Morgunblaðið - 13.12.1946, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.12.1946, Blaðsíða 1
33. árgangur. 283. tbl. — Föstudagur 13. desember 1946 ísafoldarprentsmiðja h.f. 16 síður ÖRYGGISRÁÐIÐ tekur kæru GRIKKJA TIL MEÐFERÐAR Stórkostleg svik í rúmensku kosningunum StaShæff aS stjórnar- fiokkarnir hafi fengið aósisis 16,5 prc. afkvæia. London í gærkveldi. FORMAÐUR Bændaflokks- ins í Rúmeníu hefur nú krafist þess, að nýjar kosningar verði látnar fara fram þar í landi, þar sem færa megi sönnur fyr- ir því, að stjórnarflokkarnir hafi stórkostlega falsað at- kvæðaskiptingu við síðustu kosningar. Þessi stjórnmálaleiðtogi held ur því fram, að stjórnarliðið, með kommúnista í broddi fylk- ingar, hafi í raun og veru feng- ið aðeins 16', 5% atkvæða, en ekki um 75%, eins og látið hafi verið uppi. Einn af ráðherrum bresku stjórnarinnar lýsti því yfir í neðri málstofunni í s.l. viku, að stjórnin gæti ekki viður- kent rjettmæti hinna nýaf- stöðnu kosninga, þar sem sýnt væri að bæði fölsunum og rang'indum hafi verið beitt. — Reuter. Breska konungsfjöl- skyldan (er Sil S. Afríku London í gærkveldi. EINS og skýrt hefur verið frá í frjettum, munu bresku konungshjónin og pí’insessurn- ar tvær fara í heimsókn til Suður-Afríku eftir áramót. Hefur nú verið tilkynt, að lagt verði af stað þann 17. febrúar n. k. Ráðgert er, að hinir konung- legu gestir dveljist í Suður- Afríku í rúmlega tvo mánuði. Verður lagt kapp á, að kon- ungshjónin og dætur þeiiia kynnist sem fléstum þáttum í daglegu lífi Suður-Afríkubúa, og rnunu þau ferðast þúsundir njílna, bæði í lofti og á landi, þann tíma, sem staðið verður við — Rcuter. Kosimi sljórnarforsell L_EON BLUM, liinn aldni foringi jafnaðarmanna, var í gær kosinn stjórnarforseti Frakklands. Bliam kjöriitn stiórsi- arferseti frcsnska þingsins Einkaskeyti til Morgbl. frá Reuter. París í gærkvöldi. LEON BLUM, hinn sjötíu og fjögra ára gamli leiðtogi jafn- aðarmanna, var í dag kosinn stjórnarforseti franska þingsins. Kaþólski framfaraflokkurinn og kommúnistar veittu honum stuðning sinn, en Blum hlaut 575 atkvæði af 590. Frjettrr herma, að hinn nýkjörni stjórnarforseti hafi þegar hafið undirbúning að stjórnarmyndun. Pólska sfjérnin bannar b!5S Washington. UTANRÍKISRÁÐUNEYTI Bandaríkjanna hefur verið til- kynt, að pólska stjórnin hafi bannað söiu 17 pólsk-banda- rískra blaða í Póllandi. Blöð þessi eru gefin út í Banda- ríkjunum. Uið opinbera málgagn pólsku blaðnskrifKtdfunnar birti fregn þessa 15. nóvember s.L, en epgin ástæða var gefin fyrir banninu. Samkvæint bnnni þessu er óheimil sala 5S blaða og tíma- rita í Póllandi, sem prentuð eru í Bandaiákjunum, Ítalíu, Austuvríki, Frakklandi og Palestínu. NÝTUB ALMENNS TRAUSTS Frjetaritarar síma, að Leon Blum hafi ekki verið kosinn vegna hinnar sósíalistisku stefnu sinnar, heldur þess, að hann ‘ sje maður, sem franska þjóðin muni einna helst treysta til að ráða fram úr þeim marg- víslegu vandamálum, sem nú steðja að. ERFITT AÐ MYNDA STJÓRN Ekki er þó ólíklegt, að stjórn- armyndunin reynist Blum erfið í skauti, og ekki síst sökum þess, að kommúnistar hafa lýst því yfir, að þeir muni