Morgunblaðið - 13.11.1946, Síða 5

Morgunblaðið - 13.11.1946, Síða 5
■ Miðvikudagur 13. nóv. 1946 MORGUNBLAÐIÐ 5 Ms®iktjeEa«j M®ykjm wákur: Jónsmessudicmmur d Idtækraheimiiinu ’*■-- .. iti 'i' íjf ••• js-"1 ^™ * 2 í ?. i; ': % $ • &f£ \ :s T •*» ; s~*' Leikrit í 3 þáttum eftir Par Langkvist Leikstjóri Lárus Pálsson Draumurinn í 2. þætti. þess ekki að hafa sjeð betri leik hjá byrjanda og það er| hyggja mín að hún eigi eftir að vinna marga sigra á íslensku leiksviði ef hún ílendist þar. — Valur Gísláson Ijek konung- inn og gaf leikur hans ekki til- efni til sjerstakrar umsagnar. Kaj Smith hefir gert dansana í 2. þætti. Ekki fannst mjer yfir þeim sú festa og það öryggi er skyldi, en vafalaust veldur þar miklu um þrengslin á leik- sviðinu. Hallgrímur Bachmann hefir sjeð um Ijósaútbúnað allan og er skemst frá að segja að hann hefir leyst það verk af hendi með þeim ágætum að slíkt hefir ekki sjest hjer í leikhúsinu áð- ur. Mun hann og hafa útvegað hingað ný og fullkomin ljósa- tæki og er það vel farið, því að ljósatæknin er veigamikið at- riði við hvert leikhús og getur valdið miklu um afdrif leik- sýninga. Þórarinn Gúðmundsson stjórn aði hljómsveitinni, er ljek á undan sýningunni. Lárus Pálsson hefir þýtt leikinn, og eru þar því miður, miklir annmarkar á. Orðaröð og setningaskipan er víða mjög á- bótavant, en auk þess er svo mikið um útlend orð í þýðing- unnj, algjörlega að óþörfu, að ekki er hægt að láta það óátal- ið. Mikilhæfir leikarar, sem eru og verða forustumenn á ís- lensku leiksviði, verða að rækta máltilfinningu sína, auka þekk- ingu sína á móðurmálinu, ef þess gerist þörf og bera virð- ingu fyrir því. í öllum menn- ingarlöndum heims er sú krafa gerð til þjóðleikhúsanna, að þar sje tunga þjóðarinnar í há- . vegum höfð og hún töluð best og hreinust. Þessa kröfu mun- um við íslendingar allir gera til Þjóðleikhúss' okkar, þegar það tekur til starfa. En hvern- ið verður þeirri kröfu fullnægt, ef þeir forystumenn leiklistar- innar, er nú standa við þrösk- uld þessarar miklu menning- arstofnunar, hafa annað hvort ekki eyra fyrir fegurð ísl. tungu, eða láta sig engu skifta hvers konar mál þeim er lagt. í munn? Að leikslokum hyltu áhorf- endur leikendur og aðra er að sýningunni stóðu, með miklu lófataki og fögrum blómvönd- um. Forseti Isiands sýndi leikfje- laginu þann sóma að vera við- síaddur sýninguna. Siguvður Grímsson. Saga Vestmoimaeyja Merkileg hjeraðslýsing KOMIN er á bókamarkaðinn Saga Vestmannaeyja eftir Sigfús M Johnsen bæjarfulltrúa. Er þetta mikið rit, tvö stór bindi og mun ekki verða oflof, þótt talið sje, að þetta sje ýtarlegasta hjeraðssaga, sem enn hefir komið út hjer á landi. Rakin er þar saga eyjanna frá því fyrsta, atvinnusaga þeirra og viðskipta- saga. Þá er þar greint frá sjerkennum þjóðlífsins í eyjum, fram- förum þar og mörgu, sem sjerkennilegt er fyrir þenna syðsta útvörð íslands. <S- LEIKFJELAG Reykjavíkur hafði frumsýningu í Iðnó á of- angreindu leikriti síðastliðið sunnudagskvöld. Höfundur leikrits þessa, Par Lagerkvist, skipar virðulegan sess meðal öndvegisskálda Svía. Hann á að baki sjer langan og xnerkilegan rithöfundarferil og yar árið 1940 kjörinn meðlim- ur Sænsku Akademiunnar. — Fyrsta bók hans kom út 