Morgunblaðið - 18.12.1946, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.12.1946, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIB Micvikudagur 18. des. 1946 i iiuuuumiuuuuHumiuirB BLÓÐSUGAN £ft Lr Jok n (jood\ LVMl gnnmmuniiiinninimmBBigniggK^EuaimuumiD uHimiuiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiuiiiiiiuumiiiuiniuimiiiiuiiiiiia 67 dagur — Það er næsta ótrúlegt, svaraði Craven. — Enginn maður með vit í kolli myndi trúa á neitt samband milli Garths-banka og blóðsugunn- ar í Gresham Lane. Hvernig væri hægt að halda slíku leyndu og hver gæti tilgang- urinn með því verið? Jeg held helst, að Blóðsugan fáist aðal- lega við fjárkúgun. En hún hefir hinsvegar ekki það vald á peningamarkaðinum, sem Garth hefir. — Jeg get vel sagt þjer, hvað veldur þessu öllu, sagði Culebra. — Það er þessi and- skotans aðvörun, sem Garth sendi út þegar í fystunni, svo að allir þeir, sem hafa yfir peningum að ráða, hafa snúið við okkur bakinu, Og það er svei mjer verra en ekki að verða að berjast við slíkt. Og þessu er haldið áfram, svo nú er bókstaflega haldið fyrir kverkarnar á okkur. Craven svaraði beisklega: — Og svo er annað verra, og það er versti ásteytingar- steinninn, sem hingað til hefir orðið fyrir/okkur, sem sje rjett- arhöldin yfir Orme. Mjer var óhætt þangað til þau komu í viðbót við alt annað. Lögin hafa að vísu losað okkur víð Orme .... en fyrir hvaða verð? Culebra gaut augunum ein- kennilega til fjelaga síns og Craven tók eftir því. — Ef þú horfir svona á mig, Ruy, skal jeg kyrkja þig! Jeg þoli það ekki! Þetta er einmitt augnatillitið, sem jeg fæ als- staðar. Enginn segir orð, en allir forðast mig. Jeg á sæti í þinginu, en hvaða gagn er mjer að því lengur? Jafnvel flokks- br’æður mínir umgangast mig eins og holdsveikan mann. Og litlir vesalingar, peð, sem jeg fyrirlít, látast fyrirlíta mig. Já, það er altsaman þessu helvísku morðmáli að kenna. Hvað hef jeg gert til að verðskulda þetta? — Ja, hvað? Þú manst kanske hvernig Haggard fór með þig, svaraði Culebra í uppgerðum huggunartón og með skökku brosi. — Það var nú ekki einungis það, að hann talaði um meðalaverslunina okkar, sem nú er komin í öll blöð, heldur var það stundum svo, að jeg fór að verða veru- lega hræddur. Þó Haggard hafi kannske ekkert við að styðj- ast, getur hann orðið fullerfið- ur fyrir því. — Jeg vildi, að jeg hefði hann hjerna mpð snöru um hálsinn, sagði Craven í æsingi. — Hann hefði aldrei snert á þessu máli af frjálsum vilja, heldur var hann íekinn til þess, og í því átti þessi Gord- on-kerling mestan þátt. — Og þá komum við aftur, sagði Culebra, — að þessu ein- kenniléga sambandi milli Garth og Gordon. Þetta rjettarpróf var auðvitað hreinasta eyði- ■ legging fyrir þig, Melmoth, því það hefir komið af stað öllum hugsanlegum grunsemd um gegn þjér, sem enginn get-; ur að vísu sannað, en gerir það 1 að verkum, að kosningin verð- ur freklega grunsamleg. Ann- ars hefir þú aldréi sagt mjer til hvers þú varst að ferðast þetta nóttina, sem morðið var framið. Craven ljet eins og hann heyrði ekki spurninguna, sem í þessu lá. — Þú ert alveg öruggur enn, er ekki svo? hjelt Culebra áfram. Craven sneri sjer að honum myrkur á svipinn. — Veistu það, Ruy, að jeg er umkringdur af njósnaraneti? sagði hann í hálfum hljóðum. — Jeg get að vísu ekki bent á neinn einstakan spæjara, en hitt finn jeg á mjer, að hver einasta hreyfing mín, bæði á peningamarkaðinum og líka heima fyrir, þar sem jeg ætti þó að geta verið í einrúmi, er skoðuð og athuguð. En þetta éV svo slynglega gert, að hvorki jeg nje Sugden get sjeð það nánar, auk heldur varist því. Stundum verður mjer - það meira að segja á að efast um trygð Sugdens, bætti hapn við, dræmt. — Jeg trúi ekki, að þú þurfir neitt að hræðast úr þeirri átt, sagði Culebra og ypti öxlum. -— Sá