Morgunblaðið - 13.12.1946, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.12.1946, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 13. des. 1946 BLÓÐSUGAN Cftir Joli n (joodwLn 3 !• <niiimiiiiii:iiiii!ii:iiiiiitiiiiiiuiiiiuiun:mniiiiiii!tiiiiiiiiiia 63. dagur — Jeg skil, svaraði Haggard, — og það skal ekki standa á mjer að gera það, sem jeg get, tafatlaust. Þjer hafið æruorð mitt upp á það, bætti hann við eftir ofurlitla þögn. Blóðsugan leit á hann stund- arkorn þegjandi. — Þá er erindi mínu lokið, sagði hún loksins, — og jeg ætla að fara. Þjer takið náttúr- lega við þessu dómaraembætti, sem yður hefir verið boðið? Og jeg er viss um, að það verður yður til sóma. Fyrir rjettinum sýnið þjer tvo mikilsverða eig- inleika, vald og heiðarleik, og það væri skaði fyrir landið að missa yður. En hversvegna ekki láta þessa kosti njóta sín í einkalífi yðar, hr. Haggard? Því sá maður eða kona, sem lifir tvöföldu lífi, er heimsk- ingi, og getur ekki endað nema' á einn veg. — Þjer hafið rjett að mæla, svaraði Haggard lágt, — og jeg ætla að fara að ráðum yðar. Þjer hafið gert mjer það mögu- legt að fara betri leiðina og því ætla jeg að fara hana, og hætta að vera heimskingi. Hún gekk út að dyrunum, en áður en hún var komin þangað, sagðiHaggard: — Leyfið þjer mjer að gefa yður sama ráðið, sagði hann. — Tónninn í þessum orðum hans var eitthvað svo einkenni legur, að Blóðsugan leit við og á hann. — Já, sá maður eða kona, sem lifir tvöföldu lífi .... — Jeg skil yður ekki, svar- aði konan. — Afsakið, svaraði Haggard rólega, — þjer skiljið mig mjög vel. Þjer hafið til að bera skiln ing, sem ekki stendur neinum að baki — manns og konu — sem jeg hefi nokkurntíma fyr- ir hitt. Leyfið mjer að tjá yður mína auðmjúku aðdáun, frú Blóðsuga .... frú Gordon frá Gordons Limited. — Hún steig hratt í áttina til hans. — Hvað meinið þjer? spurði hún. — Jeg meina, svaraði Hagg- ard, — að þjer Ij^itið öðru nafni frú Enid Garth! Þögnin ,sem nú kom, var svo óhugnanleg og augun, sem leiftruðu undir blæjunni voru svo hvöss, að Haggard fann hverja taug sína titra. — Hvað lengi hafið þjer gengið með þessa einkennilegu hugmynd? spurði konan. — Ekki svo lengi. Jeg hefi meira að segja ekki verið viss um það nema þessa stund, sem liðin er. síðan þjer brenduð skuldabrjefin. Og þetta er ekki hugarburður heldur staðreynd. Þjer eruð frú Garth. Hún svaraði engu. — Og hvernig jeg viti það. Með því að leiða eitt af öðru og með umhugsun. Jeg' skal játa, að talsvert lengi duldust þjer mjer. Og hefðuð þjer ekki kom ið hingað nú, væri jeg enn í, óvissu. Jeg skal játa, að leikur j yðar hefir verið frábær. Jeg I neitaði yður um áríðandi bón,! sem frú Garth, en sem Blóð- i sugan neydduð þjer mig til aðj gera þessa sömu bón. Ráðning gátunnar virtist þá svo ótrúleg,! að jeg gaf hana frá mjer sem 1 hverja aðra vitleysu. En núj sýnir það sig, að sú ráðning er staðreynd. — Með einu eða tveim smá-, átriðum, sem jeg held, þó jeg j segi sjálfur frá, að enginn hefði tekið eftir nema jeg, gáf- uð þjer mjer þá bendingu, sem nægði til að leysa spurninguna,' sagði Haggard. — Alt þangað til núna hafið þjer getað blekt mig, eins og þjer hljótið að hafa getað blekt fjölda annara I manna. Þjer eruð dásamleg kona. Hvaða ráð þjer hafið til þess að leyna þessari tvöföldu tilveru yðar, veit jeg ekki. En það er auðvitað ekki nema [ smáatriði, og með nokkrum upplýsingum í viðbót gæti jeg fundið það út. Hann studdi hvítu höndin’ni á borðið og sagði alvarlega. — Þjer getið að minsta kosti verið viss um, að leyndarmáli yðar er óhætt hjá mjer, ekki síður en í yðar eigin höndum. Því veldur ekki einungis aðdá- un mín á yður heldur líka djúp þakklætistilfinning. Þjer gerð- uð mjer þann heiður áðan að segja, að jeg væri fær um að gera afreksverk. Jeg veit það og jeg ætla að sanna, að þjer farið þar með rjett mál. — Jeg var hröðum skrefum á niðurleið, fyrir