1912, er hann var 21 árs, og síðan hefir að heita má hvert skáld- ritið rekið annað frá hans hendi alt fram á þennan dag, bæði leikrit, ljóð og sögur. Hann hef- ir jafnan þótt einarður og ó- væginn í ádeilum sínum á menn og málefni og bölsýnn öðrum fremur á lífið og til- veruna, en í skáldritum hans skín þó jafnan í trú hans á mennina og mahngildið. Það hefir verið sagt um Pár Lager- kvist, að hann eigi sem leik- ritaskáld engan sinn jafningja á Norðurlöndum síðan þá Kai Munk og Nordahl Grieg leið. Skal það ekki dregið í efa, þó að slíkt mat sje altaf mjög hæpið, ekki síst þar sem um marga og mikilhæfa rithöf- unda er að ræða. Hinsvegar verður ekki um það deilt, að hann er með ágætustu skáldum Svía bg virðist jafnvígur á all- ar þrjár greinir skáldskaparins, Ijóðagerð, leikritagerð og sagna skáldskap. Þó munu þeir marg ir vera er telja hann ná hæst í ljóðum sínum Pár Lagerkvist mun ekki vera mikið þekktur á landi hjer sem rithöfundur og Jóns- messudraumur er fyrsta leik- ritið eftir hann, sem sýnt hef- ir verið hjer. Vegna þess hve ólíkt það er flestu því sem hann hefir samið. tel jeg vafa- samt að það hafi verið heppi- lega valið til að kynna okkur þennan ágæta höfund. — Leik- ritið getur ekki talist veiga- mikið skáldrit og stendur í því efni að baki mörgum öðr- um ritum hans. Það lýsir að vísu vel og af miklum skiln- ingi og raunsæi lífskjörum og hugsunarhætti umkomuleys- ingjanna á fátækraheimilinu en höfundurinn hefir í tveim fyrstu þáttunum sagt allt það sem honum býr í brjósti og þriðji þáttur verður því ekki annað en veikt bergmál þess, sem á undan er gengið, að sumu leyti vandræðalegur að- Gestur Pásson sem Blindi Jón- as og ungfrú Bryndís Pjeturs- dóttir sem Cecilía. dragandi að því nauðsynlega’ sem koma skai, að tjaldið falli að lokum. Við þetta raskast hið dramatíska jafnvægi leikritsins og áhorfendurnir standa upp við leikslok og' hugsa með sjer, að hjer hafi eitthvað skort á, eða verið ,,einum of mikið“. En þó að þessi Ijóður sje á leikritinu, þá eru kostirnir miklir er þar vega á móti. Það flytur mönnum á einfaldan og elskulegan hátt hin mikilvæg- ustu lífssannindi. Það er bjart og heillandi eins og Jónsvakan sjálf, þrungið Ijóðrænni fegurð, listrænn og dásamlegur spjald- vefnaður draums og veruleika. Lárus Pálsson hefir sett leik- inn á svið og haft leikstjórn- ina á hendi. Hefir honum tek- ist hvortveggja með ágæt- um og hygg jeg að aldrei hafi hugkvæmni hans og örugg smekkvísi við leikstjórn kom- ið betur í ljós en að þessu sinni. Er það athyglisvert hversu vel honum ferst að á- kveða stöðu leikendanna og hreyfingar þeirra á sviðinu (placera), t. d. hinna þriggja vistmanna fraffimi fyrir há- sæti konungs og drottningar í draumnum. Var það beinlínis „monumentalt“, eins og mynd- höggvari hefði verið að verki. Aðalhlutverk leiksins, Blinda Jónas, fer Gestur Pálsson með. Er það veigamikið hlutverk og vandasamt, en Gestur gerði því frábær skíl. Fór saman í leik hans, glöggur skilningur á sálarlífi hins blinda og vonsvikna manns, er lífið hafði farið um svo hrjúfum höndum, göfug- mannlegt yfirbragð og viðfeld- in rödd, og síðast en ekki síst öruggar hreyfingar og góðar og eðlilegar áherslur í tali (re- plik). Er gleðilegt að Gestur