Morgunblaðið - 30.10.1946, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.10.1946, Blaðsíða 8
Miðvikudagur 30. okt. 1946 8 MORGUNBLAÐIÐ Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsia, Auscurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 8.0o á mánuði innanlands, kr. 12,00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. Strax í dag! VIÐ ÞEKKJUM mörg dæmi þess frá öðrum þjóðum, að þegar mikið er í húfi og þegar grípa þarf til skjótra úrræða til bjargar, þá er líkast því sem innri köllun grípi um sig hjá fólkinu. Flokkadrættir og sundrung hverfa sem dögg fyrir sólu. Dægurþrasið er gleymt og grafið. Á slík- um augnablikum eiga þjóðirnar aðeins eina sál. í þessu kemur fram hinn sanni þegnskapur, sem er traustasta stoð sjerhvers þjóðfjelags. Við Islendingar eigum ekki mörg dæmi slíkrar einingar. Þó eru þau til. Er þar skemst að minnast lýðveldisstofn- unarinnar. Þá átti ísland eina sál. ★ Á undanförnum árum hafa verið með þjóð vorri tímar velgengis hjá atvinnuvegunum og velmegunar hjá fólk- inu. En getur það verið að þessi velgengisár hafi orðið þess valdandi, að þjóðin hafi týnt sjálfri sjer° Mar. hún ekki lengur síðustu árin fyrir stríð, þegar hið þungbæra böl atvinnuleysisins herjaði á dyr þúsunda heimila.' Hafði ekki þjóðin heistrengt því eftir þessi hörmungaár, að gera atvinnuleysið útrækt úr þjóðfjelaginu fyrir fult og alt? Jú, vissulega gerði hún það. Og það var ekki látið sitja við orðin ein. Hafist var handa myndarlega í þessu skyni, með nýsköpuninni. ★ Nýsköpunin er stærsta skrefið, sem nokkru sinni hefir verið stigið hjer í þá átt, að bægja atvinnuleysisbölinu frá dyrum heimilanna. En nýsköpunin verður ekki framkvæmd nema með miklu fjármagni, sem öll þjóðin verður að hjálpast að við að leggja fram. Á s.l. sumri var leitað aðstoðar þjóðarinnar í þessu skyni. Hin nýja stofnlánadeild sjávarútvegsins í Lands- 'bankanum bauð út 10 milj. kr. lán, til þess að standa undir ymsum framkvæmdum á sviði nýsköpunarinnar. Voru almenningi boðin til kaups skuldabrjef, stór og smá, til stutts eða langs tíma og með einkar hagstæðum kjörum. Hjer var m. ö. o. almenningi boðin þátttaka í hinni stór- virku nysköpun atvinnulífsins, en höfuðhlutverk hennar er að tryggja atvinnu handa öllum þegnum þjóðfjelagsins og bægja þar með atvinnuleysinu frá dyrum fólksins. En hver er útkoman? Sannast að segja blygðast menn sín að skýra frá þessu, svo vansæmandi er útkoman. Því að til þessa dags hefir aðeins fengist loforð fyrir kaupum á 1,2 milj. kr. skulda- brjefa! ir Hvað veldur þessu? Er það skortur þegnskapar, sem þessu ræður? Eða vöntun á skilningi hjá almenningi á þeirri brýnu og aðkallandi nauðsyn, sem hjer er fyrir hendi? Hvað er þetta? Svo mikið er víst, að ef slíkt lán hefði verið boðið út hjá einhverri þjóð annari en íslendingum, myndi á fáum klukkustundum hafa verið boðin fram margföld upp- hæðin sem beðið var um. Þar hefðu engar bollaleggingar verið frammi um það, hvort unt myndi vera að hafa meira upp úr að láta fjeð í annað, t. d. lána það á svörtum mark- aði. Aðeins þetta eina, að þjóðfjelagið þarfnaðist fjárins, hefði ráðið gerðum manna, og fjeð boðið fram umsvifa- laust. En hjer sitja menn auðum höndum og hafast ekkert að. ★ Svona getur þetta ekki gengið lengur, góðir íslend- ingar. Minnumst áranna fyrir stríðið, þegar verkamaðurinn gekk ýmist niður á hafnarbakka eða á vinnumiðlunar- skrifstofuna, til þess að reyna að fá eitthvert starf, svo að hann gæti keypt dagsfæði handa fjölskyldunni — en oftast árangurslaust. Kaupum strax í dag skuldabrjef stofnlánadeildarinnar og tryggjum þar með afkomu allra þegna þjóðfjelagsins. TJR DAGLEGA LÍFINU Brjef frá Ameríku. í DAG ÆTLA JEG AÐ birta brjef frá námsmanni í Amer- íku. Hann heitir Njáll Símon- arson, er