Morgunblaðið - 18.12.1946, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.12.1946, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAFIÐ MiðvikudagUr 18. des. 194S BráðabirgðagreiSsl m ríkissjóðs á árinu 9947. Lagt hefur verið fram í efri deild frumvarp um bráðabirgðagreiðslur á árinu 1947, ílutt af Gísia Jónssyni, Sigurjóni Á. Olafssyni, Ás- mundi Sigurðssyni og- Stein- grími Aðalsteinssyni. - Er lagt til, að uns samþykt bafa verið og staðfest fját-lög fyrir árið 1947, er ríkisstjórn- inni heimilt að greiða úr rík- issjóði til bráðabirgða, í samræmi við ákvæði fjárlaga fyrir árið 1946, öll venjuleg reVstrargjöld ríkisins og- cnnur gjöld, er talist geta til venjulegra fastra greiðslna þess. Heimild þessi skal þó ekki gilda lengur en til 1. mars 1947, Er frumvarpið flutt. þar sem sýnt þykir, að ekki vinst tími til að afgreiða fjárlög fyrir árið 1947 fyrir áramót. — Var frv. afgreitt samhljóða frá deildinni í gær. LANDSHÖFN Á PJFI Frumvarpið um landshöftL og fiskiðjuver ríkisins á Rifi á Snæfellsnesi var enn til r mræðu í Nd. Það hefur þótt nokkuð einkennilegt að atvinnumála- :táðherra, Áki Jakobsson, ískuli hafa hlaupið fram fyrir hendur samgöngumálaráð- herra,1 Emils Jónssonar, með því að flytja frumvarp þetta, sem, Emil hefur haft í undir- búningi undanfarið. En í gær 'sagði Áki að hann hefði ekki flutt þetta frum- varp sem atvinnumálaráð- herra, heldur sem þingmaður Sigiufjarðar! Emil ráðherra áleit að mál þetta væri ekki svo vel und- irbuið, að hlaupið skuli með það inn í þingið nú. Það væri íds ekki enn búið að rann- saka til fulls skilyrðin til hafnargerðar á Rifi. Sömu- leiðis væri kostnaðaráætlun- in í frumvarpinu altof lág, 9 milljónir kr., til hafnargerð- arinnar og byggingu fisk- iðjuversins. Emil kvaðst viss um, að hafnargerðin ein kostaði alt að 10 millj. kr., en alt í alt myndu þessar fram- kvæmdir kosta nær 20 millj. króna. Fyrir þessu máli þyrfti, traustari grundvöll, áður en farið væri með það inn í þing- ið. — Frv. var vísað til sjávar ú.tvegsnefndar. Litla telpan komin íram. í GÆRGVÖLDI var lvst eft- % Ir tveggja ára gamalli telpu í titvarpið. Hún kom fram þegar í gærkvöldi milli kl. 8 og 9. Litla telpan á heima í Skóla vörðuholti 60. — Móðir telp- unnar hafði farið inn í verslun, eti litla telpan^ beið eftir hénfli at’ kom út áftur. var teipan horf fyrir utan. Þegaf móðir'héþn- in: Hún var hjá kunningjafólki er iýst var eftir henni í útvarp- ið.i Guðm. Agústsson varð hraðskáks- melstari. Htað.skákskepninni lauk í fyrrinótt klukkanlangt geng- in fjögur. „Hraðskáksmeistari 1946“, varð Guðmundur Ágústsson. Hann vann úrslita kepnina með 4 vinttingum af 5 mögulegum. -—• Als tefldi hann 15 skákir. Vann 12 gerði jafntefli í tveim og tapaði einni. Guðmundi tókst því að verja titilinn. Jafnir urðu Eggert Gilfer og Jón Þorsteinsson, með 2Vá vinning hvor og nr. 4 til 6 urðu Baldur Möller, Guðjón M. Sigurðsson