skuli loks hafa fengið til úr- lausnar hlutverk er samboðið er hæfileikum hans, enda brást honum aldrei bogalistin og var hann þó á sviðinu hverja stund, alla þrjá þættina á enda. Brynjólfur Jóhannesson ljek Enok, annan af vistmönnum fá- tækraheimilisins og var bráð- skemtilegur að vanda. Virðist Brynjólfur hafa þau óþrjót- andi uppgrip af skemtilegum og sjerkennilegum körlum í fórum sínum að furðu sætir. Vav leikur hans allur hinn á- gætasti og snildarlegur er hann var að hátta sig í reiði sinni, enda tóku áhorfendur honum með miklum fögnúði. Valdimar Ilelgason fer með hlutverk Friðriks máitlausa, vistmanns. — Er fátt um leik hans að segja að þessu sinni. Virðist mjer þar mest bera á hávaðanum og fer sá leikmáti Valdimars að verða hvimleiður hvað líður. Jón Aðils leikur „Morðingj- ann“, um.svifalítið hlutverk, er hjelt áfram að vera lítið í hönd- um hans. Önnu hevrnarlausu leikur frk. Gunnþórunn Halldórsdóít- ir og leysti það hlutverk af- bragðsvel af hendi. Ellen, for- stöðukonu fátækraheimilisins leikur frú Alda Möller. Er það fremur lítið hlutverk og ekki tókst frúnni að gefa því svip veruleikans. Cecilíu dóttur- dóttur hennar leikur ungfrú Bryndís Pjetursdóttir. Er ung- frúin nýliði á leiksviðinu, en engu að síður fer hún ágætlega með hlutverk sitt. Hún er ljett og fjörleg, talar skýrt og eðlilega og lát- bragð hennar er frjálsmann- legt og mótað af lífsgleði heil- brigðrar æsku. Jeg minnist Brynjólfur Jóhannesson sem Enok. Fjölbreytt ritverk. Bókin, sem er prýdd 300 ágætum myndum, hefst á lýs- ingu eyjanna, en síðan er rak- in landnámssaga þeirra. Þá er skilmerkilega greint frá kirkju- málum eyjanna og prestum þeim, sem þar hafa starfað. Einnig er kafli um það, þegar mormónatrú upphófst í eyjun- um og eftirköstum þeirrar ,,trúarvakningar“. Einnig er glöggt og greinargott yfirlit yfií heilbrigðismál eyjanna frá því er slíkum málum var farið að sinna, ásamt læknatali. Einnig er alþingismannatal og skrá yfir þá menn, sem farið hafa með opinber mál í bygð- arlaginu. Nákvætn atvinnusaga. Atvinnusagan nær yfir mik- inn kafla annars bindis og er mjög nákvæm og fróðleg. Þar er lýst togstreitu Dana og Eng- lendinga um eyjarnar og róst- um þeim, sem út af þessu spunnust, en eins og mönnum mun kunnugt, var oft í fyrri daga mjög róstusamt í Vest- mannaeyjum. Tyrkjaráninu er og ýtarlega lýst og eins hinni einstæðu „Herfylkinguj“, sem Vestmannaeyingar komu sjer upp, til þess að verja evjam- ar fyrir ágengni erlendra ribb- alda, ef til þyrfti að taka. Framfarir. Smámsaman brevtast cyjarn ar, maður sjer við lestur sög- unnar framfarirnar halda inn- reið sína í þessa miklu veiði- stöð, fyrsti vjelbáturinn kemur til sögunnar og svo fjölgar þeim upp í þann flota, sem þar er nú, fyrir atorku og dugnað eyja- skeggja. Bærinn stækkar og fær á sig meiri nýtískublæ. En enn er sigið í björg og farið í úteyjar, enn getur lífið í eyj- unum verið jafn æfintýralegt og það var í gamla daga. Mikil og nákvæm vinna. Sigfús M. Johnsen hefir lagt óhemju vinnu í þetta mikla verk. Heimildirnar, sem hann hefir kannað, virðast ógrynni. Með þessu hefir hann líka af- rekað þaá, að hjeðan í frá er (Framh. á bls. 12).

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.