ættaður hjeðan úr Reykjavík, eftir því sem jeg best veit, en stundar nám við Texasháskóla. Það er gaman að heyra álit námsfólks á hlutun- um hjer heima. Brjefið er á þessa leið: ,,Kæri Víkverji! Það er altaf skemtileg til- breyting hjá mjer, þegar Morg- unblaðið kemur að heiman, þó að síðasta eintakið sje venju- lega mánaðar gamalt eða eldra. (Er ekki einhver vegur að hraða póstsendingum á þessari atomsöld?). Jeg les pistlana þína alltaf án undantekningar, því þar fæ jeg gleggsta hugmynd um, hvað efst er á baugi og hvað gerist frá degi til dags í „Björtu borg- inni við Faxaflóa“! Hefi jeg öðru hvoru rekist á athyglis- verð greinarkorn hjá þjer um flugsamgöngur og flugmál al- ment heima á íslandi. Sjer- staklega hefir þó ein hlið flug- málanna verið rædd meira en önnur, en það er vandamál vegna framtíðarreksturs flug- vallanna okkar. Margar ádeil- ur hafa komið fram um rekstur Keflavíkurflugvallarins, sjer- staklega frá mönnum, sem ferð- ast hafa þar um á leiðinni yfir Norður-Atlantshafið“. Grein um Kefla- víkurvöllinn. „Útlendingar hafa sjerstak- lega glögt auga fyrir öllu, sem þeim líkar miður, og stendur þá ekki á hjá þeim að benda á það. Þetta kemur vel í Ijós í grein, sem jeg las í dag í hinu víðkunna ameríska tímariti, American Aviation, en það er eitthvert víðlesnasta flugmála- tímarit í Bandaríkjunum. Greinin er skrifuð af Daniel S. Wentz, einum af ritstjórum blaðsins, sem nýkominn er úr ferðalagi frá Norðurlöndu.m, er hann fór í boði „Scandinavian Airlines System“. Fjallar grein in um ferðalag höfundar og flugmál á Norðurlöndum, al- ment. Hann getur þess, að á leiðinni vestur um haf hafi hann komið við á Keflavíkur- flugvellinum. — Meðfylgjandi úr klippa úr „American Avia- tion“ (frá 15. okt.), talar sínu máli, og má af henni sjá, að Keflavíkurflugvöllur með nú- verandi fyrirkomulagi á rekstri og þjónustu til farþega, er mjög ljeleg landkynning“. Þörf ábending. „NÚ ÞEGAR Keflavíkur- flugvöllurinn hefir verið af- hentur íslensku ríkisstjórninni til umráða, ætti að vera auð- veldara fyrir okkur íslendinga að bæta úr því, sem út á rekst- ur vallarins er sett, heldur en áður á meðan hann var algjör- lega undir yfirráðum ameríska hersins. Við Islendingar metum það mikils, þegar erlendir menn bera landi okkar gott orð, en þykjum hinsvegar miður, þeg- ar þeir setja út á okkar hagi. Við megum samt vera þakklát- ir fyrir slík ummæli, þar sem þau sýna okkur, að gestsaugað er glögt og að framhjá því fer fæst.“ Fyrstu kynnin af landinu. „ÚTLENDINGAR, sem ferð- ast um ísland á milli heims- álfa, geta verið dýrmætir land- kynnar fyrir íslensku þjóðina, ef fyrsta viðstaða þeirra er að- laðandi. Þar sem flestir útlend- ingar, sem til Islands koma nú á tímum, ferðast með flugvjel- um, þá eru fyrstu kynni þeirra af landinu og þjóðinni að fá frá umhverfi og rekstri flug- vallanna. Það er þessvegna augljóst mál, að ef við viljum að kynningarstarfsemi útlend- inga í framtíðinni verði okkur í hag, þá megum við fara að taka á honum stóra okkar og kippa því í lag, sem út á er sett“. Þetta var brjef námsmanns- ins í Ameríku. Hann ræðir hjer mál, sem er aðkallandi og hefir oft áður verið á minst hjer í dálkunum, en eins og hann segir má búast við að íslensk yfirvöld láti nú málið til sín taka. Ljelegar kvikmyndir. KVIKMYNDAHÚSGESTUR skrifar mjer brjef um kvik- myndir þær, sem nú eru sýndar í kvikmyndahúsum bæjarins og telur að aldrei hafi verið Ije- legra samsafn af myndum en á undanförnum vikum. Öll kvikmyndahúsi ’ eigi hjer hlut að máli og sje eitt þeirra ekki öðru betra. Það sje verið að rembast við að sýna gamlar kvikmyndir, sem þó sæmilegar hafi verið er þær voru nýjar sje orðnar úreltar. Það geti að vísu verið gott að sýna gamlar myndir, en þá ekki nauðsvnlegt að velja til þess