mína eigin heimsku. Fyr eða síðar hefði jeg hrapað niður í undirdjúp- in. Þjer þröngvuðuð mjer til að gera það, sem jeg gat og frels- uðuð mig síðan. Þjer frelsuðuð líf mitt og sjálfsvirðingu og hafið gert mig að frjálsum manni. Jeg hefi heiminn og frægðarferil framundan mjer. Aðferð yðar kann að hafa ver- ið nokkuð harkaleg, en það var einmitt sú aðferð, sem jeg þurfti með. — Þess vegna beindi jeg þessari spurningu að yður þeg- ar þjer voruð að fara því jeg sá, að þjer voruð líkt skapi farin og jeg sjálfur. Er yður Ijós hin mikla hætta, sem þjer leggið yður í með þessu? Það getur ekki endað nema á einn veg. Jólatrje — Þjer gerið of mikið úr þessu, svaraði hún, — en hvað, sem um það hlutverk er, sem jeg er að leika, tjóar ekki ann- að en leika það til enda, hvern- ig sem sá endi verður. En eins og þjer sjáið, játa jeg ekki neitt. — Jeg sje að minsta kosti hver tilgangur yðar er, svaraði hann. — Þjer vinnið að því að koma Sir Melmoth Craven fyr ir kattarnef og í hendur rjett- vísinnar. Og það er ekki versti tilgangur, sem hægt sje að hugsa sjer. — Jeg ætla þá að leggja fyr- ir yður eina spurningu í stað- inn, svaraði hún, — af því jeg hefí svo mikið álit á greind yður. — Getið þjer hugsað yð- ur, að Craven viti þetta sama, sem þjer þykist vita? — Kemur ekki til mála, svaraði hann. '—- Svo framar- lega sem þjer hafið ekki komið upp um yður fyrir hreinan klaufaskap, sem jeg trúi varla á yður, hefir honum aldrei dottið neitt þvílíkt í hug. Þvi gáfur Cravens, enda þótt þær sjeu nokkrar á sínu sviði, ganga allar út á undirferli og prettvísi. Hann hefir hvorki næman skilning nje mikla á- lyktunargáfu. En .... jeg er hræddur um, að ef þjer farið að berjast við hann fyrir al- vöru, verði það bara yður sjálfri til falls. — Jeg reikna það alls ekki með, svaraði Blóðsugan. — Jeg met líf mitt ennþá minna en þjer yðar fyrir tuttugu mínút- um, svo framarlega sem jeg fæ máli mínu framgengt. Góða nótt.. EcroAiizgnnzi W niHisi Súðin Brottför kl. 8 á laugar- dagskvöld. ■■■■■■••■■■■■•■■■■ Jólatrje verða seld við Verslunina Fram, Klapparstíg 37, frá kl. 10 í dag. Vörulager að innkaupsverði kr. 150—175 þús. er til sölu vegna sjerstakra ástæðna, . o og nauðsynleg viðskiftasambönd til áframhaldandi ;tarf- rækslu. Lysthafendur leggi nöfn sín inn á afgr. Mbl. fyrir 20. þ.m. merkt „Vörulager“. Þrjár frábærar barna- og ungllngabækur DÝRHEIMAR — NÝIR DÝRHEIMAR Suiidijj ge ta(| ‘ijæuijo ;i hafa löngum verið ; taldar meðal bestu barna- og unglinga- j bóka, sem til eru, • enda mun það ekki j ofmælt, því að Kipling : var mikill rithöfundur, : þekti glögg skil á ■ frumskógalífinu og : kunni allra ^nanna : uest ub regja börnum j sogur. Þessar sögur ■ eru því flestum bók- ■ um betur fallnar til : þess að glæða fegurð- j arskyn og málsmekk ■ barna, en eru um ieið • fræðandi og bráð-: skemtilegar, enda má \ segja, að þær hafi far- ■ ið sigurför um allan : heim. Nú eru þessar : bækur komnar út í af- ■ burðasnjallri þýðingu ■ Gísla Guðmundssonar, ■ fyrv. alþingismanns. : Þær eru í tveim bind- ■ um og nefnast DÝR- ■ HEIMAR og NÝIR • DÝRHEIMAR, en eru þó hvor um sig sjálfstæðar að frásögn. Útgáfan er myndskreytt og forkunnarvönduð, en verði þó mjög stillt í hóf. SÓL O G REGN Skátahöfðinginn Bad en Powell var, auk þess að vera merkilegur æskulýðsleiðtogi, frá- bær rithöfundur fyrir börn. Ritaði hann all- margar dýrasögur svo frábærlega skemtilegar og viðburðaríkar, að hvert barn hefir yndi af og teiknaði sjálfur í þær margar ágætar myndir Ein helsta þessara bóka er nú komin út í ís- lenskri þýðingu eftir Jón Helgason blaða- mann, og nefnist hún SÖL OG REGN — sögur frá Kenya. Þetta er frábærlega skemtileg og fróðleg bók, einkum fyrir yngri börn. Betra gull en einhverja — eða allar — þessara þriggja úrvalsbóka geta foreldrar t ;ra lagt í lófa barns síns. SNÆLANDSÚTGÁFAN.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.