Morgunblaðið - 25.10.1946, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 25.10.1946, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 25. okt. 1946 Framh. af bls. 7. sakaði. En við heyrðum sögur um miklu geigvænlegri kippi j upp á Rangárvöllum, og að fólk I h'efði orðið undir húsum og: beðið bana á Selfossi. Þá fór. jeg nú að óttast um mína á Eyrarbakka — og í þá daga var furðu langt austan úr Flóð- holti vestur á Bakka, og frjett- ir bárust seint. Jeg man, að það fór um mig ónotahrollur ef gest bar að garði þessa dagana Það var aldrei að vita, hver tíðindi hann flytti. Á nóttunni hugs- aði jeg heim. — En það fór allt vel? — Já, það fór alt vel, — það hefir æfinlega alt farið vel! Mjer finst sem lánið hafi leik ið við mig, og jeg er forsjón- inni þakklátur fyrir allt, sem hún hefir látið mjer í tje. Jeg hlaut að förunaut trausta konu, og jeg hef altaf hlakkað til að koma heim. Það er ein mesta gæfa fyrir sjómann að eiga heimili, sem hann kvíðbogalaust getur hlakkað til að hvíla sig á þær stundir, sem hann er í landi. Við eignuðumst einn son, sem alltaf hefir verið auga- steinn okkar síðan hann fædd- ist. Hann er nú kvæntur ágætri konu, og þau hafa gefið okkur gömlu hjónunum nýjan auga- stein, sem heiíir Hannes...... S. B. Minningarorð um laldur Hjálmarsson Met í síldveiðum LONDON. Síldveiðifloti bæj- arins Frazerburgh í Bretlandi setti met í síldveiðum í haust. Veiddi flotinn síld fyrir nærri miljón punda. Góð gleraugu eru fyrir öllu. Afgreiðum flest gleraugna recept og gerum við gler- augu. • Augun þjer hvílið með gleraugum frá TÝLI H. F. Austurstræti 20. BALDUR Sturla Hjálmars- son er hniginn í valinn eftir erfiða baráttu við berklana. Oft mátti ekki á milli sjá hvor sigra mundi, en svo fór að lokum, að hann fjell fyrir hin- um ósýnilega óvini. í dag verður hann jarösunginn. Baldur Sturla var þrekmik- ill. maður og kjarkgóður, svo að af bar. Hann viðurkendi hvorki fyrir sjálfum sjer nje öðrum, að hann væri jafn- veikur og raun var á og minti mest á Gunnlaug Ormstungu er ekki kvaðst haltur ganga meðan báðir fætur væru jafn- langir. Hann var fæddur á Akur- eyri 9. okt. 1916. Hann fór að stunda sjó á unga aldri og virtist þar skjótur frami bú- inn. Hann tók minna stýri- mannspróf og ætlaði síðar að hefja nám við Stýrimanna- skólann, en áður en það gat orðið, brast heilsan, og hann varð að hverfa á hæli. Þaðan siapp hann um stundarsakir eftir rifjaskurð, sem virtist hafa heppnast, en óvinurinn náði aftur yfirhöndinni, og hann þurfti aftur á hælið. Þar barðist hann hugprúður uns yfir lauk. Baldur hafði mik- inn áhuga fyrir málefnum S. í. B. S. og lagði þeim alt það lið, er hann mátti. Hann mætti meðal annars sem full- trúi á þingum sambandsins. Baldur lætur eftir sig unn- ustu og tvo efnilega drengi, báða mjög unga. Er þeim þrem óbætanlegur skaði að missi góðs manns og föður. Missir slíkra manna hvetur til hefnda, og vopnin, sem beita skal, eru bættar berkla- varnir. Bygging Vinnuheim- ilisins að Reykjalundi er þar stórt skref og mun bjarga „Vetrarferðin“ mörgum efnlegum manni frá að hljóta sömu örlög og Baldur. Sú stofnun er veglegur minnisvarði þeim, sem sjúkir á líkama en heilbrigðir á sál, lögðu hönd á plóginn og hrundu verkinu í framkv. Einn þeirra var Baldur Hjálm arsson. G. L. Kyrð komin á í Benga! London í gærkveldi. RÍKISST J ÓRNIN í Bengal kom saman í dag, til að ræða uppþot þau, sem orðið hafa í austur hluta iandsins að und- anförnu. Forsætisráðherra gaf skýrslu um málið, en að fundi loknum var birt ávarp til íbúa landsins, þar sem skorað var á þá að hætta öllum ofbeldisverkum. Ráðherrann bað menn að lok- um að hafa engar óspektir í frammi í samoandi við hátíða- höld Hindúa, sem hefjast eiga í dag. Jinna, foringi Múhameðs- trúarmanna, hefir fordæmt ó- eirðirnar í Bengal. — Reuter. Á Selfossi er til sölu lítið steinhús á stórri horn-eignarlóð. Staður- inn mjög góður. ^J\aapliö\ m Tónleikafrásögn eftir Jón Leifs. Samkvæmt beiðni hefir undirritaður iátið tilleiðast að skrifa um túlkun „Vetrar- ferðarinnar“ á tojileikum fje- lags stofutónlistar, en lofar því um leið að halda ekki þeim