Morgunblaðið - 25.10.1946, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIB
Föstudagur 25. okt. 1946
EQiiiiutiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiuniuiimiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmimiiuiiiiiiimiimiiiiuiMiitiiiiimiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiimiiiiiiiimminiiiiiiiiiiiS
& i
BLÓÐSUGAN
€/Ur JA n Cjoodwin
Kiimiiiiiiiiiiiimmimiiiiiiiiiiiimiiuimiimiiiimmiiiiiiiimi
aiiiiiiiimiimiiimiHimiiiiimiiiiiiuiimiimiiiiiimmimimrn
Að jarðarmiðju
Eftir EDGAR RICE BURROGHS.
21. dagur
Hann hafði fylst kvíða, bæði
þegar Margaret hljóp frá hon-
um í æsingi sínum og eins þeg-
ar hún kom aftur. Hann hafði
ætlað að elta hana, en rjett í
bili hafði hann ekki áttað sig
á, hvert hún hafði farið. Auk
þess hafði fullur maður slag-
að utan í Orme og þannig taf-
ið hann um nokkrar sekúnd-
ur. Og þegar hann svo loksins
hafði fundið hana, var geðs-
hræring hennar svo auðsæ,
að vitanlega var ekki um ann-
að að gera en koma henni burt.
Enginn tími til útskýringa.
Hreina loftið, sem tók við
þegar komið var út á aðalgöt-
una, var talsverður ljettir eftir
fúla andrúmsloftið í Ösku-
stónni. Orme hleypti brúnum
og greikkaði sporið, og stúlkan
með blæjuna leit niður fyrir
sig og hjelt áfram við hlið
hans. Honum heyrðist stúlkan
vera með grátkjökur og það
kom við hjartað í Orme.
— Reynið þjer að gleyma
þessu, sagði hann. — Þetta
ferðalag var frá upphafi
heimska. Og það vaf mjer að
kenna, og jeg vona bara að
þjer viljið fyrirgefa mjer það.
Hjerna er vagninn. Gerið svo
vel að stíga upp í.
Hann hjelt hurðinni opinni
fyrir hana, og um leið og hann
steig sjálfur upp í vagninn,
sagði hann við ökomanninn:
— Akið þjer til Berkeley
Terrace aftur, eins fljótt og
þjer komist.
Orme settist inn í vagninn,
og sneri sjer að stúlkunni um
leið og vagninn fór af stað. Hún
hafði hniprað sig út í horn og
sneri undan andlitinu með
blæjunni fyrir, og rjetti upp
höndina, eins og hún vildi
þagga niður allar viðræður,
rjett eins og hún þyldi enn ekki,
að talað væri við hana. Hann
fann, að herðar hennar skulfu
ofurlítið.
Orme horfði þögull á stúlk-
una, sem hann sá ekki nema
óljóst í dimmunni, og hallaði
sjer aftur í sætinu, andvarp-
andi. Hann gat ekkert sagt
annað en það sem yrði hvers-
dagslegt og til einskis. Því
best að láta hana í friði.
Hann ásakaði sjálfan sig
harðlega fyrir alt þetta uppá-
tæki. Hversvegna hafði hann
ekki verið einbeittur og blátt
áfram neitað að taka hana með
sjer? Tilfinningar og geðshrær-
ingar karlmannsins eru ekki
eins næmar og konunnar. Hann
var alvanur þessum skugga-
heimi, sem þau höfðu rjett yf-
irgefið, en það var Margaret
ekki.
Já, bjáni hafði hann verið.
Þetta sem þau höfðu sjeð og
heyrt myndi auðvitað særa
iíjarta tilfinningaríkrar stúlku,
þó það hefði aðallega áhrif á
skynsen i hans. Að vísu hafði
hann e og allir umbótamenn
ífsjer j ita sem fremur ein-
kfnnir konusálina — löngun-
iha til að miskunna og bæta,
Eh honum var Ijóst, að hjá
Margaret rjeðu fyrst og fremst
tilfinningarnar. Sjálfúr gat
hann ekki fundið til á sama
hátt og hún gerði.
