Morgunblaðið - 30.10.1946, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 30.10.1946, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 30. okt. 1946 MORGUNBLAÐIÐ 5 — FJÁRLAGARÆÐAN — Framh. af bls. i. vjelaiðnaður ýmiskonar o. fl.) íjölgað mjög á hinum síðari ár- um og leiðir sú aukning til hækkaðra tekna bæði hjá ein- staklingum og hjá ríkissjóðn- um. Nú er það hinsvegar því miður svo, að í ár er ennþá erfiðara að gera sjer grein fyr- ir hvað framundan er í atvinnu- lífi landsmanna en á undan- förnum árum ísfiskssalan til Bretlands, sem á undanförnum árum hefir gefið landsmönn- um meiri tekjur en nokkur ann- ar atvinnurekstur virðist að verulegu leyti munu bregðast. Þótt hraðfrystihúsum hafi fjölg að all ört á síðari árum munu þau þó hvergi nærri anna að frysta allan þann fisk, sem veiddur er. Mun þá að meira eða minna leyti verða að hverfa að saltfiskverkun aftur enda er hún þegar hafin í all stór- um stíl. Nú er það hins vegar svo, að ennþá er allt í óvissu um verðlag, bæði á hraðfryst- um fiski og saltfiski. En þegar tekið er tillit til þess ástands sem ennþá ríktr í matvælafram- leiðslu heimsins virðist þó ekki ástæða til sjerstakrar svartsýni um sölu þessara afurða iands- ins. Hins vegar verður þó og að hafa það í huga að sívaxandi verðbólga og dýrtíð torveldar alla framleiðslustarfsemi lands- manna. Mun það verða höfuð- verkefni þessa þings og stjórn- ar þeirrar, sem væntanlega tekur til starfa einhverntíma á þinginu, að ieysa þau miklu vandamál. Margt bendir til, að það verði eigi lengur umflú- ið. Hver skynbær maður hlýt- ur að sjá og viðurkenna að til þess má aldrei koma að verð- bólgan hefti eðlilega og heil- brigða framleiðslustarfsemi landsmanna og við sameiningu fjárhagsáætlunar er að sjálf- sögðu út frá því gengið að framleiðslustarfsemi haldi á- fram með eðlilegum hætti. Og í raun rjettri meira en það. Það er gengið út frá að hin nýju Stórvirku tæki sem ætlað er að taki til starfa á næsta ári, auki framleiðsluna til mikilla muna frá því sem verið hefir. Öll framtíð lands vors er undir því komin að unt verði að halda hjer uppi þróttmiklu atvinnu- lífi, að unt verði að hafa verk- efni handa hverjum manni, sem unnið getur. Takist það ekki munu margar vonir bresta. Með þessum inngangi skal jeg sVo víkja nokkuð að hin- um einstöku tekjuliðum fjár- lagafrumvarpsins. Skalffekjur. Fyrsti tekjuliðurinn er tekju- og eignaskattur, ásamt tekju- skattsauka, en gert er ráð fyrir Tafla 3 Fjárlög Reikningur Inn: Sundurl. Samt. Sundurl. Samt. I Fyrningar: 1. samkvæmt 3. gr. A 330.000.00 616.639.29 2. 3. — B 3.049.00 3. 9. — 2.170.00 4. 10. — 2.046.00 5. 11. — A 7.070.00 7.500.00 6. —— 12. — 80.000.00 70.510.40 7. 13. — 187.622.00 232.734.21 00 1 15.806.00 9. 15. — 4.3.50.00 6.676.73 10. 16. — 632.773.00 37.244.50 971.305.13 II Utdregin verðbréf 1.050.000.00 1.096.320.00 III Endurgr. fyrirfr. greið'slur frá árinu 1944 10.000.00 425.000.00 IV Endurgr. lán og andvirði seldra eigna 50.000.00 1.376.741.91 V Innb. ýrnsar innistæður 409.586.66 VI Yfirtekin lán v. jarðakaupa 4.854.45 VII Auknar lausaskuldir 1.123.518.56 VIII Innb. fé til geymslu 4.417.585.22 Kr. 1.742.773.00 9.824.911.93 Fjárlög Reikningur Út: Sundurl. Samt. Sundurl. Samt. I Afborganir lána: 1. Ríkissjóðslán a. Innlend Ián 1.580.426.00 1.181.605.35 1). Dönsk lán 574.552.00 576.209.87 c. Ensk Ián 189.041.00 2.344.619.00 8.282.818.23 10.040.633.45 2. Lán ríkisstofnana a. Landssíminn 200.000.00 274.878.94 b. Ríkisútvarpið • 89.100.00 289.100.00 89.148.86 364.027.80 II Til eignaaukningar ríkisstofnana 1. Póstur og sími 1.500.000.00 3.374.986.63 2. Ríkisútvarpið og Viðtækjaverzlunin 321.950.59 3. Vegamál 1.149.052.86 4. Skipaútg'erðin 329.090.93 5. Vitamál 703.838.83 ! 