Morgunblaðið - 18.12.1946, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.12.1946, Blaðsíða 16
VEÐURÚTLITIÐ: Faxaflói: KAFLAR úr hinni merkit Sunnan kaldi eða stinnings- kaldi — rigning öðru hvoru. Miðvikudagur 18. desember 1946 afvopnunarræðu Byrnes á bls. 8. — iKIL SiLÖ I KOLLAFIRÐI ÓHEMJU síld er sögð vera í Kollafirði. Bátur hjeðan úr Reykjavík, íslendingur, fjekk þar í gærdag milli 50 og 70 tunnur síldar í ein fjögur net. Síldin var mjög falleg og öll sett í frystihús Ág. Flvgering í Hafnarfirði, til beitu. Skipstjóri á Islending er Jó- hann Guðjónsson, en með hon- um í ferð þessa fór Ingvar Pálmason skipstjóri. Netin voru lögð í fyrrakvöld og þeirra vitjað í gærmorgun. Alls 10 net lögð. En er taka átti hin inn var síldin svo rn.ikil í þeim að þau rifnuðu. Jóhann telur að ef tekist hefði að ná netunum öllum inn hefði afl- inn orðið milli 250 og 300 tunnur. — Fjörðurinn var íullur af síld, sagði Jóhannes, en eng- inn annar bátur var þar. Margir hvalir. Meðan við vorum á veiði- svæðinu, sáum við eina 15 hvali, sem jeg held að hafi verið steypireyður, sagði Jó- hannes. Þeir komu mjög ná- lægt bátunum og sumir þeirra gífurlega stórir, fullt eins langir og báturinn okkar, sagði skipstjórinn. Síldarganga um þetta leyti árs á þessum slóðum er mjög sjaldgæf og því nærri eíns dæmi. DANIR ERU í þann veginn að taka við stjórn flugvallanna, sem Bandaríkjamenn bygðu þar í styrjöidinni. Þeir tóku að sjer veðurathuganir 1345. Á myndinni sjest hluti af flugvell- inum „Blue TA7est I“, aðaistöð Bandaríkjamanna hjá Narssaksuak, um 80 km. frá Julianehaab. Neðri myndin er af veðurathugana- stöðinni Narssak Point í Skovfirði. Aðrir æskuiýðs- hljómieikar á þriðja í jólum. TÓNLISTARFJELAGIÐ hefur ákveðið að aðrir æsku- lýSstónleikar fjeiagsins^skulu fram fara þriðja í jólum, í Tiipoli-leikhúsinu. Lansky Otto leikur einleik á píanó, ver-k eftir Beethoven. Dr. Páll ísólfsson mun skýra fyrir áheyrendum hvert við- fangsefni efnisskrárinnar. Á fyrstu æskulýðshljóm- leikum Tónlistarfjelagsins var nær því hvert sæti skipað. — Ekki er að efa að æskulýður- inn muni fylla Tripoli-Ieik- húsið á þr-icja í jólum. Jegmanjjálíð". „JEG MAN ÞÁ TÍГ (Ah. Wilderness) eftir Nobelsverð- Jaunaskáldið Eugene O’NeilI, heitir jólaleikrit Leikfjelags Reykjavíkur. — Frumsýning jress fer fram á'annan í jólurrí. Bogi Ólafsson, yfirkefinari, hefur íslenskað leikritið."— indriði Waage er leikstjóri. Leikendur eru 15. ,.Jeg man þá tíð“, er gaman lc-ikur í þrem þáttum, sem gerist í smáborg í Bandaríkj- unum skömmu eftir alda- mótin. Vefrartijápn: FULLTRUAFUNDUR Lands sambands ísl. útvegsmanna hófst í gær, kl. 2 e. h. í fundar- sal sambandsins í Hafnarhvoli. Var þetta- framhald fundarins á dögunum. Fundurinn var mjög fjöl- mennur. I byrjun fundar flutti Ólafur Thors forsætisráðherra ítarlega ræðu, þar sem hann skýrði frá aðgerðum ríkis- stjórnarinnar við að afla mark- aða fyrir íslenskar sjávaraf- urðir og söluhorfum. En eins og forsætisráðherrann hafði áður skýrt frá á Albingi og í viðtali við MorgunblaSið, horf- ir mjög vel með sölu sjávar- afurða á næsta ári. Að lokinni ræðu forsætisráð- Veslurbæinii oy viðar í kvöld ÞAÐ er í kvöld, sem skát- 'arnir hefja för sína um bæ- | inn tii þess að veita móttöku gjÖfurn. sem bæjarbúar vilja, jláta aí hendi rakna til starf- semi Veti'aihjáiparinnar, þess íarar mannúðarstofnunar, sem heíur þáð göfuga hlutverk að jmiðla þeirn, sem harðast hafa ; oi'ðið úti ög mest hafa farið á Iierra hófust almennar umræð- ur. StóSu þær fram til kí. 7. í lok fundarins var kosin 5 manna nefnd til ao gera til- lögu um aðgerðir til írygging- ar rekstri útvegsins. Næsti fundur hefst kl. 2 í dag. ViII flytja Gyðinga til Banda- ríkjanna. BERLÍN: — Phillip S. Bern- stein, sjerstakur ráðunautur um málefni Gyðinga á hernáms hiuta Bandaríkjanna í Þýska- landi, hefir gert það að tillögu sinni, að 100.000 Gyðmgum verði leyft að setjast að í Banda ríkjunum. Reynsla undanfaíinna ára hefur sýnt, að Reykvíkingar hafa fyllílega skilið þessa starfsemi cg styrkt hnna vel. Ekki et' aö efa áð svo verði onn, því að þörfin er nú síst minni en oft áður. Þegar hafa ■sótt um aðstoð mun fleiri en á sama tírna í fyrra. Skátarnir fara í kvöld um Miðbæinn, Vesturbæinn, Grímsstaðaholt, Skerjafjörð, Seitjarnarnes og ennfremur Kleppsholt og Laugarne.s- hverfi í Austurbænum. ' Reykvíkingar takið vel á móti skátunum og styðjið ! Vetrarhjáipi'na! Karlakór Reyk jovíkur hlaut ógæta dóma íNewYork SÍÐUSTU HLJÓMLEIKAR Karlakórs Reykjavíkur voru í Mew York. Þar fengu þeir ágætis dóma, eins og annarsstaðar er þeir sungu. Stórblaðið New York Times hælir kórnum og annað stórblað New York Herald Tribune fer einnig lofsam- legum orðum um kórinn, en gagnrýnir aðeins söngskrána. Karlakórsmenn eru nú væntanlegir heim úr sigurför sinni til Bandaríkjanna á þverri stundu. Guðmundur S. Guðmunds son fer í dag GUÐM. S. GUÐMUNDSSON fer hjeðan í dag til Englands til þátttöku í alþjóða skákmótinu. Hann fer hjeðan með, leiguflug vjel Flugfjelags Islands. \ Skákmótið fer fram í Hast- ings og hefst 30. desember og stendur til 8. janúar. (iý fyrírmæli um skaltgreiðslur útlendinga FJÁRHAGSNEFND ND. flytur samkvæmt ósk fjár- íhálat'áðhen'a frv. um skatt- og útsvar.sgreiðslur útlend- inga o. fl. Er í frv. þessu tckin upp ákvæði gildandi laga og nokkrum nýmælum bætt við. Veigamestu nýmæli eru að lágmarkstími fyrir skatt- skyldu er styttur úr 3 mán- uðum í einn mánuð, og.tekin upp ákvæði um, að maður, sem hjer vinmír sjer inn 10 þús. kr., . sje skattskyldur, hversu stutt sem hann hefur dvalið í landinu. „Tiiefni þessarar breytingar er tvenns konar“, segir í greinai'gerðinni. „Tilrauna hefur orðið vart til þess að komast framhjá tímaákvæð- inu þannig, að útlendingar, sem hjer hafa verið í vinnu, hafa forðað sjer úr landi áður en þriggja mánaða tímabilið var útrunnið, en komið síðan af'tur innan skams og þá með nýju vegabrjefi. Að hafa hendur í hári siíkra manna má telja ókleift nema með mjög kostnaðarsömu vega- brjefaeftirliti. Er því horfið að þeirri lausn að stytta skattskyldutímabilið. í einn mánuð. Þá er og að myndast aðstreymi fólks utan úr lönd- um í ýmsum listgreinum, sem mcð hljómieikum, sýningum og á ýmsan annan hátt og á vegum ýmissa aðiia taka hjer skjóttekinn gróða. Þykir á- stæðulaust að undanþiggja fólk þetta skattgreiðslu, enda þótt tímatakmarkið nái ekki til þess, og er því lagt. til, að tekjurnar sjeu skatt- lagðar, ef þær nái kr. 10 000, 00 hjá hverjum einstökum að- ila“. „íslensku söngvararnir, sem komu hingað í október og hafa sungið í 60 borgum, enduðu fyrstu ferð sína til Bandaríkj- anna með hljómleikum í Tov/n Hall. Þessum 36 manna karla- kór er stjórnað af manninum, sem stofnaði söngsveitina fyrir tuttugu árum, Sigurði Þórðar- syni skrifstofustjóra Ríkisút- varpsins íslenska. Thor Thors sendiherra ís- lands í Bandaríkjunum skýrði í formála söngskrárinnar að þeir fjelagar kæmu hingað „sem boðberar vináttu“. Þeir sýncfu það vissulega í gærkveldi því þeir eru hin fríðasta sveit og þeir guldu áheyrendum með fögrum söng. Karlakórsmenn fljúga heim til íslands á þriðjudag. Á fimtu dag verða margir þeirra komn- ir til starfa sinna, en í gær- kveldi voru þeir enn klæddir kjólfötum með bláan hvítan og rauðan borða, liti lands síns, á ská yfir skyrtubrjóstin. Þeir stóðu í tvöfaldri röð umhverfis stórt píanó. Stundum ljek Fritz Weisshappel undir, en oftast sungu þeir án undirleiks. Að fráskyldu laginu London- derry Air, sem þeir sungu á ensku, sungu þeir á sínu eigin máli. Þeir kunnu öll lögin utan að og flest tónskáldin voru ís- lensk, þar á méðal Páll ísólfs- son, (Sigfús) Einarsson og (Sig urður) Þórðarson, söngstjórinn. Söngmennirnir sungu af næmum skilningi og tónninn var hreinn. Það er auðsjeð að (Sigurður) Þórðarson hefir þjálfað þá af nákvæmni. því hann hefir valid á tóninum. Háir og lágir tónar voru hrein- ir. Þeir breyttu tóninum frá pianissimo í forte og ekkert var of hratt fyrir tónsvið þeirra. Til viðbótar því að vera vel þjálfaðir eru kórfjelagar við- kvæmir. Þeir sungu vögguvísur af tilfinningu, sálmalög af næm um skilningi og lög um íand sitt af einlægni, sem hreif menn. Góðir einsöngvarar voru Stefan Islandi tenor og Guð- mundur Jónsson bariton.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.