Morgunblaðið - 25.10.1946, Blaðsíða 8
Föstudagur 25. okt. 1946
I
MORGUNBLAÐIÐ
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson
Ritstjórar: Jón Kjartansson,
Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsia,
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald: kr. 8.0o á mánuði innanlands,
kr. 12,00 utanlands.
f lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók.
Hvað er að gerast?
HVAÐ er að gerast á Alþingi? Um þetta spyrja nú
margir. Þetta gerist: Ýms hinna venjulegu þingmála, þ. á.
m. fjárlögin ganga sinn jafna gang. Annað tefst vegna ó-
vissunnar um samstarf og stjórnarmvndun.
★
Samkvæmt tillögu forseta íslands skipuðu flokkarnir
þrjá menn í nefnd hver til viðræðna. Enginn flokkanna
hefir forystu um þessar viðræður. Fundir eru haldnir
daglega og hafa flokkarnir fundarstjóra til skiptis.
Þingmönnum er ljóst. að vegna þess að þrír flokkarnir,
Alþýðuflokkur, Framsóknarflokkur og Sósíalistaflokkur
hafa flokksþing eða flokksstjórnarfund í næsta mánuði,
eru þessir flokkar ekki reiðubúnir til þátttöku í stjórnar-
myndun fyrr en að afloknum þessum fundarhöldum. Má
því telja víst, að stjórnarmyndun takist ekki fyrr en í lok
nóvembermánaðar í fyrsta lagi.
Af þessu leiðir, að enn sem komið er, er hvorki alvara
nje hraði í viðræðum tólf-manna nefndarinnar. Það er
verið að draga tímann. Skipun hinnar svonefndu hag-
fræðinganefndar er m. a. af þeim toga spunnið. Sjest það
best á því, að jafnvel Tíminn, sem í upphafi ljet mikið
yfir „forystu“ Framsóknar, sem þá stundina bar ávöxt í
hugkvæmninni, sem fæddi af sjer „hagfræðinganefnd-
ina“, er nú í óðaönn að keppast við að skýra fyrir lesend-
um, að auðvitað eigi hagfræðingarnir ekki að gera þetta,
og að sjálfsögðu heldur ekki hitt, og eiginlega hvorki
þetta nje hitt! Samt sem áður hafi tillagan komið frá
Framsókn (sem þó auðvitað er málum blandið) o. s. frv.
Jafnframt mun svo nefnd þessi hafa fengið til úrlausnar
verkefni, sem Hermanns-Rauðka spreytti sig á í nokkur
ár, áður en hún gafst upp.
En í hlutarins eðli liggur, að gefist stjórnmálamenn-
irnir upp við að benda á úrræðin, sem síst ætti að vera
vandasamara nú en oft áður, má ekki vænta að aðrir
reynist færir um það.
★
Mælt er, að engum af stjórnarflokkunum þrem sje
mjög áfram um að vera í nýju stjórninni. Er það senni-
lega rjett. Allir munu þeir þó fáanlegir til þess, ef sæmi-
lega semst um málefni.
Framsókn er sögð áköf í ráðherrasætin. En sá er hæng-
ur á, að öllum hinum flokkunum er um og ó að leggja
lag sitt við hana, af hræðslu við þá megnu andúð sem
ríkir gegn Framsókn, einkum við sjóinn.
★
Þannig virðist ennþá a. m. k. lítill áhugi fyrir stjórnar-
myndun hjá þeim sem á veltur. Af þessu leiðir, að bak-
tjaldamakk er með minsta móti. En því meira ber á góðu
innræti og blíðu viðmóti þeirra, sem mæna á ráðherrastól-
ana. Ber þar mest á Hermanni voru'm, sem er nú svo
tillátssamur við kommúnista og getspakur á óskir þeirra,
að þeir kalla hann Hermann „lipra“ í stað „sterka“ hjer
áður fyrr
En lang „grínaktugasta fígúran11 í hópnum er Sigfús
Sígurhjartarson. Veit enginn hvað fyrir honum vakir, og
er lítið mark á tekið. Er helst ætlað að hann sje á ein-
hvern hátt, að reyna að hefna sín á þeim, sem ráku hann
frá ritstjórn Þjóðviljans, og segja kunnugir að hefni-
þorstinn sje meiri en skoðanafestan.
Snýst nú Sigfús eins og skopparakringla kringum
Framsókn og vill ekki heyra á annað minst en að komm-
ar flatsængi með gömlu maddömunni. Er Sigfús að
smeygja greinum inn í Þjóðviljann, sem Hermann segir
honum að skrifa. Henda menn gaman að öllum þessum
tilburðum.
Talið er, að fyrir Sigfúsi vaki þetta: Takist að koma á
samstarfi kommúnista og Framsóknar, þá gerir Sigfús
sjer vonir um að komast í ráðherrastól, vegna þéás að
enginn annar yrði fáanlegur í sætið.
