Morgunblaðið - 30.10.1946, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 30.10.1946, Blaðsíða 7
MiSvikudagui? 30.i okt. 19461 M'ðRGUNB L A Ð IÐ 7 - F Framhald af bls. 6. ruslakista. Þar eru t. d. 29 bóka söfn og lesstofur með frá 1200 kr. og upp í 37,500 kr. styrk. Þar eru ennfremur 11. leik- fjelög og leiklistarskólar með frá 1.000 kr. og upp í 30.000 kr. styrk. Allt er það vitanlega tilviljun háð, hverjir hljóta styrk og hverjir ekki. Einhverj ir mundu og jafnvel efast um menningarlegt gildi sumra þessara stofnana. Væri ekki eðlilegra að Alþingi veitti í einu lagi nokkura fjárfúlgu til þess- ara mála og einhverri annari stofnun, t. d. Menntamálaráði, væri falin úthlutun. Jeg skýt þessu fram til athugunar fyrir háttv. fjárveitinganefnd. Þetta skiptir að vísu Íitlu máli fjár- hagslega, en mjer sýnist það mundu verða áferðarfallegra. Annars hef jeg ekki margt um 15i gr. að segja. Atvinnu- deild Háskólans er að verða geysidýr stofnun, og verður dýr ari svo að segja með hverri vikunni sem líður Nokkuð oft heyrist um það kvartað, að ár- angur sjáist lítill af starfi henn ar. Þess verður nú vel að gæta að mörg vísindastarfsemi sýn- ir eigi skjótan árangur en get- ur átt fullan rjett á sjer eigi að síður. Hitt má svo vel vera, aðskipulag atvinnudeildar þurfi betri athugunar við og væri ef til vill eigi úr vegi að fjárveit- inganefnd gæfi því sjerstakan gaum. Kostnaður við veðurstofuna er áætlaður 980 þús. kr. en var í þessa árs fjárlögum 514 þús. Hækkunin stafar af aukinni þjónustu vegna flugsamgangna. Styrkur til skálda, rithöf- unda og listamanna hefir verið lítilsháttar. lækkaður og stafar það aðallega af því, að styrk- urinn gekk eigi allur út á þessu ári. Annars mun sú skoðun nokkuð almenn, að styrkveit- ingar þessar, eins og fram- kvæmdar hafa verið á síðustu árum, eigi lítinn rjett á sjer. Margt virðist mæla með, að til- högun væri breytt í þá átt, að efnilegir menn væru stvrktir til náms en styrkir væru að öðru leyti ekki veittir öðrum en þeim, sem skarað hefðu fram úr og þá sem heiðurslaun. Það er til mjög vafasamrar upp byggingar fyrir listastarfsemi í landinu að svo að segja hver maður, sem vill gefa listagyðj- unni hýrt auga, geti komist á föst laun hjá ríkinu, án nokk- urs tillits til, hvort gyðjurnar vilja gjalda í sömu mynt. Landbúnaðarmál, Kem jeg þá að 16. gr. Jarða- bótastyrkur er áætlaður 2.500,- 000 kr. og er það 800 þús. kr. meira en í fjárlögum þessa árs. Vafasamt er þó, að sú hækkun sje nægileg. Jarðabæturnar eru nú unnar með miklu stórvirkari vjelum en áðv.r og má gera ráð fyrir, að það leiði til stórauk- inna framkvæmda. Spurning er hinsvegar, hvort ekki er á- stæða til að lækka styrk til sumra framkvæmda, sjerstak- lega þurkunar á landi. Þar hef- ir alveg nýtt viðhorf skapast við notkun kílplóga til holræsa gerðar. Þá er áætl. samtals 5 millj. kr. vegna laga um landnám, JARLAGARÆÐAN nýbyggðir og endurbyggingar í sveitum. Nemur þessi hækk- un sem næst 4 millj. kr. Vafa- samt er máske að öll fjárhæð- in verði notuð á næsta ári, en varlegra þótti hins vegar að gera ráð fyrir þeim möguleika, enda verður fjárframlagið að teljast skylt samkvæmt fyr- nefndum