aðalsýningar- tímana. >HiiMiiiiiiiiiHiiiiMiiiMiMiM3inainMiiMiiiiMiiiiiiiiHiHUMaBHMHHaaBMaMaHMaBHHannnDMmiiiiitiHHiiiiiHiniHiiMfiiiiMmuminiii*iiiiiiiiiii«iH>«i«t««itmHHi I MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . S MIIIIIIIIIIIIMIMIMMI Skjaiasöfn hjeraða. JÓN SIGURÐSSON ber fram á Alþingi frumvarp til laga um hjeraðsskjalasöfn. — Greinar- gerðin er á þessa leið: „Með lögum um þjóðskjala- safn íslands frá 3. nóv. 1915 og reglugerð um sama frá 13. jan. 1916 er svo fyrir mælt, að skjöl og bækur opinberra sýslana eða stofnana skuli varðveita á þjóðskjalasafninu, er þær eru orðnar eldri en 20 ára. Þetta var á þeim tíma nauðsynleg ráðstöfun, því að aðra trygga geymslustaði en þjóðskjala- safnið var þá varla um að ræða. Tala opinberra stofnana og skriffinska þeirra var þá hverf- andi samanborið við það, sem nú er orðið, og því auðvelt fyr- ir starfsmenn þjóðskjalasafns- ins að koma því, er að barst, í aðgengilega geymslu á Þjóð- skjalasafninu. En á þessu eins og fleiru heíir orðið mikil breyting síðastliðin 30 ár. Utan Reykjavíkur eru að rísa upp góðar bókhlöður, og fleiri munu á eftir koma. Safnahúsið í Reykjavík er því ekki lengur eini öruggi geymslustaðurinn fyrir skjöl og bækur. Jafnframt heíir tala opinberra sýslana og stofnana og skriffinskan, sem þeim er samfara, aukist svo gífurlega, að horfur eru á, að hún muni, ef svo mætti segja, sprengja þjóðskjalasafnið utan af sjer, þegar því fara að ber- ast öll þau ósköp, sem allar þessar opinberu nefndir og stofnanir láta nú eftir sig á ári hverju. Þá má benda á, að rík ástæða er til að láta ekki drag- ast lengur að safna og taka til varðveislu fleiri skjöl og bæk- ur en nú er skylt að afhenda þjóðskjalasafninu, svo sem gerðabækur búnaðarfjelaga, búnaðarsambanda, ungmenna- fjelaga og margra annara fje- laga og fyrirtækja, er mjög koma við atvinnusögu okkar og menningarmál. Ástæðurnar fyrir því, að frv. þetta er fram borið, eru þá í stuttu máli þessar: 1. Að þjóðskjalasafninu berst nú orðið svo mikið frá embætt- is- og starfsmönnum ríkisins og nefndum, sem skipaðar eru af ríkisstjórninni, að vandkvæði eru á að varðveita það alt sam- an þannig, að það verði að- gengilegt fyrir þá, er óska að nota þessi skjöl. Það virðist því ekki ástæða til að draga að þjóðskjalasafninu enn þá fleiri flokka skjala og bóka, ef kost- ur er á góðri geymslu annars staðar. 2. Að á nokkrum stöðum ut- an Reykjavíkur eru nú þegar bókhlöður, sem hæfar eru skjalageymslu. 3. Að heppilegra sje og eðli- legra, að ríkið styrki hjenlð og kaupstaði til að koma upp MMIIHMIIMMIIHMIIIMIMIIIIMMMMMIIMIMIIHIIIIIIII skjalageymslum og bókhlöð- um, en að byggja yfir öll skjöl og bækur í Reykjavík. 4. Að óvarlegt sje af öryggis- ástæðum að safna öllum skjöl- um og heimildum á einn stað, ef eldsvoða eða önnur stór ó- höpp bæri að höndum, enda mun það ekki gert í nágranna- löndum okkar. 5. Jeg tel, að kaupstaðir og hjeruð eigi sanngirnisrjett á að fá sjálf til varðveislu, ef þau óska þess, skjöl og gerðabækur þeirra nefnda og starfsmanna, er þessir aðilar hafa valið og kostað af eigin fje. 6. Jeg tel, að forstöðumenn hjeraðsskjalasafna hafi vegna nágrennis og persónulegs kunn ugleika í hjeraðinu bétri að- stöðu en starfsmenn þjóð- skjalasafnsins til að safna og taka til varðveislu skjöl og gerðabækur og ritaðar heim- ildir, sem stórtjón er að glatist, og að sú skipan, sem hjer er gert ráð fyrir, sje líkleg til að bjarga mörgu frá eyðileggingu, sem víst er, að glatast annars með öllu. í frv. er lagt til, að skifting bóka og skjala milli þjóðskjala- safnsins pg hjeraðsskjalasafna verði á þá leið, að þjóðskjala- safnið taki til vörslu skjöl cg embættísbækur állra starfs- manna ríkisins annara en Framh k 12. síðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.