Orme leit út um gluggann og
á svörtu húsin, sem þutu fram
hjá og var að hugsa sjer, hvort
þetta hefði verið til góðá eða
ills. Hún hafði sókst eftir
fræðslu og fengið hana. í eina
klukkustund hafði hin ríka
stúlka fengið að sjá líf fátækl-
inganna í allri þess nekt. —
En ....
Orme velti frá sjer þessari
hugsun, óþolinmóðlega. Stúlk-
an, sem hann elskaði hafði orð-
ið fyrir sálarkvöl, svo að í
þessu augnablikinu var ekkert
olnbogabarn Lundúnaborgar í
daprara skapi en hún.
Umbótamaðurinn ungi var í
þann veginn að bíða tjón á
sálu sinni sem alþýðuvinur. —
I þessu augnabliki hafði hann
verið reiðubúinn til að sökkva
Öskustónni og öllu því, sem í
henni var, niður fyrir alt, að-
eins fyrir það eitt að mega
taka stúlkuna í faðm sjer og
hugga hana, og biðja hana að
verða sína. Orme titraði við
tilhugsunina. Þetta var einmitt
það eina í heiminum, sem
honum var neitað um.
Honum leið ekki lengur vel
á þessu ferðalagi. Hann leit við
og horfði þögull á Margaret. —
Einhver einkennilegur óró-
leiki, sem hann gat ekki gert
sjer nánar grein fyrir, greip
hann. Hún sat þarna í hnipri
og virtist döpur og miður sín.
Með annari hendinni þrýsti
hún vasaklút að augunum, ut-
an yfir þykku blæjunni, sem
hann hafði skipað henni að
bera. Ofurlítill perluhringur,
glitraði dauft á annari hend-
inni, þegar birtan frá götu-
ljósi skein sem snöggvast inn
um gluggann.
Orme daté alt í einu í hug, að
hann hefði ekki sjeð hana með
þennan hring fyrr. Og sjálfur
hafði hann beðið hana, að forð-
ast að bera nokkra skrautgripi
á þessari ferð. Hann vissi alls
ekki um næluna, sem hún hafði
verið með undir kápunni. En
sennilega hafði hún verið með
hanska og þessvegna hefði hann
ekki sjeð hringinn fyrr. Hann
mundi það ekki almennilega.
Þetta var vitanlega smáatriði,
en var samt altaf að ónáða
hann, éins og smáatriði gera,
þegar hugur mannsins er
fullur af allskonar andstæðum
hugsunum og eitthvað hefir
gengið illa.
Orme gat ekki annað en tek-
ið tillit til þagnar stúlkunnar
með því að þegja sjálfur. Færi
hann að brydda upp á samtali,
gat það vel orðið til þess að
hún hefði verra af því. Leiðin
fannst honum löng, enda þótt
vagninn færi hratt yfir. Loks
var þó komið í Berkeley
Terrace. Þegar komið var inn
í götuna, snerti stúlkan við
handlegg ha:: s
Viljið þjer v .{i hlevna mjer
út, rjeh áður en við komum
að hús.iru hún með lágri,
hálfkæfðri i.uuu, sem skalf
enn af gráti-. Jeg vií koma ein
he;m. Furið þjer ekki.meo ir.jeri;
Röddin var óþekkjanleg'
sökum geðsh-æringar. Ormé
kinkaði kolli lil samþykkis.
— Eins bg: bjer viljið .;:.
kannske er það best. Viljið
þjer fyrirgefa mjer og má jeg
koma á morgr n?
Hún kinkaði kolli dauflega.
Orme gaf ökumanninum merki
gegn um talpípuna og vagninn
staðnæmdist fyrir framan eitt
húsið, skömmu áður en kom-
ið var að húsi frú Garth. —
Hann steig út. Stúlkan tók í
hönd hans, sem hann rjetti til
að hjálpa henni út; hún þrýsti
hana ljett og tautaði: ,.Góða
nótt“, og gekk síðan hratt á-
fram, áleiðis til hússins.