lögum. Framlag til vjelasjóðs, til verkfærakaupa, er áætl. 850 þús. kr. og er það 350 þús. kr. meira en á fjárlögum þessa árs. Þá er framlag til skógrækt- ar áætlað 871 þús. kr. og er það 400 þús. kr. meira en á síðasta ári. Aðalhækkunin staf- ar af kostnaði við skóggræðslu sem er meira en tvöfaldaður, svo og kostnaður við friðun skóglendis á einstökum jörðum skv. lögum nr. 10/1943, en hann er hækkaður ur 40 þús. kr. upp í 150 þús. kr. Þessi hækkun er að vísu mjög mikil en ef skóg- ræktin á að verða annað en nafnið tómt verður eigi kom- ist hjá að auka framlög til henn- ar. Kostnaður vegna sauðfjár- sjúkdóma heíir verið látinn haldast óbreyttur, 2.800 þús. kr. Það verður að játast, að þessi áætlun er gerð af handa hófi. Fyrir Alþingi mun bráðlega verða lagt framvarp um varn- ir gegn útbreiðslu sauðfjár- sjúkdóma og útrýmingu þeirra og er þar að ýmsu leyti gert ráð fyrir nýrri tilhögun þess- ara mála. Má gera ráð fyrir að komið verði í ljós hvort frum- varp það nær fram að ganga áður en gengið er frá fjárlög- um og ef svo yrði mundi fjár- hagsáætlun byggjast á hinni nýju skipun. Raforkumálin eru nú tekin sem sjerstakur stafliður í 16. gr. Stærstu útgjaldaliðirnir þar eru tillag til raforkusjóðs 2 millj. kr. og kostnaður við jarð boranir samtals 650 þús. kr. Fyrri liðurinn er lögákveðinn en að sjálfsögðu getur orkað tvímælis hvort rjett sje að verja svo miklu fje, sem hjer er gert ráð fyrir til iarðborana. Alþýðutryggingar, 17. gr. fjárlaganna er sú grein in sem hlutfallslega hækkar lang mest. Stafar það svo að segja einvörðungu af hækkuðu framlagi til alþýðutrygginga en sá liður hefir hækkað um tæp- ar 14 millj. kr. Fyrir fram var vitað að lögin um alþýðutrygg- ingar mundu valda ríkissjóði miklum útgjö’dum. Hins verð- ur að sjálfsögðu að gæta, að lögin spara mörgum einstak- lingum mikil fjárútlát vegna ómagaframfærslu . og fleira, og ætti það að vega nokk- uð á móti. Hinu verður svo ekki neitað að þessi gífurlega útgjaldaaukning mun torvelda mjög að unnt verði að ganga írá hallalausum fjárlögum. Verð ur nánar að því atriði vikið síð- ar. Þá er gert ráð fyrir að Sam- band ísl. berklasjúklinga verði veittur 400 þús. kr. bygeingar- styrkur og er það tvöfalt meira en veitt var í fjárlögum þessa árs. Fjelagsskapur þessi er nú að reisa höfuðbyggingu sína í Reykjalundi og mun hún kosta ærið fje. Hjer er um svo mikið þjóðþrifafyriríæki nð ræða og því hefir verið stjórnað af svo miklum myndarskap og, að því er virist, ráödeildarsemi, að stofnunin er vissulega alls góðs makleg. Það hefir mikla þjóð- hagslega þýðingu að berkla- sjúklingunum sje sjeð fyrir hæfilegum verkefnum. Á hitt þarf ekki að benda hverja þýðingu það hefir fyrir þá sjálfa bæði efnalega og andlega. Fleiri liði í 17 gr. sje jeg ekki ástæðu til að gera að umræðu- efni og í 18. gr. er að jeg ætla, ekkert sem gefur mjer tilefni til sjerstakra athugasemda. Niðurgreiðslurnar. I 19. gr. munu menn veita því athygli að felld er niður fjárveiting til niðurgreiðslu á landbúnaðarafurðum en hún var á þessa árs fjárlögum áætl- uð 12 millj. kr. Jeg hefi ár eft- ir ár á það bent að þessi út- gjaldaliður þurfi að hverfa úr fjárlögunum. Hingað