Morgunblaðið - 13.12.1946, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.12.1946, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 13. des. 1946 Sr. JENS BENEDIKTSSON AÐ MORGNI ÞESS 1. DES- EMEER andaðist sjera Jens Benediktsson blaðamaður, eftir fjögra daga sjúkdómslegu. — Hann verður jarðsunginn í dag. Menn áttuðu sig ekki á því, fyr en síðasta sólarhringinn, sem •toann lifði, að hann væri í nokk- urri lifshættu. Þegar hann var fluttur á sjúkrahús kvöldið áð- ur en hann dó, sagði hann við föður sinn, að hann gæti ekki furidið, að hann væri mikið veik ur, Þegar jeg skildi við hann á skrifstofum blaðsins um mið- áftan þ, 26. nóv., var hann kát- ur og vinnuglaður, eins og hans var vandi. Eftir hálfa aðra klukkustund kenndi hann þess sjúkdóms, er dró þann svo skyridilega til bana. Fyrir okkur samstarfsmenn hans, sem og aðra virii' hans, kom andláts- fregn hans eins og þruma úr heiðskíru lofti. ★ Jens Benediktsson var fædd- ur að Spákonufelli á Skaga- strönd 13. ágúst 1910. — Þar bjuggu foreldrar hans þá rausn arbúi, Benedikt Fr. Magnússon og Jensínu Jensdóttur. Þar ólst Jens upp í besta yfirlæti, og fluttist árið 1925 með foreldr- um sínum hingað til Reykja- víkur. Sama ár gekk hann inn í Menr.taskólann, og lauk stú- dentsprófi vorið 1931, en prófi í forspjallsvísindum árið eftir. Hann var góður námsmaður, veittist auðvelt að læra, stál- minnugur, einkum ágætur mála maður. k: Snemma bar á því, að Jens átti sjer ýms áhugamál. Hafði hann á skólaárum sínum jafn- an einhver eftirlætismálefni, er hann sökti sjer í af miklu kappi. Þegar hann hafði valið sjer eitt hvert viðfangsefni, viðaði hann óspart að sjer bókum, sem Minnin garorð Jens Benediktsson. sagnir hans og lýsingar á leikj- unum voru skrifaðar með ó- venjulegri nákvæmni, af víð- tækri þekkingu á þessari íþrótt og með þeim ljettleika, sem þeir einir ná, er hafa gott vald á efninu. Mjer varð oft starsýnt á hann, er hann kom að áliðnu kvöldi frá íþróttavellinum, til þess að skrifa þessar greinar sínar. Hann var svo eldfljótur að koma þeim á pappírinn. — Hann hafði greinarnar auðsjá’- anlega alveg tilbúnar í höfð- inu áður en hann settist niður, því aldrei ,kom hið minsta hik á hann uns frásögninni var lok ið. Kunnáttumönnum í þessari grein íþróttanna kom saman um, að hjer var sagt frá öllum atriðum af hinu fylsta hlutlevsi með það eitt fyrir augum, að örfa menn til frekari afreka í íþróttinni. ★ Eftir að Jens hafði lokið guð- fræðiprófi vorið 1943 tólk hann hann las hverja af annari, án að sjer fleiri störf við ritstjórn tillits til þess, hvort fróðleikur sá kæmi honum að hagnýtu gagni eða eigi. Hann hafði yndi af að nema og fræðast og kynn- ast hverju málefni niður í kjöl- irin. Menn með svo víðfeðmu á- hugasviði sem hann, eiga stund um erfitt með að velja sjer lífs- braut. Þeir geta verið jafnvígir til náms við fjarskyldustu fræði greir.ar. Og það, sem er þeim hugðarefni eitt árið, kann að lenda í skugga fyrir öðrum áð- ur en langt líður. I sjö ár eftir að Jens hafði tekið próf í forspjallsvísindum við Káskólann, fekst hann við margvísleg störf, auk þess sem hanr. um skeið hugðíst að leggja fyrir sig læknisfræði og hafði jafnvel eytt talsverðum tíma við að kynna sjer rækilega einn þátt sjúkdómsfræðinnar. Stund um vann hann við verslun föð- ur síns. Á öðrum tímum við ýms ritstörf, þýddi bækur o. fl. Uns hann árið 1939 innritaðist í gufræðideild. Háskólans. Hann lauk guðfræðiprófi vorið 1943, og tók prestsvígslu 23/ágúst um n 'v - - • u, /*. Ári-n, Sem hariri Vrir við guð- fræðihám, skrifáði hánh oft fíjettir af knattspyrnukappleikj um hjer í blaðið. Þeséar frá- blaðsins en knattspyrnulýsing- arnar. Það var þó áform hans að