mundsson og Brynjólfur Ing-
ólfsson. Frá Mentaskólanum
Clausen-bræður og Páll Hall
dórsson. Frá Verslunarskólan
um verður Vilhjálmur Vil-
mundarson. Ýmsir fleiri kunn
ir íþróttamenn taka þáít í
kepninni.
a t
SEM kunnugt er var Jón
Leifs tónskáld tekinn til fanga
á Esjunni í fyrra á leið til ís-
lands, er hann neitaði að sýna
liðsforingja bandamanna þar
vegabrjef sitt, nema að fyrir
lægi umboð eða tilmæli ís-
lenskra aðila. Fór Jón Leifs
þess þá þegar á leit við ut-
anríkisráðuneytið íslenska að
það mótmælti fangelsun hans
og hreinsaði hann af allri grun
semd. Ráðuneytið sendi full-
trúa Bandaríkjanna umkvört
un vegna framkomu liðsfor-
ingjans og fór þess á leit að
grafist yrði fyrir upptök að
fangelsun þessari. Hefur ráðu
neytið nú lokið meðferð þessa
máls og ekki orðið kunnugt
um að Jón Leifs hafi veitt
Þjóðverjum stjórnmálalega
aðstoð á stríðsárunum-.
Vjelamenn gera
verkfaSl
London í gærkveldi.
VJELAMENN í gistihúsum
þeim í London, sem verkfall
stendur yfir í, hafa nú lagt nið-
ur vinnu og eins hafa ýmsar
grænmetisverslanir neitað hótel
um þessum um að selja þeim
vörur sínar. Alls mun nú starfs
fólk í um 16 stærstu gistihús-
um Lundúnaborgar vera í verk
falli, en hvergi þó allt og hafa
stjórnir hótelanna tilkynnt, að
fólkið sem í verkfalli er, sje
miklu færra en verkfallsmenn-
irnir halda fram. — Reuter.
16 prófastar senda
þjóðinni ávarp
BISKUP ÍSLANDS boðaði til prófastafundar í Reykjavík
dagana 8.—10. október s. 1. til þess að ræða um kirkju- og
menningarmál.
Sátu fund þennan 16 prófastar víðsvegar af landinu. Fund-
urinn stóð yfir í þrjá daga. Voru mörg mál rædd, og mikill
ahugi og eining ríkjandi á fundinum.
Prófastarnir samþykktu í einu hljóði og undirrituðu svo-
hljóðandi ávarp til þjóðarinnar:
, Prófastar landsins, saman-
komnir í Reykjavík, undir for-
sæti biskups, hafa rætt sameig-
inlega kristilegt og menningar-
legt ástand þjóðarinnar og kom-
ið sjer saman um eftirfarandi
ávarp:
Vjer teljum, að yfir þjóð
vora gangi nú mjög varhuga
verðir tímar í andlegu, sið-
ferðilegu og menningarlegu
tilliti.
Vjer íslendingar förum
ekki varhluta af þeim afleið-
ingum styrjaldarinnar, sem
hættulegastar munu reynast
þjóðunum, stefnu- og sinnu-
leysi í andlegum efnum, losi
í siðum og rótleysi og upp-
lausn í menningarlegum
störfum. Sú tröðkun á öllum
menningar og siðferðishug-
sjónum, sem alger styrjöld
jafnan er, — hefir skilið eft-
ir sín ægilegu spor með öll-
um þjóðum heims og einnig
í þjóðlífi voru. Þetta kemur
m. a. fram í virðingar- og
kæruleysi fyrir hreinni sið-
ferðislegri breytni, í sinnu-
leysi um trú og lífsstefnu og
reikulu fálmi í flestri menn-
ingarlegri viðleitni. Skemmt
analíf þjóðarinnar er sjúkt,
siðferðis vitundin sljó, með-
ferð á efnalegum verðmæt-
um hirðulaus og allt andlegt
líf mjög á reiki. — Vjer telj-
um, að af þessu sje hinn
mesti háski búinn fullveldi,
frelsi og þroska þjóðarinnar.
En undirstaða velfarnaðar
hennar er fyrst og fremst
andlega heilir og sterkir ein-
staklingar, — og það því
fremur; sem þjóðin er fá-
mennari og smærri. — Vjer
getum ekki hervæðst fyrir
framtíðarfrelsi og heill þjóð-
ar vorrar nema á einn veg,
að vjer gerumst sjálf, allir
einstaklingar þjóðarinnar,
meiri menn og betri. Og það
er sannfæring vor allra, að
þar sje sannur kristindómur
áhrifamestur. Boðun hans og
lífsskoðun er enn sá eini
grundvöllur, sem frelsi og
hamingja þjóða og einstakl-
inga verður á reist.
Fyrir því beinum vjer
þeirri áskorun til þjóðarinn-
ar allrar, að styðja og
styrkja kristilegt starf, ekki
aðeins í orði heldur og í
verki. — Vjer skorum á alla
söfnuði landsins, að sam-
stilla einhuga krafta sína, til
að vekja kristilegt líf og
starf, — að sækja kirkjur sín
ar og styðja hverja viðleitni,
sem verða má til aukins og
andlegs lífs. — Og umfram
allt skorum vjer á alla starfs
menn kirkju vorrar, að hefjá
nýja, markvissa sókn í starfi
sínu. Rækjum skyldu vora
við þjóð vora og Drottin
vorn, — og biðjum hann að
opna oss nýjar og nýjar dyr,
til að flytja boðskap hans og
þjóna honum. Þjóð vor hef-
ir gert oss kleift, að helga
köllunarstarfi voru alla
krafta vora; — og hún á því
kröfu á, að vjer gerum það.
Leitum nýrra leiða, hefj-
um nýja viðleitni sem víð-
ast, og biðjum Guð um sam-
starfsmenn með söfnuðum
vorum, og minnumst þess nú,
sem fyrr, að þess eins er af
oss krafist, að sjerhver reyn-
ist trúr.“
Reykjavík, 10. okt. 1946.
Sigurgeir Sigurðsson
Bjarni Jónsson
Bergur Björnsson
Eiríkur Helgason
Guðbr. Björnsson
Hálfdán Helgason
Jón Þorvarðarson
Pjetur T. Oddsson
Sveinbjörn Högnason
Friðrik J. Rafnar
Einar Sturlaugsson
Friðrik A. Friðriksson
Haraldur Jónasson
Jakob Einarsson
Jósef Jónsson
Sigurjón Guðjónsson
Þorsteinn Jóhannesson
í breska blaðinu „The
/ Manehester Guardian“ frá 4.
1 október s. 1. birtist brjef frá
A. Godtfredsen, þeim er
kunnastur varð hjer fyrir róg
um íslenska sjómcnn á stríðs
árunum og hlaut enda dóm
fyrir, en var síðan landrælc-
ur ger.
I þessu brjefi sínu til hins
merka stórblaðs segir Godt-
fredscn, að Danir geti ckki
skilið hversvegna Biretar
kaupi fisk af íslendingum,
sein safni auði á því (og
jafnvel dollurum á stríðsár-
unmum.)
Godtfredscn scgir cnnfrem
ur að Danir geti framlcitt
miklu betri fisk, en Færey-
ingar og íslendingar og auk
þess geti Danir keypt meira
af Bretum í staðinn, þar sem
þeir sjcu 4,000,000 en íslend-
ingar aðeins 126,000.