Orme stóð hjá vagninum cg
horfði á eftir henni, en hún
hjelt að sjer kápunni og hvarf
loksins inn um hliðið við hús
Garths. Eina mínútu beið hann
þögull, þá andvarpaði hann og
steig upp í vagninn aftur, og
bað ökumanninn að aka til
Little College Street, en þar
átti hann heima. Hann fleygði
sjer þreytulega í sætið.
— Jeg vildi gefa mikið til að
hafa aldrei farið þetta, sagði
hann við sjálfan sig.
Þó Orme þekkti konur lítið,
var fáa menn í Lundúnaborg
erviðara að leika á en hann.
Samt hafði hann ekki eir.u-
sinni í svip látið sjer detta í
hug, að hann hefði orðið ein-
hverjum sniðugustu mannræn-
ingjum, sem sögur fara af, að
leikfangi. Eftirherrnurnar hiá
Nathalie Duc"os voru meistara-
verk —- hreinasta snild. Eina
veilan í hlutverki hennar var
perluhringurinn.
Og ekki einu. sinni hann
nægði tíl að vekja yerulegan
grun. Hann hafði ekki orðið
viðskila við Margaret inni í
húsinu nema rjett svo sem
eina mínútu. Stúlkan, sem ók
með honum til Mayfair, með
blæju og í kápu, og ekki sást
nema í mjög daufri birtu, hafði
varla lokið munni sundur alla
leiðina. En begar hún gerði það,
var rödd hennar torkennileg
sökum geðshræringar.
Það var ekki ástæðulaust, að
húsbændur Nathalie höfðu álit
á henni fyrir slyngleik og
ráðkænsku. Hefðu þeir verið
staddir í Berkely Teerace, eft-
ir að Orme ók burt. hefðu þeir
sjeð stúlkuna með blæjuna
koma aftur út um hliðið hjá
Garth og hverfa.
Það þarf ekki að taka fram,
að Orme hafði ekki neinn snef-
il af grun. Það hefði líka verið
næstum yfirnáttúrlegt ef svo
hefði verið.
Hann steig út úr vagninum
hjá húsinu, sem hann bjó í,
sleppti honum og gekk inr. í
íbúð sína í döpru skapi. Hann
kveikti ljós og stóð ofurlitla
stund hugsandi.
— Jeg hefði mátt hugsa út
í það sagði hann við sjálfan
sig, — að Margaret hefir orðið
að þola nóg af Craven fantin-
um, þó jeg færi ekki að bæta
við bað með þessu heimskulega
tiltæki mínu. Og jeg, sem vildi
fórna lífi mínu fyrir hana ef |
því væri að skifta.
flHinHHinillllllllllinlllMMMIMIttWNnoiuiMIIMM'no
i yyiagnúi 'OJtiorlaciu.i \
hgPStarlrttarlðgmaOur
Aðalstræti 9 Sími 187* \
2.
Jeg man eins vel eftir þessu kvöldi, og það hefði verið
í gær, kvöldinu, sem við lögðum af stað í fyrstu ferðina,
kvöldinu, sem við ætluðum að reyna hina nýju uppfinn-
ingu. Það var komið að miðnætti, þegar við stigum upp
í turninn, þar sem Perry hafði látið smíða jarðskipið sitt,
Trjóna skipsins hvíldi á nakinni jörðinni. Yið fórum gegn-
um dyrnar á ytri brynjunni, skrúfuðum þær aftur og fór-
um síðan inn í sjórnarklefann, þar sem öll stjórntæki
jarðskipsins voru, kveiktum á rafmagnsljósunum.
Perry leit á loftmælinn. Það voru tveir geymar, sem
innihjeldu efni í þau, sem áttu að veita okkur andrúmsloft
í ferðinni og ýmsir mælar er sögðu til um hraða skips-
ins og hitann í þeim jarðlögum, sem við færum í gegnum,
Hann reyndi stýrið og einnig vjelsveifarnar, sem
lengdu hina tröllauknu vjel við borinn í trjónu skipsins,
Sæti okkar, sem við bundum okkur fasta í, hjengu á lá-
rjettum bitum þannig, að við urðum altaf upprjettir, hvort
sem skipið fór beint niður, eða lárjett meðfram einhverju
jarðlaginu, eða þá beint upp á yfirborðið aftur.