6. Flugmál 1.083.087.20 ■ 7. Ríkisprentsmiðjan 161.700.55 8. Eandssmiðjan 265.274.76 9. Áfengisverzlunin 784.463.29 10. Tóbakseinkasalan 570.082.34 11. Grænmetisverzlunin 107.031.28 12. Aburðarsalan 326.612.13 13. Viðskiftaráð 309.272.28 14. Ríkisbúin 143.719.20 15. Ríkisspítalarnir 554.430.83 16. Aðrar stofnanir 1.500.000.00 100.634.12 10.28.5.836.82 III Til vitamála: 1. Til byggingar áhaldah. 100.000.00 6.5.5.000.00 2. Tit að kaupa nýtt vitaskip 250.000.00 95.761.65 3. Til að gera nýja vita 600.000.00 950.000.00 750.000.00 1.500.761.65 IV Til bygginga á jörðum ríkisins og til jarðakaupa 100.000.00 443.689.62 V Til byggingar sjómannaskóla 1.000.000.00 1.000.000.00 VI Til viðbótarhúsnæðis við ríkisspítala 2.000.000.00 1.131.382.49 VII Til byggingar þjóðminjasafns 1.000.000.00 400.000.00 VIII Til byggingar búná'ðarskóla á Suðurlandi 250.000.00 75.000.00 IX Fyrirfr. greitt v. ársins 1946 10.000.00 903.000.00 X Til byggingar varðskips 500.000.00 878.370.00 XI Til byggingar Arnarhváls 450.000.00 XII Til byggingar embættismannabústaða utan Rvíkur 1.249.022 84 XIII Keypt verðbréf 1.515.250.00 XIV Greiddar lausaskuldir 5.220.144.19 XV Greitt af geymdu fé 866.485.38 XVI Auknar innistæður og útistandandi kröfur 5.590.516.58 XVII Utlagt fé v. smíði fiskibáta 2.600.107.64 v L .... Kr. 9.943.719.00 44.514.228.46 að hann verði framlengdur ó- breyttur. í fjárlögum yfirstand andi árs voru þessir skattstofn- ar áætlaðir 29 milj. kr., en sam- kvæmt þeim upplýsingum, sem fengist hafa, munu þeir verða nálægt 36,6 millj. kr. Gera má ráð fyrir einhverjum lækkun- um hjá yfirskattanefndum og ríkisskattanefnd, en væntan- lega ætti skatturinn á þessu ári þó að nema nál. 36 millj. kr. Afkomu alls almennings á þessu ári mun mega telja mjög góða. Eftirspurn eftir vinnuafli hefir aldrei verið meiri og kunnugt er, að fjöldi manns hefir í ár verið tekjuhærri en nokkurri sinni fyrr. í fjárlagafrumvarp- inu hafa þessir fyrrnefndu skatt ar því verið áætlaðir 35 milj. kr. og hygg jeg, að þar sje ekki mjög óvarlega farið. Alagður stríðsgróðaskattur á þessu ári mun nema sem næst 9,7 millj. kr. Hluti ríkissjóðs ætti því að verða 4,85 millj. En með tilliti til þess, að vænt- anlega þarf ekki að gera ráð fyrir miklum stríðsgróðaskatti frá útgerðinni á næsta ári, þótti eigi fært að áætla hluta ríkis- sjóðs af stríðsgróðaskatti hærri en 3 millj. kr. og er það sama fjárhæð og í fjárlögum yfir- standandi árs. Toliar o. fl. Vörumagnstollur nam í sept- emberlok 9,8 millj. kr. og hef- ir þannig verið tæplega 1.100.- 000.00 á mánuði. í fjárlaga- frumvarpinu er hann áætlaður 12 millj. kr. og mun það naum- ast geta talist óvarlega áætl- að. Kemur þá næst verðtollurinn, sem orðinn er lang stærsti tekjustofn ríkissjóðs. Eins og jeg áður gat um nam hann í septemberlok tæpum 38milj.kr. og hefir þannig verið til jafn- aðar rúmlega 4,2 millj. kr. á mánuði. Það orkar eigi tvímælis að verðtollurinn á þessu ári mun losa 50 millj. kr. Að vísu hefir því verið haldið fram af ýmsum, að innflutningur hafi verið óeðlilega mikill á þessu ári, að flútt hafi verið