Morgunblaðið - 13.12.1946, Blaðsíða 8
8
Föstudagur 13. des. 1946
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík,
Framkv.stj.: Sígfús Jónsson
Ritstjórar: Jón Kjartansson,
Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsia,
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 10.00 á mánuði innanlands,
kr. 12,00 utanlands.
2 lausasölu 50 aura eiiitakið, 60 aura með Lesbók.
Eining eða sundrung
FORYSTUGREININ í Þjóðviljanum s.l. miðvik^dag,
jiefst á þessa leið:
„Sósíalistarnir fóru ekki í ríkisstjórn til að sitja þar
auðum höndum eða horfa aðgerðalausir á, meðan leitt
\ æri hrun yfir atvinnulíf þjóðarinnar. Þeir gengu til
stjórnarsamvinnu til að kveða niður hrunstefnuna, en
taka upp aðra stefnu þjóðhollari, stefnu nýsköpunar, at-
hafna og dáða. Þeir gengu í ríkisstjórn til að kveðja öll
framfaraöfl þjóðlífsins til atorku og að leggja grundvöll
að nýrri og betri framtíð íslendinga“.
Hjer er hreystilega að orði kveðið. Og lýsingin á þeirri
stefnu, sem samstarf fyrverandi stjórnar bygðist á, er
rjett. Það dylst engum, að hin stórfelda nösköpun í at-
vinnulífi þjóðarinnar, sem var höíuðatriðið í stefnu og
starfi fyrverandi stjórnar hafði þau áhrif, að hrunstefnan
var gersamlega kveðin niður. Nýsköpunin vakti þjóðina
til athafna og dáða. Sjálf tók þjóðin svo rækilega af skar-
ið í síðustu kosningum, að boðberar hrunstefnunnar
þorðu varla á sjer að bæra, eftir ráðninguna sem boð-
skapur þeirra hlaut í kosningunum.
★
Ekki er vafi á því, að þeir þrír flokkar, sem stóðu að
rnyndun ríkisstjórnarinnar haustið 1944, gengu heilir til
verks í nýsköpuninni. Þeim varð og mikið ágengt í því
mikla starfi.
En þegar aðalblað Sósíalistaflokksins fer að rifja upp
ágæti þessa starfs, hlýtur þessi spurning að vakna: Hví í
ósköpunum rauf Sósíalistaflokkurinn þá stjórnarsam-
vinnu, sem var uppistaðan í þessu nytsama staríi?
Þjóðviljinn mun án efa svara þessu á þann veg, að það
hafi ekki verið vegna ágreinings í nýsköpuninni, að Só-
síalistaflokkurinn rauf stjórnarsamstarfið, heldur hafi
þar annað ráðið úrslitum. Mikið rjett. En Sósíalistaflokk-
lirinn hlaut að gera sjer ljóst, er hann rauf samstarfið, að
iiýsköpunin myndi við þetta bíða svo alvarlegan hnekki,
að erfitt vrði úr að bæta í skjótri svipan.
'k
Hvað hefir á daginn komið, eftir að ríkisstjórnin baðst
lausnar? Getur Þjóðviljinn neitað því, að hrunstefnan sje
farin að skjóta upp kollinum á ný? Og hver er ástæðan?
Hún er fyrst og fremst sú, að forystuna vantar. Engin
ábyrg ríkisstjórn er til í landinu. Og enginn veit hvernig
sú ríkisstjórn verður, sem tekur við.
Þessi mikla óvissa hefir verkað lamandi á allt athafna-
líf í landinu.
Nýsköpunarstjórnin vann gott verk. Urn það eru allir
tammála í dag, hvað sem framundan kann að vera. Með
nýsköpuninni tókst að bjarga miklu verðmæti frá glötun.
Því að tækin, sem keypt voru á vegum nýsköpunarirmar
verða til í landinu, hvað sem á bjátar.
★
Hinu verður ekki neitað, að það varð mikið áfall fyrir
nýsköpunina, að stjórnarsamvinnan skyldi rofin þegar
\ erst gegndi. Óvissan og glundroðinn, sem við það skap-
í ðist, ollu ótta og kvíða. Og þessi ótti og kVíði hefir að
sjálfsögðu magnast mjög við þann drátt, sem orðið hefir
á mynaun nýrrar ríkisstjórnar.
Þjóðin studdi nýsköpunarstjórnina af miklum áhuga.
Hún kunni að meta verk hennar og lá ekki á liði sínu. En
hún treysti því, að ekki yrði hlaupið frá hálfköruðu verki.
Þessvegna urðu vonbrigði hennar mikil, er stjórnarsam-
vinnan rofnaði.
★
En þótt dimt hafi verið yfir þær níu vikur, sem liðnar
cru síðan ríkisstjórnin baðst lausnar, er ástæðulaust að
órvænta. Þjóðin trúir því ekki, að sundrungaröflin fái
svo miklu ráðið á Alþingi, að ekki verði unt að halda
áfram að byggja upp á þeim grundvelli, sem lag^ur var
með nýsköpuninni. Fái andi einingar og samstarfs að ráða,
sigrast þjóðin á öllum erfiðleikum.