staðnæmast ekki við biaða- mennskuna. Hann sótti um Hvamm í Laxárdal í Skaga- fjarðarsýslu og var skipaður prestur þar í ágúst um sumarið. En þegar til þess kom, að hann skyldi flytja á prestsetrið, þá var það ekki laust til ábúðar og húsnæði fyrir prestinn og fjölskyldu hans mjög af ssærn- um skammti. Hann trev«ti sjer því ekki til þess, að taka við brauðinu, en gerðist nú starfs- maður við ritstjórn Morgun- blaðsins. Honum líkaði starfið vel. Og öllum sem . með honum unnu, fundu til þess frá því fyrsta, að þarna var maður sem átti heima í blaðamennskunni. Hann hafði með sívakandi fróðleiks- fýsn sinni um margskonar efni, fengið mikinn undirbúning und ir þetta starf, sem hann þó af hending hitti á, er hann hvarf frá því lífsstarfi, er hann hafði ætlað að helga krafta sína. ★ Merkur og margfpyndur blaðamaður, er hafði persónu- lég kynni: áf fjöída mÖrgum frerhstú bl'aðámÖnnutn álfúnn- ai’, sagði mjer eitt sinrj,, að það væri því nær undanteknirigar- laus' regla, að hendingar héfðu ráðið því, að hæfustu blaða- mennirnir hefðu farið inn á þá braut. Það var sem sje hending, eða samanfljettaðar tilviljanir, að Jens heitinn valdi sjer þetta starf. Og þó fannst mjer oft, að það kynni að hafa verið meiri tilviljun, að hann gerði ekki blaðamennskuna fyr að aðal- starfi sínu. Því svo vel átti hún við hann. Tilbreytnin í daglegu annríki var honum að skapi. Víðtæk þekking hans gerði honum mörg verk auðveld. Dugnaður hans og' sprettharka við skriftir sömuleiðis. Aðalverkefni hans við blaðið var á sviði erlendu frjett- anna. En auk þess tók hann að sjer nokkuð af íþröttunum, rit- aði um bækur, og rvo um allt milli himins og jarðar, eins og íslenskir blaðamenn löngum hafa þurft að gera. í samstarfi var Jens hvers manns hugljúfi. Geðprúðari mann er vart hægt að hugsa sjer en hann, nje yfirlætislaus- ari. Hann var maður rjettsýnn, hóglátur og skyldurækinn, er ávann sjer þeim . mun meira t.raust manna, er þeir kynntust honum betur. í tómstundum sínum fjekkst hann nokkuð við smásagnagerð. ★ Þann 3. mars 1940 giítist Jens heitinn eftirlifandi konu sinni, Guðríði Guðmundsdóttur. Hún er dóttir Guðmundar Þorbjarn- arsonar byggingameistara á Seyðisfirði, og konu hans Aðal- bjargar Stefánsdóttur, systur Metúsalems Steíánssonar og þeirra mörgu systkina. Þau eignuðust tvær dætur. Sú eldri Sólrún Björg, er 6 ára, en hin nálega þriggja ára, Snæ- fríður Rósa. ir Svo vel fannst mjer Jens heit. ' una hag sínum við ritstjórn | Morgunblaðsins, og svo f.raust- : ur maður var hann, að öllu jleyti, að jeg hafði vanið mig a jað trúa því, að hann ætti þar lerigri framtíð en nokkuf okkar hinna. Svipleg örlög urðu til þess, að hann hvarf hjeðan fyrstur úr hópnum. _ • V. St. Kveðjuorð MEÐ JENS BENEDIKTSSYNI er góður drengur genginn, tryggur vinur, traustur og fjöl- hæfur samstarfsmaður. Það er skarð fyrir skildi í vinahópnum og hin fámenna íslenska blaða- mannastjett hefir misst einn af sínum bestu mönnum. Rúm hans verður vandfyllt. Þegar við Jens kyntumst fyr- ir 20 árum, í Mentaskólanum, tókst með okkur kunningsskap- ur og síðar vinátta, sem aldrei brást, þótt leiðir okkar lægju í sitt hvora áttina um stund. — Síðar urðum við samstarísmerin í erilsömu starfi, en alltaf var Jens sami ljúfi fjeTaginn, sem gerði öllum, sem með honum voru lííið ljétt ög jafnvel hin hversdagslegustu verk urðu að skemtilegum viðfangsefnum, sem gaman var að leysa í sam- vinnu við hann. Jens var kátur og glaður í daglegri umgengni og atti oft til græskulausa glettni. Þegar hann skrifaði okkur kunningj- unum, eftir að leiðir skildust, upp úr skólavistinni, sagði hann okkur helstu frjettir jafnan í ljóðum. Þessi brjef hans eru mörgum okkar hinar