inn ýmis- konar skran, og þar fram eftir götunum. En allt er þetta á mis- skilningi byggt. Vörubirgðir munu síst vera óeðlilega mikl- ar hjer nú og strangar innflutn- ingshömlur hafa verið á öllum ónauðsynlegum vörum. Hins vegar má víst með nokkrum rjetti segja, að innflutningur hafi orðið nokkuru hærri en ella mundi vegna vörusölu til Danmerkur á öndverðu þessu ári, enda þótt vörur þær væru oss að mestu lítils virði. En fyr- ir þær vörur hefir að sjálf- Tafla 4 Sjóður 1. janúar Tekjur samkvæmt rekstraryfirliti Gjöld samkvæmt rekstraryfirliti Eignahreyfingar: Inn Eignahreyfingar: Ut Sjóður 31. desember *) í sjóðsyfirliti fyrir árið 1!)14 v: Stafar mismunurinn af |>vi að (!. millj. ing og áttu að ganga lil skuldagreiðslu í ríkissjóðinn, jiegar gengið \ar frá yfirl sögðu komið ei'lendur gjald- eyrir. Jeg tel því eigi miklar líkur til, að innflutningur iækki frá því sem verið hefir svo fram arlega sem atvinnuvegirnir haldi áfram með eðlilegum hætti. Þess ber og að gæta að vöruverð fer nú yfirleitt hækk- andi á heimsmarkaðnum og leiðir það vitanlega einnig til hækkaðs gjalds. Verðtollurinn er í fjárlagafrumvarpi áætlað- ur 42 millj. kr. eða sem næst 20% lægri en hann mun reyn- ast á þessu ári og ætla jeg að það sje eigi óvarlega farið. Innflutningsgjald af bensíni og bifreiðarskattur var í sept- emberlok rúml. 2 milj. kr. í fjárlagafrumvarpinu eru þess- ir tekjustofnar áætlaðir 3,5 millj. kr. og er hækkunin gerð með tilliti til mikillar bifreiða- fjölgunar svo og ýmiskonar vjela, sem brenna bensíni. Þess ir tveir tekjustofnar eru í fjár- lögum yfirstandandi árs áætlað ir 2,2 millj. kr. og má vera að áætlunarhækkunin sje full mikil, en varla þó svo að miklu máli skipti. Gjald af innlendum tollvör- um eru í fjáriögum yfirstand- andi árs áætlað 1.8 millj. kr. en í septemberlok var innkom- ið tæpl. 1,2 millj. Er útlit fyrir að þessi tekjustofn standist ekki að fullu áætlun. Stafar það vafalaust einvörðungu af því, að iðnaðinn hefir skort mjög tilfinnanlega sykur á þessu ári og má ætla, að svo verði einnig á næsta ári, þar sem sykirskortur er ennþá mikill í heiminum. í fjárlagafrumvarp- inu er þessi tekjustofn áætiað- ur 1,5 millj. eða 300 þús. kr. lægri en á yfirstandandi ári. Fasteignaskattur og lesta- gjald af skipum hefir verið lát- ið haldast óbreytt eins og í fjár lögum yfirstandandi árs, fast- eignaskatturinn 600.000 kr. og lestagjaldið 100.000 kr. Aukatekjur eru hækkaðar úr 1,1 millj. í 1,6 millj. en þær voru í septembei’lok 1,3 millj. og fara þannig sýnilega tals- vert fram úr áætlun. Sama er að segja um stimpilgjald, það hefir verið hækkað úr 3 millj. í 4 millj. en í septemberlok var innborgað stimpilgjal tæpl. 3-,3 millj. kr. Að sjálfsögðu er gert ráð fyrir, að frumvörp um hækkun þessara gjalda o. fl. sem þegar hafa verið ]ögð fyrir Alþingi nái fram að ganga. Vitagjald, levfisbrjefagjöld og erfðafjárskattur hafa verið látin haldast óbrevtt, eins og þau eru áætluð í fjárlögum þessa árs, enda mun láta mjög nærri að þau fy-lgi áætJun. Aft ur á móti hefir veitingaskatt- Framh. á bls. 6. LIT 194.5:. Inn Ut 16.471 .'-2:53.36*) 165.84.5.370.11 143.211.503.66 9.824.911.93 44..514.228.46 4.41:5.803.28 Kr. 192.141..535.40 192.141.535.40 sjóður um áramót talinn 10.471.253:36. kr. höfóu verið lagðar á sérstakan rcikn- í Bretlandi. Voru þær eigi greiddar iim iti ársins 1944.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.