snilldarþjónn er hafinn yfir allar grunsemdir, enda hefir þú það fast tak á honum. — Það er satt, svaraði Crav- en. — En ef þú værir í mínum sporum, myndirðu tortryggja alla menn. Við .... Þá var barið ofur ljett á dyrnar og Sugden kom inn. — Þetta kom hingað í póst- inum, sagði hann og rjetti Craven brjef, sem ekki leit út fyrir að vera neitt óvenjulegt að neinu leyti, — og eftir útlit- inu að dæma .... Hafið þjer hann við, auðmjúklega, en þannig, aðsýnilegt var, að ein- hver sjerstök meining lá í orð- unum. Craven skiíSi, að þjónn- inn var með einhver skilaboð á samviskunni. — Hvað er það? spurði hann, en þjónninn hikaði. — Ekkert sjerstaklega áríð- andi. Culebra sá, að maðurinn vildi tala við húsbónda sinn í einrúmi, og líkaði það illa. Þó hugsaði hann sig betur um og kvaddi Sir Melmoth og fór og virtist meira að segja feginn að sleppa. — Jæja, sagði Craven, jafn- skjótt sem þeir voru orðnir einir. — Jeg hef orðið var við, að einhver rannsókn er í gangi í Westington, og það er ekki lög reglan, sem þar er á ferðinni. Væri svo, skyldi mjer standa á sama. — Westington er lokaður kapítuli, Sugden, svaraði Sir Melmoth. — Þjer eigið óvini, svaraði Sugden, — sem vinna að því einu að opna þann kapítula aftur. Og þeim verður íalsvert ágengt. Þó að þjer . . . hann leiðrjetti sig .... þó að jeg telji mig öruggan, er betra að vera við öllu búinn Og þeir eru á hælunum á Linke. Linke er nú altaf snöggasti blettur- inn. Sir Melmoth bölvaði. | — Jeg hef altaf gætt þess vandlega að vera laus við Linke síðan .... slysið varð. j — Mætti jeg stinga upp á því, að þjer gerðuð yður ferð þangað til að athuga nálið? — -Nei, svaraði Craven. — Það er altof hættulegt. Best er að vera sem lengst frá því. Þeir finna aldrei neitt, sem þeim dugar og við getum gef- I ið þeim langt nef. ! — Fyrirgefið, að jeg segi j það, sagði Sugden kurteislega ; en mjög alvarlega. — En jeg j er viss um, að það er miklu hættulegra að láta reka svona á reiðanum, heldur en hafast ! eitthvað að. Ef þjer viljið leyfa ! mjer það, skal jeg taka að ' mjer að gera það og láta yður ■ vita jafnharðan. Jeg veit það ' er nauðsynlegt að vera staddur þar á staðnum. — Ertu viss um, að þú getir gert það, án þess að stofna þjer í hættu? spurði Craven eftir langa þögn. Andlit hans var fölt og* veiklulegt. — Fullkomlega, herra minn. — Farðu þá, sagði Craven. I XXVI. KAPITULI Frú Gordon í Gordon Ltd. sat í skrifstofu sinni i rauða herberginu og hleypti brúnum hugsandi yfir nokkrum skjöl- um, sem lágu fyrir framan ! hana. Alt í einu stóð hún upp j og opnaði dyrnar inn í innra herbergið. Konan með blæjuna, sem að- stoðaði hana án þess að segja nokkurntíma orð, sat þar í : litlum hægindastól, en aldrei þessu 'vant var hún ekki að lesa, heldur horfði hún út í ! bláinn og var einkennilega 1 hnipruð og máttlaus. Blóðsug- an gerði henni bendingu. — Viljið þjer sitja í sætinu mínu til klukkan fimm, sagði hún. — Þá kem jeg aftur og leysi yður af hólmi. — Mig langar að segja fáein orð við yður áður en þjer far- ið, sagði konan. — Það er áríð- andi, svo jeg bið yður að hlusta á það. Blóðsugan læsti dyrunum, setti sig í annan stól og benti þernu sinni að setjast. — Verið þjer fljótar að segja það, því jeg hef nauman tíma, sagði hún. — Hvað er það? — Áður en langt um líður, sagði konan með sínum eðlilega málróm, sem hin hermdi svo vel eftir, — verð jeg að fara úr þjónustu yðar. Það var það, sem jeg vildi segja. — Eruð þjer með öllum mjalla? spurði Blóðsugan. — Jeg segi yður eins og satt er, svaraði konan. — Þessi þjónusta hjá yður, ekki ervið- ari en hún er, — fer bráðum að verða á enda. Eggert Claessen Gústaf A. Sveinsson hæstarj ettarlögm enn Oddfellowhúsið, — Sími 1171 Allskonar lögfrfleðistnrf Að jarðarmiðju Eftir EDGAR RICE BURROGHS. 