dýrmæt- ustu endurminningar, sem rifja upp fyrir okkur glaðvært og áhyggjulítið æskuskeið, og margar góðar samveru stundir. Fáum mönnum hefi jeg kynst sem af einlægari áhuga kyntu sjer málefni, sem hann á annað borð fjekk áhuga á. Ljek allt í höndum hans. Þegar Jens byrj aði að vinna hjá Morgunblað- inu var svo talað, að hann hefði fyrst, um sinn reyndan mann með sjer í aðalstarfi hans við blaðið, meðan hann var að kynnast verkvenjum. Jens vann störf sín einn eft- ir fyrsta kvöldið, eins og hann væri þaulvanur starfinu. Þann- ig var hann jafnan fljótur að átta sig á viðfangsefnum, sem honum líkaði. Það er margs að minnast og orð verða fátækleg á pappírn- um ef lýsa ætti því, sem í hug- anum býr, er vinur er kvaddur í hinsta sinni. Verður heldur ekki_ gerð tilraun til þess a þessum vettvangi. Við, sem áttum því láni að fagna að eignast Jens fyrir vin og samverkamann, söknum hins góða, glaðværa og trygga fje- laga, það er mikið lán að kynn- ast slíkum mönnum á lifsleiö- inni. Og þótt þeir hverfi af sjón arsviðinu, lifir minningin. .Teg veit að jeg mæli fyrir munn allra þeirra vina hans og sam- verkamanna, er jeg kveð hann og þakka^ samverustundirnar. Þakka hollráð hans, gleði hans og fjelagsskap. Við hugsum til konu hans, litlu telpnanna tveggja ognldr- j aðra foreldra. Samhrygð okkar með þeim er innileg. ívar , Guðmundsson. braiHÍur Témasson NÍUTÍU ára afmæli á í dag Hildibrandur Tómasson, fædd- úr að SkammbeinSstöðúm ■ í Holtum. Fyrir urn það biT 35 ár.um fluttiSt Hildíbrandúr bú- ferlum til Ileykjavíkur sunnan úr Garði, en þar bjó hann um margra ára skeið. Framh. á blá. 15. Ríkarður Már Rík- arðsson Hann var fæddur í Reykja- vík 4. des. 1915, en ljest í Öre- sunds heilsuhæli í Kaupm,- höfn 17. f. m., eftir allmargra ára þráláta vanheilsu, rúmlega þrítugur að aldri. Hann var elstur 4 barna hinna kunnu merkishjóna Ríkarðs Jóns- ^onar myndhöggvara og frú Maríu Ólafsdóttur á Grundar- stíg 15 hjer í bæ. Árið 1935 var hann brautskráður úr Mentaskólanum í Reykjavík, sigldi samsumars til Kaupm.- hafnar cg lagði þar stund á húsgerðarlist. Lauk hann þar námi 1939 og hvarf heim það sama ár, kvæntist skömmu síð- ar Þóreyju Bjarnaöóttur úr Reykjavík, er lifir hann ásamt 3 kornungum börnum þeirra, sem alls urðu 4. Þetta er stuttuf æviþáttur efnismanns/ er „fjell í öllum æskuþrótt, sem ungum veitist: sveinum“. Már Ríkarðsson varð hugstæður öllum, sem á leið hans urðu: ástvinunum, kennurum sínum og skólafje- lögum, því að heiðríkja og birta var yfir honum og hverj- um manni var hann prýðilegri ásýndum og í framkomu allri — hann var íturvaxinn fríð- leiksmaður. En hann var og gæddur þeirri karlmannslund, sem entist honum til hinstu stundar. Hann var listhneigð- ur hugsjónamaður, hann vai? söngelskur cg' raddmaður ágæt ur. Ættjörð sinni unni hania heitt, hann sá þar í öllu feg- urð og tign og vildi veg henn- ar sem mestan í hvívetna, þaxi vildi hann lifa, starfa og deyjsj — pg þar mpn hann nú bers beinin að lokum, þótt andláí; hans bæri að í öðru landi. Það> var sárt að falla í valinn fyrin aldur fram, og sárt var að verða að skilja við tregandi ástvini og hverfa frá hugð- næmu ætlunarverki. En æðru- orð mælti hann eigi, og ekki munu ástvinirnir telja harma- tölur sínar að óþörfu, þóttj sárri hrygð sjeu þeir nú lostn- ir. Þeir vita sem er, að „sjö gott að hljóta gamals ár, er góður betra að deyja“. Á! skæra minningu hans má eng- inn skuggi falla. P. Korn brennur. LONDON: — Um 80 tonn. af korni eyðilagðist nýlega,- er eldur kom'úpp í vörugeymsla í Birdbrook, Essex. Það liða nærri 24 klukkustúndir, þar til hægt var að ráða riiðúrlög-. úm • feldsins.' ' j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.