og Guðmundur Pálmason, með 2 vinninga hver. Á fimtudagskvöld n.k. verð ur hóf að Þórs-kaffi fyrir þátttakendur í Norðurlanda- kepninni á s.l. sumri. Þar verð ur sigurvegaranum í Skák- þingi íslands veitt verðlaun og Ásmundi Ásgeirssyni, skákmeistara íslands afhent vet-ðlaun, sem sigurvegari í skákkepninni um titilinn: Skákmeistari íslands. Svo sem kunnugt er hafa húsnæðisvandræði háð hinum vinsælu skákfundum Taflfje- lags Reykjavíkur. Nú hefut" verið úr þessu bætt. Fundir hefjast að nýju á föstudags- kvöld kl. 8, í Hverfisgötu 21. r Ahugi fyrir kirkju- byggingu á Selfossi. Frá frjetaritara vorum að Selfossi. Á SELFOSSI er nú vaxið upp þorp með um 700 íbúum. Um allmörg undanfarin ár hefir verið mikill áhugi um að koma þar upp kirkju. Sunnudaginn 15. desember var haldin hátíðaguðsþjónusta í samkomuhúsi staðarins. Sóknarpresturinn, sr. Sig- urður Pálsson prjedikaði og söngkór safnaðarins söng. Bisk- upinn, hr. Sigurgeir Sigurðsson flutti, í lok guðsþjónustunnar, erjndi um kirkjubyggingarmál- ið. Að því loknu var haldinn safnaðarfundur. Var mikill sámhugur og áhugi ríkjandi á fundinum um að koma upp kirkju á Selfossi sem fyrst. Á fundinum voru samþyktar eft- irfarandi ályktanir: „Framhaldsaðalfundur í Laug- ardælasókn, haldinn í Selfoss- bíó 15. des. 1946, felur sóknar- nefndinni að hefjast handa um kirkjubyggingu á næsta ári, eftir teikningu sem fyrir ligg- ur og samþ.ykt hefir verið af hlutaðeigandi stjórnarvöldum. Heimilar fundurinn sóknar- nefnd að taka lán, til viðbótar eignum kirkjunnar, svo að kirkjuhúsið verði, að minsta kosti fulfgert acfutan. Má láns- upphæðin nema alt að 150.000 krónum“. jjFiölmennur safnaðarfundur í dag, sanlþykkir að skora á Al- þingi að safnþykkja frumvarp um kii'kjuþyggmgar sem nú liggur fyrir Alþingi og telur að það sje í fullu samræmi við ósk ir kirkjufólksins í landínu“. , Minningarrii fhorvaldsens- ijelagsins ÞAÐ lætur ekki mikið yfir sjer þetta litla snotra rit, frek- ar en fjelagið sem það er skrif- að um, en það segir frá merki- legu starfi merkra kvenna þessa bæjar í 70 ár. Ritið segir í fáum en stór- um dráttum frá stofnun og þró- un Thorvaldsensfjelagsins, til- drögum, tilgangi og árangri. Sú saga er enn ein sönnun þess, hvé fáir en samheldnir emstakl ingar geta orkað með góðum hug, fögrum áformum, elju og fórnfýsi, til framkvæmda sín- um hugðarmálum. Jeg efast ekki um, að |mörgum ungum mönnum og konum hjer í Rvík muni verða ánægja að lestri þessa rits. Þar kynnist það ömm um sinum og langömmum, sjer myndir af þeim, kynnist iiugar stefnu þeirra og fjelagsanda. — Laugar sig í andblæ þess vor- hugar og velvildar, sem störf þeirra voru innblásin af, til vel farnaðar fyrir afkomendur þeirra og íbúa þessa bæjar í nútíð og framtíð. Kynnist því, hve allar þessar ágætu konur, sem bæði fyrr og síðar hafa starfað í þessu merkilega fje- lagi, hafa gert sjer annt um gró anda í andlegu lífi