46. maðurinn, sem nú gerði sjer ljóst, að minni hætta mundi stafa af hinu blindaða nauti, hljóp að skepnunum og skaut spjóti sínu gegnum hjarta tígrisdýrsins. Um leið og kötturinn hætti að hreyfa sig, lyfti nautið hinu blóðidrifna, blindaða höfði sínu og þeyttist með hryllilegu öskri beint yfir leiksviðið. Það óð áfram og stefndi beint á þá hlið hringleikahússins, sem við sátum við, og hentist loks yfir vegginn og inn í miðja þyrping- una af þrælum og Sagotum, sem sátu fyrir framan okkur. Nautið beitti hornum sínum óspart og ruddi sjer braut gegnum mannþröngina beint í áttina til okkar. Verðir okkar gleymdu okkur nú og slógust í hóp með binum tryllta mannfjölda, sem rjeðist í áttina til út- göngudyranna að baki okkur. Perry, Ghak og jeg urðum viðskila í ringulreiðinni. Jeg hljóp til hægri og fram hjá mörgum hliðum, sem voru yfirfull af hálfsturluðum mönnum, að reyna að bjarga lífi sínu. Maður hefði getað haldið, að heil hjörð thaga væri á eftir þeim, en ekki þetta eina blindaða dýr; en þannig fer jafnan, þegar múgurinn tryllist. Strax og jeg var kominn úr bráðustu hættunni, hætti jeg að hræðast villidýrið, en jeg var þegar gripinn annari tilfinningu — frelsisvoninni, sem nú virtist ætla að geta orðið að raunveruleika. Mjer varð hugsað til Perry, og hefði jeg ekki litið svo á, að jeg gæti frekar.orðið honum að liði, ef jeg væri sjálfur frjáls, hefði það ekki hvarflað að mjer, að reyna að komast undan. En eins og á stóð, hraðaði jeg mjer til hægri í leit að útgöngudyrum, sem engir Sagotar væru við, og að síðustu fann jeg þær — lágar og mjóar dyr, sem lágu inn í dimm járngöng. Án þess að hugsa til afleiðinganna, sem þetta gæti haft í för með sjer, þaut jeg inn í skugga ganganna og þreifaði mig áfram í áttina að ljósglætu í nokkurri fjarlægð. Háv- aðinn frá hringaleikahúsinu fjarlægðist óðum, þar til graf- kyrð var allt í kringum mig. Vegna dimmunnar, þurfti Rússneskur maður að nafni Vasili Romantuk hefir nú látið sig falla 1500 sinnum út úr flugvjel í fallhlíf. Talist hefir svo til að samanlagt hafi hann fallið 2000 km. í loftinu og að tíminn, sem hann hefir verið að falla, er kominn upp í 5 daga. Á síðastliðnu ári fjell hann m. a. 11 km. áður en hann spenti fallhlífina. ★ Taminn elgur frá bóndabæ einum í Noregi er nú farinn að ferðast um bygðarlagið. Kemur hann við á hverjum bæ og þiggur góðgerðir. Best þykir honum súkkulaði og brjóstsyk- ur og einnig „reykir“ hann sígarettur, en píputóbak vill hann ekki sjá. ★ Tala þeirra dýra, sem tóku þátt í nýafstaðinni styrjöld, var sem hjer segir: 40000 hestar, 16000 úlfaldar, 15700 dúfru, 12000 múldýr, 6000 ux- ar og 5000 hundar. ★ Fyrir stuttu keypti belgiska stjórnin átján egypskar múmí- íur, en á leiðinni var þeim stolið. Það var vörubílstjóri í Róm, sem stal þeim og seldi þær fyrir 700 kr. stykkið.' ★ Ungfrú Helen Bernesee, gjaldkeri hjá einu hótelinu í Chicago, kom nýlega í veg fyrir að peningaskáp hótelsins yrði rænt á einstæðan hátt. Þegar þjófurinn hafði læðst inn í herbergið, miðað á ungfrúna með marghleypu, byrjaði hún skyndilega að hnerra. Óttað- ist þjófurinn að þessi hávaði vekti ahygli og lagði á flótta. k Eiffelturninn í París hefir nú nýlega verið málaður. Hann hafði ryðgað mjög á hernáms- árunum. Við málninguna þyngdist hann um 35000 kg. ★ Einn vinur Montgomerys spurði hann eitt sinn að því, hversvegna hann talaði svo mikið um framtíðina. — Ja, jeg hefi mjög mikinn áhuga á henni, svaraði Monty. Jeg á eftir að eyða þeim dög- um, sem jeg á ólifað, í fram- tíðinni. ★ Hún: Þu verður að lofa að senda mjer brjefspjald frá hverri höfn, sem þú kemur til. Bróðir minn safnar nefnilega frímerkjum. ★ — Hvað lærði sonur þinn í háskólanum? — Hann lærði að biðja þann ig um peninga að manni finnst hann gera sjer stórgreiða með því að þiggja þá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.