til hafa menn hins vegar lítt viljað á það hlusta. En eins og nú er komið hygg jeg að hver maður, sem lætur sig nokkru skipta, að fjárreiður ríkissjóðs sjeu í sæmi legu lagi, verði að viðurkenna að óhjákvæmilegt sje að skipa málum þannig. að ekki þurfi á niðurgreiðslunum að halda. Þetta mál.verður að sjálfsögðu að takast til athugunar í sam- bandi við dýrtíðarmálin al- mennt og þetta þing getur ekki skilið þannig, að það ekki finni einhverja lausn þeirra. Mál þetta mun að sjálfsögðu verða rækilega rætt í sambandi við málefnasamninga um stjórnar- myndun, en jeg tel ólíklegt að nokkur vilji taka ábyrgð á fjár málastjórninni upp á það að halda áfram að ausa út milljón- um á svo fávíslegan hátt. Jeg hefi þegar drepið á nokkra útgjaldaliði 20. gr. og get verið fáorður um hina aðra. Að mestu er þar um að ræða fjárveitingar til mannvirkja, sem þegar er byrjað á eða að minsta kosti fje hefir verið veitt til áður. Þannig er það t. d. um mentaskólahúsið í Reykjavík, heimavistarhús Ak- ureyrarskólans og Skálholts- skóla. Til allra þessara bygg- inga var veitt fje i fjárlögum síðasta árs, en á engri byrjað ennþá. Stýrimannaskólanum er ætluð sama fjárveiting og á þessu ári, 1. millj. kr. Þrátt fyr- ir þessa tiltölulega háu fjár- veitingu virðist skólanum furðu lítið miða áfram og á lailgt í land, að hann verði fullgerður. Þjóðminjasafni eru ætlaðar 500 þús. kr., íþrót.takennaraskólinn fær lokagreiðslu 255 þús. kr. og nokkurar minni fjárhæðir eru ætlaðar til að fullgera hús sem eru í smíðum. — Til vitamála er ætluð nálega sama fjárhæð og á þessu ári, 1,37 millj. kr. og loks er ætlað til byggingar varðskips kr. 1 millj. Fjárveiting til bygginga á jörðum ríkisins er nokkuð hækk uð, úr 200 þús. kr. upp í 350 þús. kr. Það hefir komið 1 ljós, að ríkið getur með engu móti uppfyllt landdrottinsskyldur sínar, með þeim fjárframlög- um, sem hingað til hafa verið ætlaðar til endurbygginga á þjóðjörðum. Jarðagóss ríkisins verður jafnan baggi á því og reynslan er af nýju að leiða í Ijós, að þjóð]arðirnar dragast aftur úr bæði hvað ræktun og byggingar snertir. Væri án efa æskilegast að þær kæmust sem flestar í sjálfsábúð aftur. Yíiríif. Jeg hefi nú drepið á bá liði gjaldabálksins, sem mjer hefir þótt sjerstök ástæða til að vekja athygli á. En eins og rekstrar- yfirlitið í 21. gr. ber með sjer eru heildarrekstursútgjöld á- ætluð 146.026.809 kr. Er þetta tæpum 19 rmllj. kr. meira en á síðasta ári. En eins og ieg áður gat um, eru tekjur áætl- aðar 136.284.679 kr. og reksturs halli því rúmiega 9,7 millj. kr. Nemur hann þannig rúml. 7 % af heildartekjum, eins og þær eru áætlaðar. Greiðsluhallinn verður hins vegar miklum mun meiri. Samkvæmt sjóðsyfirlit- inu í 21. gr. nemur hann tæpum 22 millj. kr. eða milli 15 og 16% af sjóðsinnborgunum. En þá getur að sjálfsögðu enginn sagt um hverjum breytingum fjár- lagafrv. tekur 1 meðferð þings- ins, en ef að venju lætur má gera ráð fyrir að litgjöld hækki fremur en lækki Hvort þingið treystist til að hækka tekju- áætlun skal ósagt látið. Það er sennilega fullsnemt að bera fram nokkurar tillögur um hvernig snúast skuli við í þessu efni, meðan útkoma yfirstand- andi árs er