hætti að skrifa um hljómleika —- enda nóg til af úrvals- mönnum til þeirra starfa fyr- ir hendi í höfuðstaðnum. Fyrst skal þar frá segja að jeg var í töiuverðum vafa um hvort Einar hefði vald á þessu verki. Hann söng áður fyr eins og saklaus unglingur, sem hvorki þekti sorgir nje stríð, — með ljóðmilda vel skólaða rödd, — en nú hefir hann tekið svo miklum stakka skiftum að furðu gegnir. Hann hefir auðsjáanlega stað- ið lengi undir handleiðslu duglegs söngmeistara; (Söngv arar þurfa að vera undir eftir- liti alla sína æfi). En bagga- muninn ríður að hann hefir þroskast sjálfur sálarlega: hann hefir lifað eitthvað, sem gerði hann skynjandi á dýpstu hræringar mannlegr- ar sálar. Stundum brá fyrir hinu gamla unglingslega kæruleysi í söngnum, en það voru ekki nema einstaka 1 jóð línur. Hikandi hófst söngur- inn, en risti dýpra og dýpra með hverju lagi. Ekki gat undirritaður varist þeirri hugsun að áheyrendur mundu fæstir geta gert sjer fulla grein fyrir hvílík ógurleg sorgarsaga er uppmáluð í þessu verki, þar sem nístandi napurleiki vonleysisins ágerð ist með hverju lagi. Þó höf- um vjer íslendingar öll skil- yrði til að endurskynja slíkt sálarástand, því að sex hundr- uð ára sorg býr í beinum vor allra. Það sem hlýtur að snerta oss mest við áheyrn þessa verks er saga tónskálds- ins sjálfs, sem kemur þarna í ljós í allri sinni nekt: æfi án ástaröryggis og árangurs, leið in til dauðans án huggunar nje hugfróunar. Loks er sem tónskáldið iíki sjálfum sjer við h'rukassamanninn, sem snýr hjólinu án afláts; enginn hlustar á hann, enginn lítur við honum og enginn iætur aura á tómann diskinn. Þó er þetta ekkert neyðaróp, held- ur þögul sorg, sem einskis væntir framar. Vjer minn- umst þess að enginn vildi líta við tónverkum Schuberts, — að hann dó af örbirgð 31 árs gamall, að svo var sem ör- lögin hefðu kreist alt úr hon- um, sem hann gat látið, án nokkurs tillits til hans eigin persónu. Einar Kristjánsson söng þetta verk vel, mjög vel, — en þó get jeg ekki varist þeirri hugsun að hann hefði getað gert þetta enn betur, ef hann hefði gefið sjer tíma til að sökkva sjer nógu rækilega niður í verið á ný. En nú þarf að raka saman peningum og fara svo út í „verksmiðju- vinnu“ söngleikahúsa á ný. Þetta er söngvarans æfi. Skylt er að geta þess að fjelag stofutónlistar undir stjórn Bjarna Guðmundsson- ar vinnur vel og vandlega að sínum hlutverkum. Hinsveg- ar virðist vera furðanlegt skipulagsleysi á tónlistarlífi bæjarins; — óheppilegt að gera enga áaetlun um hijóm- leikahald fyrirfram. Þrír eða fjórir fiðlusnillingar halda hjer hljómleika í röð og söng- fólkið kemur líka í bendu. Nú er sýnt og sannað að tónleik- ar eru engu minni tekjugrein en hvað annað. Vjer ættum t. d. nú þegar að geta haft hjer fullkomna erlenda hljómsveit 2—3 mánuði árlega uns full- komin innlend hljómsveit hef ir skapast, sem mun taka nokkur ár eða áratugi. Bæri- inn og ríkið ættu að taka í taumana, leggja fram nægi- legt hlutafje til þessa arðvæn- lega atvinnureksturs og skipa sjerfróða menn til eftirlits. Reykjavík, 22. okt. 1946. Jón Leifs. fllllllMMIUIIIUHIMIIIIWMMniMISHIIimillllMnilUIIIIIIU Sumarhúsfaður [ óskast til kaups. Tilboð er greinir stað og | verð sendist Mbl. fyrir | þann 29. okt. merkt: „1319 | — 484‘. IIMIIMailllllllllMMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIMinfllMIIIIIIIIII X-9 £ £t Effír Roberf Sform TMAT'5 RlöHT, 0'öARR- t I HEARD A VSLU, THEN 1 JlMPED A£IDE, AND — IMMMMMMMMMMMMMM!IMIDMMMMI|IUaUI> iinnaiM I I I ■«4 Y X THINK NOT, O'öARR '■ 7 HAfAf...H0W DlD I HAVE AN IDEA THAT OUR VOU HAPPEN TO DE LATE FRIEND WA5- A C0RPU6> DELICTI, BEFORE HE HIT THE 6-IDEWAUK! PA^INó PV, WHEN HE JUótPED - OR FELL, CORRlðAN? r FOR THAT ÓIATTER, T1 VVAE' IN A PROWL CAR HOW DID vgu HAPPEN AND— HEV, AR£ VOU T?/!NO TO ARRiVE 60 l t0 PIN THl*? ON /víE? .... PROViFTLV, -,^d WHAT WINOOW DlD HE WAN'DíVt FROAi ? Þeir telja fyrst í stað að maðurinn hafi framið sjálfsmorð vegna atvinnuleysis og neyðar, en X-9 segist halda að maðurinn hafi verið látinn, áður en hann kom niður á gangstjettina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.