Sigfús í ráðherrastól! Of mikið af öllu má þó gera.
uer^i
ÚR DAGLEGA LÍFINU
„Bannsvæði“.
í DAG TAKA íslensk yfir-
völd við Keflavíkurflugvellin-
um til eignar og umráða. Síð-
ustu leyfar hernáms og her-
verndar styrjaldaráranna eru
að hverfa. I gær birti Morgun-
blaðið þá fregn, að búið væri
að taka niður skilti við her-
búðir, sem hermenn dvelja I,
þar sem gefið var til kynna,
að herbúðirnar „væru barn-
svæði“, eða „Yfirráðasvæði
Bandaríkjanna“, og að „vopn-
aðir hermenn með byssur“,
gættu þess, að óviðkomandi
færu ekki of langt.
Alt er þetta ánægjulegt og
í rjetta átt stefnt. En hirðulaus-
ir höfum við sjálfir verið í
mesta máta því þó að aðvör-
unarspjöld hinna útlensku sjeu
nú horfin af herbúðum, sem
þeir búa enn í, þá eru þessi
spjöld enn uppi víða um land-
ið í auðum og hálfhrundum
herbúðum. Hermennirnir, sam
bjuggu þar forðum fóru í flýti
og hirtu ekki um að taka nið-
ur þessi skilti, nje skilti með
erlendum nöfnum á hsrbuð-
um, enda keypti víst ríkið
braggana með öllu „múr- og
naglföstu“.
Það væri nú þarfa verk, að
senda flokk manna með verk-
færi og bíl í öll gömlu bragga-
hverfin hjer í nágrenninu og
láta taka niður öll skilti, bæði
þau, sem sett voru til viðvör-
unar og hin, sem segja til vm
erlend nöfn braggahverfanna.
•
Þegar Keflavíkur-
útvarpið hættir.
NÚ HLÝTUR Keflavíkurút-
varp hersins að hætta, um leið
og hermennirnir fara, því ekki
kemur til mála, að þeir Banda-
ríkjamenn, sem í Keflavík
kunna að dvelja vegna flug-
samgangna geti haft þar eigin
útvarpsstöð, enda ólíklegt, að
nokkur vilji leggja í kostnað
til að halda þeirri stöð í gangi.
Þessi stöð hefir verið mörg-
um þyrnir í augum, en aorir
hafa haft af henni mikla á-
nægju, ef dæma má eftir hvað
margir hlust;. á hana hjer sunr,-
anlands, þar sem, hún heyrist
vel.
í öðrum hverjum leigubíl og
annari hevrri íbúð, svo ekki sje
nú talað um þá vinnustaði, þar
sem útvarpi hefir verið komið
fyrir til ánægju fyrir starfs-
fólkið, glymur braggastöðin
daglangt. Vinnustaðirnir hafa
nær eingöngu hlustað á Kefla-
víkurstöðina, þar sem varla
hefir verið í önnur hús að
venda, nema þegar að hlust-
unarskilyrði hafi verið einkar-
góð og náðst hefir til erlendra
stöðva.
Hvað kemur í staðinn?
HVAÐ KEMUR NÚ í staðinn
fyrir Keflavíkurútvarpið. Fyr-
ir nokkrum mánuðum var á það
drepið hjer í dálkunum, að rík-
isútvarpið ætti að halda uppi
útvarpi á daginn fyrir hina
mörgu, Sem hafa vanið sig á
að hlusta á útvarp við vinnu
sína. Var í því sambandi bent
á, að nota mætti Ijetta og til-
tölulega ódýra dagskrá, ljett
lög af grammófónplötum, end-
urtekningu á góðum dagskrái-
liðum, sem komið hafa í aðal-
dagskrá og fleira.
Meðal annars var mint á stál-
vírshljóðritunina í því sam-
bandi.
Það verður nú gaman að sjá
hvort Ríkisútvarpið okkar er
þeim vanda vaxið, að veita
landsmönnum eitthvað í stað-
inn fyrir braggastöðina, sem
hefir verið bæði skömmuð og
henni hælt á undanförnum
mánuðum.
Tálvonir.
EITT AF DAGBLÖÐUM höf-
uðstaðarins segir frá því, að það
mikil þurð sje orðin á ame-
rískum sigarettum, að farið
sje að selja bunkt með 10 pökk-
um (karton) á 60 krónur. Með
öðrum orðum, að amerískar
sígarettur sjeu komnar á svart-
an markað hjá okkur.
Hræddur er jeg um, að með
þessu sje verið að vekja tál-
vonir hjá þeim mönnum, sem
kunna að eiga einhverjar birgð-
ir af amerískum sigarettum í
fórum sínum.
•
Þóttu óreykjandi.
ÞAÐ ER AUÐVITAÐ mál, að
fjöldi manna hefir vanið sig á
að reykja amerískar sigarettur,
þar sem nær eingöngu hafa
flutst amerískar sigarettur til
landsins um þriggja ára skeið.