eigi betur kunn en raun er á, og meðan öldungis er ókunnugt hverja stefnu Al- þingi tekur í dýrtíðarvandamál- inu. Fjárhagur ríkissjó'ðs. Áður en jeg lýk máli mínu, þykir mjer rjett að gefa yfir- lit yfir fjárhag ríkissjóðs eins og hann var um síðustu áramót. Hefi jeg í höndum Efnahags- reikning, saminn af ríkisbók- haldinu og skal jeg leyfa mjer að lesa hana upp: Ath. Viðvíkjandi eignalið III. ber þess að geta, að þar sem reikn- ingar margra sjóðanna hafa ekki borist ríkisbókhaldinu enn þá, er hjer reiknað með sömu tölum og í árslok 1944. Eins og efnahagsreikningur þessi ber með sjer verður eigi annað sagt en að hagur ríkis- sjóðs standi nú með blóma. Samanlagðar skuldir hans nema aðeins 33,7 milj. kr. fyrir utan geymslufje, og hrein eigri hans er yfir 126 millj. kr. Er- lendar skuldir eru að mestu horfnar. Framkvæmdir hafa síðustu ár verið meiri en nokkúrntíma fyr, og framleiðslu skilyrði öll stórum betri en nokkurri sinni fyr á landi voru. Atvinnuvegirnir hafa á siðustu árum tekið tæknina í þjónustu sína í mjög ríkum mæii, þótt betur þurfi að vera áður en lokið er. Víst má telja að ein höfuðframleiðsluvara lands- ins, síldarafurðirnar, verði í mjög háu verði á næsta ári’ og afköst síldarverksmiðjanna eru orðin svo mikil, að gott veioi- ár mundi auka útflutningsverð mæti gífurlega. Verslunarjöfn- uður þessa árs hefir að vísu verið mjög óhagstæður og þarf engan að undra það. Saman hef- ir farið stórfeldur aflabrestur á síldveiðunum og gífurlegur innflutningur á ýmsum tækj- um til atvinnureksturs. En hin mikla aukning atvinnutækj- anna, sem sumpart er komin í framkvæmd og sumpart að fullu tryggð, mun brátt segja til sín og jeg held að ísland hafi aldrei haft minni ástæðu til að kvíða gjaldeyrisskorti, en einmitt nú. Það sem oss nú er nauðsynlegast er að stýra málum þann veg, að atvinnu- vegirnir haldi áfram að blórog- ast. Jeg held að það væri sjalf- skaparvíti, ef svo yrði ekki, En ef atvinnulífið er þrótt- mikið munu landsmenn áfrarn geta búið við góð kjör efna- lega og þá mun ríkissjóður held ur eigi verða fjárvana. Jeg legg svo til að umræðu verði frestað og frv. vísað til háttv. fjárveitinganefndar. Efnahagsreikningur ríkissjóðs pr. 31/12 1945. I. Sjóður hjá rikisfjehirði .... 4.415.803.28 II. Innist.: Hjá ýmsum .... 2.391.008.88 sendiráðum 678.505.87 sýslumönnum 22.879.67 3.092.394.42 III. Sjóðir ....................... 53.128.750.61 IV. Verðbrjef og kröfur ........... 16.367.285.00 VI. Ríkisfyrirtæki ................. 67.643.703.77 VII. Jarðeignir, húseignir o.fl. . . 20.797.222.52 Skuldir: I. Innland lán ................................... 20.910.713.14 II. Erlend lán .................................... 6.706.746.73 III. Lausaskuldir .................................. 6.108.957.43 IV. Geymt fje...................................... 21.302.598.76 V. Höfuðst. . . 103.454.512.79 -f- Rekstrarhagn. ársins....... 22.633.866.45 126.088.379.24 Kr. 181.117.395.20 181.117.395.30 Iðnaðarpláss óskast. 1—2 herbergi óskast fyrir fjölritunar- stofu. Verslunarpláss gæti komið til greina. — Upplýsingar í síma 7463, eftir kl. 5 á daginn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.