sinna sam- borgara. Hvernig þær hafa með ýmsum aðferðum kynt arin sinnar umhyggju fýrir þeim, er minna máttu sín, og gefið með störfum sínum fagurt fordæmi. Jeg ætla ekki með þessum ör fáu orðum, að skrifa neinn rit- dóm um þetta minningarrit, vil aðeins geta þess að það er skrif að af sjera Knúti Arngrímssyni, einum af hinttm snjöllustu og þekktustu rithöfundum þessa lands. Það er næg sönnun þess, að stíll og frásögn öll er með ágætum. Útgefandi er ísafoldar prentsmiðja og er frágangur hennar á ritinu ágéetur, bæði á stíl og pappír. Það er því alt sem mælir með því, að þið yngri og eldri konur hjer í bænum, grípið nú tækifærið til að kynn ’ast starfsemi Thorvaldsensfje- lagsins, elsta kvenfjelagi. þess'a lands, með því að kaupa þetta ágæta minningarrit, fyr í dag en á morgun. Það fæst í næstu bókabúð, og mundi mörgum kærkomin jólagjöf. Sigurbjörg Guðmundsdóttir. Pjefur mikli eitir Tolsfoj á íslensku HIÐ MIKLA VERK Alevej Tolstoj um Pjetur mikla Rússakeisara er komið út á íslensku í þýðingu MagnúsaT Magnússonar. Mun bókamönn um og fróðleiksfúsum almenn ingi þykja að þessu hinn mesti fengur. Varla þarf að efa að þýðingin sje vel gerð því að Magnús er vandvirkur á mál og hefir jafnan haldið vel á penna. Um bókina þarf ekki að fjöl yrða. Hún er löngu fræg orð- jn og hefir orðið mörgum til fróðleiks og skemtunar. Út- gefandi gr Hannes Jónsson, en prentuð er sagan, sem er í tveimur bindum, í Prentverki Aki’aness. x^$x$x$x$x£<$x$x$x$k$«$<$3x$x$x$x$x$xSx$x$x$x$x$x$x$x$><$x$k$x$x$x$x$x$x$x$x$x$x$x$x$x$x$x$x$> Skemmtikveld Húnvetningafjelagið heldur skemtikveld í Tjarn arcafé fimtudagskveldið 19. des. n. k. Hefst kl. 9. Aðgöngumiðar við innganginn. Happdrætti Háskóla Islands Vinningar í 12. flokki 1040 verða greiddir í Tjarnarbíó (gengið um portdyr) miðvikudag, fimtudag og fqstudag, kl. 1,30—4. Vinningar í öðrum flokkum verða greiddir í skrifstofu happdrættisins, Tjaruargötu 4, sö.mu .daga, kl. 2—3. 'Íx$x$><Sx$x$xSK$x$x$x$x$x$x$x$x$x$x$x$x$x$x$x$x$x$x$x$x$x$x$x$xSx$x$xSx$x$x$xSx$xsx$Kjx$x$x$K$xe> Enginn í jólaköttinn, sem eignast leskföng af I 5 J'afnsiraumsmóto, 220 og 110 volta frá % til 1% hesta fyrirliggjandi. l\aj^tœlýa verzlt.i nin cJ-!jÓ5a^o55 Laugavegi 27. gK$^K$^K$K$KS>^><SK^K$KS>^KS>^KS>^><$K$>^^ Unglingapeysur nýkomnar. i C. Á. Björnsson & Co. Laúgaveg 48 — Sími 7530 ;f«$x^K$>3><^S*8xSxSx$KSxSxSxSxSK$xSx$xSx£<$xS>«x®*$x8x^®KSx$x$x$x$x$>3xSxSx$x$*SxJxSxSx$x$x*.> Hjólbörur með gúmmíhjóli. 2 stærðir fyrirliggjandi. ARINBJÖRN JÓNSSON heildverslun. Laugaveg 39, sími 6003. VsÍ3>3>3>^<$*$kSx^<$x$x$xSx$>3>3>$x$<$>^3>^<$x$x$>^$X$x$k$X$<$<$«^<$x^>^<$X$>^3><$X$x$X$><$x$>i ^8>^K^>^$X$x^<$X$>^<$k$x^$>^k$x$X^$x$x$>$x$^^$x^$X$X$x$X^<$x$X$X$x$X$X$X$.$><$x$x$XS;> 0” i , '<W’.’i>.'>%:••• *v'\ umtalsofnið <$>^x$x$x$x$x$x$><$><$^x$x$x$><$^<$>^>^x$x$>^x$x$x$x$><$x$>>$^>^x$^x$x$x$x$>^x$x$x$k3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.