MORGUNBLAÐIÐ
ÚR DAGLEGA LÍFINU
Hin óvænta gjafa-
böggiaskoðun.
GJAFABÖGGLASKOÐUNIN
kom heldur en ekki flatt upp
á menn. Margir urðu æfir, aðr-
ir bitu á jaxlinn og sögðu eitt-
hvað í hljóði. Reiði manna og
vonbrigði eru skiljanleg, en því
miður er ekkert við þessu að
gera. Það varð að stöðva þá ó-
hæfu, að sendar sjeu út úr
landinu nauðsynjar, sem erfitt
er að fá erlendis og ef til vill
ómögulegt. Og hitt er enn vit-
lausara, að erlendir menn, sem
hjer dvelja skuli afla sjer gjald
eyris á þann hátt, að kaupa
hjer vöruru og selja erlendis,
stundum á svörtum markaði.
Nei. Það mátti til að stöðva
þetta. Hefði átt að vera búið að
því fyrir löngu. Það mun ekki
hafa tíðkast í neinu landi, öðru
en Islandi, að menn gætu sent
ótakmarkað út úr landi í svo-
nefndum gjafaböglum.
•
Oþægindi og leiðindi.
HITT ER svo aftur rjett-
mæt gagnrýni hjá þeim, sem
þurftu að láta skoða gjafabögla
sína, eða gefa skýrslu um inni-
hald þeirra, að húsnæðið og af-
greiðslan, þar sem skýrslu-
gerðin fór fram var hvergi
nærri boðleg. Það var ekkert
gaman fyrir fólk, að standa í
biðröð í stiga tímum saman til
að komast að. En það er ekki
hlaupið að því að fá húsnæði
og starfsfólk með litlum fyrir-
vara nú á tímum.
Það er líka leiðinlegt fyrir
þá, sem eiga ættingja erlendis,
að geta ekki sent þeim kertis-
stúf fyrir ‘jólin, eða efni í flík.
Eina sögu heyrði jeg um
gamla konu, sem hafði nurlað
saman í flíkur á dótturbörn
sín, sem búa í Danmörku,
prjónað handa þeim vetlinga
og eitthvað fleira, en svo fjekk
hún ekki að senda gjafirnar.
Slikt getur komið fyrir og er
leiðinlegt. En það er ekki hægt
annað en að hafa reglurnar
strangar ef ráðstafanirnar eiga
að koma að gagni.
•
Hjegómagirni.
MIKIÐ GETUR MAÐUR
verið hjegómagjarn. Sennilegt
að eitthvað sje til af því í
hverjum einasta manni. Jeg sá
þetta best í sambandi við frá-
sögn eins bæjarblaðsins um
gjafaböglana. Þar er ungum
þingmanni eignaður heiðurinn
af ao hafa bent á það fyrstur
manna hver óhæfa það væri að
leyfa sendingu þessara böggla
út um öll lönd.
Mjer fanst gengið á hlut Vík-
verja í þessari frásögn og af
eintómri hjegómagirni fór jeg
að fletta þessu upp í blaðinu.
Það var rjett hjá mjer.
En svo fór jeg að hugsa um
bað, að þessi ungi þingmaður
þyrfti sennilega meira á hrós-
ínu að halda en Víkverji. Hann
á vafalaust langa og erfiða leið
fyrir sjer á stjórnmálabraut-
inni, aumingja pilturinn. Því
ekki að lofa honum að hafa
þénna heiður — í veganesti.
•
Peningasöfnun
skólabarna.
FURÐULEGT ER að kenn-
arar skuli leyfa að skólabörn
sjeu höfð til að ganga í hús
með lista og sníkja peninga.
Það er alveg sama hvað það er
gctt málefni, sem unnið er fyr-
ir. Mörg þessara litlu skinna
hafa ekki hugmynd um hvað
þau eru að gera, annað en það,'
að þau sjá, að það er hægt að
hafa.fje út úr fólki með sníkj-
um. Sum barnanna úr lægstu
bekkjunum þekkja ekki einu
sinni gildi peninganna, sem
þeim eru fengnir og hver á að
borga, ef börnin tapa pening-
um og ekki stendur heima upp-
hæðin, sem skrifuð hefir verið
á listann’ og sjóður barnsins.
Margir foreldrar hafa að von
um harðneitað börnum sínum,
að fara í þessar sníkjuferðir.
En það er í skólanum fyrst og
fremst, sem taka á fyrir þetta.-
Það hljóta að vera aðrar
leiðir til að safna inn fje en að
nota skólabörn til að ganga
sníkjandi í hús. Það er fullyrt
að beiðni um þetta hafi komið
frá „æðri stöðum“, en að skóla
stjórarnir hafi raunverulega
verið á móti því.
•
Skemtileg barna-
kvikmynd.
ÞAÐ HEFIR OFT verið
kvartað yfir því, að ekki berist
kvikmyndir til landsins við
barna hæfi. Það er rjettmæt
kvörtun, en bíóeigendur hafa
skýrt hvernig á því stendur, að
ekki er hægt að fá barna-
myndir.