ekki ganga til samstarfs við hægri flokkana,- Aður en Blum - var kosinn, höfðu þeir Bidault, foringi ka-, þólska framfaraflokksins, og Thorez, leiðtogi kommúnista, gefið kost á sjer við stjórnar- fcrsetakjör, en hvorugur hlaut nægilega mörg atkvæði. Óaldarflokkar herja frá Júgóslavíu, Búlgaríu og Albaníu Ráðið samþykkir inntökubeiSni Síam New York í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgunbl. frá Reuter. TSALDARIS, forsætisráðherra Grikklands, flutti í kvöld ræðu í Öryggisráðinu og gerði grein fyrir tildrög- um þess, að gríska stjórnin hefur sjeð sig tilneydda að kæra Júgóslavíu, Búlgaríu og Albaníu fyrir sameinuðu þjóðunum. — Skýrði Tsaldaris meðal annars frá því, að vopnaðir grískir óaldarflokkar hefðu þrjú ofangreind lönd fyrir einskonar aðalbækistöðvar, en þaðan herjuðu þeir svo inn yfir grísku landamærin. Á tveimur mánuðum, hjelt Tsaldaris áfram, hafa mörg liundruð manns verið drepnir eða numdir á brott. Morð eru daglegir viðburðir og í Grikklandi ríkir nú í raun og veru styrjöld án stríðsyfirlýs- ingar. Makedónía Gríski forsætisráðherrann hjelt því fram í ræðu sinni, að stefnt væri að því með skæru- hernaði þessum, að svifta Grikki fornum landsvæðum. —• Minntist hann í þessu sambandi sjerstaklega á grísku Makedon- íu og kvað allt benda til þess, að skæruliðar og verndarar þeirra hugðust leggja hana undir Júgóslavíu. Skapar ófriðarhættu. Tsaldaris bætti því við, að hjer væri um skipulagða áætl- un að ræða, og að þeir, sem á bak við hana stæðu, vildu ekki hvað síst koma á þvi stjórn aríari í Grikklandi, sem stæði á öndverðum meið við vilja meiri hluta þjóðarinnar. Hann lauk máli sínu með því, að lýsa því yfir, að ástand það, sem nú ríkti í Grikklandi, gæti orð- ið friðnum stórhættulegt, og skoraði hann því á Öryggisráð- ið að láta fara fram rannsókn á málum þessum þegar i stað. Ký kjarnorku-eifir- lilsnefnd í Banda- ríkjunum Washington í gærkveldi. NEFND sú, sem hafa á eftir- lit með notkun kjarnorku í Bandaríkjunum, tilkynti í dag, að hún muni í byrjun janúar taka við eigum deildar þeirrar innan bandaríska hermálaráðu neytisins, sem til þessa hefur fjallað um þessi mál. Hin nýja nefnd er skipuð fimm mönnum, sem Truman forseti útnefndi í október s.l. David Lilienthal er formaður nefndarinnar, en hún starfar algerleg§ utan við herinn. Sntufs kominn til Róm Rómaborg í gærkvöldi. SMUTS hershöfðingi, for- sætisráðherra Suður Afríku, kom til Rómaborgar laust eft rr hádegi í dag, en á morgun mun hann fara flugleiðis til Aþenu, þar sem opinberar mót tökur hafa verið undirbúnar. Smuts liefur að undanförnu dvalist í London og meðal annars átt tal við Attlee for- sætisráðherra, og bresku kon- ungshjónin. ( Hann býst við að verða kom in til Suður Afríku n.k. þriðju dag. — Reuter. Síam Áður en ákæra grísku stjórn, arinnar var tekin fyrir, sam- þykti Öryggisráðið í einu hljóði að leggja til við allsherjarráð sameinuðu þjóðanna ,að taka Síam í bandalagið. iergarsfjéri myrtisr. BERLÍN: — Hans Hammer- schmidþ borgarstjóri í Ruhls- dorf, fanst í s. 1. mánuði myrt- ur í skurði nálægt Berlín.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.