Að lokum var allt reiðubúið, Perry hneigði höfuð sitt
í bæn. Andartak ríkti djúp þögn, en svo greip gamli mað-
urinn vjelarhúninn. Það heyrðist öskur mikið fyrir neðan
okkur, jarðskipið titraði og svo heyrðust skruðningar þeg-
ar moldin, sem skipið spýtti frá sjer, rauk upp milli ytri
og innri brynjunnar fram hjá okkur og þaut svo út um
afturenda skipsins, — í kjölfar þess. Við vorum lagðir
af stað.
Hávaðinn var óskaplegur. Og allt virtist ógurlegt um-
hverfis okkur. Nokkra stund sátum við og gátum ekkert
að hafst og hjeldum okkur dauðahaldi í bríkurnar á sæt-
unum, sem sveifluðust fram og aftur. Svo leit Perry á
hitamælinn.
— Nei, nei, sagði hann Þetta er ómögulegt! Fljótur!
Hvað segir leiðarmælirinn?
Hraðamælirinn og leiðarmælirinn voru hvorutveggja
mín megin í skipinu og þegar jeg sneri mjer til þess að
iíta á þann fyrrnefnda, heyrði jeg Perry tauta.
Danskt blað segir írá því, að
íjögra ára gamall sonur rit-
stjórans hafi komið í heimsókn
og staðið og horft á einn frjetta
ritaranna, þar sem hann sat og
hamraði á ritvjel sína.
— Hvað ertu að gera? spurði
strákur.
— Jeg er að skrifa í blaðið.
— Nei, það gerir, þú ekki,
pabbi gerir það.
Frjettamaðurinn fræddi hann
á því, að þrátt fyrir alt, væri
það ekki faðir hans, sem skrif-
aði hvert orð, sem birtist í blað
inu. Rjett á eftir sagði sá litli
alvarlega:
— Pabbi skrifar mikið bet-
ur en þú.
— Já það gerir hann víst.
— Ritvjelin hans er líka
fallegri en þín.
— Ekki get jeg neitað því,
en þú athugar það ekki, að jeg
hefi svartar neglur. Það hefir
pabbi þinn ekki.
— Víst, svaraði drengurinn
með áherslu, hann hefir miklu
svartari neglur en þú.
★
Italskur liðsforingi í setulið-
inu í Grikklandi á styr-jaldar-
árunum, hafði heyrt að Grikkj-
um yrði aldrei svarafátt, sjer-
stakiega þegar óvinaherrpenn
æftu í-hjut*
Til að reyna þetta, stöðvaði
hann grískan bónda á götu og
sagði:
— Segðu mjer kunningi,
hefirðu ekki sjeð vörubíl aka
hjer fram hjá, fullan af öpum.
— Þjer hafið máske dottið
aftan af, var svarið.
★
Þýskur liðsforingi var að
æfa sig að kasta handsprengj-
i um, sem voru stiltar þannig,
að þær sprungu um tíu mín-
útum eftir að þær komu niður.
Þá kom einkennilegt atvik fyr-
ir.
Um leið og liðsforinginn
kastaði þriðju handsprengj-
unni, kom hundur hlaupandi,
tók sprengjuna í kjaftinn og
þaut með hana til þess, sem
kastað hafði. Það stóð heima,
að um leið og hundurinn var
kominn að liðsforingjanum,
sprakk handsprengjan og sendi
bæði hermann og hund yfir í
eilífðina.
Tíu hundar voru skotnir í
hefndarskyni.
★
— Afsakið þjer, en þjer eruð
víst ekki af hendingu sonur
hans Jóns Jónssonar málara.
— Jeg er sonur Jó.ns Jóns-
sonar málara, en ekki af hend-
ingu, vildi jeg láta yður vita.