En við og við kemur mynd,
sem börnum þykir gaman að
og sem þau geta vel horft á án
þess að verða fyrir slæmum
áhrifum. Ein slík mynd er
„Litla systir“, sem Nýja Bíó
sýndi um síðustu helgi. Lítil
telpa, Peggy Ann Garner að
nafni, leikur aðalhlutverkið og
myndir skýrir frá vandamál-
um hennar og vinkonu hennar.
Því miður var fljótt hætt að
sýna þessa mynd, en vonandi
að kvikmyndahúsið geti sýnt
hana á barnasýningum áður en
hún verður send út aftur. Þess
skal getið, að þó þessari myhd
hafi verið lýst sem góðri barna
mynd munu fullorðnir einnig
hafa gaman af að sjá hana.
! MEÐAL ANNARA ORÐA
*
Passíusáiitia-handrii Hallgríms Pjelurssonar
MEÐ stofnun Lithoprent
hófst nýr þáttur í bókagerð ís-
lendinga. Hafa menn naumast
veitt því athygli, sem skyldi. {
Lithoprent hefir á undan- .
förnum árum gefið út hvern ‘
kjörgripinn af öðrum í íslensk
um bókheimi, svo sem Fjölni
allan og m. fl. Allir íslending-
ar vita í aðalatriðum, hvert
verk Fjölnismenn unnu í ís-
lenskum bókmentum og fvrir
þjóð sína, hvernig þeir vöktu ‘
þjóðina af svefni. En altof fáir
böfðu tækifæri íil þess að eiga
Fjölni eins.og hann kom frá
hendi. útgefendanna., þangað
til hin nýja ljósprentaða út-
gáfa kom til sögunnar.
Árbækurnar.
Fyrir þrem árum hóf Litho-
prent það stórvirki, að Ijós-
prenta Árbækur Espólíns, eða
,.Árbækurnar“, en svo eru
þær oft nefndar, svo einstætt
verk eru þær, að engum getur ]
blandast hugur um, við hvað
er átt, þegar nefndar eru Ár- ,
bækurnar án annarar skil- ’
greiningar.
Hver maður, sem heíir áhuga
á að kynnast lífi þjóðarinnar
á liðnum öldum, hefir síendur-
tekna ánægju af að lesa í Ár-
bókunum. Þær eru vitaskuld
j ekki fullgild þjóðarsaga þe*ss
tímabils er þær ná yfir, frá
endalokum þjóðveldisins og
fram á 19. öld. En þar er að
finna meira safn ai frásögnum
um einstaka menn og viðburði
hjer á landi en í nokkurri ann-
ari bók, sem enn hefir komið
út. Þeir sem fara að kynnast j
Árbókunum geta hvenær sem
þeir hafa tómstund, leitað til
Espólíns og lesið sjer til fróð-
leiks og skemtunar um löngu
liðna atburði.
Að vísu er frásögnin ekki
sem áreiðanlegust, eða sann-
prófuð. En hún er þá líka með
persónulegu handbragði Espó-
líns- sýslumanns, er gerir allt
þetta mikla ritv^rk skemtilegt
aflestrar.
Handrit Hallgríms
Pjeturssonar.
Lithoprent hefir ekki tak-
markað útgáfu sína við prent-
aðar bækur. Nokkur handrit
hefir stofnun þessi gefið út, eða
annast um. En nú er von á
Ijósprentuðu handriti þaðan,
sem mun verða kæVkomnara
en flest ef ekki alt annað, er
hingað til hefir þaðan komið.
Og það er ljósþrentun af hand-
riti Hallgríms Pjeturssonar af
Passíusálmunum, af því ein-
taki, sem höfundurinn sendi
jómfrú Ragnheiði Brynjólfs-
dóttur vorið 1661.
Þetta dýrmæta handrit er
geymt í handritasafni Lands-
bókasafnsins. í eigu safnsins,
kom það með handritum þeim,
er áður voru eign Jóns Sigurðs
sonar. í eftirmála hinnar ljós-
prentuðu útgáfu handritsins
rekur Páll E. Ólason sögu hand
ritsins fram á þenna dag,
hverjir hafi átt það, alt frá því
Hallgrímur Pjetursson sendi
það frá sjer í Sljálholt.
Á titilblaði er frá því skýrt,
að handritið sje skrifað árið
1659, þó Hallgrímur hafi ekki
látið það frá sjer fara fyr en
tveim árum seinna.
Þarna fær íslenskur almenn-
ingur í fyrsta sinn tækifæri
til að sjá hvernig sálmaskáldið
mikla skrifaði með eigin hendi
þessa sálma, sem lifað hafa á
vörum þjóðarinnar alt fram á
þenna dag. ;
Þá hefir Lithoprent hafið
undirbúning að ljósprentun á
sjálfri Guðbrandarbiblíu. Er
þar um að ræða stórvirki, sem
mun gleðja marga bókavini.
Hjálparslarfsemi.
WASHNIGTON: — Fyrir lok
júnímánaðar n. k. munu Banda
ríkjamenn hafa eytt tveimur
billjónum dollara til viðbótar
til hjálparstarfsemi erlendis.