Morgunblaðið - 18.12.1946, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 18.12.1946, Blaðsíða 7
Mjðyikudpgur. 18. def>; -19,46 MGRGUN^LAÐIÐ 7 ' JOLABÆKUR - ÚSKABÆKIJ a skahœlmr aílra tdpmiLiíía dr Jrenc^aóocýur Ujlpncjó era oóhaDœPur ailra lapmuntia arevupa - .N^'' Most stýrimaður eftir hinn þekkta drengjasagnahöfund W Christmas er bæði skemtileg, spenn- andi og göfgandi saga um vin okkar Pjetur Most sem er að leggja út í 'heiminn og lendir í hinum ótrúlegustu æfintýrum. Sagan af Tuma litla og Stikilberja Finnur, eru tvær drengjasögur eftir Mark Twain, hið vinsæla kímniskáld, sem gat sjer heimsfrægðar, einmitt fyrir þessar sögur. Jón miðskipsmaður, eftir Marryat, þarf ekki önnur meðmæli en þau að Marryat er höfundurinn, en hann hefur sem kunnugt er hlotið viðurkenningu sem einn besti drengjasagnahöfundur sem uppi hefur verið. Hrói höttur og hinir kátu kappar hans, er altaf jafn skemtileg bók sem hver drengur þarf að lesa og eiga, enda sígilt verk í heimsbókmentunum. Robinson Krúsó kannast allir við, enda engin bók gefin eins oft út og hún. Með skemtilegum teikn- ingum sem lífga upp frásöguna. Gúlliver í Risalandi, eftir Swift er ekki síðri saga en sagan af putalandsvist Gúllivers, enda nýtur hún nú orðið eins mikilla vinsælda og hin. Með myndum eftir Tryggva Magnússon. Hjartabani eftir Cooper er Indíánasaga sem allir strákar þurfa að lesa, spennandi frá upphafi til enda. Síðasti hirðinginn, saga frá gresjum Argentínu spennandi aflestrar. Bók sem hlotið hefur met- sölu í flestum löndum heims. V.L Jiahœlmr dúfL i nanna lpnaóO(ýur pjlpncjá eru oót Ramóna, eftir Helen H. Jackson. Fáar skáldsögur eru víðfrægari en sagan af Ramónu. Hún er ákaf lega spennandi ástarsaga, án þess að vera öfgakend. Amerískt stórblað hefur komist svo að orði, að Ramóna sje bók sem maður vaki yfir heila nótt og það er vissulega ekki ofmælt. Veronika, eftir Jóhanne Spyri, hina heimsfrægu skáldkonu, er í senn skemtileg, geðþekk og göfg- andi lestrarefni fyrir stúlkur. Yngismeyjar, eftir Louise M. Alcott skemtileg og viðburðarrík saga um erfi$leika fjögra yngis- xneyja, sem sigrast á þeim vegna dugnaðar og hugprýði. Meyjaskemman eftir Ester Nilsen. Saga um þrjár ungar stúlkur sem koma lesandanum í gott skap við kynninguna. ur jLyrir L i ormn / Æfintýrabókin. Æfintýri eins og Öskubuska, Þyrnirós, Stígvjelaði kötturinn, Rauðhetta o.fl. eru vel þekkt æfintýri hjer á landi. Myndirnar sem í bókinni eru geta svo börnin sjálf litað eftir eigin höfði. •v. Einu sinni var I-III, er safn skemtilegra og velþektra æfintýra'sem börnin geta stafað sig framúr og skilið til fullnustu. Stafagerðin er stór og skýr og innihaldið úrvals æfintýri. Allar þrjár bækurnar fásj; nú í fallegri öskju, en fást líka einstakar. Gosi, myndskreytt af Walt Disney er ávalt ein besta barnabókin sem völ er á, enda óskabók flestra barna. Sagan af litla svarta Sambo, með litmyndum, seldist upp á skömm um tíma þegar hún kom fyrst út. Ennþá fást örfá eintök af ann- ari útgáfu hjá bóksölum. Litla músin og stóra músin, með teikningum eftir Stefán Jónsson gerist hjer á landi og er lærdómsrík og falleg saga um litlar mýs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.