En varla kemur til að neinn
voði sje á ferðum og menn vilji
greiða hvaða verð sem er fyrir
að fá amerískar sigarettur
þegar nóg er af öðru tóbaki á
m.arkaðnum.
Sú var tíðin að menn fussuðu
hjer við amerísku tóbaki og
ráku upp harmavein, eins og
heimurinn væri að farast, þeg-
ar enska tóbakið hætti að flyti-
ast.
Sem sagt. Það er varla ástæða
fyrir nokkurn mann, að birgja
sig upp af amerískum sigarett-
um í þeirri von að geta hagn-
ast á þeim, því þar að auki mun
bráðlega voa á nýjum birgðum
af amerísku tóbaki til landsins.
•
Þakkar fyrir
barnaleikvöll.
KONA á Grímsstaðaholti,
biður mig fyrir eftirfarandi
þakklæti til viðkomandi bæj-
aryfirvalda:
„Mig langar til að biðja þig
að koma á framfæri fyrir mig,
og jeg veit margra annara
kvenna hjer um slóðir -— þakk-
læti til þeirra, sem stóðu að
því, að komið var upp barna-
leikvelli hjer í nágrenninu. —
Hann hefði mátt vera kominn
fyrir löngu, því alstaðar í bæn-
um er þörf fyrir barnaleikvelli.
En maður getur þakkað alt,
sem er til bóta“.
iiHrnimitintmiiiMimU
MEÐAL ANNARA ORÐA . . .. I
FRAM er komin á Alþingi
þingsályktunartillaga um rann-
sókn á dýralífi í Hvammsfirði,
flutningsmaður Þorst. Þor-
steinsson. Segir þar svo:
„Alþingi ályktar að fela
fljótt og því verður við komið
fara fram rannsóknir á dýralífi
í Hvammsfirði til þess að fá úr
því skorið, hvort fjörðurinn sje
heppilegur til fiskiræktar“.
í greinargerð segir:
„Eins og kunnugt er flest-
um, þá er Hvammsfjörður einn
af stærstu fjörðum landsins og
víða alldjúpur, en fiskveiðar
hafa ekki verið þar teljandi
nema hrognkelsaveiðar. Þó er
það álit nokkurra, að flatfiskur
(lúða og koli) sje þar yst í
firðinum, en vegna þess að
krökt sje þar af sel, haldist
hann lítt við á þeim slóðum.
Mikið er af fiskseiðum í firð-
inum, þar á meðal kolaseiðum,
og síli eru þar nokkur, er
vart verður af fuglageri miklu,
er safnast að sílatorfunni og
fylgir henni eftir firðinum.
Fjörðurinn er einstakur að því
leyti, að fyrir. xninni hans er
íjöldi eyjg og 'hólma, en. jnjó og
grunn surid liggjá rnilli hans og
Dýralíf í Hvammsfirð
Breiðafjarðar; eru þar sjávar-
föll mikil og straumar afar-
harðir, en fjörðurinn víður og
alldjúpur, þegar inn er komið
úr sundum þessum.
Fjörðurinn hefir áður verið
mældur allverulega á innsigl-
ingaleiðum, en á ýmsum svæð-
um mun hann enn lítt mæld-
ur, og litlar sem engar rann-
sóknir hafa enn farið fram á
dýralífi hans, og mun þó það
vera merkilegt verkefni og lík-
legt til nytsemdar. Hefi jeg átt
tal við Árna Friðriksson fiski-
fræðing um þetta efni, og tel-
ur hann, að það, sem rannsaka
þurfi þarna, sje fyrst og fremst
1. Mæla upp fjörðinn og um
leið athuga botnlag hans.
2. Athuga eðli sjávarins (hita
hans, seltu o. fl.).
3. Rannsaka svifið (þörunga,
lirfur o. fl.).
4. Rannsaka botndýralífið
(mergð botndýra og tegundir).
5. Athuga fiskistofnana (teg-
undir og vöxt).
Sjerstaklega ætti að haga
rannsóknum þessum með það
fyrir augum, að þar yrði fiski-
fækt, en einnig, hvórt þar væri
ekki fært að auka kræklings-
íekju.
Myndir af afföku
nasisfaleiðfopnna
Berlín í gærkvöidi.
FRAKKAR og Rússar hafa
fallist á þá tillögu Bandarikj-
anna, að heimsblöðin fái að
birta myndir af aftökum nas-
istaleiðtoganna tíu — Bretar
eru þessu hinsvegar andvígir,
telja að ekkert sje unnið við
það, að láta myndir þessar
koma fyrir almenningssjónir.
Árangurinn af þessu verður
sá, að engar myndir af aftök-
unum verða birtar á hernáms-
hluta Breta í Þýskalandi. — Þá
munu stjórnarvöld í Bretlandi
heldur. ekki.pjá blöðunum þar í
landi fyrir slíkum myndum, og
verða þau að útvega sjer þær
annars staðar ftá, ef þau æskja
eftir að nota þeer-
—Reuter.